Morgunblaðið - 04.02.1995, Page 1

Morgunblaðið - 04.02.1995, Page 1
 MENNING LISTIR DROTTNING ÚPERUUSTAR- INNAR - HIN AFVEGA- LEIDDA ALMÚGASTÖLKA Islenska óperan frumsýnir vinsælustu óperu allra tíma, La Traviata, næstkomandi föstudagskvöld. Súsanna Svavarsdóttir hefur fylgst með æfíngum, kynnt sér efni og sögu óperunnar og rætt við einsöngvarana Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Ólaf Áma Bjamason og Bergþór Pálsson. AÐ ER alltaf hátíðarstemmning í loft- inu þegar líða tekur að frumsýningu hjá íslensku óperunni - og ekki skemmir það fyrir þegar sjálf La Traviata Verdis er að lifna á sviðinu. Þá skipt- ir engu þótt úti sé snjór og slydda og myrkur og mugga grá - í húsi óperunnar glitra ljósin, það hvissar og brakar í litríkum ballkjólum og heitar tilfinningar - allt frá hinni dýpstu sorg til hæstu gleði - streyma frá snilldariega skrif- aðri tónlistinni og afvopna hvert það hjarta sem á hlýðir. La Traviata - sagan um ungu álmúgastúlk- una sem kemur úr sveitinni til Parísar. Fegurð hennar er slík að allir viija eiga hana. Hún verður hástéttargleðikona - á framfæri auð- ugra manna; væntir einskis, óskar einskis þeg- ar kemur að hjartans málum; ætlar aðeins að dansa og gleðjast þann stutta tíma sem líf hennar varir. Söguþráður Leikurinn hefst í veislu í húsi þessarar konu, Víólettu Valery. Greifinn Gaston kemur með vin sinn Alfredo Germont til veislunnar og kynnir hann sem mikinn aðdáanda hennar. Og víst er að hinn ungi aðdáandi hefur fylgst með Víólettu í heilt ár; dáð hana úr fjarlægð og komið daglega á heimili hennar til að spyij- ast fyrir um líðan hennar þegar hún lá mikið veik nokkru fyrr. Alfredo er beðinn um að vera forsöngvari í drykkjusöng. Hann syngur og Víóletta með honum við hinar bestu undir- tektir. Eftir sönginn ganga veislugestir í dans- salinn. Verður Víólettu þá snögglega illt þótt hún vilji ekkert úr því gera. Alfredo verður eftir hjá henni; biður hana að láta af líferni sínu þvi að það dragi hana til dauða. Hann býður henni ást sína og umhyggju - en Víó- letta hlær að honum. Alfredo syngur þá um ástina sem brunnið hefur í brjósti hans frá því hann sá hana fyrst einn fagran dag. Víóletta býður honum vináttu sína, en segist ekki geta elskað hann. Aður en hann fer, réttir hún honum þó blóm - 3vo hann geti skilað því aft- ur, og biður hann að vitja sín þegar það visni. Þegar aðrir veislugestir hafa líka kvatt til að ganga til annarrar veislu, hugleiðir Víóletta orðaskipti þeirra Alfredos. Hún játar það fyrir sjálfri sér að hún er djúpt snortin af einlægni hans og hann kunni að vera sá sem hana hef- ur dreymt um. En áður en lýkur vísar hún draumnum frá sér og játast frelsinu og gleð- inni. Annar þáttur á sér stað á sveitabæ utan við París. Alfredo og Víóletta hafa búið sam- an í þijá mánuði og hann er að syngja um hamingju sína þegar hann kemst að því að þjónustustúlka Víólettu, Annina, er að selja eignir hennar til að fæða þau og klæða. Hon- um bregður mikið og hann fer sjálfur til borg- arinnar til að gera aðrar ráðstafanir. Þegar hann er farinn kemur gestur til Víólettu, Gi- orgio Germont, faðir Alfredos. Hann ásakar Víólettu um að féfletta son sinn. Hún segir honum að það sé hún sem standi straum af dvöl þeirra í sveitinni og hafi selt aleigu sína í því skyni. Germont eldri kemur þá að aða- lerindi sínu; dóttir hans, systir Alfredos, er trúlofuð ungum manni en fjölskylda unnust- ans fellst ekki á þennan ráðahag vegna þeirr- ar hneisu sem sambúð þeirra Alfredos og Víólettu bakar fjölskyldu hans. Hann biður Víólettu að slíta nú þessari sambúð svo að dóttir hans þurfi ekki að fórna lífshamingju sinni fyrir líferni bróður síns. Víóletta svarar honum fyrst með því að lýsa ást sinni á Alf- redo og þeim styrk sem sér sé að henni í veikindum - tæringu - sem dragi hana til dauða. Samt biður hún Germont grátandi að segja dóttur sinni ungu að óttast ekki; hún skuli gera það sem um er beðið. Hún biður hann líka að í fyllingu tímans segi hann Alf- redo allan sannleikann. Og hún skrifar Alf- redo bréf og segist vera horfin aftur til gjá- lífisins í París. Alfredo kemur að henni við skriftirnar. Hún felur bréfið og játar Alfredo ást sína með óvanalegum ákafa. En hún fer samt og litlu síðar er Alfredo borið bréfið. Þegar hann hefur lesið það gefur faðir hans sig fram. Hann syngur um heimabyggð þeirra í Suður-Frakklandi og biður son sinn að hverfa með sér aftur til fjölskyldunnar syðra. Alfredo skeytir því engu. Hann kemur auga á boðs- bréf til dansleiks Flóru Bervoix í París og skundar af stað þangað. Síðara atriði annars þáttar er dansleikur í húsi Flóru. Konur syngja sígaunasöng og karlar svara með fulltingi dansara í söng um nautabana sem felldi fimm naut á einum degi fyrir stúlkuna sína. Nú kemur Víóletta til dansleiksins með vini sínum, Douphol baróni. Þeir Alfredo og baróninn spila og Alfredo vinnur háa fjárhæð, Víóletta nær nú að hafa tal af Alfredo undir fjögur augu og biður hann að hverfa á braut. Hann kallar þá á veislugesti og biður þá að vera vitni að því að hann greiði Víólettu skuld sína fyrir ástir þeirra - og hann fleygir spilavinningnum að fótum hennar við skelfingu og hneykslun allra viðstaddra, þar á meðal Giorgios Germonts, sem átelur son sinn harðlega fyrir svívirðingu við unga konu. Víóletta biður þess að Alfredo megi lærast hið sanna og að Guð megi vera honum náðugur. Veislugestir fullvissa Víó- lettu um vináttu sína. í þriðja þætti liggur Víóletta fársjúk og læknir hennar Grenville hughreystir hana. I sömu mund segir hann Anninu, þjónustu Víó- lettu, að hún eigi aðeins örskammt eftir ólif- að. Víóletta les bréf frá Giorgio Germont þar sem segir að Alfredo muni snúa aftur til henn- ar og beiðast fyrirgefningar. Það er of seint, segir hún, og syngur um dauða sinn sem yfir vofir og biður Guðs náðar. Uti á götunni er kjötkveðjuhátíð með söng og gáska. Ánnina ber þá óvænta gleðifrétt; Alfredo er kominn að vitja hennar. Þau heilsast með fögnuði og láta sig dreyma um að hverfa sam- an frá París og hefja nýtt líf. Hjá Viólettu skiptist á von og ótti. Giorgio Germont vitjar hennar líka og blessar hana sem væri hún dóttir hans. Víóletta gefur Alfredo nisti með mynd sinni og biður hann að gefa það brúði sinni þegar þar að kemur - og segja henni að sú sem myndin er af, biðji fyrir þeim báðum í eilífðinni. Það birtir allt í einu yfir henni, hún fyllist fögnuði og deyr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.