Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 4- BADMINTON SKAUTAR / EVROPUMEISTARAMOTIÐ I LISTHLAUPI SKIÐI 1995 LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR BLAD Fyrsti Evrópu- titill Finna í ísdansi SKAUTAPARIÐ, Susanna Rahkamo og Petri Kokko, urðu í gær fyrstu Evrópu- meistarar Finna í ísdansi. „Þetta er lygilegt. Ef okkur tekst að vinna heimsmeist- aratitilinn I næsta mánuði verður þetta fullkomið ár,“ sagði Kokko eftir sigurinn í Dortmund í gær. Þau döns- uðu fyrst rólega undir lagi Bítlanna „Yesterday“ og settu svo á fulla ferð við lagið „A Hard Day’s Night“ og slógu í gegn. Fyrr um daginn var fyrri hlutinn í einstaklingskeppni kvenna. Þar bar það helst til tíðinda að franski Evr- ópumeistarinn Surya Bona- ly varð að sætta sig við ann- að sætið á eftir Olgu Markovu frá Rússlandi. En Bonaly á enn eftir síðari hluta keppninnar, frjálsu æfingarnar í dag, svo ekki er öll nótt úti enn. Markova, sem er 21s árs og kemur frá St Pétursborg sagði að æf- ingarnar hafi heppnast full- komlega og að henni liði vel. En á hún von á því að vinna gullverðlaunin? „Já, kannski. Ég er í góðri æf- ingu og hef ágætt forskot." Markova best RÚSSNESKA skautastúlkan Olga Markova stal senunni fyrri keppnisdaginn í listhlaupi kvenna á Evrópumeistaramótinu í Dortmund í gær. Úrslitin ráð- ast eftir fijálsu æfingarnar í dag. Morgunblaðið/Sverrir Tryggvl Nielsen sýndl góða takta á mótlnu í gœr og verður að teljast tll alls líklegur. Brynja vann Vigdísi óvænt MEISTARAMÓT íslands í badminton hófst í Laugardalshöll í gærkvöldi. Úrslitin voru nokkuð eftir bókinni í fyrstu umferð í meistaraflokki. Óvæntustu úrslitin voru þó í einliðaleik Vigdísar Ásgeirsdóttur úr TBR og Brynju Pétursdóttur úr IA, sem lauk með sigri Brynju 11-7 og 11-3. Önnur úrslit í einliðaleik kvenna voru þau að Elsa Nielsen, TBR, vann Birnu Guðbjartsdóttur, ÍA, 11-0 og 11-0. Bima Petersen úr TBR vann Drífu Harðardóttur úr ÍA, 11-4 og 11-7 og loks vann Guðrún Júlíusdóttir, TBR, Margréti Dan Þórisdóttur úr TBR, 11-4 og 11-0. Elsa og Birna mætast í undanúrsljtum í dag og sömuleiðis Guðrún og Brynja. í tvíliðaleik karla unnu ís- landsmeistararnir Broddi Kristjánsson og Ámi Þór Hallgrímsson þá Árman Þorvaldsson og Ást- vald Heiðarsson 15-9, 15-2, í fyrstu umferð. Tryggvi Nielsen og Njörður Ludvigsson unnu Guðmund Adolfsson og Jónas Huang 15-2 og 15-7. HANDKNATTLEIKUR Ýmislegt farið að gefa sig RÓÐURINN gæti orðið Fram þungur í bikarúr- slitaleiknum í kvennaflokki í dag þar sem ein sterkasta stoð liðsins, Guðríður Guðjónsdóttir, leikur ekki með. Hún slasaðist sem kunnugt er á hægri hendi þegar liðband slitnaði í leik gegn Stjörnunni fyrir skömmu og verður frá í að minnsta kosti 7 vikur. Eftir uppskurð í á mánu- daginn taka við 4 vikur í gifsi og síðan 2 vikur í spelkum en þá á eftir að æfa upp hendina. Það er því ljóst að Guðríður verður ekki meira með Framliðinu í vetur en er hún að hætta? „Því get ég ekki svarað því ég og Kolla [Kolbrún Jóhanns- dóttir, markvörður] ætluðum að vera hættar fyr- 'ir löngu. Ég er búin að spila í 19 ár og það er ýmislegt farið að gefa sig eftir 19 ár í boltan- um,“ sagði Guðríður en á þessum tíma hefur hún ekki misst af einum einasta leik vegna meiðsla fyrr en nú. Hún tekur einungis þátt í leiknum í dag sem þjálfari. Kristinn keppir í Kóreu ristinn Bjömsson, skíðamaður frá Ólafsfirði, keppir á alþjóð- legu stigamóti (FIS) í Kóreu um miðjan mánuðinn. Skíðasambandi íslands barst á dögunum boð frá kórenska skíðasambandinu um að senda keppanda og fararstjóra á mótið í Kóreu Islendingum að kosn- aðarlausu. Eina skilyrðið sem Kóreumenn settu var að keppand- inn yrði að vera innan við 200 á heimslistanum í svigi karla og var Krisinn sá eini sem uppfyllti það. Skíðasambandið sendi skeyti til Kóreu þar sem tilkynnt var að boð- inu yrði tekið og Kristinn yrði full- trúi íslands í keppninni. Með honum fer Friðrik Einarsson, fram- kvæmdastjóri Skíðasambandsins. Þeir halda til Kóreu 17. febrúar. „Þetta er kostaboð og sjálfsagt að þekkjast það. Kristinn er tilbúinn að fara til Kóreu og segist vita um sterka norska skíðamenn sem ætla að mæta í mótið. Við fáum flugferð- ir, gistingu og allt uppihald frítt,“ sagði Friðrik í samtali við Morgun- blaðið í gær. Kristinn er í Austurríki þar sem hann hefur æft í vetur ásamt félög- um sínum í íslenska landsliðinu. Hann átti að keppa á heimsmeist- aramótinu í Sierra Neada á Spáni, en þar sem því hefur verið frestað kemur þetta boð á besta tíma fyrir hann. Kristlnn Björnsson HAIMDKIMATTLEIKUR: BIKARÚRSLIT / D3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.