Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR BLAÐ C Þórður frá í tvo mánuði Þórður Guðjónsson, landsliðs- maður hjá þýska úrvalsdeild- arliðinu Bochum, leikur ekki knatt- spyrnu næstu sex til átta vikurn- ar. Meiðsl tóku sig upp hjá honum á æfíngu hjá Bochum í æfingaferð liðsins á Spáni og í dag verður tekin ákvörðun um hvort hann verði að fara í uppskurð á ný. „Þetta er ekki skemmtilegt," sagði Þórður við Morgunblaðið, sem fór heim til Þýskalands á und- an liðinu vegna meiðslanna. „Ég fór í uppskurð í desember og taldi að ég væri búinn að ná mér, æfði á fullu í síðustu viku og gekk mjög vel. Svo var það á síðustu æfing- unni að ég ætlaði að verja skot en HNEFALEIKAR við það gaf liðfestingin á vinstri ökklanum sig aftur, rifnaði upp eins og um páskana í fyrra. Það voru 30 sekúndur eftir af æfing- unni en fyrsta greining gerir ráð fyrir að ég þurfi að minnsta kosti sex til átta vikur til að jafna mig og jafhvel lengri tíma ef ég þarf að fara í uppskurð." Þórður sagði að búið væri að taka röntgenmyndir af ökklanum og framhaldið réðist í dag. „Það er ljóst að mikil endurhæfing er fyrir höndum, hvort sem ég verð skorinn eða ekki. Þetta er bölvað en vonandi verð ég kominn á fullt aftur um páskana." SAMHERJAR fagna markl Þórðar fyrir Bochum. Andrés Guðmundsson byrjar vel í Las Vegas í Bandaríkjunum Fyrsti mótherjinn steinlá Andrés Guðmundsson kraftakappi hefur fengið eldskírnina í hnefaleika- hringnum, en hann reynir nú fyrir sér í hnefaleikum í Las Vegas í Bandaríkjunum. Fyrstu viðureign hans lauk með því að andstæðingur hans steinlá í gólfinu. Þjálfari Andr- ésar vildi sjá styrk hans í hringnum og iét hann í æf- ingakeppni gegn einum kepp- enda, sem er skráður í undan- keppnina. Sá er 115 kg og reyndist Andrési lítil fyrir- staða. „Ég var stressaður áður en ég fór í hringinn, en var búinn að fá góð ráð, ef ég lenti á andstæðingi sem vildi hanga á mér. Ég barði kappann sund- ur og saman, á endanum steinlá hann í gólfínu í lok annarrar lotu, tvöfaldur í framan," sagði Andrés í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég fann mig vel og kappinn náði aldrei að koma höggi á höfuð- ið á mér. Þessi bardagi gaf Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson UMBOÐSMAÐUR Andrésar Guðmundssonar segir ís- lendinglnn höggþyngrl en Qeorg Foreman, núverand! þungavlgtarmeistara í hnefalelkum. mér aukið sjálfstraust og John Black umboðsmaður minn var ánægður með viðbrögð mín í hringnum og er búinn að píska mig út daglega, bæði í tækni- legum æfíngum og þrekæfíng- um. Ég sofna örþreyttur eins og lítið barn eldsnemma á kvöldin. John vil meina að ég sé höggþyngri en Georg Fore- man, en hann hefur æft hjá honum. Ég hef ellefu daga til að undirbúa mig fyrir fyrsta al- vöru bardagann, mun æfa stíft fram að keppninni, enhvíla þrjá síðustu dagana. Ég er alinn á kóngafæði og líður vel. Las Vegas er ótrúleg borg, það eru spilavíti alls staðar, jafnvel á salernum eru spila- kassar. Þegar ég fer í morgun- mat er fólk þegar byrjað að spila. Ég gæti mín á því að fara ekki í spilavítin, það er nóg að leggja allt undir í hnefaleikunum að sinni," sagði Andrés. Áhorfandi skotinn til bana í Frakklandi ÖLLUM knattspyrnuleikjum áhugamanna, sem fara áttu fram í París og nágren n i um heig- ina, var f restað eftir að 22 ára áhorfandi iést af skotsár u m í gær. Skotið var á unga mann- inn þegar áhorfendum ienti samon á leik áhugamannaliða rétt utan við Paris á sunnu- dag. Lcik Red Star í París og Aies í 2. deiid var einnig frestað en 1. deildar leíktir PSG og Metz verður á settum tfana um helgina. Guðni og Hlynur enn í óvissu GUI) NI Bergsso h hefur ekki enn fengið ákveð- ín s vör um stöðu sína hjá enska ú rvalsdoi Idar- liðinu Tottenham. Hann hefur æft hjá f élaginu að u ndanf örnu en er með tilboð frá sœnska féiaginu Orebro sem hann þarf að svara sem fyrst og hafði reyndar aðeins frest frá Sviunum tll dagsins í gær. Þegar Morgunblaðið ræddi við Guðna í gærkvöldi sagði hann að ekkert hefði gerst en vonandi kæmist málið & hreint á næstn dðgum. Hlyniir Bírgisson i Þór kom heim frá Orebro um helgina og ef dæinið geng- ur ekki upp hjá Guðna og Örebro fer hann aftur ut á mánudag. Hann hefur gert munn- legt samkomulag um að ieika með sænska Iið- inu í tvð ár en rætt hefur verið um að samning- urinn y röi endurskoðaður eftir eitt ár. 90.000 miðar pant- aðirí 43.000 sæti GÍFURLEGA mikill áhugi er á æfingaleik ír- lands og Englands í Ðublin í næstu viku. Leik- vangurinn tekur 43.000 áhorfendur en þegar hafa 90.000 miðar verið pantaðir. Terry Vena- bles stiórnar liði Englands í sjðunda sinn en hinir sex leikirnir hafa aliir farið fram á Wembley i London. Leikurinn verður sýndur beint hjá Sky-sj6nvarpsstoðinni og fær Knatt- spyrnusamband Irlands 150.000 pund fyrir sýn- ingarréttinn. Miðasalan gefur þ ví 450.000 pund og gefa bessir tveir liðir sambandinu því sem samsvarar um 64 millj. kr. Beckenbauer vill fá Otto Rehhagel sem þjálfara Bayern FRANZ Beekenbauer, formaður Bayern MUnc- hen, sagði í gær að hann vildi belst að Otto Rehhagel tæki við þjálf un þýska meistaraliðs- insogfyrstyrðitalaðviðhannumstöðuna, en eins og greint hefur verið frá hefur Italinn Gio vanni Trapattoni sagt að hann vilji helst hætta í vor og jafnvel fyrr ef eftirmaður finnst. „ Við ætlum fyrst að tala við Rehhagel," sagði Beckenbauer í gær. „Hann er sérfræðingur i þýska boltanum, hefur þjálfað í 25 ár og náð frábærum árangri." Kehhagel, sem er 56 ára, hefur verið þjálfarí Werder Bremen síðan 1881 en í samningnnm er ákvæði um að hann verði að segja upp fyrír 31. desember til að geta tekið við öðru liði næsta timabil á eftir. Brem- en varð Evropumeistarí bikarhafa undir hans stiórn 1992. Körfuboltamaður íNBA-deildinni réðst á áhorfanda VEKNON Maxwell, skotbakvðrður hja banda- rískakörfuboltalíðinu Houston í NBA-deild- inni, á kæru yfir höfði séreftir að hafa ráðist á áhorfanda og slegið hann. Atvikið átti sér stað í þríðja leikhluta í leik Portiand og Houston í ly rrinóti. Að sttgn bróður fórnar- lambsins létu þeir leikmanninn heyraþað og allt í einu stökk hann upp í stuku, h\jóp upp gangveginn og sl6 pil tiun i anulitið. Lögreglan fylgdiMaxweö inní búningsklefaen stráknum varð ekki meint af. Þess má geta að umræddir piltar sátu í r6ð L en raolrnar era i stafrófs- röð og er A-röð fremst. KÖRFUKIUATTLEIKUR: HAMBORGARAR, ÖSKUR OG KÖRFUBOLTI / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.