Morgunblaðið - 14.02.1995, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 B 3
KNATTSPYRNA
■ ROY Aitken byijaði vel sem yfir-
þjálfari Aberdeen og fagnaði 2:0
sigri gegn meisturum Rangers.
Billy Dodds og Duncan Shearer
gerðu mörkin, en þetta var fyrsta
tap Rangers í síðustu 16 leikjum.
■ RONALDO frá Brasilíu átti
stórleik þegar PSV vann Vitesse
3:2 í hollensku deildinni um helg-
ina. Táningurinn gerði eitt mark og
er markahæstur með 15 mörk eins
og Patrick Kluivert hjá Ajax auk
þess sem hann lagði upp þriðja
markið.
■ BART Latuheru lék fyrsta leik
sinn með Vitesse og kom liði sínu
á bragðið. Hann tók stöðu Glens
Helders, sem á í viðræðum við Ars-
enal um hugsanleg félagaskipti.
■ FLORLAN Maurice gerði öll
mörk Lyon í 3:1 sigri gegn Lille í
frönsku deildinni.
■ SPORTING tapaði 1:0 heima
gegn Estrela da Amadora og var
þetta fyrsta tap liðsins í
portúgölsku deildinni á tímabilinu.
■ ROMARIO lék fyrsta deildarleik
sinn með Flamengo í Brasilíu og
stóð ekki undir væntingum en liðið
gerði markalaust jafntefli við Flum-
inense um helgina.
■ ROMARIO var í stöðugri gæslu
allan tímann og átti aðeins eitt skot
að marki en 99.000 áhorfendur
komu til að sjá kappann.
Reuter
ÞÝSKI landsllðsmaðurinn Jiirgen Kllnsman hjá Tottenham hefur
betur gegn Scott Minto og Frank Sinclalr hjá Chelsea.
Eric Cantona réðst á
fréttamann sjónvarps
Breskur sjónvarpsfréttamaður
greindi frá því um helgina
að Eric Cantona hefði ráðist á sig
á baðstcönd í Karíbahafinu á l’aug-
ardag. Fréttamaðurinn sagði að
Cantona hefði ráðist á sig þegar
hann spurði knattspymumanninn
um lögreglurannsóknina í Englandi
vegna árásar Cantona á áhorfanda
fyrir skömmu.
„Hann kom að mér, tók um
hálsinn á mér og reyndi að draga
mig í burtu. „Komdu með mér, ég
vil tala við þig,“ sagði hann að
Cantona hefði sagt. Hann sagði
að þegar Cantona hefði gert sér
grein fyrir að tökumaður væri að
mynda þá hefði hann sleppt sér
og tekið utan um axlimar á töku-
manninum. „Allt í einu hjjóp hann
að mér, stökk upp í loft og sparkaði
í bijöstkassann á mér. Ég datt,
hann benti á mig og sagði: „Ég
ætla að drepa þig.““
Fréttamaðurinn sagðist hafa kall-
að á lögreglu og látið hana fá spól-
una en vitni hefðu verið til staðar.
Cantona er með fjölskyldu sinni
í frii og lét ekki sjá sig þegar hann
átti að mæta þjá lögreglunni í
Englandi s.l. miðvikudag vegna
fyrrnefnds máls á knattspymuvell-
inum. Gordon Taylor, formaður
ensku leikmannasamtakanna,
sagði' að árásin á fréttamanninn
bætti ekki stöðu Cantonas en hann
á að mæta hjá aganefnd knatt-
spymusambandsins 24. febrúar.
Manchester United setti Frakk-
ann í bann út tímabilið og sektaði
hann um 20.000 pund en Frakkar
tóku fyrirliðastöðuna af honum í
landsliðinu og ætla ekki að láta
hann spila meira á þessu tfmabili.
Blackbum á
fleyglierð
Manchester United hafði gott
af afslöppun á Spáni fyrir
nágrannaslaginn við Manchester
City í ensku deildinni á laugardag
og vann 3:0 en meistaramir hafa
aðeins tapað einum leik af síðustu
19 í deildinni. Paul Ince, Andrei
Kanchelskis og Andy Cole skoruðu
í seinni hálfleik.
City hefur ekki sigrað United í
deildinni í sex ár en liðið mátti
sætta sig við 5:0 tap á Old Traf-
ford í nóvember sem leið. Alex
Ferguson, yfirþjálfari United,
sagði að Brian Horton vildi láta lið
sitt spila vel en það hefði ekki
uppskorið eins og til hefði verið
sáð. „Ég gerði nokkrar breytingar
í seinni hálfleik og við áttum skilið
að fá öll stigin," sagði hann og
hældi Cole sérstaklega. „Staðsetn-
ingar hans voru frábærar, hann
var alltaf á ferðinni og stöðugt
skapandi, lagði upp markið fyrir
Ince og gerði eitt sjálfur."
Blackbum lét framgöngu United
ekki slá sig út af laginu og vann
Sheffield Wednesday 3:1. Kevin
Pressman, markvörður Sheffield
handlék boltann utan vítateigs á
44. mínútu og var vikið af velli.
Fyrirliðinn Tim Sherwood kom
liði sínu á bragðið með marki af
30 metra færi um miðjan fyrri
hálfleik. Chris Waddle jafnaði
skömmu síðar en en Mark Atkins
kom Blackbum aftur yfír eftir
sendingu frá Alan Shearer. Shear-
er innsiglaði síðan sigurinn um
miðjan seinni hálfleik með 28.
marki sínu á tímabilinu, skallaði í
netið eftir sendingu frá Norðmann-
inum Henning Berg. Þetta var
fyrsta tap Wednesday í 12 síðustu
leikjum.
Newcastle lék vel og vann Nott-
ingham Forest 2:1.
Liverpool átti í erfiðleikum með
QPR og varð að sætta sig við 1:1
jafntefli á heimavelli.
Wimbledon komst yfír gegn
Aston Villa en síðan fóru leikmenn
Villa í gang og unnu 7:1. Tom
Johnson, sem Villa keypti frá
Derby fyrir fímm vikum, opnaði
markareikning sinn hjá félaginu
og gerði þijú mörk á 16 mínútum
í fyrri hálfleik.
Arsenal hefur ekki sigrað á
Highbury síðan 23. október en að
þessu sinni gerði liðið 1:1 jafntefli
við botnlið Leicester. Paul Merson
skoraði fyrir heimamenn en Mark
Draper jafnaði úr fyrstu sókn gest-
anna 12 mínútum fyrir leikslok.
Ian Selley, miðjumaður Arsenal,
lenti í samstuði við Draper í byijun
leiks og fótbrotnaði.
Tottenham var á góðu róli eftir
að Teddy Sheringham hafði skorað
eftir átta mínútna leik gegn
Chelsea en Dennis Wise jafnaði
fyrir heimamenn undir lokin.
Chelsea hefur ekki tapað gegn
Spurs í fímm ár.
Coventry færðist úr fallsæti við
2:0 sigur gegn Crystal Palace en
þetta var fyrsti sigur liðsins í síð-
ustu 11 leikjum. Bandaríkjamaður-
inn Cobi Jones og Dion Dublin
skoruðu á síðustu 15 mínútunum.
Southampton komst í 2:0 gegn
Norwich en rétt eftir að Jim Magil-
ton hafði gert annað mark gest-
anna minnkaði Jon Newsome mun-
inn og Ashley Ward jafnaði á síð-
ustu sekúndunum. Richard Hall
kom Southampton á bragðið, en
Alan Ball, yfírþjálfari Southamp-
ton, sagði að Le Tissier ætti sök
á því að stig töpuðust. „Matt olli
mér vonbrigðum. Þegar enskur
landsliðsmaður fær boltann í djúp-
inu á eigin vallarhelmingi gerir
maður ráð fyrir að hann geri réttu
hlutina. Hann var mjög kærulaus
og fyrra mark þeirra kom í kjölfar-
ið. Mörk breyta leikjum. Mark
hegðaði sér óatvinnumannslega og
hann fékk að heyra það frá mér í
hléinu. Hann átti það skilið. Það
átti að koma boltanum í burtu af
hættusvæðinu en herra Le Tissier
var að leika sér í horninu."
Norwich fékk homspymu og
markið kom upp úr henni.
Le Tissier hefíir verið með flensu
og honum var skipt út af 14 mínút-
um fyrir leikslok. „Hahn er ekki
búinn að ná sér,“ sagði Ball. „Hann
var ekki fullfrískur en ég ákvað að
láta hann spila því hann er sá besti.“
Knattspyman á að sam-
eina okkur en ekki sundra
Enn stór
skellur hjá
Barcelona
SAMHUGUR ríkti á meðal leikmanna ítölsku deildarinnar og fyr-
ir leiki helgarinnar lásu fyrirliðarnir upp yfirlýsingu þar sem áhorf-
endur voru beðnir um að sameinast gegn ofbeldi á knattspyrnu-
völlum. „Knattspyrnan á að sameina okkur en ekki sundra,“
sagði Roberto Mancini, fyrirliði Sampdoria, á vellinum í Genúa
þar sem áhorfandi var stunginn til bana 29. janúar.
Juventus hélt þriggja stiga for-
ystu í deildinni með 2:0 sigri í
Bari. Alessandro Del Piero
skoraði úr vítaspymu á 40. mínútu
og Ciro Ferrara innsiglaði sigurinn
á 89. mfnútu.
Robert Jarni hjá Juve og
Amedeo Mangone hjá Bari fengu
að sjá rauða spjaldið.
Parma vann Padova 1:0 og er
i öðm sæti. Gianfranco Zola
tryggði sigurinn með marki á 71.
mínútu.
Roma vann Inter 3:1 og færðist
í þriðja sætið. Abel Balbo frá Arg-
entínu gerði öll mörk Roma.
Landi hans, Gabriel Batistuta,
gerði tvö mörk í 3:1 sigri Fiorent-
ina gegn Genúa og er kominn með
17 mörk.
AC Milan náði aðeins jafntefli á
heimavelli gegn Cagliari. Rang-
stöðugildra heimamanna gekk ekki
upp á 13. mínútu og Roberto Muzzi
skoraði framhjá Sebastiano Rossi
í markinu. Valerio Fiore stóð sig
vel í marki gestanna og Marco
Simone skuat tvisvar í rammann
áður en varnarmaðurinn Christian
Panucci jafnaði með skalla á 52.
mínútu.
Argentínumaðurinn Jose Cha-
mot hjá Lazio fékk að sjá rauða
spjaldið al9. mínútu gegn Tórínó
og er þetta í annað sinn á tímabil-
inu sem honum er vikið af velli.
Tórínó vann 2:0 og fór Lazio niður
í fimmta sætið.
Sampdoria skaust í fjórða sætið
eftir 2:1 sigur gegn Reggiana og
hefur ekki verið svo ofarlega í töfl-
unni fyrr í vetur.
Reuter
HOLLENDINGURINN í llðl Lazio, Aron Vlnter, til vinstri reynir
að ná boltanum af Frakkanum Abedy Ayew hjá Tórínó.Ayew
gerðl fyrra markið í 2:0 sigri.
Barcelona mátti sætta sig við 5:0
tap gegn Racing Santander í
spænsku deildinni um helgina. Ron-
ald Koeman og Miguel Nadal léku
ekki með meisturunum vegna
meiðsla en liðið hafði undirtökin
lengst af í fyrri hálfleik. Á síðustu
mínútu hálfleiksins gerði Ferrer
mistök sem kostuðu mark og liðið
missti móðinn við það. Ferrer og
markvörðurinn Carlos Busquets
fengu að sjá rauða spjaldið, Ferrer
í stöðunni 2:0 og markvörðurinn
áður en Racing gerði fímmta mark-
ið úr vítaspymu sem dæmd var á
hann „Það er kominn tími til að
taka erfíðar ákvarðanir," sagði
þjálfarinn Johan Cruyff og átti við
mannabreytingar.
Real Madrid vann Logrones 4:1
og er með fimm stiga forystu í deild-
inni en botnlið Logrones hefur ekki
sigrað á heimavelli atímabilinu.
Daninn Michael Laudrup gerði tvö
mörk en Ivan Zamorano frá Chile
braut ísinn og er markahæstur með
18 mörk. Deportivo tapaði 3:1 fynr
Sporting Gijon, sem hafði tapað 13
leikjum í röð.