Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 1
B L A Ð A L LRA LANDSMANNA mgOTiiHaMb 1995 SIGLINGAR Ari skipað- ur í nefnd hjá IYRU STJÓRN Alþjóðasiglinga- sambandsins (IYRU) hefur skipað AraBergmann Einars- son ritara Ólympíunefndar íslands og fyrrverandi for- mann Siglingasambandsins, í sérstaka sjð manna nefnd til þess að samræma reglur um siglingakeppni á svæðisleikj- um. Paul Henderson, nýkjör- inn formaður IYRU, tilkynnti þessa ákvörðun í heimsókn til ísiands um helgina. Er það vilji sambandsins að keppt verði á sömu skútutegundum á hvers kyns svæðaieikjum sem fram fara í heiminum, þar á meðal Smáþjóðaleikjun- um sem Islendingar taka þátt i. Mót af svipuðum toga fara víða fram í heiminum. Hefur sambandið óskað eftir því við Alþjóðaólympíunefndina að svæðisleikarnir verði úrtöku- mót fyrir ólympíuleika í framtíðinni. Ari er eini Evrópubúinn sem skipaður hefur verið í nefndina en formaður hennar verður frá Singapore og er einn af varaforsetum alþjóða- sambandsins. Er þetta önnur nefndin sem Ari Bergmann Einarsson starfar í hjá IYRU því fyrir situr hann í unglinganefnd sambandsins sem hann var endurkjörinn í til fjögurra ára á þingi sambandsins sl. haust. Arl Bergmann Einarsson ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR HANDKNATTLEIKUR BLAÐ B Spennandi lokaslagur VALDIMAR Grímsson skorar mark gegn FH-lngum, þogar KA fór slgurferö tll Hafnarfjarðar, 25:27. Mikil spenna er f 1. deildarkeppninni þegar ein umferð er eftlr — þrfú lið geta orðlð delldarmelstarl; Valur, Stjarnan og Víklngur. Sjá nánar um leikl helgarlnnar / B4 SÆNSKA RALLIÐ Sigurvegarinn ákveðinn fyrirfram FIBA velur Kristinn til að dæma í Portúgal KRISTINNAlbertsson hefur verið vaiinn af alþjóðakörfuknattleikssambandinu t,il að vera einn fjögurra hlutlausra dóinara á úrslita- keppni Evrópukeppni drengjalandsliða sem fram fer f Portugal 23. til 30. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur dómari er valinn af FIBA til slíks verks og því er þetta mikil I heið- ur fyrir Kristin n. Helgi Bragason mun dæma f Evrópukeppni landsliða í Sviss og fylgir hann í sleuska karla- landsliðinu þangað og Leifur Gardarsson mun dæma i Evrópukeppni unglingalandsliða f Skot- landi. Sigurjón Arnarsson lék vel í Orlando SIGURJÓN Arnarsson úr GR og Úifar Jónsson úr Keili kepptu á golfmóti á iaugar dagin n á Wedgefield vellinu m í Orlando og gekk bara bærilega. Sigurjön lék á einu yfir pari, 73 hðggum, og varð f 14. tíl 19. sætí af 78 keppend- um, en sigurvegarinn lék á 70 höggum. Ulfar lék hringinn á 76 högguni. - Örebro gefur guðna afturfrest Æ FORRÁÐAMENN sænska félagsins Örebro hafa gefið Guðna Bergssyni enn einnfrestinn, tilaðreynaadgangafrá sínum máium hjá Tottenham, þannig að hann fái að leika með Örebr o. Tottenahm hafur hafn- að Ieigutilboði frá örebro, vill f rekar selja Guðna til liðs i nnan Bretlands. Nokkur félðg hafa haft Guðna undir smásjánni, eins og Boiton, West Ham og Sheffield United. Guðni hefur míkinn áhuga að ganga til lið s v ið sænska Hðið og leika við hlið Arnórs Guðjohnsen og Hlyns Stefánsson- ar. Forráðamenn Örebro vilja fá ákveðið svar frá Guðna f dag. Ef Guðni losnar ekM frá Totten- ham er Hly uu r Birgisson tilb t'iin n f slaginn — fer flótlega til Svíþjóðar og gengur fra tveggja ára samningi við liðið. Thomas Fogdö keppir ekki framar SÆNSKIR læknar gerðu opinbert í gær, að sænski skíðakappinn Thomas Fogdö keppir ekkiframar á sMðum. Fogdð slasaðist alvar- lega þegar hann f cli á bakið í Áre, þar sem hann var að æfa með sænska landsliðinu, sL þriðj udag. Tilkynnt var í gær að hann hafi hlotið alvarlegan mæðuskaða og bendir allt . til að hann verði lamaður fyrir lífstíð — geti ekki gengið f ramar óstuddur. Fogdð, sem er 24 ára, var einn besti svigmað- !sE)> ur heims og sterkasti skíðamaður Svia í alpagreinum. Hann hann hefur sigrað i f hum heimsbikarmótum í svigi fráþvi 1091 og hefur tvívegis komist á verðlaunapáll f svigí í vetur. Sænskir fjölmiðlar og almenning- ur þar í landi eru langt frá því að vera sáttir við'framgang mála á lokadegi sænska rallsins, en því lauk á sunnudaginn. Eftir að hafa náð 43 sekúndna forystu fyrir síðustu sérleiðina gerði Pinninn Tommi Mákinen sér lftið fyrir og ók út í vegarkant og beið þar í rúma mín- útu, til þess að félagi hans hjá Mitsubishi liðinu, Svíinn Kenneth Eriksson, gæti sigrað eins og foringi liðsins, Andrew Kowman hafði fyrir- skipað kvöldið áður. Kowman vildi ekki taka neina áhættu því fyrir síðasta daginn voru þeir félagar í tveimur efstu sætunum og Toyota bíll í því þriðja. Til að Mitsubishi liðið færi ekki að taka óþarfa áhættu sagði hann félögun- um að halda sætum sínum. Á sunnu- dagsmorgunin skaust Mákinen fram úr Eriksson og var 43 sekúndum á undan fyrir síðustu sérleiðina. Hann ók vel þar en eþgar hann átti 500 metra eftir í mark, lagði hann út við vegarkant og lét Eriksson fara framúr sér. Finninn er ekki sérlega ánægður heldur því hann var talinn eiga meiri möguleika á heimsmeistaratitlinum en Svíinn og segir að þessi stig geti vegið þungt þegar upp verði staðið. Þess má að lokum geta að í klukkustundar löngum íþróttaþætti í sænska sjónvarpinu var mikið fjall- að um þetta atvik, en síðan sagði íþróttafréttamaðurinn: „Næst skul- um við snúa okkur að íþróttum!" Geirlaug meðmet íOsló Geirlaug B. Geirlaugsdóttir, spretthlaupari úr Armanni, setti íslandsmet í 60 m.hlaupi inn- anhúss á norska meistaramótinu í Ósló á laugardaginn — hljóp vega- lengdina á 7,63 sek. Þetta er þriðja metíð sem hún setur á vegalengd- inni á viku, þar sem hún hljóp á 7,64 og 7,65 sek. á móti í Gauta- borg fyrir rúmri viku. Geirlaug B. varð í sjötta sæti í úrslitahlaupinu, en sigurvegari varð Monica Gref- stad frá Noregi, sem kom í mark á 7,43 sek. KNATTSPYRNA: OTTO REHHAGEL TEKUR VIÐ BAYERN MUNCHEN / B8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.