Morgunblaðið - 14.02.1995, Page 1

Morgunblaðið - 14.02.1995, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA FIBA velur Kristinn til að dæma í Portúgal ptngttttÞIafrUk 1995 SIGLINGAR Ari skipað- ur í nefnd hjá IYRU STJÓRN Alþjóðasiglinga- sambandsins (IYRU) hefur skipað Ara Bergmann Einars- son ritara Ólympíunefndar Islands og fyrrverandi for- mann Siglingasambandsins, i sérstaka sjö manna nefnd til þess að samræma reglur um siglingakeppni á svæðisleikj- um. Paul Henderson, nýkjör- inn formaður IYRU, tilkynnti þessa ákvörðun í heimsókn til Islands um helgina. Er það vilji sambandsins að keppt verði á sömu skútutegundum á hvers kyns svæðaleikjum sem fram fara í heiminum, þar á meðal Smáþjóðaleikjun- um sem Islendingar taka þátt í. Mót af svipuðum toga fara víða fram í heiminum. Hefur sambandið óskað eftir þvi við Alþjóðaólympíunefndina að svæðisleikamir verði úrtöku- mót fyrir ólympíuleika í framtíðinni. Ari er eini Evrópubúinn sem skipaður hefur verið í nefndina en formaður hennar verður frá Singapore og er einn af varaforsetum alþjóða- sambandsins. Er þetta önnur nefndin sem Ari Bergmann Einarsson starfar í þjá IYRU því fyrir situr hann í unglinganefnd sambandsins sem hann var endurkjörinn í til Qögurra ára á þingi sambandsins sl. haust. Ari Bergmann Einarsson ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR HANDKNATTLEIKUR BLAÐ Morgunblaðið/Svemr KRISTINNAlbertsson hefur verið vaiinn af alþjóðakörfuknattleikssambandinu til að vera einn fjögurra hlutlausra dómara á úrslita- keppni Evrópukeppni drengjalandsliða sem fram fer í Portúgal 23. til 30. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur dómari er valinn af FIBA til slíks verks og því er þetta rnikill heið- ur fyrir Kristinn. Helgi Bragason mun dæma í Evrópukeppni landsliða í Sviss og fylgir hann íslenska karla- landsliðinu þangað og Leifur Garðarsson mun dæma í Evrópukeppni unglingalandsliða í Skot- landi. Sigurjón Arnarsson lék vel í Orlando SIGURJÓN Arnarsson úr GR og Úlfar Jónsson úr Keili kepptu á golfmóti á laugardaginn á Wedgefield vellinum í Orlando og gekk bara bærilega. Sigurjón lék á einu yfir pari, 73 höggum, og varð i 14. til 19. sæti af 78 keppend- um, en sigurvegarinn lék á 70 höggum. Ulfa lék hringinn á 76 höggum. Spennandi lokaslagur VALDIMAR Grímsson skorar mark gegn FH-ingum, þegar KA fór slgurferft til Hafnarfjarðar, 25:27. Mikil spenna er f 1. deildarkeppninni þegar ein umferð er eftir — þrjú lið geta orðlð delldarmeistarl; Valur, Stjarnan og Víkingur. Sjá nánar um lelkl helgarlnnar / B4 SÆNSKA RALLIÐ Sigurvegarinn ákveðinn fyrirfram Örebro gefur guðna afturfrest FORRÁÐAMENN sænska félagsins Örebro hafa gefið Guðna Bergssyni enn einn frestinn, til að reyna að ganga frá sínum málum hjá Tottenham, þannig að hann fái að leika með Örebro. Tottenahm hafur hafn- að leigutilboði frá Örebro, vill frekar se(ja Guðna til liðs innan Bretlands. Nokkur félög hafa haft Guðna undir smásjánni, eins og Bolton, West Ham og Sheffield United. Guðni hefur mikinn áhuga að ganga til liðs við sænska liðið og leika við hlið Arnórs Guðjohnsen og Hlyns Stefánsson- ar. Forráðamenn Örebro vijja fá ákveðið svar frá Guðna í dag. Ef Guðni losnar ekki frá Totten- ham er Hlynur Birgisson tilbúinn í slaginn — fer flótlega til Svíþjóðar og gengur frá tveggja ára samningi við liðið. Thomas Fogdö keppir ekki framar SÆNSKIR Iæknar gerðu opinbert í gær, að sænski skíðakappinn Thomas Fogdö keppir ekki framar á skíðum. Fogdö slasaðist alvar- lega þegar hann féll á bakið í Áre, þar sem hann var að æfa með sænska landsliðinu, sl. þriðjudag. Tilkynnt var í gær að hann hafi hlotið alvarlegan mæðuskaða og bendir allt til að hann verði lamaður fyrir lífstfð — geti ekki gengið framar óstuddur. Fogdö, sem er 24 ára, var einn besti svigmað- ur heims og sterkasti skíðamaður Svia í alpagreinum. Hann hann hefur sigrað í fimm heimsbikarmótum í svigi frá því 1991 og hefur tvívegis komist á verðlaunapall i svigi í vetur. Sænskir fjölmiðlar og almenning- ur þar í landi eru langt frá því að vera sáttir við'framgang mála á lokadegi sænska rallsins, en því lauk á sunnudaginn. Eftir að hafa náð 43 sekúndna forystu fyrir síðustu sérleiðina gerði Finninn Tommi Mákinen sér lítið fyrir og ók út í vegarkant og beið þar í rúma mín- útu, til þess að félagi hans hjá Mitsubishi liðinu, Svíinn Kenneth Eriksson, gæti sigrað eins og foringi liðsins, Andrew Kowman hafði fyrir- skipað kvöldið áður. Kowman vildi ekki taka neina áhættu því fyrir síðasta daginn voru þeir félagar í tveimur efstu sætunum og Toyota bíll í því þriðja. Til að Mitsubishi liðið færi ekki að taka óþarfa áhættu sagði hann félögun- um að halda sætum sínum. Á sunnu- dagsmorgunin skaust Mákinen fram úr Eriksson og var 43 sekúndum á undan fyrir síðustu sérleiðina. Hann ók vel þar en eþgar hann átti 500 metra eftir í mark, lagði hann út við vegarkant og lét Eriksson fara framúr sér. Finninn er ekki sérlega ánægður heldur því hann var talinn eiga meiri möguleika á heimsmeistaratitlinum en Svíinn og segir að þessi stig geti vegið þungt þegar upp verði staðið. Þess má að lokum geta að í klukkustundar löngum íþróttaþætti í sænska sjónvarpinu var mikið fjall- að um þetta atvik, en síðan sagði íþróttafréttamaðurinn; „Næst skul- um við snúa okkur að íþróttum!“ Geirlaug með mel íOsló Geirlaug B. Geirlaugsdóttir, spretthlaupari úr Armanni, setti íslandsmet í 60 m hlaupi inn- anhúss á norska meistaramótinu í Ósló á laugardaginn — hljóp vega- lengdina á 7,63 sek. Þetta er þriðja metið sem hún setur á vegalengd- inni á viku, þar sem hún hljóp á 7,64 og 7,65 sek. á móti í Gauta- borg fyrir rúmri viku. Geirlaug B. varð í sjötta sæti í úrslitahlaupinu, en sigurvegari varð Monica Gref- stad frá Noregi, sem kom í mark á 7,43 sek. KIMATTSPYRIMA: OTTO REHHAGEL TEKUR VIÐ BAYERN MUNCHEN / B8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.