Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ r( Dansandi pappírsbrúður ÞETTA ÞARF: pappírsörk, blýant- ur, skærL Litir. SVONA Á AÐ GERA: pappírsörkin er brotin saman í jafna hluta. Teiknið einfalda mynd eins og sýnt er, fremst á örkinni. Klippið síðan út meðfram blýantsstrikunum — athugið að brotið liggur um miðja brúðuna, þar má ekki klippa! Þið getið notað margvíslegan þunnan pappír, jafnvel dagblað. Dansandi brúðumar geta verið veggskraut eða (þá þarf stífari pappír) borð- skraut — klippið þá fleiri út og látið þær mynda hring á borðinu, til dæmis í hringdans á afmælis- borðinu. Góða .skemmtun! Ari og skuggarnir Ari liggur og les. Hann er svo niðursokkinn í bók- ina, að hann tekur ekkert eftir öllum skrítnu skuggunum í kringum sig. En hver er rétta skuggamyndin af Ara? Lausn á baksíðu. planta Það er erfitt að plata plönt- umar, í það minnsta bau- nagrasið. Ef priki er stungið niður við hlið hennar, er það fljótt að senda gripanga sína i átt að prikinu. Ef maður flytur prikið að hinni hliðinni, þá er það fljótt að senda gripangana í þá átt. Flytjum prikið aftur á sama stað, og hið ótrúlega ger- ist! Baunagrasið sendir nú grip- anga sína í allar áttir, ætlar ekki að láta plata sig! Magga Dís undir regnbog- anum Margrét Bergdís Friðriks- dóttir, Qögra ára, sendir Barnablaðinu þessar myndir sem hún hefur teiknað. Hún á heima á Eiðsmýri 9, Seltjarn- arnesi. Magga Dís skoðar allt- af Bamablaðið og fylgist sér- lega vel með barnateikningun- um sem þar birtast. Hún hefur teiknað ijölda mynda, sem hún vildi senda blaðinu, en það hefur ekki komist í fram- kvæmd fyrr en núna. Kær kveðja frá Möggu Dís. Kæra Magga Dís; Því miður er ekki hægt að Þarna sjáum við Möggu Dís undir regnboganum, þar sem hún stendur í grasi sem vex úr moldinni. Það eru ský á himninum, en sést samt til sólar. birta allar myndirnar þínar núna. Bamablaðið þakkar gott bréf og skemmtilegar teikn- ingar. Þetta er vélmenni, sem stendur við gang- braut. Það eru pollar við gangbrautina og það er rigning frá himninum sem er marglitur. mmmmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.