Morgunblaðið - 17.02.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 17.02.1995, Síða 4
ÍÞRÚMR Vinny Jones sýndi tennurnar í Dublin Vinny Jones, hinn skrautlegi knattspyrnumaður hjá Wimbledon, sem er þekktur fyrir grófan leik á leikvelli, sýndi á sér nýja hlið á hóteli í Dublin á miðvikudagskvöldið, eftir landsleik írlands og Englands. Það gerði hann sér lítið fyrir og nartaði í nefið á blaðamanni Daily Mirror, þannig að úr blæddi. Breska blaðamannafélagið hefur kært Jones til enska knattspyrnusambandsins. KÖRFUKNATTLEIKUR ÚRSLIT Sæturog mikih/æg- ur sigur - sagði Jón Kr. Gíslason eftir sig- ur Keflvíkinga gegn Grindavík „ÞETTA var bæði sæturog mikiivægur sigurfyrir okkur og ég vona að hann færi okkur það sjálfs- traust sem okkur hefur skort til þessa gegn sterk- ari liðunum í deildinni," sagði Jón Kr. Gíslason þjálf- ari og leikmaður Keflvíkinga sem í gærkvöldi gerðu sér litið fyrir og sigruðu nýkrýnda bikarmeistara Grindvíkinga í Keflavík. Mikil barátta var á lokamín- útunum - Grindvíkingar höfðu yfir 99:93 þegartæpar 2 mfnútur voru til leiksloka, en Keflvíkingar tryggðu sér sigurinn með þvf að setja 9 stig gegn engu. Leikur nágrannanna var lengstum bæði jafn og spenn- andi og skiptust liðin á að hafa forystuna. Grindvíking- ar hittu vel fyrir utan og settu 13 - 3ja stiga körfur í leikn- um gegn 5 frá Keflvíkingum. „Þetta var slak- ur leikur hjá okkur og ég get ekki sagt að ég sé beint ánægður. Við gerðum okkur seka um herfileg mistök á lokamínútunum þegar við glopruðum leiknum niður með óðagoti í sókninni," sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari Grindvíkinga. Bestir í liði Keflvíkinga voru Jón Kr. Gíslason, Lenear Burnas, Albert Ósk- arsson og Sverrir Þór Sverrisson sem náði sér vel á strik í lokin. Guðmundur Braga- son, Frank Booker, Marel Guðlaugsson og Guðjón Skúlason voru bestir hjá Grindvíkingum. Mm FOLK Bjöm Blöndal skrifar frá Keflavík Morgunbiaðið/Kristinn Joathan Bow og félagar í Val voru ekkl langt frá sigri gegn ÍR-ingum í gærkvöldi. ■ HAUKAR voru prúðir gegn Skagamönnum — liðið fékk fyrstu villu sína eftir tíu mínútur og aðeins 5 samtals í öllum fyrri hálfleik. ■ REYNIR Kristjánsson, þjálfari Hauka, hafði sína skýringu: „Auðvit- að kom enginnn villa því það var ekki leikin nein vörn en það lagaðist í síðari hálfleik“. ■ SVO prúðir voru Haukar að Skagamenn fengu ekkert vítaskot í fyrri hálfleik og ekki bónusskot fyrr en á síðustu mínútu leiksins. ■ EINAR KARL Birgisson, 15 ára leikmaður ÍA, var í fyrsta sinn í bytj- unarliðinu. ■ TVEIR leikmenn léku sinn fyrsta leik fyrir ÍA, Jón Frímann Eiríksson og Þórarinn Ólafsson. ■ B. J. THOMPSON, útlending- urinn í liði Skagamanna, tognaði illa á ökkla á æfingu á miðvikudaginn og lék ekki með. ■ PÉTUR Ingvarsson tók flest frá- köst Hauka, 3 i sókn og 7 í vörn. ■ JÓN ARNAR Ingvarsson, Hauk- um, var með ágæta nýtingu á skot- um. Hitti úr 7 af 9 skotum inní teig, eina skoti sínu utan teigs, tveimur af fjórum úr þriggja stiga skotum og öllum 5 vítaskotunum. ■ MARK Hadden lék sinn annan leik fyrir Hauka og var inná í 17 mínútur. Hann tók sitthvort frákastið í vöm og sókn, tapaði boltanum einu sinni og átti eina stoðsendingu en náði þrívegis boltanum af Skaga- mönnum. Af skotunum hitti hann úr fjórum af 8 inní teig og einu af 6 þriggja stiga skotum en þremur af 5 vítaskotum. Valsmenn óheppnir Valsmenn voru óheppnir að ná ekki báðum stigunum í viður- eign sinni gegn ÍR, að Hlíðarenda, í gærkvöldi. Staðan var 80:78 fyrir Val þegar rúm mínúta var eftir og Björn Sigtryggsson fékk möguleika á kom Val fjórum stigum yfir, úr tveimur vítaskotum, en bæði misheppnuðust. ÍR-ingar fóru upp og Herbert jafnaði leikinn, 80:80. Bragi kom Valsmönnum yfir, 82:80, en Herbert svaraði um hæl með þriggja stiga körfu. Bow fékk færi undir körfunni, en klikkaði og ÍR brunuðu upp og Herbert skoraði tvö stig, og ÍR yfir, 82:85. Jonthan Bow fékk síðan gullið tækifæri til að jafna úr þiggja stig skoti, þegar fimm sekúnd- ur voru eftir, en hitti í utan verðan hringinn. John Rhodes skoraði úr víti í lokin, lokatölur, 82:86. „Við vorum komnir með þægilega stöðu um miðjan síðari hálfleikinn en slökuðum of mikið á og hleyptum þeim inn í leikinn að nýju,“ sagði Herbert Arnarson, leikmaður ÍR. Ljóst var strax í upphafi að Vals- menn ætluðu að selja sig dýrt í leikn- um. Leikmenn ÍR komu grimmari til leiks í síðari hálfleik og náðu um tíma tíu stiga forystu. Valsmenn voru ekki af baki dottnir, þeim tókst að jafn og komast yfir, en ónákvæmur leikur á lokakaflanum var þeim dýrkeyptur. „Sigurinn gat hafnað hvoru meg- inn sem var og þeir höfðu betur, kannski á vananum. Við fengum tækifæri á lokakaflanum en tókst ekki að nýta þau,“ sagði Ragnar Jónsson, þjálfari Vals. Sigurinn lofar góðu fyrir Hauka Haukar unnu mikilvægan leik gegn ÍA, 101:73, og hafa góðan möguleika á sæti í úrslitakeppninni ___________ en við Skagamönnum ■■■■■i blasir botnbaráttan. Stefán „Þetta var gaman og Stefánsson í0far góðu. Við ætl- um að vinna allt núna og komast í úrslitakeppnina," sagði Pétur Ingvarsson Haukamaður, sem fór á kostum. estirriir byijuðu betur en samt var ekki að sjá að leikurinn væri mikil- vægur báðum liðum því hamagangur- inn var talsverður en útkoman rýr. Haukar héldu naumu forskoti í leik- hléi, 48:43, en með 5 stigum á 25 sekúndum strax eftir hlé jöfnuðu Skagamenn. Þá var Hafnfirðingum nóg boðið — vörnin fór Ioks að halda og Pétur fór á kostum í sókninni svo að 25 stig skildu liðin að um miðjan síðari hálfleik. Haukar léku lipurlega, en ekki er hægt að dæma frammistöðuna út frá því, mótstaðan var of lítil til þess. Sem fyrr sagði fór Pétur á kostum, Jón Arnar Ingvarsson spilaði vel og Sigfús skilaði sínu. Björgvin Jónsson átti ágætis kafla. Mark Hadden var í litlu sambandi við leikinn, lék slaka vörn og var gráðugur í skotunum, sem nýttust illa. „Nú þurfum við að vinna leik því ívar Benediktsson skrifar það stefnir í að við spilum við 1. deildar lið um sæti í úrvalsdeiidinni. Samt eigum við eftir að vinna leik, til dæmis gegn Borgnesingum á sunnudaginn," sagði Sigurður E. Þórólfsson þjálfari eftir leikinn. Brynjar Karl Sigurðsson og Dagur Þórisson héldu uppi liði ÍA, nema hvað minna sást til Brynjars. Hörð barátta í Borgarnesi Það var mikil og hörð barátta í íþróttahúsinu í Borgarnesi allt til léiksloka í nágrannaslagnum milli Skallagríms og Snæ- fells. Þó höfðu heima- Þóröarson menn ýfirhondma all- skrifar an leikinn og sigruðu með yfirburðum með 35 stiga mun, 109:74. „Þetta var ofsaleg harka eins og alltaf þegar þessi lið mætast," sagði Gunnar Þor- steinsson einn besti leikmaður Skalla- gríms. Gunnar hlaut nokkrum sinnum óblíðar móttökur hjá Snæfellingum í þessum leik og var með myndarlegt glóðarauga í uppsiglingu þegar rætt var við hann. „Þeir áttu skilið að vinna", sagði Karl Jónsson liðsmaður Snæfellinga. “Við vorum mjög slakir og okkur vantaði karakter í liðið þegar þurftum á því að halda." Leikur liðanna var nokkuð jafn fram í miðjan fyrri hálfleik. Heima- menn voru samstilltir í leik sínum og leiddu með nokkurra stiga mun en Snæfellingar gáfu þó lítið eftir og sérstaklega átti Karl Jónsson góðan leik og skoraði dijúgt framan af. Valur-ÍR 82:85 Hlíðarendi: Gangur leiksins: 0:2, 6:10, 19:17, 29:30, 36:36, 40:43, 44:53, 55:64, 64:66, 67:70, 74:76, 80:78, 82:82, 82:86. Stig Vals: Jonthan Bow 28, Ragnar Jóns- son 16, Bragi Magnússon 12, Bárður Ey- þórsson 11, Bjöm Sigtryggsson 9, Bjarki Guðmundsson 4, Guðni Hafsteinsson 2. Fráköst: 17 í sókn - 18 í vöm. Stig ÍR. Herbert Arnarson 32, John Rho- des 15, Jón Om Guðmundsson 15, Björn Steffenssen 12, Guðni Einarsson 7, Eggert Garðarson 3, Halldór Kristmannsson 2. Fráköst: 12 í sókn - 25 í vörn. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Aðal- steinn Hjaltason. Villur: Valur 21 - IR 20. Áhorfendur: 100. Haukar-ÍA 101:73 Strandgata: Gangur leiksins: 4:2, 9:14, 24:25, 32:25, 41:32, 45:41, 48:43, 48:48, 59:48, 65:56, 83:58, 90:61, 95:69, 101:73. Stig Hauka: Pétur Ingvarsson 22, Jón Amar Ingvarsson 22, Sigfús Gizurarson 20, Mark Hadden 14, Óskar F. Pétursson 6, .Vignir Þorsteinsson 5, Björgvin Jónsson 4, Sigurbjöm Björnsson 4, Steinar Hafberg 2, Þór Haraldsson 2. Fráköst: 16 í sókn - 23 í vörn. Stig ÍA: Dagur Þórisson 25, Brynjar Karl Sigurðsson 25, Haraldur Leifsson 10, Einar Karl Birgisson 6, Jón Þór Þórðarson 5, Hörður Birgisson 2. Fráköst: 13 í sókn - 26 í vörn. Dómarar: Kristinn Albertsson og Jón Bend- er voru góðir. Villur: Haukar 13 - lA 19. Áhorfendur: 120. Keflavík - UMFG 102:99 íþróttahúsið í Keflavík: Gangur leiksins: 0:3, 3:3, 13:10,i 24:25, 42:42, 42:46, 49:3, 56:53, 69:68,i 79:79, 85:81, 85:89, 91:97, 93:99, 102:99. Stig Keflavíkur: Jón Kr. Gislason 24, Lene- ar Burns 22, Sverrir Þór Sverrisson 18, Albert Óskarsson 15, Sigurður Ingimundar- son 11, Davíð Grissom 10, Einar Einarsson 2. Fráköst: í sókn 13 - 18 í vörn. Stig UMFG: Frank Booker 20, Mafel Guð- laugsson 19, Guðjón Skúlason 18, Unndór Sigurðsson 15, Guðmundur Bragason 14, Nökkvi Már Jónsson 10, Helgi Jónas Guð- finnsson 2, Pétur Guðmundsson 1. Fráköst: í sókn 7 - 19 ! vörn. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Leifur Garðasson. Villur: Keflavík 19 - UMFG 16. Ahorfendur: Um 600. UMFS -Snæfell 109:74. íþróttahúsið f Borgarnesi: Gangur leiksins: 7:5, 13:5, 16:12, 20:20, 36:28, 46:33 52:35,59:39, 68:45, 78:52, 85:59, 94:64, 99:66, 107:68, 109:74. "Stig Skallagríms: Alexander Ermolinskij 22, Gunnar Þorsteinsson 19, Henning Henn- ingsson 16, Ari Gunnarson 13, Grefar Guð- laugsson 12, Sveinbjörn Sigurðsson 10, Tómas Holton 10, Þórður Helgason 5, Sig- mar Egilsson 2. Fráköst: 36. Stig Snæfells: Atli Sigurþórsson 23, Karl Jónsson 19, Ray Hardin 14, Tómar Her- mannsson 7, Veigur Sveinsson 6, Hjörleifur Sigurþórsson 3, Daði Sigurþórsson 2. Fráköst: 24. Villur: Skallagrímur 28, Snæfell 20. Dómarar: Kristján Möller og Björgvin Rún- arsson höfðu litla stjórn á leiknum og gerðu of mörg mistök. Ahorfendur: 410. Tindastóll - KR 73:82 Sauðárkrókur: Gangur leiksins: 4:2, 10:9, 14:15, 26:26, 35:31, 40:34. 40:40, 48:49, 50:66, 56:74, 64:78, 73:82. Stig Tindastóls: Torrey John 34, Hinrik Gunnarsson 20, Ómar Sigmarsson 8, Páll Kolbeinsson 4, Arnar Kárason 4, Sigurvin Pálsson 3,- Fráköst: Sókn 5 — vöm 25. Stig KR: Milton Bell 33, Falur Harðarson 16, Ólafur Jón Ormsson 15, Ósvaldur Knutsen 6, Birgir Mikaelsson 6, Brynjar Harðarson 4, Ingvar Ormarsson 2. Fráköst: Sókn 14 — vöm 25. Dómarar: Einar Einarsson og Georg And- ersen. Villur: Tindastóll 17 - KR 18. í kvöld Njarðvfk - Þór Ak.............20 Knattspyrna Bikarkeppnin: Valencia - Real Madrid........2:1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.