Morgunblaðið - 18.02.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 18.02.1995, Síða 2
2 C LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ það sem hæfði við þessa fallegu og kyrru sýningu, þar sem ljósum var beitt af miklu listfengi og bygg- ir á kyrrð og stemmningu." Viðar: „Sýning fyrir stjörnu- bjartan himin og norðurljós." Haukur: „Já.“ Ég lít yfir kyrrt landslagið þar sem furutrén hafa náð að skjóta rótum í klettabeltum á báðar hend- ur. Snjórinn liggur yfir. Gljúfrið er endalaust og rauður bíllinn þýtur eftir vel ruddum veginum. Það er enn dagsljós. Galdramenn Sýningin á Góðu sálinni var í undirbúningi þegar Haukur var ráðinn sem leikhússtjóri við Beaiw- ás. Haukur: „Fyrsta sýningin sem var algerlega á mínum vegum og ég setti upp sjálfur var japanskt Kabuki-leikrit. Ég heimfærði hana upp á samískt samfélag og sagan í verkinu hefði vel getað verið sam- ísk. Viðar: „Eru tengsl á milli sam- ískrar og japanskrar menningar?" Haukur: „Ekki sterk, en það er þráður sem teygir sig austur eftir norðurslóð Rússlands, yfir til Jakútíu, Síberíu, Móngólíu, Kóreu og þaðan til Japans ..." Viðar: „Og þaðan til íslands. Því þú lærðir leiklist í Japan!“ Haukur lætur ekki slá sig út af laginu og heldur áfram: Haukur: „... bæði hvað varðar trúarbrögð og heimsmynd. Þetta er austræn menning og það var það sem heillaði mig. Héma í Nor- egi hef ég alltaf verið að leita að einhveiju framandi og ég fann það hérna í Samaleikhúsinu. Það hefur verið ákaflega spennandi fyrir mig að byggja upp þetta leikhús og móta stefnu þess. Það sem ég hef lagt áherslu á er að fá samíska rithöfunda til að skrifa fyrir leik- húsið. Þeir lögðu ekki í að skrifa fyrir leikhús áður, en það hefur aukist.“ Viðar: „Hvað er Sami?“ Haukur: „Það eru frumbyggjar Norður-Skandinavíu. Hvaðan þeir komu eða hvenær, það er ómögu- legt að vita. Á víkingaöld voru tölu- verð samskipti á milli Sama og norrænna manna og það eru orð í samískunni sem em greinilega komin úr norræna málinu. Trúar- brögð þeirra era náttúrutrúar- brögð. Sólfaðirinn var æðsti guð þeirra. Samband þeirra við guðina fór fram í gegnum seiðmann. Þeir vora hirðingjar. Fylgdu hreindýra- hjörðum sínum sem færðust á milli svæða eftir árstíðum. Lifðu í full- ÚR sýningunni „Skuggavaldur" sem sýnd veróur i Reykjavik. Flestar sýningarnar fjalla um líf sama og menningu. Við erum fyrst og fremst að leika fyrir sama og í öðru lagi erum við sendiherrar fyrir samíska menningu komnu samræmi við náttúrana. Þegar norrænir menn settust hér að og tóku að eigna sér land og girða það af, kom til árekstra líkt og milli indíána og landnema í Norður-Ameríku. Eignarréttur á landi var ekki til í hugmyndaheimi Sama. Landið þáðu þeir frá guðun- um. í íslendingasögunum er getið um Sama vegna galdrakunnáttu þeirra. Norrænir menn sóttu til þeirra til að læra galdra og óttuð- ust þá jafnframt vegna galdra- kunnáttu þeirra.“ Gljúfrið er á enda og við höldum upp á heiðina, tveir Islendingar á fleygiferð í átt að Samabyggðum. Skuggarnir verða dýpri í lautum og giljum. Það er farið að skyggja. Ekkert hljóð heyrist nema í el- drauðum bílnum sem sker hvítt landið. Viðar: „Hvað er það sem ein- kennir samíska menningu?“ Haukur: „Það er tvímælalaust söngurinn. Hann er það sérstæð- asta. Það sem lifir ennþá. Það er Joik.“ Viðar: „Hvað er Joik?“ Haukur: „Samar segja: Joik er ekki söngur, Joik er Joik. Þetta er afar sérstök raddbeiting. Ljóð. Textinn er yfirleitt ekki mjög lang- ur og hann er torskilinn þeim sem ekki þekkja til. Þeir tala um að joika einhvern, vin sinn eða ætt- ingja t.d. Lagið er þá jafn lýsandi og sjálfur textinn. Það er líka hægt að joika dýr og landslag og stemmningu. Dans er ekki til með- al þeirra hérna norður frá, en trú- lega meðal Austur-Samanna, sem búa í Rússlandi. Þegar trúboðarnir komu hingað, gengu þeir mjög hart gegn þessum heiðnu trúarat- Sveitasælur TONLIST Sígildir diskar RALPH VAUGHAN WILLIAMS: KONSERTAR F. ÓBÓ, FIÐLU, TÚBU & PÍANÓ. The Lark Ascending: 2 sálmforleik- ir; Toward the Unknown Regionj Concerto Grosso f. strengi; Partita f. tvöfalda strengjasveit. London Symphony Orchestra (& kór) u. stj. Brydens Thomsons. Chandos CHAN 9262/3. Upptökur: DDD, London 4/1987-11/1990. Lengd (2 diskar) alls 2.30:25. Verð kr. 2.190. TUTTUGASTA öldin fer senn að renna sitt skeið. Á henni fékk mannskepnan fyrst að upplifa bak- hlið tækniframfara og risaborga: hávaðamengun og streitu. Kannski er það þess vegna, að pastoral- stemningin lifir enn góðu lífi í sí- gildri tónlist, meðan tónaljóð hásk- ans og hávaðans á hlutfallslega örðugra uppdráttar. Ég meina, hvern langar að hlusta á Arcana Varéses (accent grave) eða Allegro Barbaro Bartóks eftir erilsaman dag plús hálftíma í grenjandi bíla- umferð? Varla hinn þögla meiri- hluta. Því þó að til sanns vegar megi færa, að slík músík sé „sönn“ í þeim skilningi, að hún endur- spegli raunveruleika nútímans, þá má satt stundum kyrrt liggja. Fyrr var þörf; nú er nauðsyn! Fyrir þá, sem þurfa ekki að bregðast við áreiti með enn meira áreiti (slíkir ku vera til), eru hljóm- diskar dagsins valdir. Ekki svo að skilja, að eintóm blíða einkenni tónverk Vaughans Williams (1872-1958), því hann spannar meira svið en svo, og kemur það einnig fram á ofangreindum Chan- dos-diskum. Engu að síður má þar finna gnótt af þeirri heiðríkju sem þykir einkenna brezka tónlist fram á módemisma seinni eftirstríðsára. Það kvað einatt loða við Breta viss heilbrigð íhaldssemi og vantrú á nýstárlegar formúlur, einkum ef þandar era til hins ýtrasta. Meðan heimsveldi þeirra var og hét, kvöld- ust þeir ekki heldur af þeirri minni- máttarkennd sem oft kemur eyþjóð til að gína gagnrýnilaust við hveiju sem er utan úr heimi. Vaughan Williams er ásamt vini hans og samstarfsmanni, Gustav Holst, fremsti tónhöfundur Breta af kynslóðinni á eftir Elgar. Eins og Bartók og Kodaly fengust þeir framan af við þjóðlagasöfnun, og andi enska þjóðlagsins er sjaldan langt undan hjá V.W. Hann sá einnig um útgáfu sálmalagasafns og sagði sjálfur, að sá sem hefði alizt upp við sum beztu (og verstu!) sálmalög heimsins, þyrfti lítt að kúra yfír fúgum og sónötuformi. En hvað sem hefðbundnu tónlist- arnámi leið, tileinkaði hann sér fljótt hina glæstu strengjaskriftar- hefð landa sinna, auk þess sem hann sótti einkatíma í orkestran hjá ekki verri manni en Maurice Ravel, eins og sér þegar árangur af í 2. sinfóníu hans (London) frá 1913. Chandos-diskarnir tveir spanna nærri hálfa öld. Elzta verkið, og jafnframt hið eina með innlögðum kór, Toward the Unknown Region, er frá Vorblótsári Stravinskys, 1913; hið yngsta er Túbukonsert- inn frá 1954. Fyrra verkið endar svo hátyppt og hárómantískt, að ósjálfrátt kemur niðurlagið úr Gurrelieder Schönbergs upp í hug- ann; á báðum stöðum svífur dramatískur sólaruppkomuandi yfir vötnum. En meðan Schönberg hélt síðan sína leið, aðskiljanleg Ijósár inn í framtíðina, situr Will- iams við sinn tæra nýklassíska keip svo seint sem 1954 í Túbukon- sertinum. Hið óhöndlulega ein- leikshljóðfæri (óassa-túba!) er framúrskarandi vel leikið af Patrick Harrild, og jafnast fyllilega á við hina sólistana í diskaboxinu, þ. á m. við skínandi frammistöðu Howards Shelleys í fruntaerfiða Píanókonsertinum í C-dúr (1926/31), enda þótt laufléttur blástur Davids Theodores í hinum íðilfagra Óbókonsert frá 1944 hafi kannski vinninginn í endurminn- ingunni. Samt er nóg eftir handa fagurkeram og serenissimo-tíkl- um, og nægir að nefna hið dún- mjúka tónaljóð The Lark Ascend- ing (1914/26). Lagrænum styrk ásamt óbilandi ferskleika hættir löngum til að verða stælurum að bráð, t.d. á hvíta tjaldinu, og til eru sjálfsagt þeir sem eru reiðubúnir að afskrifa tónlist Vaughan Williams sem „bíómúsík". En hvílík bíómúsík! Túlkun Brydens Thomsons, Lund- únasinfóníunnar og LSO-kórsins er undantekningarlítið til fyrir- myndar, og upptöku„sándið“ er í einu orði sagt framúrskarandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.