Morgunblaðið - 18.02.1995, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 C 3
Meira
en fallegar
nótur
höfnum og seiðmennirnir voru
brenndir á báli og þá hefur senni-
lega lagst af það sem var samískur
dans. En Joikið hefur lifað þó það
hafi tengst heiðnum sið. Mjög
strangkristnir Samar líta á Joik
sem synd. Það er synd að joika.
Fyrir aðeins tveim árum var bann-
að að joika í skólum. Tungumálið
jafnvel, samískan, var bönnuð í
skólum fram til 1960. Þeir fengu
ekki einu sinni að tala móðurmál
sitt, heldur var þeim einnig refsað
ef þeir heyrðust tala samísku í frí-
mínútum; slegnir utan undir.“
Viðar: „Hvað er álitið að Samar
séu margir?"
Haukur: „Það er talið að þeir séu
u.þ.b. 70.000, en það er erfítt að
fullyrða um það. Því kirkjubækur
skrá enga Sama í kringum 1950,
því þá vildi enginn teljast til Sama.
Stefna stjómarinnar hafði fengið
því áorkað að enginn vildi teljast
til þessa kynstofns! A þeim tíma
var litið niður á samíska menningu;
hún var það lægsta í norsku þjóðfé-
lagi. Öll samíska þjóðin var í skápn-
um, en á síðari árum hefur hún
verið að bijótast út!“
Viðar: „Samarnir eru sem sé
komnir út úr skápnum!"
Hollywood norðursins
Haukur: „Það hefur ekki síst
gerst með listamönnum eins og
Nils Aslak sem fékk bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs fyrir
nokkmm árum. Hann var í hópnum
sem stóð að Beaiwás. Þau gerðu
kvikmyndina „Leiðsögumaðurinn"
þar sem Helgi Skúlason lék eitt
aðalhlutverkið. Þessi kvikmynd
vakti svo mikla athygli að nú er
Kautokeino rækilega komið á kort-
ið hjá kvikmyndagerðarmönnum,
því hér eru árlega gerðar kvik-
myndir og sjónvarpsmyndir og leik-
arar Beaiwás em uppteknir við
þær öll sumur, að farið er að kalla
þetta landsvæði „Hollywood norð-
ursins“!“
Á vegaskiltum erum við aðvarað-
ir um að hreindýr gætu hlaupið
fyrir bílinn. Við erum að nálgast
Kautokeino. Það er komið myrkur.
Aðeins Sólarleikhúsið mun lýsa upp
landið og tilveruna hér á norður-
hjara veraldar. Okkar bíður karniv-
al í snjónum. Við rennum í hlað.
Bemm farangur okkar inn í húsið
hans Hauks. Við emm þöglir því
óðum líður að fmmsýningu. Það
er heilög stund í augum leikhús-
listamanna. Ekki orð um það meir!
Sú upplifun bíður áhorfenda á
Akureyri og í Reykjavík. En eitt
verð ég að segja: Ekki missa af
þeim!
HÚN nýtur meiri velgengni í
‘ítarfi sínu víða um lönd en
nokkur annar kvenkyns hljómsveit-
arstjóri, veit hvað hún vill án þess
að vera ýtin og skortir ekki kvenleg-
an þokka. Simone Young heitir hún
og stjórnar þessa dagana tónlistar-
flutningi í ópemnni La Boheme í
Covent Garden í Lundúnum. Hin
ástralska Young, sem er 33 ára
gömul, hlaut afbragðs viðtökur fyrir
ári þegar hún stjórnaði í fyrsta sinn
í Konunglegu bresku ópemnni. Hún
vakti jafnvel enn meiri athygli árið
1993 þegar hún varð fyrsta konan
til að stjórna í Vínarópemnni. Nú
er hún eftirsótt og meðal fyrirhug-
aðra verkefna eru Schubert-tónleik-
ar á Maggio-tónlistarhátíðinni í Flór-
ens, Aida í Sidney í júlí og Tosca í
Covent Garden í haust auk „debuts"
í Metropolitan ópemhúsinu í New
York.
Ljóst virðist að Young sé komin
til að vera, en þó ekki án þess að
ýfa fjaðrir nokkurra karlkyns sam-
starfsmanna. „Þeir reyndust henni
erfiðir í upphafi vegna þess að þeir
vom óvanir því að taka við skipunum
frá konu,“ segir karlmaður sem
starfað hefur með Young við Ríkis-
óperuna í Berlín, þar sem hún hefur
haft bækistöð í tvö ár. „Margir tón-
listarmenn gefa ekki konu annað
tækifæri á sama hátt og þeir gera
ef um karl er að ræða. En það er
töggur í Young, hún lætur ekki hug-
fallast."
Þvert á móti; eftir „debut“ í Cov-
ent Garden sögðu margir hljómsveit-
armeðlimir hana sérstaklega yfir-
vegaða. „Kvenkyns stjórnendur eiga
erfitt af því þeir þurfa stöðugt að
sanna sig,“ segir tónlistarmaður við
Konunglegu ópemna. „Ef kona sýn-
ir veikleikamerki, er sagt að hún
hafi ekki tök á hlutunum. Ef hún
tekur djúpt í árinni, er sagt hún vilji
ná sér niðri á einhveijum. Hún kemst
ekki á toppinn án þess að afla sér
óvina.“
Young segir að fáeinir hljóðfæra-
leikarar í hverri hljómsveit muni allt-
af finna að stjórnandanum - „of
vingjarnlegur, of hryssingslegur, of
hávaxinn, eða í mínu tilviki, sú stað-
reynd að ég er kona. Sumum einfald-
lega líkar ekki við þá sem hafa völd.
Það skiptir mig ekki nokkra máli -
það er þeirra vandi, ekki minn. Ég
vona að ég hafi unnið mér nægilegt
álit til að „kvennatal" eigi ekki við
lengur. Samt muntu enn finna yfir-
menn sem telja áhættu fólgna í að
ráða kvenkyns stjórnanda. I Covent
Garden þótti mér hressandi að vera
loksins ekki sú fyrsta."
Enginn dregur tæknilega færni
Young í efa. Samstarfsmenn segja
hana fijóta að tileinka sér ný verk,
eins og fisk í vatni á mikilvægum
uppákomum og með algert vald á
erfíðri tónlist. Þetta hefur verið lyk-
illinn að velgengni hennar. Það skýr-
ir hrifningu Davids Barenboim þegar
hann heyrði hana fyrst stýra æfingu
á Bayreuth-tónlistarhátíðinni. Hann
bauð henni fasta stöðu við Berlínar-
Rætt við Simone
Young, hljóm-
sveitarstjóra sem
tekur áhættu
ópemna, þar sem hún hefur nú
stjórnað öllum stóm Wagner og
Strauss óperunum. Velvild Barenbo-
im hefur einnig komið að gagni á
annan hátt - opnað möguleika innan
greinarinnar og gert Young kleift
að æfa tónlist eins og Wozzeck og
Tristan með fyrsta flokks söngvur-
um.
Hún ólst upp í ómúsíkalskri fjöl-
skyldu í Sidney. „Við áttum ekki
plötuspilara en höfðum píanó heima.
Þetta var gott fyrir mig því ég varð
að sjá um tónlistina sjálf. Samkomu-
lagið við foreldra mína fólst í því
að um leið og ég hætti að æfa mig
yrði píanóið selt.“
Það gerðist ekki og Young heyrði
í fyrsta sinn Verdi-óperu, Simon
Boccanegra, þegar hún var rétt orð-
in unglingur. Hún heillaðist gjörsam-
lega. Tuttugu og tveggja ára var
hún orðin æfíngastjóri við ópemhús-
ið í Sidney. Hún stóð fyrst á stjórn-
endapalli tveim árum seinna og fékk
styrk til náms í Evrópu. Við lok
þess réð hún sig í stöðu neðarlega
í metorðastiga Kölnarópemnnar.
„Ég vissi þegar ég kom frá Ástral-
íu að ég yrði að taka eitt skref aftur
á bak til að komast tvö áfram. En
þegar ég hafði náð fótfestu í Köln
var ég reiðubúin að grípa hvert tæki-
færi sem bauðst. Þýska fyrirkomu-
lagið gefur góðan grunn, maður tek-
ur yfir óperur sem hafa verið æfðar
upp af einhveijum öðmm. Það er
nokkuð sem aðeins er hægt meðan
maður er ungur, því seinna þegar
maður er orðinn þekktur er ómögu-
legt að hætta á slíkt."
Fyrsta góða tækifæri Young gafst
í október 1992. Harry Kupfer hafði
fylgst með henni við Kölnarópemna
og bauð henni að stjóma La Boheme
við Komische Oper í Berlín. „Svona
eru stjórnendur prófaðir í Þýskalandi
- þú ert fyrst boðin á aðeins eina
sýningu með lágmarks æfíngatíma.
Það er ögmn. I lok sýningarinnar
spurði Harry hvað mig langaði að
fást við annað í húsinu."
Hún fékk að stjóma nýrri Kupfer
uppfærslu á Tsar Saltan eftir
Rimsky-Korsakov. Andrúmsloftið í
ópemhúsum Berlínar gerir það að
verkum að óspennandi væri fyrir
hana að þiggja starf í minni borg.
En jafnframt em lærdómsár hennar
í Berlín að taka eðlilegan enda og
hún gerir ráð fyrir að fara alveg út
í lausamennsku við hin og þessi hús
á næsta ári.
Ákvörðunin snýst ekki einungis
um starfsframa - Young þarf líka
að hugsa um fjölskyldu sína. Hún
og eiginmaður hennar Greg, sem er
tungumálakennari, standa í hús-
næðisleit í Lundúnum um þessar
mundir. Þegar þau giftust var hún
námsmaður og hann fyrirvinna. Nú
hafa hlutverkin snúist við: Hann
hefur verið í framhaldsnámi í evr-
ópskum bókmenntum og annast sjö
ára dóttur þeirra, Yvann. Fjölskyld-
an reynir að vera ekki aðskilin leng-
ur en tvær vikur í senn, „en það er
ekki auðvelt. Yvann getur þurft mik-
ið á mér að halda kvöldið áður en
ég fer í verkefni erlendis. í óperuhús-
unum er fólk að venjast öllum teikn-
ingunum á faxinu - það er aðferð
hennar til að halda sambandi."
Young kann orðið að meta hve
ólík húsin em sem hún vinnur við.
Samstarf við karlmennina í Vínarfíl-
harmóníunni var „eins og að aka
Rolls Royce - mig langaði að senda
alla hina heim og skemmta mér yfír
þessu nýja leikfangi. Enn er ég þó
eins og fyrir rétti á þessum stað.“
Komische Oper er hins vegar eins
og fjölskylda fyrir Young, „eitt af
síðustu litlu húsunum þar sem kórinn
gefur alltaf 150 prósent." Hljóm-
sveit Berliner Staatskapelle er sú
eina sem Young þekkir sem alltaf
er sest og reiðubúin að spila áður
en æfing hefst. „Það stafar af ámn-
um við kerfí kommúnista og af
þýsku rómantísku tónlistarhefð-
inni.“
Reynsla Young af hljómsveit
Bastilluópemnnar í París var kaótísk
„sérstaklega ef maður kemur úr
aganum sem ríkir í austur-þýskum
hljómsveitum. En líflegur franskur
andi færist í staðinn yfir hljóðfæra-
leikinn." í Covent Garden kann Yo-
ung að meta breska húmorinn og
tækifærið til að tala ensku. Hvar sem
hún fer vill hún aðeins stjórna verk-
um þar sem hún kann textana utan
að. „Sérstaklega í ítalskri óperu, þar
er svo margt í textanum sem hægt
er að miðla áfram i hljóðfæraköflun-
um. Það er mikilvægt til að ná sam-
ræmi milli sviðs og hljómsveitar."
Þannig talar sannur stjórnandi í
leikhúsinu - sá sem, eins og lærifeð-
urnir Barenboim og Kupfer, leitar
að meim í músíkinni en fallegum
nótum. „Ég vildi frekar hafa nokkra
hljóma út úr takti og kvöldið að
öðru íeyti frískt, tjáningarríkt og
ástríðufullt, heldur en stjóma áferð-
arfallegri, klipptri og skorinni og lítt
áhugaverðri sýningu. Ég fer ekki
troðna og ömgga slóð, þannig gefst
ekki færi að þroska persónuleikann.
Ef tónlistin segir áheyrendum ekk-
ert, hvað ertu þá að vilja með hana?
Ég vil að þeir fari út með ákveðna
og sterka tilfinningu - engu skiptir
hvort þeir hrífast eða hata. Verstu
viðbrögðin væm: En indæl sýning."
Þýtt úr Financial Times frá 4.
febrúar síðastliðnum.
A SWEDISH PASTORALE
Verk eftir Roman, Atterberg, Lars-
son, Rosenberg, Alfvén og
Blomdahl. Stokkhólmssinfóniettan
u. stj. Jans-Olavs Wedins. BIS-CD
165. Upptökur: ADD, Stokkhólmi
5/1980 & 5/1981. Lengd 64:34.
Verðkr. 1.490.
SVÍÞJÓÐ heitir fyrram stórveldi
við Eystrasalt sem við íslendingar
þekkjum afspymu illa. A.m.k. tón-
skáld þess. Stærsta nafnið, Ber-
wald, hefur enda ekki náð að
skyggja almennilega á Nielsen, Sib-
elius og Grieg, og minni nöfn sáust
til skamms tíma varla í hérlendum
plötubúðum, þó að áhugi lands-
manna virðist loks fara að glæðast,
e.t.v. að hluta fyrir tilstilli Kontra-
punkt-þáttanna, þar sem að sönnu
mátti heyra margan gimstein úr
tónsjóðum Suðurskandinava sem
lítt hefur þvælzt fýrir mörlandanum
fram að þessu. En auðvitað hefur
geisladiskvæðingin og lækkandi
plötuverð - hið gullna tækifæri
smámeistaranna - Iíka haft sitt að
segja.
Ótrúlegt en satt: lúsfátæk og
einangruð Norðurlönd 18. aldar
áttu eitt tónskáld af alþjóðlegum
staðli, „hinn sænska Hándel“, Jo-
han Helmich Roman, og mun hann
hafa numið í London með tilstyrk
frá Karli XII, hugsanlega hjá hinum
raunvemlega Hándel. Á BlS-diskin-
um er fagmannlega unninn konsert
eftir hann fyrír ástaróbó og strengi.
Eftir daga Romans verða stórar
eyður milli mikilmenna í sænskri
tónsögu; það var ekki fyrr en undir
síðustu aldamót, að hljómsveitum -
og þar með hljómsveitarkompónist-
um - fjölgaði að ráði. Sænsk tón-
skáld á fyrri hluta þessarar aldar
virðast öðmm Norðurlandahöfund-
um fremur hafa höfðað til alþýðu;
þannig gerði Hugo Alfvén t.d. kaffi-
húsaútsetningar á verkum sínum
fyrir „salong-orkester", og sum
aðgengilegustu verka hans, Lars-
sons og Wiréns vom gífurlega mik-
ið flutt, og em enn.
Lagrænustu tónsmíðar þessa
BlS-disks eru báðar eftir Lars-Erik
Larsson (1908-86): hin fjömga
Pastoral-svíta (með hægum
Brahmsleitum miðkafla) og hin
undurfallega leikhústónlist við
Vetrarsögu Shakespeares; Sicilian-
an (I) og Pastoralið (III) eru án efa
með því „eterískasta" sem samið
hefur verið fyrir hljómsveit í okkar
heimshluta á þessari öld. Hinn bráð-
hressi Dans kúrekastelpunnar eftir
Alfvén er einnig meðal hápunkta á
þessum í bezta skilningi alþýðlega
diski. Upptaka Roberts von Bahr
BlS-forstjóra er nálæg og skörp,
en stundum svolítið hrá miðað við
síðari hljóðrit fyrirtækisins, og
spilamennska Stokkhólms-sinfón-
íettunnar Ijómandi góð, enda þótt
strengjahljómurinn hafi þézt merkj-
anlega á eftirförnum 14 ámm.
Ríkarður Ö. Pálsson
Sólstafir - Finnsk bókakynning
Lífið er
ósýningarhæft
AFINNSKRI bóka-
kynningu í tengsl-
um við Norrænu menn-
ingarhátíðina Sólstafi
kemur fram skáldið og
rokkarinn Juice Leskin-
en (f. 1950). Leskinen
er einn þekktasti rokk-
tónlistarmaður Finn-
lands, en hefur líka get-
ið sér gott orð sem ljóð-
skáld og rithöfundur.
Fyrir nýjustu ljóðabók
sína, Mömmu (1994),
var hann útnefndur
skáld ársins í Finnlandi
eða Poeta Finlandiae
1994-1995.
Rokk á finnsku
Leskinen hefur sent frá sér 21
hljómplötu með framsömdu efni og
nokkrar safnplötur. í upplýsingum
sem hann gaf Morgunblaðinu segir
hann að það sem fyrst og fremst
vaki fyrir honum í þessum verkum
sé finnsk tunga, það mál sem hann
styðjist við. „Þegar ég byijaði var
lítið sem ekkert um
finnskt rokk, finnska
var talin of þung og
orðin of löng til að falla
að rokksöng. Ég sann-
aði að þetta er rangt —
og síðan hefur finnsk
rokk-ljóðlist blómstr-
að.“
Eftir Leskinen hafa
komið út eftirfarandi
ljóðabækur: Sonnettur
handa hjörðinni (1975),
Hver myrti rokkstjöm-
una (1979), Á kvöldin
þegar bátarnir snúa
heim (1990) og
Mamma.
Auk ljóðabókanna hefur Leskinen
samið smásögur, viðtalsbækur,
dagbækur og ritgerðir og skrifað
handrit að leikritum og revíum fyrir
svið og sjónvarp. Hann segir að
megintilgangur sinn með þessum
verkum sé að sýna styrk og lífsmagn
finnskrar tungu. Það merkir ekki,
eins og hann benti blaðamanni Morg-
unblaðins á, að hann hafi áhyggjur
ROKKSKÁLDID
Juice Leskinen
af framtíð finnskunnar, hvemig
henni reiði af undir oki fjölþjóða-
menningar, viðskipta og stjórnmála.
Hann bætti við: „Ég vil bara hafa
það á hreinu að það góða sem lítil
þjóð hefur er viðnám frostsins,
tungumálið og fjarskiptin."
Leitin að eigin uppruna
í fréttabréfi frá Norræna húsinu
stendur að í ljóðabók sinni, Mömmu,
velti skáldið fyrir sér „stöðu manns-
ins í alheiminum, keðju kynslóðanna
og vemnd mannsins í henni. Kjarninn
er þó hans eigin móðir, þótt hann
viðurkenni ekki að hann sé að leita
eigin upprnna".
Ekki hefur reynst auðvelt í fljótu
bragði að nálgast texta Leskinens.
En eitt Ijóða hans, Mamma, þannig
líf, úr fyrrgreindri bók er svo í þýð-
ingu finnskunema á öðm ári:
Mamma, þannig líf,
að það ætti að skrifa það sem leikrit,
en ef það myndi vera skrifað, yrði það
ómögulegt að leika, ómögulegt að sýna
enginn myndi horfa á það
gagnrýnandi myndi heldur ekki trúa því, ekki
sjálfviljugur
Mamma, þannig líf
að því verður að lifa
svo það verði veruleiki
Finnska bókakynningin verður í
Norræna húsinu í dag kl. 16.
Jóhann Hjálmarsson