Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 1
NYTTFJÓÐRUNARKERFISMIÐAÐACHEVROLETS-10-lOBESTU, FALLEGUSTU OG LJÓTUSTU - ÍHEIMSÓKNHJÁ SCANIA - VOLVO 940 MEÐ FORÞJÖPPU- BÍLAORÐASAFNKOMIÐ ÚT .**?&' *£•*£ «£**¦* ^5 y m Kringlunni 5 - sími 569-2500 Toyota Corolla 1.144000 SUNNUDAGUR19. FEBRUAR 1995 BLAÐ c Corolla Hatchback, 3ja dyra. Nú geturðu eignastToyota Corolla áverðifrá 1.144.000 kr. ® TOYOTA Tákn um gceði Þr jár björgunarsveitir skoða kaup á Hummer TALSVERÐ viðbrögð hafa orðið við þeim tíðindum að kominn er um- boðsaðili hérlendis fyrir AMC fyrir- tækið bandaríska sem m.a. fram- leiðir Hummer jeppana. Að minnsta kosti þrjár björgunarsveitir eru að skoða kaup á slíkum bílum en verk- smiðjurnar framleiða bíla aðeins eftir pöntunum. Þegar hafa tveir aðilar hérlendis fest kaup á Hum- mer, að sögn Ævars S. Hjartarson- ar framkvæmdastjóra GM-þjón- ustunnar, verðandi umboðsaðila Hummer, en afgreiðslufrestur er 6-8 vikur. Ævar er á förum utan til Indiana á þjónustunámskeið sem er liður í því að hann gerist fullgild- ur umboðsaðili en þegar hefur samningur þar um verið undirritað- ur. Fjórir bílar eru nú í smíðum fyr- ir íslendinga og bjóst Ævar við að þeir kæmu hingað til lands um miðjan apríl. Bflarnir kosta frá 4,8 milljónum kr. Hann sagði að menn vildu þreifa dálítið á bílnum áður en til ákvarðanatöku kæmi Ævar hefur fundað með björgunarsveitum og sagð: hann að miðað við móttökurnar kæmi það sér ekki á óvart þótt 30-40 bílar seldust. Sex útfærslur „Þjónustan er fyrir hendi hjá okkur og varahlutalagerinn verður kominn upp í apríl. Það fylgir því að gerast umboðsaðili að vera með ákveðna varahlutaþjónustu og þekkingu á bílunum og þess vegna fer ég utan núna í mars í þjálfun hjá verksmiðjunum," sagði Ævar. Þær björgunarsveitir sem hafa skoðað þann möguleika að kaupa Hummer eru Slysavarnasveitin á Selfossi, Björgunarsveitin Ingólfur, Björgunarsveitin í Keflavík og einn einstaklingur innan hennar, að sögn Ævars. Hummer er framleiddur í sex útfærslum, tvær útfærslur af tveggja farþega harðbaki, önnur með stærra farþegarými, og þrjár útfærslur af fjögurra sæta bíl, þar af tvær -með blæjuþaki, og ein af fjögurra sæta bíl með heilu húsi. Staðalbúnaður í bílunum er m.a. 6,5 1 V8 dísel vél sem skilar 170 hestðflum, 4 þrepa sjálfskipting, aflhemlar, sítengt aldrif, vökva- stýri, ályfirbygging, djúpsæti með háu baki, halogen ljós, hita- og hljóðeinangrun, þriggja punkta ör- yggisbelti og samlæsing. Aukabún- aður er m.a. 5,7 1 V8 bensínvél sem skilar 190 hestöflum, innanstýrt loftkerfi fyrir hjólbarða, svonefnt „Runflat Tires" sem gerir það kleift að unnt er að aka á sprungnum hjólbarða á allt að 48 km hrafc allt að 48 km vegalengd. HUMMER er bæði framleiddur fyrir bandaríska herinn og fyrir almenning. Borgaralegi bíllinn er klæddur að innan leðurliki og er með voldugum djúpsætum. HUMMERtveggja sæta harðbakur með stærra far- þegarými. & Morgunblaðið/Árni Sæberg RENAULT Laguna er rennilegur bíll í millistærðarflokki. Laguna f rumkynnt RENAULT Laguna verður frum- kynntur á íslandi helgina 25.-26. febrúar hjá Bifreiðum og land- búnaðarvélum. Bíllinn, sem er í sama stærðarflokki og Ford Mondeo, Mitsubishi Galant og Toy- ota Carina, hefur hlotið mikið lof í Evrópu og markaðshlutdeildin í þessum stærðarflokki í Frakklandi er um 30%. B&L tók ákvörðun um að bjóða upp á best búnu útfærsluna, RT bílinn með tveggja lítra, 115 hest- afla vél. Bíllinn er vel búinn í grunni, með fjarstýrðar samlæsingar og meðal nýjunga er vélarlæsing í fjar- stýringu í lykli. Ef bíllinn er ekki opnaður með fjarstýringunni þá er ekki hægt að ræsa vélina. Þetta er fyrsti bíllinn sem er með þessum búnaði á Islandi. Annar staðalbúnaður er fjarstýrt útvarp, sex hátala hljómkerfi, og er öllum helstu aðgerðum stjórnað með rofum sem eru staðsettir við stýrið. Bíllinn er með lituðu gleri, vökvastýri, plussinnréttingu, fjöl- stillanlegum bílstjórastól, kippibelt- um og öryggisbitum í hurðum. Líknarbelgur í stýri og ABS-heml- alæsivörn er valbúnaður. Beinskiptur kostar bíllinn 1.759.000 krónur og sjálfskiptur 1.889.000 krónur. I verðinu er skráningarkostnaður og ryðvörn. Jaguar jeppi smíöaður EÐALBILAMERKIÐ Jaguar, sem er í eigu Ford, býður í fyrsta sinn í sögu sinni jeppa og kemur þessi ólíklega framleiðsla á markað eftir þrjú ár, árið 1998, að því er breska bílablaðið Car greinir frá. Jeppinn verður smíðaður af pallbflaverk- smiðjum Ford annað hvort í Louis- ville í Kentucky eða í St Louis í Missouri. í báðum þessum verk- smiðjum eru nú smíðaðir Ford Explorer jeppar. Jaguar jeppinn, sem gengur undir dulnefninu Lux, mun keppa við dýrustu gerðir jeppa, eins og Range Rover og Jeep Grand Che- rokee. Lux verður að miklu leyti byggður á næstu kynslóð Ford Explorer sem á að koma á mark- að 1999 en hópur breskra hönn- uða frá Jaguar mun stjórna end- anlegu útliti bílsins að utan sem innan. Breski hópurinn mun einn- ig hafa hönd í bagga með vali á fjöðrunarkerfi og velja sérstak- lega útbúna vél frá Ford í bílinn, annað hvort V6 eða V8, 200 hest- afla. Explorer-áætlunin hjá Ford er í raun í tveimur þáttum. Ódýrari bíllinn verður framleiddur í þrennra og fimm dyra útfærslum með Ford-merkinu og hugsanlega Mazda-merkinu. Dýrari bíllinn verður hins vegar að líkindum með merki Jaguar og Mercury. Þannig verður bfllinn aðeins fáanlegur fimm dyra og verður hann virð- ulegri og meira nostrað við smáatr- iðin í honum en í Ford Bronco sem er allur stærri og sterklegri. Breskur andi Jaguar Lux verður með gorma- fjöðrun að aftan en ekki blaðfjaðr- ir eins og næsta kynslóð Explorer. Sama gerð fjöðrunarbúnaðar verð- ur í Mercury útfærslunni en í hon- um verður ekki boðið upp á loft- fjöðrun sem valbúnað eins og hugsanlega verður boðin í Lux. Þá þykir líklegt að sami drifbún- aður verði í Lux og nú er í Explor- er, þ.e. drif kemst sjálfvirkt á öll hjól spóU bfllinn. Lux jeppinn verður með öllum helstu ættareinkennum Jaguar, eins og krómgrilli og fjórum kring- lóttum framlugtum. Breskur andi verður ríkjandi í farþegarými, gljá- andi viður í mælaborði og leður- klædd sæti og því sem næst allt verður rafdrifið, s.s. rúður, sæti og speglar. Tveir líknarbelgir verða meðal staðalbúnaðar og hugsan- lega einnig hliðarbelgir og leið- sögukerfi verður aukabúnaður. í Bretlandi er líklegt talið að V8 útfærslan af Lux kosti 3,64 millj- ónir ÍSK. ¦ JAGUAR Lux jeppi smíð- aður af Ford er væntan- legur á markað 1998.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.