Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ SCANIA verksmiðjur eru í 5 löndum auk Svíþjóðar. Þar fyrir utan eru nokkrar samsetningarverksmiðjurog víða er einnig byggt yfir Scaniahópbifreiðar. Heimsókn til Scania í Svíþjóð Framleiða 32 þúsund vöru- og hópbifreiðir í 6 löndum SCANIA framleiðir bæði bíla- og bátavélar og er hlutdeild bátavél- anna rúm 3% af veltu fyrirtækisins. SCANIA fyrirtækið sýnir í sérstöku safni allmarga gamla bíla og ýmislegt sem tengist samgöngusögu Svíþjóðar. HEKLA hf. í Reykjavík hefur nú tek- ið við umboði fyrir Scania fyrirtækið sænska en það framleiðir sem kunn- ugt er vörubfla, einkum af stærri gerðinni, svo og hópbifreiðir og vélar. Scania er stórfyrirtæki með um 20.000 starfsmenn í verksmiðjum í 6 löndum og framleiddi fyrirtækið á síðasta ári tæplega 32 þúsund vöru- bfla og hópbifreiðir sem er 41% aukn- ing frá fyrra. ári. Talsmenn Scania sem íslenskir blaðamenn ræddu við í aðalstöðvum Scania í Södertalje á dögunum í fylgd Sverris Sigfússonar frá Heklu sögðu að á þessu ári væri enn fyrirsjáanleg aukin framleiðsla og verður þannig bætt við 400 starfsmönnum í verk- smiðjumar 6 í Svíþjóð. Talið er að nálega hálf milljón manna hafi í dag atvinnu af því að aka bfl- um frá Scania. Scania og Vabis vom í upphafí tvö fyrirtæki. Vabis í Södertálje var stofnað 1891 og fram- leiddi í upphafí lestar- vagna. Scania hóf starf- sem aldamótaárið í Malmö og framleiddi reið- hjól. Bæði fyrirtækin hófu framleiðslu vörubfla árið 1902 og tæpum áratug síðar ákváðu þau að sameina framleiðslu sína sem fluttist smám saman öll til Södertalje. Rekst- ur Scania-Vabis gekk í bylgjum næstu áratugina og var endurskipulagður og endurfjármagnaður oftar en einu sinni. Árið 1969 sameinaðist fyrir- tækið Saab bfla- og flugvélaverk- smiðjunum og var nefnt Saab-Scania en í dag er Scania vörubflaframleiðsl- an aftur orðin ein og sér. Yfir 85% starfseminnar snýst um vörubíla Fulltrúar Scania sem sýndu blaða- mönnum frá íslandi fyrirtækið og fræddu okkur um starfíð voru þeir Ulf Ekström, Olov Larsson og Per- Erik Nordström. Sögðu þeir að aðal- framleiðsla Scania í dag væru vörubfl- ar, 16 tonn og þyngri, hópbifreiðir og vélar. Yfír 85% framleiðslunnar eru vörubflar, um 11% hópbifreiðir og rúm 3% vélar. í nýlegri markmiða- setningu Scania eru lykilorðin gæði, afköst, hagkvæmni og umhverfí. Nefndu þeir að bflaframleiðsla gæti þó aldrei orðið umhverfisvæn en lögð væri mikil áhersla á að draga sem mest úr skaðlegum áhrifum bæði við framleiðsluna og ekki síður þegar kæmi að endumýtingu einstakra hluta úr bílunum. Um 1.000 tækni- menn starfa að þróun og rannsóknum. Stefna fyrirtækisins er að bjóða fram- leiðslu sína í öllum heimsálfum og em verksmiðjur þess nú í Brasilíu, Arg- entínu, Frakklandi, Hollandi og Dan- mörku auk Svíþjóðar. Þá fer nokkur samsetning bfla fram í allmörgum öðrum löndum, m.a. í Asíu og Aftíku. Vaxandi markaður er í austurhluta Evrópu og hefur Scania mætt því með því að byggja upp samsetningar- eða yfirbyggingaveksmiðjur, meðal annars í Póllandi og Rússlandi. Fyrsta hópbifreiðin frá Póllandi var afhent sl. haust og það sama er að segja um Moskvu. Þá hefur verið byggt yfir 50 hópbifreiðir í Ungveijalandi. Forráða- menn Scania gera ráð fyrir um 500 hópbifreiða sölu árlega í löndum Austur-Evrópu. Auk áð- umefndra landa renna menn vonaraugum til Eystrasaltslanda og Tékklands en efnahags- ástand ræður mestu og segjast þeir Scaniamenn einnig hafa til skoðunar aðstoð við þessi lönd varðandi fjár- mögnun, m.a. gegnum banka í vestur- hluta Evrópu. Aukning um 120 þúsund bíla Forráðamenn Scania segja að í dag seljist milli 400 og 450 þúsund vöru- bflar árlega í heiminum. Framleiðslu- geta Scania er nærri 50 þúsund bílar á ári en á síðasta ári voru framleidd- ir 32 þúsund bflar og 25 þúsund árið 1993. Sagði Ulf Ekström fjármála- stjóri að 1994 væri eitt besta ár fyrir- tækisins í langan tíma og væri það m.a. að þakka söluaukningu og betri markaðshlutdeild í Evrópu, aukningu í Suður-Ameríku og nýjum mörkuðum í Suður-Kóreu og Tævan. Fram til ársins 2010 gera forráðamenn Scánia ráð fyrir mjög aukinni eftirspum vö- rubfla í öllum heimshlutum. Telja þeir Evrópumarkað vaxa úr 150 þús- und bílum 1994 í 200 þúsund, mark- að í Suður-Ameríku og Asíu tvöfald- ast og umtalsverð aukning verði einn- ig í Afríku og Miðausturlöndum. Alls muni aukningin til ársins 2010 verða kringum 120 þúsund bflar og telja þeir að Scania geti náð góðum hlut af þeirri aukningu. Þeir segja aðal keppinauta sína vera Mercedes Benz, Volvo og MAN. Meðfærllegur 40 tonna bíll Það virðist ekki beint árennilegt að aka um á Scania dráttarbíl með 18 m tengivagni sem vegur alls um 40 tonn með farminum. Blaðamönn- um var sýndur þessi dreki, Scania R113 MA eins og hann heitir fullu nafni. Tilraunabílstjórinn sænski sýndu okkur bílinn og settist blaða- maður DV undir stýri, nafni minn Reykdal, en hann hefur meirapróf og ekki var til umræðu að aðrir en menn með slíkt próf snertu svo um- fangsmikinn grip. Scania R 113 dráttarbíllinn er með 380 hestafla vél og gírskiptirrgu sem heiti GRS 900 R og er eins konar blanda af handskiptingu og sjálf- skiptingu. Virkar hún þannig að að- eins þarf að stíga á tengslið þegar tekið er af stað en uppfrá því skiptir bíllinn sér sjálfur eftir því sem hraði og aðstæður gefa tilefni til. Hægt er einnig að velja í hvaða gír er tek- ið af stað, t.d. velja hærri gír þegar bíllinn er léttur. Þá er með einu hand- taki einnig hægt að skipta niður þegar brekka er framundan og vagn- inn er þunghlaðinn. Mótorbremsan er innbyggð í gírkassann. Mlnna þreytandi en fólksbíll Umhverfi bílstjórans og farþega hans er rúmgott og virðist ósköp þægilegt. Allir rofar eru skýrt fram settir og merktir og aðgengilegt að athafna sig. Húsið er á loftfjöðrum eins og bíllinn að framan og fjaðraði allt saman mjúklega á malmikinu á götum Södertálje og nágrennis. Til- raunabílstjóri Scania sagði að öll aðstaða og aðbúnaður fyrir bílstjóra vörubíla gjörbreyst og fullyrti að akstur slíkra bíla væri minna þreyt- andi en margra fólksbíla. Næsta verkefni hans eftir að hafa sýnt okk- ur bílinn var að halda til Norðurkollu þar sem reyna átti ýmsan búnað Scania og fleiri bíla við erfiðustu aðstæður í hörku frosti. . ■ Jóhannes Tómasson Stærsti markaður hópbif- reiða Scania í Suður- Ameríku SCANIÁ vörubíla verksmiðj- urnar sænsku eru þær fimmtu stærstu i heiminum og snýst 85% framleiðslunn- ar um vörubíla yfir 16 tonn. Árið 1994 framleiddi fyrir- tækið um 3.100 rútur eða hópbifreiðar eins og þær eru nefndar í nýju bílorðasafni. Helmingur hópbifreiðanna er framleiddur í Suður- Ameríku þar sem er stærst- ur markaður fyrirtækisins en vaxandi markaður er einnig fyrir þessa bíla í Evr- ópu og Asíu. Strætlsvagnar í þremur löndum Strætisvagnar frá Scania eru nú einkum framleiddir í Svíþjóð og Danmörku. Ný- lega var hafin framieiðsla strætisvagna í Póllandi og í undirbúningi er framleiðsla þeirra í verksmiðju fyrir- tækisins í Frakklandi. For- ráðamenn Scania segja að kaupendur strætisvagna leggi einna mesta áhersiu á að fá hljóðláta vagna með sem minnstri mengun. Yflr350 þúsund í notkun Yfir 350 þúsund bílar frá Scania eru nú í notkun í heiminum. Árið 1993 fram- leiddi fyrirtækið 700 þús- undasta bílinn og hefur helmingur þeirra verið framleiddur eftir 1980. Að- eins 3% framleiðslunnar fer á markað í Svíþjóð en þar starfar helmingur starfs- mannanna og þar er um helmingur fjárfestinga fyr- irtækisins. Um 5% hlutdeild í vélum Scania framleiðir dísilvél- ar á bilinu 135 til 700 hest- öfl, bátavélar og vélar til nota við rafstöðvar og ýms- an iðnað. Um 100 þúsund vélar í þessum stærðarflokki seljast á ári í heiminum og er hlutur Scania um 5%. Alls seljast um 13 milljónir dísil- véla af öllum stærðum í heiminum árlega um þessar mundir eða álíka margar og metárið 1959. Alls framleiða kringum 100 fyrirtæki vélar, allt frá nokkrum tugum uppí um 300 þúsund stykki. Fjögurra mánaða afgreiðslufrestur Afgreiðslutími lijá Scania um þessar mundir er milli 4 og 5 mánuðir vegna mikillar eftirspurnar og söluaukn- ingar á siðustu misserum. Flöskuhálsinn í framleiðslu bíla er ekki sjálf samsetning- in heldur afköst allra ann- arra verksmiðja sem fram- leiða ýmsa hluti sem þarf i þá. Ef enginn biðlisti væri tæki það verksmiðjurnar 25 daga að afgreiða sérpantað- an bíl. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.