Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR1995 C 3 ÍÞRÓTTIR ikilaði sigri svona með minnsta mun. Við þurf- um helst að vinna tvo leiki í viðbót til að vera öruggir í úrslitin." Borgnesingar fengu betra start í þessum leik og leiddu fyrstu mín- úturnar en fljótlega tóku Haukarnir við sér og eftir það var jafnt á flest- um tölum og í leikhlé var staðan 46:46. Það sem helst einkenndi fyrri hálfleikinn var léleg dómgæsla en eftir leikhlé tóku dómararnir sig á og dæmdu af sanngirni á báða bóga. Haukarnir byijuðu betur í síðari hálfleiknum og komust mest í 9 stiga mun. Heimamenn tóku á sig rögg og unnu hægt og bítandi upp forskotið og var Alexander þar skjöldur og sverð Skallagríms og fór mikinn. Heimamenn komust yfir en það dugði ekki til. Létt hjá Þór í röð og breyttu stöðunni úr 78:84 í 92:84 og við þessum góða kafla áttu Valsmenn ekkert svar. í hálf- leik var staðan 52:56 fyrir Val. Leikur liðanna var frekar slakur og lítill broddur í Keflvíkingum. Valsmenn réðu ferðinni lengstum, þeir léku langar sóknir og reyndu að hanga á boltanum eins lengi og skotklukkan leifði. Þessi leikaðferð dugði vel á Keflvíkinga að þessu sinni ef frá eru taldar síðustu mínút- urnar þegar þeir sýndu hvers megn- ugir þeir geta verið. „Við vorum ótrúlegar seinir í gang og það vantaði alla baráttu hjá okkur. En við náðum að taka okkur á og öðlast sjálfstraustið í síðari hálfleik og þar held ég að heimavöllurinn hafí skipt sköpum,“ sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflvíkinga. Reynir Eiríksson skrifar frá Akureyri Þórsarar unnu auðveldan sigur á Snæfelli, 130:92, á Akureyri í gærkvöldi. Snæfellingar mættu til leiks án erlenda leik- manns síns, Raym- onds Hardins, sem fór skyndilega til heimalands síns í gær af persónulegum ástæðum. Það var greinilegt að þeir söknuðu hans mikið, þeir voru lítt sannfærandi og lítil fyrirstaða fyrir Þórsara. Strax á upphafsmínútunum náðu Þórsarar afgerandi forystu og tókst Snæfellingum aldrei að ógna þeim þrátt fyrir að heimamenn hefðu látið yngri leikmenn spreyta sig. Þrátt fyrir stóran sigur léku Þórsar- ar ekki sérlega vel, gerðu mikið af mistökum í sókninni og varnarleik- ur var eitthvað sem þeir gerðu lítið af. Vonir Valsmanna horfnar Eg veit ekki hvað gerðist, en það var eins og við yrðum hræddir og hreinlega glopruðum leiknum niður. Þessi úrslit Björn þýða að möguleikar Blöndal okkar á sæti í úrsli- SS,ZÍé takeppninni eru úr sogunm að þessu sinni,“ sagði Ragnar Þór Jónsson þjálfari og leikmaður Hlíðarendaliðs Vals eftir að lið hans hafði tapað fyrir Keflvíkingum 93:87 í Keflvík í gærkvöldi. Keflvíkingar tryggðu sér sigurinn enn eina ferðina á loka- mínútunum þegar þeir settu 14 stig Björn Björnsson skrifar . frá Sauöárkróki Lítið skorað á Króknum Tindastólsmenn byijuðu mjög vel og léku eins og þeir væru bik- armeistara en ekki Grindvíkingar en það voru samt gestirnir sem unnu 63:49. Torrey og Hinrik gerðu fyrstu tvær körfurnar og Ómar bætti síðan við glæsilegri þriggja stiga körfu — eftir rúmar fjórar mínútur var staðan 7:0 fyrir heimamenn. Þá kom Nökkvi Már Grindvíkingum á blað en þeir virk- uðu kærulausir í byijun enda skipti leikurinn litlu máli fyrir þá. Tinda- stólsmenn gengu á lagið og höfðu lengst af frumkvæðið. Bæði lið spil- uðu mjög sterka vörn og skorið var lítið en þegar sex mínútur voru til hálfleiks tók Booker til sinna ráða og skoraði tvær fallegar þriggja stiga körfur og Marel bætti síðan þeirri þriðju við. Grindvíkingar höfðu því fjögurra stiga forskot í hálfleik, 31:27. í seinni hálfleik byijaði Guðjón Skúlason með þriggja stiga körfu og Grindvíkingar juku við foryst- una. Mest munaði um að Helgi Guðfínnsson og Booker áttu mjög góðan leik eftir hlé og um miðjan hálfleikinn var forystan 20 stig. Tindastólsmenn náðu síðan að minnka muninn og skoruðu síðustu sjö stigin en áttu aldrei möguleika að brúa bilið. próðrarmenn pnpíuleika? mun senda hingað mót - svo að hægt sé að framleiða hér á landi kappróðrabáta úr trefjaplasti. Á landinu eru til bátar sem hægt er að nota við æfingar en trefjabát- ar, framleiddir hér á landi, myndu duga vel til stærri móta á íslandi. Hinsvegar munu íslenskir kepp- endur fá lánaða keppnisbáta ef þeir fara til keppni erlendis og einnig mun alþjóða róðrasamband- ið leggja til aðstöðu fyrir íslend- inga þegar þeir fara til æfinga eða keppni utanlands. Ólympíunefndin hefur fullan hug á að hjálpa til og sagði Júlíus Hafstein formaður nefndarinnar að um leið og þeir sæju raunhæf- an möguleika á senda fólk á Ólympíuleikana yrði það gert. „Nú er ekki bara hægt að ákveða að fara á leikana, heldur verður íþróttafólk að vinna sér réttinn til að fara. Það eru takmarkanir í öllum. greinum sem gerir þetta erfiðara. En til að hægt sé að senda siglingamenn til Atlanta þurfum við stuðning alþjóða róð- rasambandsins og ef það gengur upp kemur til kasta Ólympíu- nefndarinnar, Afreksmannasjóðs og Siglingasambands íslands. Við verðum að fá spilin á borðið til að sjá hvað er hægt að gera og hvað ekki. Skipulag og peningar verða að vera til staðar og ef skipulagið er gott, þarf jafnvel minna af peningum," sagði Júlíus. Reuter REX Walters, bakvörður hjá New Jersey IMets, fyrlr mlðrl mynd, sendir knöttinn mllli Reggle Millers, t.v. og Derricks McKey, í fyrrinótt. HANDKNATTLEIKUR Flugleiðir opinbert flugfélag HM ’95 FLUGLEIÐIR verða opinbert flugfé- lag heimsmeistarakeppninnar í hand- knattleik sem verður á íslandi og hefst 7. maí. Allar flugvélar fyrirtækisins í innanlands- og millilandaflugi verða merktar til marks um það auk þess sem félagið auglýsir á leikjum keppn- innar og styður markaðsstarf HM 95 erlendis með ýmsum hætti í gegnum 10 söluskrifstofur og fjölda umboðs- manna víða um lönd. Samningur þessa efnis var undirritaður í gær og er hann metinn á um þrjár milljónir króna. Flugleiðir hafa styrkt HSÍ vegna HM síðan 1987 þegar undirbúningur hófst við að fá keppnina og sagði Ein- ar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, að stuðningur fyrirtækisins við HSÍ á þessum tíma hlypi á tugum milljóna króna en Flugleiðir hefðu fengið að minnsta kosti jafn mikið til baka í auknum viðskiptum auk þess sem ferðaþjónustan hefði hagnast vegna umsvifa handknattleikshreyfingarinn- ar. Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, tók í sama streng og Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri mark- aðssviðs Flugleiða, sagði að gert væri ráð fyrir að flest keppnisliðin á HM ferðuðust með Flugleiðum auk þess sem verið væri að vinna að sérstökum pakkaferðum til að gera landsbyggð- arfólki kleift að ferðast ódýrt og sjá leiki íslands í keppninni. Á myndinni, sem tekin var eftir undirskrift samningsins, takast Sig- urður Helgason, forstjóri Flugleiða, og Ólafur B. Schram, formaður HSI, í hendur. Til vinstri er Pétur J. Eiríks- son, framkvæmdasljóri markaðssviðs Flugleiða, en Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri Framkvæmda- nefndar HM 95 til hægri. í aftari röð eru svæðisstjórar Flugleiða erlendis sem stýra kynningu og sölu félagsins á mörkuðum ytra. Frá vinstri: Steinn Logi Björnsson í Bandaríkjunum, Sím- on Pálsson, sölustjóri á íslandi, Græn- landi, í Færeyjum og Asíu, Sigurður Skagfjörð í Bretlandi og Knut Berg á Norðurlöndum. Morgunblaðið/Sverrir Annað tap Phoenix íröð San Antonio Spurs vann Phoen- ix 105:100 í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt og er þetta í fyrsta sinn á tímabilinu sem Phoenix tapar tveimur leikjum í röð en liðið lá heima fyrir Boston aðfararnótt miðvikudags. David Robinson var með 34 stig og tók 10 fráköst fyrir heimamenn og Sean Elliott gerði sjö af 19 stig- um sínum á síðustu 108 sekúndun- um. Charles Barkley skoraði 22 stig fyrir gestina og Dan Majerle 19 stig. Phoenix var 83:74 yfir eftir þriðja leikhluta og 91:85 þeg- ar innan við sjö mínútur voru eft- ir. 34.215 áhorfendur voru á leikn- um sem er met í NBA í vetur. Charlotte vann Sacramento 100:89. Alonzo Mouming var með 29 stig, tók 17 fráköst og varði sex skot fyrir heimamenn. Larry Johnson og Muggsy Bogues skor- uðu sín 19 stigin hvor en þetta var 10. sigur Charlotte í síðustu 13 leikjum. Walt Williams var stiga- hæstur gestanna með 28 stig en hann tók auk þess sjö fráköst og átti níu stoðsendingar. Karl Malone gerði 29 stig þegar Utah vann LA Clippers 118:109 en þetta var 10. tap gestanna í síðustu 12 leikjum. Jeff Homacek var með 22 stig og átti níu stoð- sendingar en John Stockton skor- aði 20 stig og átti 15 stoðsending- ar. Indiana gerði góða ferð til New Jersey og vann 113:94. Reggie Miller gerði 13 af 27 stigum sínum í fyrsta leikhluta en þá náði Indi- ana forskoti sem heimamönnum tókst ekki að brúa. Rik Smits var með 13 stig og Byron Scott 12 stig. Kenny Anderson, Chris Morr- is og Derrick Coleman gerðu sín 14 stigin hvor fyrir New Jersey, sem missti boltann 21 sinni og sá á eftir hraðaupphlaupum mótheij- anna í kjölfarið. „Það er ekki hægt að verða meistari með svona spila- mennsku," sagði Butch Beard, þjálfari heimamanna. „Þetta var hræðilegt.“ Washington tapaði fímmta leiknum í röð, nú 100:92 í Milw- aukee. Portland vann Golden State 107:89 á útivelli. Rod Strickland skoraði 35 stig, þar af 11 í þriðja leik- hluta, þegar liðið tryggði sér nán- ast sigurinn með því að gera 32 stig gegn 13. Seattle vann Minnesota 120:104 og var þetta 15. sigurinn í röð í innbyrðis leikjum liðanna. Heima- maðurinn Kendall Gill setti per- sónulegt met og skoraði 34 stig. „Mér leið mjög vel,“ sagði Gill, „og mér hefur ekki liðið svona vel í tvö eða þij.ú ár.“ Seattle gerði 47 stig í þriðja leikhluta og byijaði þann Qórða með örugga forystu, 104:69. LA Lakers vann Philadelphia 112:100 og var þetta 11. sigurinn í röð á heimavelli gegn Philadelp- hia. Anthony Peeler var stigahæst- ur með 21 stig en Vlade Divac skoraði 19 stig, tók 12 fráköst, átti átta stoðsendingar, varði fimm skot og „stal“ boltanum fimm sinn- um. „Vlade var frábær,“ sagði Del Harris, þjálfari Lakers. Ikvöld Körfuknattleikur 1. deild kvenna: Kennarskóli: ÍS - UMFT.20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.