Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 4
ÞOLFIMI Evrópumeistarinn Magnús Scheving óánægður með gang mála ■ MATTHIAS Sammer hefur skrifað undir samning við Dort- mund til 1999, sem gefur honum 90 millj. ísl. kr. í árslaun. Svisslend- ingurinn Chapuisat hafði áður skrifað undir eins samning. ■ ARGENTÍNUMAÐ URINN Skipulega unnið gegn þátttöku okkar Rodolfo Cardosa, sem leikur með Freiburg, verður áfram í Svarta- skógi þó svo að Werder Bremen hafí boðið honum samning, sem gæfi Cardosa 45 millj. ísl. kr. í árslaun. Kaiserslautern og Stutt- gart höfðu einnig áhuga á honum. ■ CARDOSA hefur 27 millj. kr. í árslaun hjá Freiburg, sem hefur ekki efni á að borga honum meira. Astæðan að hann ákvað að vera áfram hjá liðinu, er að fjölskylda hans kann mjög vel við sig í Frei- burg. „BJÖRN Leifsson veit upp á sig sökina og er að slá ryki í augu fólks ífjölmiðlum. Hann hefur unnið skipulega að því að rýra orðstír minn á innlendum og erlendum vettvangi, síðan leyfir hann sér að lýsa því yfir að hann hafi bjargað því að við gætum keppt f Búlgaríu — leikur einhvern stórlax í fjölmiðlum í fjarveru okkar. Hann gerði allt til að hindra þátttöku okkar í marga mánuði fyrir keppni og þykist síðan vera bjargvættur þegar hann er búinn að mála sig út í horn.“ Svo mælti Magn- ús Scheving, nýbakaður Evr- ópumeistari, er Morgunblaðið ræddi við hann um það ástand - sem skapaðist fyrir Evrópumót- ið í Búlgaríu um helgina, þar sem á tfmabili leit út fyrir að hann og hinir fslensku keppend- urnir fengju ekki að taka þátt. Magnús sagðist vera orðinn langþreyttur á að vera stillt upp sem einhveijum deiluaðila við Björn Leifsson persónulega, en Bjöm er umboðsmaður alþjóða Þol- fímisambandsins (IAF) hérlendis eins og komið hefur fram. „Ég, ásamt mörgum öðrum keppendum í þolfími, er mjög ósáttur við störf hans sem umboðsmanns IAF á ís- landi. Það er ekki nóg með að hann hafi ekki staðið sig sem forsvars- maður þess heldur hefur hann dreg- ið nafn mitt inn í ýmis konar um- ræðu á neikvæðan hátt og vísvitandi unnið gegn mínu áhugamáli og starfi síðan ég sagði upp störfum í fyrir- tæki hans fyrir 18 mánuðum síðan. Hann virðist eiga erfítt með að að- skilja störf sín fyrir IAF og atvinnu- rekstur sinn, þar sem við rekum sams konar atvinnustarfsemi, lík- amsræktarstöðvar. Hann virðist ekki geta unað því að mér gangi vel og hafí náð árangri í þolfimi sem keppn- isgrein. í mínum huga er þetta mál orðið að hreinum atvinnurógi," sagði Magnús. „Björn hefur oftar en einu sinni komið því á framfæri við fjölmiðla -að hann vilji samstarf við Fimleika- samband íslands en það hefur ein- faldlega verið leiksoppur hans þegar honum hentar. Hann hefur ekki gert þolfimi sem íþrótt gagn síðustu ár, hvorki skipulagt mótin sem hafa verið haldin í nafni IAF eða aðstoð- að keppendur á Norðurlanda- eða Evrópumót, eins og honum ber, né heldur séð keppendum fyrir reglum. En það sem er verra, er tilraun hans til að sverta nafn mitt í höfuðstöðv- um IAF í Japan. Hann sagðist í blaðaviðtali ekkert hafa vitað af því að við ætluðum að keppa í Búlgaríu, fyrr en tveimur dögum fyrir keppni, en sannleikurinn er sá að síðustu mánuði hefur hann sent ýmis föx til aðalstöðva IAF í Japan — þar sem hann segir mig vinna gegn þolfimi sem íþrótt á Islandi. Hann óskaði Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson íslenskl hópurlnn á EM-mótlnu í Sófíu-borg í Búlgaríu um helgina. Frá vlnstrl: Ragnhelöur Melsteð, elglnkona Magnúsar Schevfng, Karl Sigurösson, Magnús og Anna Slgurðardóttir. ■ CARDOSA er markahæstur í Þýskalandi með 14 mörk, en Chapuisat kemur næstur á blaði með 12 mörk. ■ ÞRÍR leikmenn Stuttgart verða í leikbanni næsta leik, Dubajic, Thomas Berthold og Axel Kruse, þannig að möguleiki Helga Sig- urðssonar er fyrir hendi, að vera í leikmannahóþ liðsins gegn Köln á sunnudaginn. ■ STUTTGART hefur áhuga að fá Jiirgen Kohler frá, Juventus fyrir næsta keppnistímabil. „Ég hef hug á að snúa á ný til Þýska- lands,“ sagði Kohler. ■ ÞÝSKA landsliðið fékk ekki góða dóma fyrir leik sinn, 0:0, gegn Spánverjum í sl. viku. Blöð á Spáni sögðu að þýska liðið væri það léleg- asta frá seinni heimsstyrjöldinni. ■ JUPP Heynckes, þjálfari Frankfurt og fyrrum landsliðs- maður Þýskalands, sagði að leikað- ferð þýska liðsins, maður gegn manni, tilheyrði fortíðinni og hafi verið leikin fýrir þijátíu árum. ■ AÐEINS 1,9 millj. manns í Þýskalandi sáu leikinn á Spáni í beinni útsendingu, sem er lélegasta sjónvarpsáhorfun á landsleik í knattspyrnu. þess sérstaklega við IAF í Japan að við fengjum ekki að keppa og lét síðan í veðri vaka að við hefðum svindlað okkur inn á mótið þegar við vorum komin til Búlgaríu." Magnús segir að þegar íslensku keppendurnir í Búlgaríu hafí frétt af þessu hafí þeir leitað eftir stuðn- ingi að heiman og frá öðrum um- boðsaðilum IAF. „Þegar til kom þurftum við svo ekki á þeim stuðn- ingi að halda, því mótsstjórnin og IAF uppgötvuðu að við vorum í full- um rétti sem IAF rétthafar. Að mínu mati á Björn að skammast sín fyrir að reyna að hindra framgöngu ís- lenskra íþróttamanna á erlendum vettvangi og nota aðferðir sem ég tel algjörlega siðlausar. Ég fékk vitneskju um að hann hefði sagt mig vera mesta óvin þolfiminnar á íslandi í aðalstöðvum IAF — ég væri hreint hræðilegur maður, og svo heldur hann veislu á minn kostn- að í fjölmiðlum á íslandi. Hann stillir síðan fyrirvaralítið upp móti, sem þrívegis hefur verið skipt um dagsetningu á — móti sem á að gefa rétt á þátttöku í heims- meistaramótinu í Japan. Það fínnst mér kóróna atferli hans. Ég mun ekki keppa undir hans merkjum, frekar afsala ég mér möguleika sem gæti fylgt því að keppa á IAF móti á Islandi en láta Björn spilla meira fyrir mér og öðrum íslenskum kepp- endum. Á sama tíma og Björn hefur verið umboðsmaður IAF hefur hann bæði úthúðað keppendum og sam- bandinu sem slíku. Ég skil hann ekki og sömu sögu má segja um kollega hans erlendis. Stærsti brand- arinn, ef hægt er að tala um brand- ara í þessu máli, er sá að Fimleika- sambandið notaði ágóðann af ís- landsmótinu til að hjálpa okkur á mót sem IAF hefði átt að greiða götu okkar á. í fyrra greiddi ég sjálf- ur kostnað af þátttöku enda hefur enginn áhugi verið hjá Birni varð- andi þátttöku Islands í Evrópu- og Norðurlandamótum hingað til. En nú hefur Björn fyllt mælinn — ef hann heldur áfram þá er lítils virði að stunda þessa íþrótt undir merkj- um IAF. Nú finnst mér nóg komið,“ sagði Magnús Scheving. KNATTSPYRNA Finnar iagðir áKýpur Strákarnir í 21 árs landsliðinu lögðu Finna að velli, 3:1, í gær í fjögurra þjóða móti á Kýpur. Finnar skoruðu fyrst, en Kári Steinn Reynis- son jafnaði á 34. mín., eftir að hafa fengið góða sendingu frá Kristni Hafliðasyni. Kári Steinn fískaði víta- spyrnu á 41. mín., sem Guðmundur Benediktsson skoraði úr. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði þriðja markið á 63. mín., eftir sendingu frá Kristni Hafliðasyni. VIÐURKENNINGAR Morgunblaðið hlaut fjölmiðla- bikar íþróttanefndar ríkisins ÍÞRÓTTANEFND ríkisins ákvað á sl. ári að veita viðurkenningu árlega til fjölmiðils fyrir góðan fréttaflutning og faglega umfjöllun um íþrótt- ir. Ingi Björn Álbertsson, formaður íþróttanefndar ríksins, sagði á blaða- mannafundi á Hótel Borg í gær að það væri álit íþróttanefndar ríkisins að umfjöllun íslenskra ijölmiðla hafi orðið með árunum bæði faglegri og vandaðri. „Fjölmiðlar eiga verulegan þátt í því hve iðkun íþrótta hefur vaxið ár frá ári í þjóðlífinu. Það er oft erfitt að gera upp á milli umfjöllunar sjónvarps, útvarps og blaða um sömu mál og meta magn og gæði. Niðurstaða íþróttanefndar ríkisins varð sú að þessu sinni að veita Morgunblaðinu bikar þann sem árlega skal veita þeim fjölmiðli sem nefndinni þykir hafa skarað fram úr með umfjöllun um íþróttir,“ sagði Ingi Björn. Á myndinni tekur Skapti Hallgrímsson, fréttastjóri íþrótta á Morgunblaðinu, við bikarnum úr hendi Inga Björns. Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.