Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 1
n Pi^wMitliíi^ AÐSENDAR GREINAR . PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 BLAÐ Ungt fólk, takið afstöðu Að taka afstöðu Nú er aðeins um mánuður í kosn- ingar og mörgum af þeim sem eru að kjósa í fyrsta sinn hrís hugur við að ákveða sig og gera upp á milli flokka. Það er oft mjög erfitt sérstaklega þegar verið er að deila um mál sem maður sjálfur hefur ekki hundsvit á. Ég var sjálfur í þeirri aðstöðu þegar ég kaus í fyrsta sinn árið 1990 til borgarstjórnar. Að vísu gerði ég heiðarlega tilraun til að kynna mér málin og reyndi að lesa kosningabæklinga og fylgj- ast með umræðum í sjónvarpi. En gafst fljótt upp á því, vegna þess að mér fannst þessi mál ekki koma mér beint við og svo skildi ég ekki allt sem verið var að deila um. Eg man sérstaklega eftir því hversu leiðinlegt mér fannst að lesa kosn- ingabæklinga flokkanna, hátíðlegt slagorðakennt málfarið heillaði mig ekkert sérstaklega. Svo þegar í kjörklefann kom vissi ég í raun lít- ið um hvað ég var að kjósa og beitti aðferðum sem áttu lítið skylt við rökhugsun þegar ég gerði upp á milli flokkanna (enda sá ég eftir vali mínu síðar). I Alþingiskosning- um ári seinna var annað upp á ten- ingnum enda var ég þá farinn að hafa örlítið meiri þolinmæði þegar ég las um eða fylgdist með stjórnmálum. Þá kynnti ég mér málefnin vel og bar flokkana saman áður en ég tók afstöðu. Að hafa skoðanir í stjórnmálum er bara þekking sem maður til- einkar sér smám sam- an og er alltaf að end- urskoða og bæta við út ævina. Grundvöllur- inn er eigin lífsskoðun og umgjörðin eru þeir valmöguleikar sem stjórnmálin skapa. EinarPáJssuíi Átakið „Ungt fólk, takið afstöðu" Við stjórnmálafræðinemar í Há- skóla íslands höfum ákveðið að fara af stað með átak fyrir alþingiskosn- ingarnar í samvinnu við stjórnmála- flokkana. Tilgangurinn er að hvetja ungt fólk til að taka sjálfstæða af- stöðu í stjórnmálum á íslandi og umfram allt nýta kosningaréttinn. Við búum í lýðræðisþjóðfélagi og virkni þess byggist á þátttöku fjöld- ans. Það er öllum í hag að sem flest- ir taki þátt í kosningum og sýni þannig að þeir bera hag sinn og þjóðarinnar brjósti. Ástæðan fyrir því að við erum að hvetja ungt fólk sérstaklega til að taka afstöðu er sú að kannanir á samanburði í kosningaþátttöku á milli aldurshópa sýna að yngsti aldurshópur- inn, þ.e. fólk yngra en 30 ára, er lélegastur við það að mæta á kjörstað og að jafnvel fólk eldra en 70 ára er duglegra við að mæta. Einnig hefur verið sýnt fram á það að þessi yngsti ald- urshópur virðist eiga erfiðast með að gera upp á milli valkosta og um 25% ákveða val sitt á kjördeginum og það má Ieiða líkur að því að það sé ekki byggt á mjög vandlegri íhug- un. Þó að þetta virðast ekki mjög stórar tölur þá eru þær of stórar óg engin ástæða til annars en að hvetja þá sem hyggjast sitja heima að koma sér á kjörstað og í það minnsta að skila auðu ef menn telja sig ekki geta gert upp á milli flokk- anna eða eru ósáttir við kerfíð. Laugardaginn 11. mars getur fólk mætt í sal 1 "í Háskólabíói kl. 15 fyrir Helmingur kjósehda er undir fertugu. Einar Skúlason, hvetur ungt fólk til þátttöku í kosningunum. og hlustað á hvað forystumenn í íslenskum stjórnmálum hafa fram að færa til að skapa okkur unga fólkinu lífvænlega framtíð til að þroskast og dafna. Eftir framsög- urnar geta áhorfendur síðan komið með fyrirspurnir til frambjóðend- anna. Ætlunin með þessum fundi er að stjórnmálamennirnir tali til unga fólksins með hagsmuni þess í huga og reyni þannig að setja sig í spor okkar. Á sama stað verða flokk- arnir með kynningu á starfsemi sinni og menn geta fengið upplýsingar um starfsemi þeirra, stefnuskrár og jafnvel gerst félagsmenn. _ Blaðið Nú í lok vikunnar kemur út blað sem ber yfirskrift átaksins. Þar er fjallað um helstu stefnumál flokk- anna, viðtöl við forystumenn, um- fjóllun um stjórnkerfið, flokkakerfið og kosningakerfið á íslandi og greinar eftir ýmsa valinkunna ein- staklinga í þjóðfélaginu. Blaðinu verður dreift ókeypis til allra á land- inu á aldrinum 18-25 ára (ca 33.000 manns) og er von okkar að það eigi eftir að hjálpa fólki við að íæra inn á íslensk stjórnmál þannig að auðveldara verði að fylgjast með kosningabaráttunni eftir lesturinn. Ungt fólk og stjórnmálamenn Þetta átak beinist ekki eingöngu að unga fólkinu, stjórnmálamenn verða að fara að gera sér grein fyrir því að tengsl Alþingis og unga fólksins eru alltof litil. Stjómmála- menn verða að fara að stíga niður úr fílabeinsturni aldursins og nálg- ast unga fólkið sem skynsama hugsandi einstaklinga, í stað þess að vera með innantóma frasa um „ungu kynslóðina" við hátíðleg tækifæri. Við megum ekki gleyma því að helmingur kjósenda er innan við fertugt en einungis sex þing- menn af sextíu og þremur eru á þeim aldri. Við sem erum að komast á legg tilheyrum þeirri kynslóð sem mun taka fulla ábyrgð á sínum gjörðum. Við munum borga öll okkar lán og höfum tekið á okkur meiri kjara- skerðingu en aðrir aldurshópar. Við ætlumst því til þess af stjórnvöldum að þau hlusti á hugmyndir okkar, taki mark á þeim og styðji þær. Því að við höfum kunnáttuna og kjarkinn, það sem við förum fram á eru tækifærin. Höfundur er formaður Politicu, félags sijórnmálafræðinema i Háskólanum. Hverjir bera raunverulega hag bænda fyrir brjósti? ERU bændur andvígir því að á íslandi dafni öflugur og sjálfstæður landbúnaður sem sé rekinn af fyllstu hagkvæmni og arðsemi fyrir þá sem vilja stunda landbúnað? Nei, þeir eru það að sjálfsögðu ekki. Eru þeir andvígir því að einstakl- ingsframtakið fái að njóta sín í land- búnaði? Nei, það eru þeir ekki. Eru bændur andvígir því að landbúnað- ur sé að svo miklu leyti sem hægt er rekinn eins og hver önnur at- vinnugrein til jafns við aðra at- vinnustarfsemi? Nei. Vilja bændur viðhalda því dýra milliliðakerfi sem við lýði er í Iandbúnaði? Nei, þeir eru það ekki. Eru bændur svo vel haldnir fjárhagslega að þeir geti kostað rekstur Bændahallarinnar við Hagatorg í þeirri mynd nú við- gengst? Eiga bændur ekki annað skilið en það að vera þurfalingar á framfæri ríkisins eins og nú á við um allt of marga bændur á sama tíma og framleiðsla þeirra er að gæðum og hreinleika til sú besta sem þekkist á jarðkringlunni? Nei, þeir eru það a&sjálfsögðu ekki. Eru bændur beinlínis á móti úrræðum sem leggja áherslu á úrræði sem efla framfaravilja og frumkvæði þeirra? Eða eru þeir andvígir því að þeim sé hjálpað að mæta alþjóðlegri sam- keppni sem blasir við t.d. vegna GATT- samninganna, því að sjálfsögðu eiga þeir fullan rétt á því að fá þá aðstoð? Nei, ég hef ekki hitt bónda þeirrar skoðunar. Vilja bænd- ur að í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu ríki niðurnjörvað kvótakerfi, á sama tíma og ekkert slíkt viðgengst í öðrum framleiðslugrein- um landbúnaðarins? Ég efast um það. Eru bændur yfirleitt sáttir við að láta segja sér fyrir verkum með fyrirmælum frá Hagatorgi hvemig og hversu mikið þeir eigi að fram- leiða? Hafa „sérfræðingarnir" við Hagatorg meira vit á atvinnu- rekstri þeirra en þeir sjálfir? Nei, þeir hafa það að sjálfsögðu ekki. Hverju hefur núverandi landbúnað- arstefna skilað til hagsbóta fyrir Bolli R. Valgarðsson bændur? Hún hefur skilað þeim árangri að hún hefur rústað af- komugrundvöll þeirra. Að kenna öðrum um Svo kenna Hagat- orgsmenn Alþýðu- flokknum um það hvernig komið er fyrir bændum. Flokki sem hefur frá stofnun sinni 1916 aldrei farið með stjórn landbúnaðar- mála! Kenna flokknum um sinn eigin „árangur _ til hagsbóta fyrir bændur". Árangur sem hefur ekki leitt til annars en niðurlægingar og örbirgðar fyrir allt of marga bænd- ur sem geta nánast hvorki lifað né dáið. Mótum heildstæða stefnu Sannleikurinn er sá að Alþýðu- flokkurinn hefur í langan tíma lagt áherslu á að mótuð verði heildstæð stefna í landbúnaðarmálum í sam- vinnu við bændur sjálfa. Stefna Eiga bændur ekki ann- að skilið, spyr Bolli R. Valgarðsson, en það að vera þurfalingar á framfæri ríkisins eins og nú á við um allt of marga? flokksins er sú að mótuð verði stefna sem hafi það að markmiði að afla íslenskri landbúnaðarfram- leiðslu alþjóðlegrar viðurkenningar sem vistvænnar og lífrækt ræktaðr- ar. Við höfum lagt áherslu á að bændum verði hjálpað (með ríkis- framlögum) við að efla enn frekar vöruþróun og afla markaða erlend- is, m.a. með því að nýta þá mögu- leika sem EES- og GATT-samning- arnir bjóða upp á (sem Framsóknar- flokkurinn, Kvennalisti og Alþýðu- bandalag voru á móti að Island gerðist aðili að!). Áróður lyginnar Áróðursmeistararnir við Haga- torg og framsóknaríhaldið og ein- angrunarsinnar á Alþingi, sem vilja láta bændur halda að þeir séu fuil- trúar bænda, eru óþreytandi við að þylja þá þulu að jafnaðarmenn séu óvinir bænda sem vilji hefja óheftan innflutning á erlendum niðurgreidd- um landbúnaðarvörum og leggja niður íslenskan landbúnað. Þetta á sér að sjálfsögðu enga stoð í raun- veruleikanum. Hið rétta er að jafn- aðarmenn eru óvinir kerfisins sem hneppt hefur bændur í ánauð. Jafn- aðarmenn vilja gefa framleiðendum landbúnaðarvara eðlilegan aðlögun- artíma til að bregðast við innflutn- ingi samkvæmt alþjóðsamningum. Þá væri nú annað upp á teningnum Það er kominn tími til að bændur átti sig á því að hverjir eru vinir þeirra í raun, þeir við Hagatorg og einangrunarsinnarnir á þingi sem vilja stjórna bændum með harðri hendi eða þeir sem vilja leysa þá úr haftafjötum miðstýringarinnar. Þeim sannindaorðum hefur verið gefinn allt of lítill gaumur sem fyrr- verandi formaður bænda sagði á sínum tíma sem voru að ef stefnu Alþýðuflokksins allt frá Viðreisn hefði verið framfylgt þá væri ekki eins hörmulega statt fyrir íslenskum bændum og nú. Höfundur á sæti í flokksstiórn Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokki íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.