Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGURH.MARZ1995 F 3 IÞROTTIR Götóttar varniren góðar sóknir Stefán Stefánsson skrífar «#örn Vestmannaeyjastúlkna ¦¦ var götótt og deildarmeistar- arnir frá Garðabæ gengu á lagið og sigruðu 28:24 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úr- slitakeppninnar í Garðabæ í gær- kvöldi. Reyndar var vörn Stjörn- unnar ekki mikið skárri fyrir hlé en frábær sóknarleikur þar sem Guðný Gunnsteinsdóttir og Laufey Sigvaldadóttir fóru á kostum skóp sigur Stjörnunnar. Liðin leika aft- ur á sunnudag og þá í Eyjum en þar tapaði Stjarnan eina stigi sínu í deildinni í vetur. Lítil stemmning var í leiknum framanaf. Flestallt gekk upp í sóknarleik Garðbæinga fyrstu 20 mínúturnar þegar þær gerðu 11 mörk úr 14 sóknum en tvö skot fóru í stöng og eitt var varið. Um miðjan síðari hálfleik var Stjarnan yfir 17:14 þegar tveimur leik- mönnum þeirra var vikið af lei- kvelli og Vestmannaeyingar gengu lagið og komust í 17:16. Þá skellti Stjörnuvörnin og Sóley Halldórsdóttir markvörður í lás og á 10 mínútum gerði liðið 8 mörk á móti einu. Úrslitin voru þar með ráðin þó gestirnir klóruðu í bakk- ann í lokin. „Þetta verður erfitt í Eyjum og þær verða örugglega jafnbrjálaðar og við í þeim leik - en við vinn- um," sagði Laufey sem var mjög góð hjá Stjörnunni ásamt Guðnýju. Erla Rafnsdóttir sýndi góða takta þegar hún smeygði sér í gegnum vörn ÍBV og Sóley varði á mikil- vægum augnablikum. „Það kemur niður á okkur þeg- ar helmingur liðsins er í Eyjum og hinn í Reykjavík og við náðum ekki að stilla saman varnarleikinn. Við gáfumst samt aldrei upp og náðum alltaf að komast inní leik- inn aftur. En ég get lofað því að það verður ekkert gefið eftir í Eyjum enda skuldum við stuðn- ingsmönnum okkar góðan leik," sagði Björn Elíasson þjálfari Eyja- stúlkna eftir leikinn. Það var eins og liðið væri ekki tilbúið í þennan leik en tókst þó að halda uppi þokkalegri baráttu. FRJALSIÞROTTIR Laufey í ham Morgunblaðið/Sverrir LAUFEY Sigvaldadóttlr var í ham í gærkvöldi og gerði 8 skemmtilega mörk þegar Stjarnan vann ÍBV 28:24 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum 1. deildar kvenna. FRJALSIÞROTTIR Vala danskur meistari Vala Flosadóttir, frjálsíþróttakonan stórefnilega úr ÍR, sigraði í tveim- ur greinum á danska meistaramótinu innanhúss um síðustu helgi. Hún varð meistari í hástökki með því að stökkva 1,76 metra og einnig í stangarstökki með því að fara yfir 3,70 metra. Sigmar Gunnarsson, UMSB, keppti í 3.000 metra hlaupi á sama móti og hafnaði í þriðja sæti, á 8.31,99 mín. KA Mörk Sóknir % Víkingur Mörk Soknir % 10 26 39 F.h 8 26 31 12 24 50 S.h 11 23 48 22 50 44 Alls 19 49 39 Langskot Qegnumbrot Hraðaupphlaup Hom Lína Víti 1_ Þannig vörðu þeir Sigmar Þröstur Óskarsson, KA: 19/1 (þar af 7/1 til mótherja); 8(2) langskot, 1 gegnumbrot, 2(1) eftir hraðaupphlaup, 2(1) úr horni, 5(2) af línu, 1(1) vití. Bjðrn Björnsson: 1; 1 víti. Reynir Reynisson, Víkingi: 18/1 (þar af 6/1 til mótherja); 9(1) langskot, 3(2) gegnumbrot, 2(1) eftir hraðaupphlaup, 1 úr horni, 2(1) af línu, 1(1) víti. Reuter Nancy IMavalta. Er þessi 17 ára spretthlaupari karl eda kona? Upprennandi hlaupadrottning í Asíu Er „hún" kari? Upp er komið all einkennilegt mál á Filipseyjum því grunur leikur á að ein bjartasta von Asíu í spretthlaupi, hin 17 ára gamla Nancy Navalta, sé karlmaður en ekki kona. Það er ef til vill kaldhæðnislegt að mál þetta kom upp á alþjóðlega kvennadaginn, sem var nú í vik- unni. Navalta segist trúa því að hún sé kona þrátt fyrir að læknisskoðun sýni að hún sé karlmaður. Hún seg- ist vera tilbúin að fara í nýtt kyn- próf til að sanna að hún sé kona, en margir efast um að hún standist það próf enda örlar varla fyrir brjóstum á stúlkunni auk þess sem hún hefur nokkuð þétta skeggrót. „Hún fæddist stúlka, ég ætti að vita það," sagði frænka hennar á blaðamannafundi í gær en faðir stúlkunnar sagði ekki orð á fundin- um, kinkaði aðeins kolli. Aðspurður um hvað „hún" myndi gera ef kyn- prófið leiddi í ljós að hún væri karl- maður sagði Navalta: „Ég gæti ekki sætt mig við það." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona lagað kemur upp. Frægasta dæmið er um hina pólsku Stellu Walsh, sem sigraði, sem Stanislawa Walasiewicz, í 100 m hlaupi á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1932. „Hún" setti alls 11 heimsmet á keppnisferlinum og varð önnur í 100 m hlaupi á Ólympíuleikunum í Berlín 1936. Árið 1980 var hún skotin til bana vegna ráns og við krufningu kom í ljós að „hún" var karlmaður. FOLK ¦ DANIEL Jakobsson hætti keppni eftir 12 km í 30 km skíða- göngunni á heimsmeistaramótinu í Kanada í fyrradag. Ástæðan var sú að hann hafði ekki náð sér að fullu aí' þeim veikindum, sem hann náði sér í er hann dvaldi hér á landi fyrir keppnina, skv. upplýsingum frá Skíðasambandinu. Daníel kepp- ir næst í dag, í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð. ¦ SIGURÐUR Bergmwan tekur þátt í A-móti í júdó, Czech Cup, í Prag, um helgina. í Prag hittir hann Vernharð Þorleifsson, Hös- kuld Einarsson, Eirík Kristinsson og Halldór Hafsteinsson, sem hafa verið í æfingabúðum í Tata í Ungverjalandi frá því á mánudag. ¦ CELTIC í Skotlandi er sagt til- búið að kaupa Ian Wright, mið- herja Arsenal, á tvær milljónir punda. Wright var varamaður í leiknum gegn Blackburn í vikunni, en kom inná sem varamaður. Þetta var í fyrsta skipti sem hann er sett- ur úr byrjunarliði Arsenal. ¦ ROBERTO Baggio verður lík- lega með Juventus á ný í ítölsku deildarkeppninni á morgun, gegn Foggia. Hann var 14 vikur frá vegna meiðsla, en byrjaði inná gegn Lazio á miðvikudag — í fyrri leik liðanna í undanúrslitum bikar- keppninnar. Hann átti aðeins að vera með í klukkutíma, en var sprækur og lék allan tímann. Baggio lagði upp eina mark leiks- ins, er Fabrizio Ravanelli gerði á 84. min. ¦ NÍGERÍSKI framherjinn Dani- el Amokachi vill komast frá Ever- ton í Englandi — segist biðja þess á hverju kvöldi að félag á megin- landi komi og „bjargi sér". Am- okachi kom til félagsins fyrir tíma- bilið, en hefur ekki leikið eftir að Joe Royle tók við stjórninni. ¦ JOHNDe Wolf, hollenski varn- arjaxlinn hjá Wolves í Englandi, meiddist á hné gegn Sunderland í vikunni og missir af viðureigninni við Crystal Palace í átta liða úrslit- um bikarkeppninnar í dag. Jafnvel er talið að hann verði ekki meira með í vetur. ¦ ALLIR miðar á leik Arsenal og Tottenahm á Highbury 29. apríl, eru seldir. ¦ ÁKVEÐIÐ hefur verið að færa alla leiki síðasta keppnisdag í úr- valsdeildinni frá laugardeginum 13. maí til sunnudagsins 14. maí. Þetta er gert vegna þess að Sky sjónvarp- stöðin vill sjónvarpa beint frá þeim stað, sem meistarabikarinn verður afhentur. ¦ SPÆNSKI ökuþórinn Carlos Sainz sigraði í portúgalska rallinu sem lauk í gær. Hann ekur Subaru og var sigur hans nokkuð sætur því á síðustu sérleiðinni biluðu bremsurnar er 8 kílómetrar voru eftir en honum tókst að halda Finnanum Juha Kankkunen fyrir aftan sig. UM HELGINA Handknattleikur Úrslitakeppni íslandsmótsins 1. deild karla: Sunnudagur: Víkin: Víkingur - KA................................20 1. deild kvenna Laugardagur: Framhús: Fram - Víkingur..................15.30 Sunnudagur: Vestm.: ÍBV - Stjarnan............................20 Mánudagur: Vfkin: Víkingur - Fram.............................20 2. deild karla Akureyri: Þór - ÍBV..................................17 Seltjn.: Grótta - Fylkir..............................20 Smárinn: Breiðablik - Fram......................20 Körfuknattleikur Úrslitakeppni íslandsmótsins Úrvalsdeild Laugardagur: Seltjn.: KR - UMFN.............................16.30 Strandg.:Haukar-UMFG..................16.30 Sunnudagur: Borgarnes: Skallagr.-ÍR.........................16 v Akureyri: Þór - ÍBK..................................20 Mánudagur (ef þarf): Njarðvík: UMFN - KR..............................20 Grindavík: UMFG - Haukar.....................20 1. deild karla Sunnudagur: Austurberg: Leiknir - Breiðablik..............20 Kennarahask.: ÍS - Þór.............................20 Fimleikar íslandsmót FSÍ íslandsmót Fimleikasambands íslands hófst í gærkvöldi og heldur áfram í Laugardals- höll í dag og á morgun. Mótið verður sett kl. 13 í dag, en áætlað er að keppni standi yfir frá kl. 13.10 til 16.10 og mótslit verði kl. 16.30. Keppni hefst einnig kl. 13.10 á morgun, sunnudag, og mótsslit verða kl. 16. Frjálsíþróttir Meistaramót íslands innanhúss Meistaramót tslands í frjálsíþróttum innan- húss fer fram f Baldurshaga og Kaplakrika um helgina. í dag, laugardag, hefst keppni kl. 9.30 með 50 m hlaupi í Baldurshaga en síðasta greinin, langstökk karla, byrjar kl. 12.10. I Kaplakrika hefst keppni kl. 15.30 með 800 m hlaupi karla en síðan verður keppt í 800 m hlaupi kvenna, kúlu- varpi kvenna, hastökki karla, kúluvarpi karla, stangarstökki karla og hástökki kvenna sem hefst kl. 18. Á morgun verður 1.500 m hlaup jarla kl. 10 í Kaplakrika og 1.500 m hlaup kvenna kl. 10.30 en í Bald- urshaga hefst keppni kl. 14 méð 50 m grindahlaupi karla. Þar lýkur keppni með langstökki kvenna sem hefst kl. 15.45. Meistaramót 14 ára og yngri Meistaramót íslands í frjálsíþróttum innan- húss 14 ára og yngri fer fram í íþróttahöll- inni á Akureyri um helgina. Keppni hefst kl. 11 í dag og kl. 10 á morgun. íþróttir fatlaðra íslandsmót íslandsmót fþróttasambands fatlaðra heldur áfram um helgina en keppni hófst í gær- kvöldi. Keppt er í boccia, bogfimi, borðtenn- is, lyftingum og sundi og fer keppni fram (íþróttahúsi Seljaskóla, íþróttahúsi ÍFR við Hátún 14 og Sundhöll Reykjavíkur. Keppni í boccia er tvfskipt, sveitakeppni fer nú fram en einstaklingskeppni á Húsavík f október. í dag hefst keppni í fþróttahúsi ÍFR í tvíliða- leik í borðtennis kl. 9 en opnum flokki kl. 11 og í bogfimi kl. 15. í íþróttahúsi Selja- skóla byrjar keppni í boccia (2. deild/U- flokkur) kl. 9.30, en riðlar 1-4 f 1. deild og 5-6 f 3. deild hefjast kl. 12.30. Sund- keppni hefst í Sundhöll Reykjavíkur kl. 14. Á morgun byrja úrslit í boccia kl. 11 í íþróttahúsi Seljaskóla, sundkeppnin hefst kl. 14 og bogfimi í íþróttahúsi ÍFR kl. 14. Lokahófið með verðlaunaafhendingu verður í Súlnasai Hótel Sögu og hefst kl. 20. Keila íslandsmót einstaklinga Keppni á fslandsmóti einstaklinga lýkur dag f Keilu í Mjódd. Keppni hefst kl. 12 með keppni sex eftu i kvennaflokki og kl. 14.30 byrja sex efstu karlarnir. Urslitaleikir kvenna hefjast kl. 17.30 og karia kl. 18.30. Verðlaunaafhending verður að lokinni keppni. Pílukast íslandsmeistaramótið íslandsmeistaramótið í pílukasti verður haldið f húsi Garðakaupa, Garðatorgi 1 í Garðabæ, 11. hæð. f dag hefst keppni kl. 10 en kl. 14 byrjar úrslitakeppni og kl. 17 16 manna útsláttur. Á morgun kl. 11 verð- ur tvfmenningur karla og einmenningur kvenna hefst kl. 19.30 á mánudag. Badminton Meistaramót Reykjavíkur í badminton verð- ur haldið f TBR-húsunum um helgina. Keppni hefst kl. 13 f dag en 10 á morgun. Skíöi Bikarmót SKÍ í alpagreinum Bikarmót SKf f alpagreinum, Björns Brynj- ars mótið, verður um helgina á Dalvfk og á Ólafsfirði. Fjarðargangan Fjarðargangan - íslandsgangan 1995 verð- ur haldin í Ólafsfirði f dag og hefst kl. 14. Sund Maraþonsund Aftureldingar Sunddeild Aftureldingar stendur fyrir mara- þonsundi um helgina f sundlauginni að Varmá. Krakkarnir byrja kl. 12 í dag og synda boðsund til kl. 12 á morgun. Sund- laugin er nú nýkomin í notkun eftir endur- bætur og er fólki boðið að skoða hana í dag og á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.