Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA mgraiMafrife 1995 KORFUBOLTI Jordan aftur með Chicago Bulls? MICH AEL Jordan lýsti því yfir í gær að hann væri hættur í hafna- boltanum og telja menn það merki um að hann sé að hugsa um að snúa sér að körfuknatt- leiknum á nýjan leik en Jordan hefur æft með sínum fyrri félög- um í Chicago að undanförnu. Jordan hefur hins vegar verið þögull sem gröfin um möguleik- ana á því að hann taki upp þráð- inn hjá Chicago Bulls en það sama verður ekki sagt um fjölmiðla vestanhafs. Dagblaðið Chicago Tríbune segist til að mynda vita til þess að Jordan hafi undanfarið sagt. við vini sína, fyrrum liðsmenn og stjórnendur hjá Chicago að hann hafi áhuga á að hætta í hafna- bolta og taka fram körfubolta- skóna að nýju. Blaðið sagði að ákvörðun Jordan kynni að velta á því hvort hann fengi sljórnend- ur til að semja að nýju við Scottie Pippen sem er óánægður hjá Chicago og óskaði fyrir skömmu eftir að verða seldur frá félaginu. Chicago hefur ekki náð sér á strik eftir að Jordan hætti, eftir að hafa orðið meistari með liðinu . tvö ár í röð. Vinningshlutfallið í vetur er til að mynda 30 - 30, þrjátíu sigrar og jafnmörg töp. Möguleikar liðsins á meistaratitli voru taldir 1:18 hjá veðmála- stofum í Las Vegas en fljótlega eftir yfirlýsingar Jordan voru lík- urnar á því komnar niður í einn á móti sex. Jordan hefur undanfarið leikið hafnabolta með liði White Sox en segir langvinnar deilur í íþrótt- inni hafa ráðið mestu um þá ákvörðun að hætta. Hvortþessi 32 ára galdramaður sem þrívegis hefur verið kjörinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar tek- ur upp þráðinn, sautján mánuð- um eftir að hann hætti að spila fyrir Chicago er því enn á huldu, þrátt fyrir spár margra um að svo verði. LAUGARDAGUR 11. MARZ HANDKNATTLEIKUR BLAÐ F Morgunblaðið/Rúnar Þór KA tryggði sér oddaleik KA-menn slgruðu Víkinga í öðrum leik liðanna í undanúrslltum íslandsmóts- ins í handknattleik á Akureyri í gærkvöldl, 22:19, og liðln mœtast því þriðja sinni — í Víkinnl á mánudagskvöld — tll að fá úr því skorið hvort mætlr Val um meistaratitllinn. Erlingur Kristjánsson skorar hér eitt marka í gær. ¦ Súrsæt hefnd / F2 Guðni ræðir við Bolton GUÐNI Bergsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hefur verið í Bolton síðan á miðvikudag og átt í viðræðum.við Bruce Rioch, framkvæmdastjóra enska 1. deildarliðsins Bolton Wanderers. „Það er ekkert frágengið. Ég ræði við forráðamenn félagsins áfram yfir helgina," sagði Guðni við Morgunblaðið í gær, en hann fylgist með liðinu í toppslag deildarinnar gegn Middlesbrough í dag á heimavelli. Guðni hefur verið í London síðustu vikurnar, þar sem hann hefur æft með Totten- ham, sem hann lék með um tíma og er bundinn, vilji hann snúa á ný í átvinnumennsku. West Ham og Bolton hafa bæði sýnt honum áhuga — West Ham er í botnbaráttu úrvalsdeildarinnar en Bolt- on í 3. sæti 1. deildar, auk þess sem liðið er komið í úrslit deildarbikarkeppninnar; mætir Liverpool á Wembley sunnudaginn 2. apríl nk. Falurúrleik KR-ING AR urðu fyrir miklu áfalli á fimmtudags- kvöldið er Falur Harðarson, aðalbakvörður og leikstjórnandi liðsins snéri sig illa á æfingu. „Eg var í vörn og var að reyna að „stela" boltanum þegar ég steig ofan á fótin á sóknarmanninum og snéri mig svona ferlega illa á vinstri ökklan- um," sagði Falur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er ekki einu sinni fræðilegur mögu- leiki á að ég leiki með gegn Njarðvík og alveg ljóst að þaðverður enginn körfubolti hjá mér á næstunni. Ökklinn er mikið bólginn og ég finn mikið til í honum, en það á að bíða með að at- huga hann fram yf ir helgi, þá kemur í Hós hvort eitthvað er slitið," sagði Falur. Falur lék alla leikina með KR í deildarkeppn- inni nema einn. Hann var stigahæstur leikmanna með 562 stig og bætti síðan við 19 stigum gegn Njarðvík í fyrsta/fyrri leik liðanna í 8-liða úrslit- unum, þannig að sjá má að missir KR-inga er mikill. Bryndís ætlar sér að keppa á Smá- þjóðaleikunum BRYNDÍS Ólafsdóttir sundkona úr Ægi hefur ákveðið að hefja æfingar á nýjan leik, að minnsta kosti að því marki að hún komist á Smáþjóðaleik- ana sem fram fara í Lúxemborg i sumar. „Mark- miðið er að komast á Smáþjóðaleikana. Ég hef verið með á þeim frá uphafi og þetta verður þá í fimmta sinn. Það er svo gaman á þessum leikum og öll umgjörðin er skemmtileg að mig langar að vera með," sagði Bryndís í samtali við Morgun- blaðið í gær. En þú varst hætt, erþað ekki? „Jú, ég sagði fyrir ári að ég ætlaði að hætta i landsliðinu. Svo fékk ég svo góða tima á bikar- mótinu um daginn að ég gat ekki látið þetta tækifæri fram hjá mér fara, þannig að ég stefni á Smáþjóðaleikana," sagði Bryndís. Birna Björnsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarð- ar hefur einnig sett stefnuna á leikana, en hún veiktist illa á leikunum á Möltu fyrir tveimur árum, fékk salmonellu. Birna hefur meira og minna verið frá æfingum síðan en er nú að ná sér á strik eftir veikindin og stefnir á leikana í Lúxemborg. KORFUKNATTLEIKUR Franc Booker látinn fara FRANC Booker, bandaríski leikmaðurinn, sem leikið hef- ur með úrvalsdeildarliði Grindvík- HBHHH ing-a í vetur hefur Frírnann verið sagt upp Óiafsson störfum hjá félag- inu og leika Grind- víkingar því út- lendingslausir í dag þegar þeir mæta Haukum í Hafnarfirði í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslit- um íslandsmótsins. Booker var þriðji útlendingurinn til að leika skrifar frá Grindavík með liðinu á þessu keppnistíma- bili því áður höfðu þeir Tony Smith, sem lék með liðinu á undir- búningstímabilinu, og Joe Wright, sem lék með þeim í byrjun, hætt hjá félaginu. „Við erum einfaldlega ekki sáttir við frammistöðu Bookers og þá höfum við í stjórninni átt í samskiptaörðugleikum við hann. Við höfum óskað eftir því að hann kippti ákveðnum hlutum í liðinn sem hann gerði ekki og því tókum við þessa ákvörðun að láta hann hætta. Við vorum óhræddir við það þó úrslitakeppning sé byrjuð. En þetta var mjög erfið ákvörðun vegna stöðu liðsins en varð ekki dregin lengur og við stöndum og föllum með henni," sagði Guðfinn- ur Friðjónsson stjórnarmaður körfuknattleiksdeildar UMFG. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins liggja örðugleikarnir í því að Franc Booker hefur ekki viljað setjast að í Grindavík þrátt fyrir að deildin hafi tekið á leigu íbúð þar fyrir hann — „dýrustu skó- geymslu norðan Alpa" eins og gárungarnir í Grindavík segja. Upphaf þeirra má hinsvegar rekja til Stjörnuleiks KKÍ sem honum var bannað að leika vegna bak- meiðsla en hann var ósáttur við þá ákvörðun. Að sögn forráðamanna Grinda- víkurliðsins eru þeir á höttunum eftir nýjum leikmanni en ætla sér að fara hægt í þeim efnum. FRJÁLSÍÞRÓTTIR: PETUR GUÐMUNDSSON í SJÖTTA SÆTIA HMIBARCELONA / F4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.