Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 4
FRJALSIÞROTTIR / HM INNANHUSS Pétur Guðmundsson kastaði aðeins tvisvar en varð sjötti „Svekktur, engekk stoltur af velli" PETUR Guðmundsson kúlu- varpari meiddist í öðru kasti sínu á heimsmeistarmótinu í f rjálsíþróttum innanhúss í Barcelona í gær — en náði þó sjötta sæti í greininni. Jón Arn- ar Magnússon komst ekki í úrslit í langstökki. Pétur kastaði 19,67 metra í fyrsta kasti sínu — sem hann sagði bestu byrjun sína á móti síðan hann skipti um kaststíl; hætti að beita snúningsstílnum og tók upp þann hefðbundna. „Ég var í öðru sæti eftir fyrstu umferðina. Það var svo mjög neyðarlegt að ég tognaði á fingri í öðru kastinu — missti kúluna upp úr lófanum, hún sveif himinhátt en ég hef teygt á liðbönd- um í baugfingri," sagði Pétur við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann sagðist strax hafa ákveðið að hætta keppni. „Þegar ég hef byrjað sVona vel á mótum, hef ég alltaf náð að bæta mig — köstin hafa lengst. Þegar ég kastaði til dæmis 19,60 í fyrstu tilraun í fyrra endaði ég í 20,53. Það var því svekkjandi að þurfa að hætta núíia. En ég varð að gera það — vildi ekki taka áhættu með keppni sumarsins í huga. .Ef ég hefði haldið áfram hefði ég kannski þurft langan tíma til að jafna og ég vildi ekki taka áhættuna. Það er til dæmis heims- meistaramót utanhúss í sumar sem ég stefni á. Ég var auðvitað svekkt- ur, en gekk stoltur af velli. Ég byrj- aði vel en það voru meiðslí sem komu í veg fyrir að ég kastaði oft- ar — ekki það að ég kastaði ekki nógu langt." Finninn Mika Halvari varð heimsmeistari innanhúss í kúlu- varpi, kastaði lengst 20,74 metra. CJ. Hunter frá Bandaríkjunum varð annar með 20,58 og Dragan Peric frá Júgóslavíu þriðji með 20,36 m. Miðað við hvernig Pétri hefur tekist upp á æfingum að.undan- förnu segist hann hafa átt að kasta lengra en hann gerði, það sé engin spurning, en meiðslin komu í veg fyrir það. „Þetta getur alltaf komið fyrir, því miður. Maður verður bara að sætta sig við það. En já, ég átti mikla möguleika á að komast á verðlaunapall eftir fyrsta kastið. Ég er alveg viss um það. En þrátt fyrir meiðslin og hvað ég er svekkt- ur verð ég að vera rólegur. Stefna á næsta mót í rólegheitum. Ég hef lent í því að byrja að keppa of snemma eftir meiðsli og það var agalegt. Nú verð ég að taka mér hlé en kem aftur í vor." Jón Arnar fyrir vonbrigðum Jón Arnar Magnússon gerði að- eins eitt langstökk gilt en tvö ógild og komast ekki áfram úr undan- keppninni. Hann stökk fyrst 7,34 metra, gerði síðan ógilt og í þriðju tilraun gerði hann hárfínt ógilt. Var yfir lágmarki til að komast áfram — sem var 7,85 m en hann sagði stökkið hafa verið um 7,90 m. „Það var varla að sæist marka fyrir spori, en það var þó nóg. Þetta var lengsta stökkið í mínum riðli og því svekkj- andi að fá það ekki gilt," sagði hann. „Ég fann mig mjög vel. Brautin er öðru vísi en í Baldurshaga — hún er byggð upp og dúaði mikið. Það var eins og maður væri á parket- gólfi. Mér fannst ég mjög sterkur, fór hraðar yfir en venjulega og átt- aði mig því ekki nógu vel á þessu," sagði hann. Merlene Ottey varð í fyrsta sinn heimsmeistari í 60 m hlaupi og Kanadamaðurinn Bruny Surin sigr- aði í 60 m hlaupi karla á nýju heims- meti — 6,46 sekúndum. Úrslit / F2 Heimsmet! KANADÍSKI hlauparinn Bruny Surin veifar til áhorfenda í Barcelona eftir að hann hljóp 60 metrana á 6,46 sekúndur og settl þar með heimsmet á fyrsta degi mótsins. FIMLEIKAR Nína Björg úr leik á íslandsmótinu Gerplustúlkur pg Ármannspiltar urðu liða- meistarar á íslandsmótinu í gærkvöldi Nína Björg Magnúsdóttir fim- leikakona úr Björk og ís- landsmeistari síðustu tveggja ára í fjölþraut í fimleikum mun ekki verja titil sinn í ár. íslandsmótið hófst í gærkvöldi í Laugardalshöll og Nína meiddist í fyrstu keppnisgrein sinni, stökki af hesti. Hún kom illa niður á hægri fótinn og að sögn Hlínar Árnadótt- ir, þjálfara hennar er hann líklega brotin. Nína hefur átt í meiðslum á vinstra fæti, liðbönd í ökkla slitnuðu og nýstigin upp úr þeim. í gærkvöldi fór fram keppni um rétt til að keppa til úrslita á áhöld- um en sex stigahæstu keppendurn- ir vinna sér rétt til þess. Þá fór jafnframt fram liðakeppni félaga og urðu Gerpla og Ármann liða- meistarar. Gerplustúlkurnar sigr- uðu í kvennaflokki eftir jafna keppni við Ármann og Ármanns- strákarnir höfðu betur í viðureign- inni við Gerplu í karlaflokki. GOLF Þrír fara á St. Andrews Þrír íslenskir kylfingar fara á St. Andrews Trophy sem fram fer í Skotlandi 27. og 28. maí. Sig- urpáll Geir Sveinsson frá Akureyri fer þangað sem íslandsmeistari og Ragnar Ólafsson landsliðsþjálfari hefur einnig valið til fararinnar þá Birgi Leif Hafþórsson úr Leyni á Akranesi og Björgvin Sigurbergs- son úr Keili í Hafnarfirði. Islending- ar hafa árlega sent keppendur á þetta mót en þeir hafa ævinlega •verið tveir. íslandsmeistarinn kem- ur ekki heim eftir mótið, heldur ætlar hann að taka þátt í Opna enska áhugamannamótinu sem verður haldið helgina á eftir. Á St. Andrews vellinum munu keppendur verða 150 talsins og leika allir gamla völlinn og þann nýja á laugardeginum, alls 36 hol- ur, og síðan verður kylfihgum fækkað í 44 og leika þeir tvo hringi á gamla vellinum á sunnudeginum. Sigurjón í 26. sæti í FSórída Sigurjón Arnarsson tók þátt í golfmóti á Stone Crest vellin- um í Flórida í vikunni. Keppendur voru 80 talsins og varð Sigurjón í 26. sæti, lék á pari vallarins, sem er 72. Sigurjón lék á 216 höggum (71-70-75) en mótið vannst á 205 höggum. „Eg hef spilað vel að undanförnu en það vantar neistann þannig að þetta verði mjög gott," sagði Sigur- jón í samtali við Morgunblaðið. „Viðmiðunin hjá manni er orðin önnur en var, nú dugar ekki að leika á parinu. Þetta er dálítið skrítin til- finning en ánægjuleg," sagði Sigur- jón. Úlfar Jónsson var ekki með í mótinu en ætlar að keppa í næstu viku. „Þetta er allt að koma hjá mér, vona ég. Ég hef verið að slá illa en skora sæmilega á sama tíma og Siguijón hefur slegið vel en skor- að illa. Eg er að fá vit í sveifluna á nýjan leik," sagði Úlfar. Morgunblaðið/Frosti NÍNA Björg Magnúsdóttir ISDANS Gritschuk og Platov heims- ¦m meistarar Olympíumeistararnir Oksana Gritschuk og Evgeny Platov frá Rússlandi endurheimtu í gær heimsmeistaratitilinn í listdansi á skautum með dansatriði sem var eins og klippt út úr handriti með Ginger Rogers og Fred Astaire. Parið dansaði við lagið „Stepping Out" en segir að þetta hafi verið síðasta keppni þeirra því þau ætli að snúa sér að atvinnumennsku. Finnarnir Susanna Rahkamo og Petri Kokko, sem eru Evrópumeist- arar, náðu öðru sæti með tveimur Bítlalögum, "Yesterday" and "A Hard Day's Night". KNATTSPYRNA Arnar skoraði Arnar Gunnlaugsson skoraði eitt mark fyrir Niirnberg í gær- kvöldi er liðið vann Dusseldorf 4:1. Arnar gerði fyrsta mark leiksins á 31. mínútu og með sigrinum mjak- aði Niirnberg sér úr fallsæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.