Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR14. MARZ 1995 C 3 HANDBOLTI 82 STIG 96 14/29 Vfti 13/16 3/20 3ja stiga 10/29 43 Frákðst 37 26 (vamar) 27 17 (sóknar) 10 13 Bolta náð 16 17 Boltatapað 23 8 Stoðsendingar 23 13 Villur 18 87 STIG 72 14/24 Vlti 2/6 10/23 3ja stiga 8/29 32 Frákðst 31 23 (vamar) 20 9 (sóknar) 11 13 Bolta náð 12 17 Bolta tapað 16 19 Stoðsendingar 20 16 Villur 18 ÍÞRÓTTIR Þriðji leikur liðanna i 8 liða úrslitum leikinn í Njarðvik 13.mars 1995 Sigfús Gunnar Guómundsson skrifar frá Eyjum Stjarnan í úrslit Deildarmeistarar Stjörnunnar komust í úrslit 1. deildar kvenna í gærkvöldi með öruggum sigri, 21:16, gegn Vestmannaeyjing- um á útivelli og mæta annað hvort Víkingi eða Fram, sem þurfa að mætast þriðja sinni. „Eyjaliðið er mikið baráttulið, það er erfitt að koma hingað og spila, mikið af áhorfendum sem hvetja vel og og hér töpuðum við eina stiginu sem við töpuðum í deildinni í vetur. Þetta var því sæt- ur sigur,“ sagði Magnús Teitsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. Það var ansi mikið fát á liðunum byrjun og bæði virtust hátt stemmd. Bæði gerðu mörg klaufa- leg mistök. Hnífjafnt var á öllum tölum fyrstu 20 mínúturnar en góð- ur leikkafli Stjörnustúlkna undir lok fyrri hálfleiks lagði grunninn að sigri þeirra. Stjarnan hafði þijú mörk yfir í leikhléi og bætti heldur um betur þegar hún gerði þijú fyrstu mörk síðari hálfleiks og kom- ust í 13:7. Þá rönkuðu Eyjastúlkur við sér en aldrei þó það vel að þær næðu að ógna lði Stjömunnar, sem var einfaldlega of sterkt að þessu sinni fyrir lið ÍBV. Sóknarleikur Eyjastúlkna komast aldrei í gang í leiknum og Sóley Halldórsdóttir markvörður Stjörnunnar varði jafnt slök sem góð skot frá liði ÍBV og gerði markvarsla hennar, og sterk vörn Stjörnunnar, líklega gæfu- muninn. Stefán Stefánsson skrifar Fram og Víkingur mætast þriðja sinni Víkingsstúlkur tryggðu sér odda- leik um sæti í úrslitum í úrslita- keppni 1. deildar kvenna með 21:17 sigri á Fram í gær- kvöldi. Fyrri leikur liðanna var í Fram- húsinu á laugardag- inn og þar hafði Fram betur, 22:20. Fram hafði undirtökin á laugar- daginn þó að markatalan bæri það ekki með sér því jafnt var í leihléi, 10:10. Fram náði fjögurra marka forskoti eftir hlé en Víkingum tókst að jafna 20:20 rétt fyrir leikslok. Þá gripu Framstúlkur til leikreynslunn- ar og tryggðu sér sigur, 22:20. í Víkinni í gærkvöldi voru það Víkingsstúlkur sem höfðu undirtökin og komu bersýnilega mjög vel undir- búnar til leiks. Hjördís varði vel frá upphafi og liðið var snöggt í hrað- aupphlaup, sem gáfu þijú mörk en tvö fóru forgörðum. Ekki minnkaði kappið eftir hlé, sérstaklega ekki þegar Hjördís hafði varið tvö vítaköst og um miðjan hálf- leik var staðan 15:9 og sigur Víkinga í sjónmáli. Þá fékk Víkingurinn Halla María Helgadóttir að líta rauða spjaldið fyrir brot á Ömu Steinsen í hraðaupphlaupi og Fram minnkaði muninn í eitt mark, 16:15, á nokkrum mínútum. En Víkingsstúlkur tóku til sinna ráða, staðráðnar að missa ekki sigurinn frá sér og með mikilli bar- áttu tókst þeim að halda fengnum hlut. Víkingar unnu fyrir oddaleiknum og liðið sýndi hvers það er megnugt þegar á reynir en talsvert hefur skort upp á það i vetur. Hjördís átti frábær- an leik og Halla María var góð. Svava Sigurðardóttir gerði góða hluti í horninu þegar færi gafst og Svava Ýr Baldvinsdóttir hélt baráttu í lið- inu. Halla María var góð en þarf að skapa sér færi. Framstúlkur áttu ekkert svar við ákveðnum Víkingsstúlkum í gær- kvöldi en sýna örugglega betri hliðar í oddaleiknum á morgun. Liðið náði sér aldrei á strik og þegar Kolbrún Jóhannsdóttir ver minna en tug skota er ekki von á góðu. „Ég segi bara pass, betra liðið vann,“ var það eina sem Guðríður Guðjónsdóttir vildi segja um leikinn. Úrslitakeppnin í körfuknattleik 1995 Njarðvíkingarog Keflvíkingarífjögurra iiða úrslit Islandsmótsins Morgunblaðið/Sverrir VALUR Inglmundarson, fyrir mlðju, og lærlsveinar hans í NJarðvík fagna sigrl í gærkvöldi. A myndlnni tll hliðar skorar Rondey Robinson án þess að Mllton fál stöðvað hann. Vöm Njarðvík- inga of sterk NJARÐVIKINGAR tryggðu sér réttinn til að leika í 4-liða úrslit- um úrslitakeppninnar í körfu- knattleik þegar þeir sigruðu KR-inga 89:72 í oddaleik í „Ljó- nagryfjunni" í Njarðvík í gær- kvöldi og leika gegn Skaila- grfmi frá Borgarnesi í undanúr- slitum. Njarðvíkingar mættu mjög ákveðnir til leiks og eftir 5 mínútna leik höfðu þeir náð 10 stiga forystu. í hálfleik var staðan 43:33 og góður leikkafli Njarðvíkinga fyrstu 10 mínút- urnar í síðari hálfleik þegar þeir náðu 24 stiga forystu, 71:47 gerði endanlega út um allar vonir Vesturbæjarliðsins. Stuðningsmenn liðanna fjöl- menntu og óhætt er að segja að mikil stemmning hafi verið í ■■■■■■ upphafi jafnt innan Björn vallar sem utan. En Blöndal Njarðvíkingar reyndust mun sterk- ari að þessu sinni og greinilegt að KR-ingar söknuðu Fals Harðarson og Brynjars Harð- skrifar frá Njarðvík arsonar sem báðir voru meiddir. Ekki bætti það úr að Bandaríkja- maðurinn Milton Bell virtist eiga erfitt uppdráttar hann setti sitt fyrsta stig úr víti á 9. mínútu og í síðari hálfleik á 11. mínútu. „Það er ekki mikið sem ég get sagt, ann- að en að betra liðið sigraði," sagði Axel Nikulásson þjálfari KR-inga eftir leikinn. „Varnarleikurinn var góður hjá okkur og það var hann sem setti KR-inga út af laginu. Við ákváðum að taka Bell framar en í síðasta leik þegar hann fékk of fijálsar hendur, og það tókst,“ sagði Valur Ingimundarson þjálfari og leikmað- ur Njarðvíkinga. Bestu menn í liði UMFN voru Rondey Robinson sem lék sérlega vel og hann innsiglaði sigur sinna manna með 3ja stiga körfu; nokkuð sem hann hefur ekki verið þekktur fyrir. ísak Tómasson lék einnig vel bæði í sókn og vörn og eins þeir Valur Ingimundarson, Teitur Örlygsson og Friðrik Ragn- arsson. Hjá KR-ingum var Her- mann Hauksson bestur ásamt þeim Ólafi Jóni Ormssyni, Ósvaldi Knudsen og Milton Bell. Sigurður Ingimundarson fyrirliði Keflvíkinga „Einfaldlega betri“ KEFLVÍKINGAR unnu góðan sigur á Þór á Akureyri, 96:82, í gærkvöldi og tryggðu sér sæti í undanúrslitum íslands- mótsins í körfuknattleik. „Ég er mjög ánægður með sigurinn og að við erum komnir áfram, við vorum einfaldiega betri og verðskulduðum sigur,“ sagði Sigurður Ingimundarson fyrir- liði ÍBK eftir leikinn. „Við mæt- um Grindavík í næstu leikjum og þar verður örugglega hart barist og ekkert gefið eftir.“ Keflvíkingar komu ákveðnir til leiks og eftir sjö mínútna leik höfðu þeir náð 10 stiga forystu, 22:12. Þá kom kafli þar semekkert gekk upp hjá IBK en aftur á'móti gekk Þórsur- um vel og gerðu þeir næstu 12 stig og breyttu stöð- unni í 24:22. Keflvíkingar vöknuðu þá til lífsins, komust yfir og leiddu ReynirB. Eiríksson skrifar frá Akureyri svo leikinn fram að hálfleik, þegar staðan var 41:47. Þórsarar mættu ákveðnir til seinni hálfleiks, minnugir þess að ekkert þýddi nema sigur fyrir þá. Um miðjan hálfleikinn náðu Þórsar- ar að jafna 53:53 og allt virtist stefna í hörku leik. En þá hrökk Jón Kr. Gíslason í gang og gerði út um Ieikinn með þremur þriggja stiga körfum í röð og gaf sínum mönnum tóninn fyrir síðustu mínút- urnar. Þórsarar náðu aldrei að ógna Keflvíkingum sem juku forskot sitt jafnt og þétt og þegar lokaflautið gall var staðan 96:82 gestunum í hag og sætur sigur þeirra stað- reynd. Leikurinn var ekki vel leikinn og mikið um mistök af hálfu beggja iiða og virtust leikmenn vera spenntir og taugaóstyrkir mestan hluta leiksins. Keflvíkingar verð- skulduðu sigurinn sem hefði geta orðið mun stærri. Bestur hjá Kefla- vík var Jón Kr. Gíslason sem skor- aði sjö þriggja stiga körfur og komu þær flestur á mjög mikilvægum augnablikum. Þá áttu þeir Lenear Burns og Albert ágætan leik. Þórsararí náðu sér aldrei á strik í þessum leik og má segja að eitt orð lýsi leik þeirra langtímum sam- an — leikleysa. Þeir gerðu mistök á mistök ofan og virtist oft fyrir- munað að koma knettinum rétta boðleið. „Ég er mjög svekktur með leikinn og sérstaklega hvað við hittum illa. Við tókum „sénsinn“ á að þeir hittu ekki mikið fyrir utan en það brást og má segja að Jón Kr. hafí skotið okkur í kaf í upphafi síðari hálf- leiks, er ÍBK náði forskoti sem við náðum ekki að vinna upp. Þetta er í fyrsta skiptið sem Þór kemst í úrslit og ég tel að reynsluleysi strákanna hafi haft sitt að segja, en þeir voru mjög spenntir í leikn- um,“ sagði Hrannar Hólm þjálfari Þórsara, sem þó getur verið nokkuð sáttur við gengi liðsins í vetur sem varð mun betra en flestir spáðu í upphafi tímabilsins. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sfgurður Inglmundarson fyrirliði Keflvíkinga sækir að körfu Þórs. Sandy Ander- son er tll varnar. KORFUKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.