Morgunblaðið - 14.03.1995, Qupperneq 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
KÖRFUKNATTLEIKUR
Skallagrímurfrá Borgarnesi tryggði sérsæti í undanúrslitum með öðrum sigri á ÍR
Ótrúlega létt
BORGNESINGAR létu sér ekki nægja að verða fyrsta liðið til
að vinna ÍR í Seljaskólanum, heldur lögðu þeir Breiðhyltinga
aftur að velli í Borgarnesi á sunnudaginn, 98:73, og eru þar
með komnir f undanúrslit úrvalsdeildarinnar. Að þessu sinni
var það liðsheildin sem skóp sigurinn og þáttur varamannanna
var mikill. Sigur Skallagríms var öruggur og sanngjarn.
„Markmiðið var sett hátt fyrir úrslitakeppnina og við setjumst
ekki niður núna, ánægðir með hvað við erum komnir langt.
Við ætlum lengra," sagði Tómas Holton þjálfari Skallagríms
eftir leikinn.
Byrjunin lofaði þó ekki góðu.
Taugaveiklunar gætti í liði
heimamanna sem hittu bókstaf-
lega ekkert og eftir fímm mínútur
■■■■■■ var IR komið með
Skúli Unnar tíu stiga forystu,
Sveinsson 7:17. Þá kom
sknfar Sveinbjörn Sigurðs-
son, fyrsti varamaðurinn til sög-
unnar, og gerði tíu stig á stuttum
tíma auk þess sem hann tók fjöl-
mörg fráköst. Reyndar réðu frá-
köstin miklu í leiknum því þar
voru heimamenn miklu sterkari.
Þegar þætti fyrsta varamanns
var lokið tók næsti við, Ari Gunn-
arsson, og gerði hann 11 stig á
örskotsstundu, þar af níu stig með
þriggja stiga skotum. „Ari snéri
hlutunum við fyrir okkur,“ sagði
Tómas Holton. „Hann kom heitur
inn og kom okkur yfír þannig að
Urslitakeppnin
körfuknattleik 1995
Annar leikur Hðanna 18-liða úrslitum,
leikinn i Borgarnesi 12. mars 1995
UMFS ÍR
98 Stig 73
9/13 Víti 9/13
11/21 3ja stiga 6/20
37 Fráköst 26
31 (varnar) 17
6 (sóknar) 9
10 Bolta náð 12
14 Bolta tapað 19
25 Stoðsendingar 12
17 Villur 18
sjálfstraustið kom hjá okkur, en
byijunin var slök hjá okkur,“ sagði
Tómas, sem tók sjálfur við er Ara
þætti Gunnarssonar lauk því þá
gerði Tómas átta stig á skömmum
tíma. Borgnesingar snéru leiknum
sér í vil á þessum tíma, breyttu
stöðunni úr 20:26 í 41:30 og gerðu
16 stig í röð.
Heimamenn juku forystuna í
17 stig í upphafi síðari hálfleiks
og eftir það virtist ekki aftur snú-
ið. Það var sama hvað ÍR-ingar
reyndu. Svæðisvömin varð til þess
að losnaði um skyttur Borgnesinga
og heimamenn höfðu einnig betur
er ÍR beitti maður á mann vöm.
ÍR-ingar mega þó eiga það að
þeir reyndu eins og þeir gátu, en
höfðu ekki erindi sem erfíði að
þessu sinni. Þeir féllu úr keppni
með sæmd og geta verið stoltir
af árangri vetrarins. Liðið hefur
sett skemmitlegan svip á deildina
í vetur, bæði með skemmtilegri
umgjörð um leikina og ekki síður
með einstaklega góðri framkomu.
Herbert Arnarson var atkvæða-
mestur ÍR-inga og Rhodes átti
þokkalegan leik í síðari hálfleik.
Vörn heimamanna var sterk og
þar fóru fremstir Tómas, Ermol-
iskij, Sveinbjörn og Henning.
Menn hjálpuðust að við að stíga
ÍR-inga út og árangurinn varð
eftir því. Sóknin var einnig góð
undir öruggri stórn Tómasar og
eftir að hafa verið dálítið tregir í
gang gekk bókstaflega allt upp
hjá mönnum. Það virtist svo til
sama hvaðan menn skutu, boltinn
rataði oftast rétta leið. Liðsheildin
var sterk, enda skomðu þeir sem
ekki vora í byijunarliði 38 stig
alls en sömu tölur hjá ÍR eru 14
stig. Andinn í liðinu virðist mjög
góður, menn leggja sig alla fram
og því era Borgnesingar til alls
líklegir.
Góður
árangur
Tómasar
Tómas Holtaon, þjálfari og leik-
maður Skallagríms í Borgar-
nesi, hefur náð góðum árangri sem
þjálfari. Undir hans stjórn er lið
Skallagríms komið í undanúrslit en
þetta er fyrsta árið sem Tómas sér
um þjálfun í Borgarnesi. Hann hef-
ur þó þjálfað áður því árið 1993 tók
hann við þjálfarastarfi meistara-
flokks Vals eftir að rússneskum
þjálfara hafði verið sagt upp störf-
um og árið 1989, þegar hann þjálf-
aði Val í fyrsta sinn kom hann lið-
inu í undanúrslit, rétt eins og Skal-
lagrími núna.
Tómas lék með Val áður en hann
tók við þjálfun meistaraflokks árið
1989. Eftir það keppistímabil hélt
hann til Ungveijalands þar sem
hann var við nám í fjögur ár og lék
jafnframt körfuknattleik. Eftir
heimkomuna lék hann með Val í
eitt tímabil en hélt síðan til enn
frekari náms í Osló.
Góður
TÓMAS Holton hefur náð
góðum árangri sem þjálfari
og leikmaður. Hann fór með
Val i úrslitin fyrir nokkrum
árum og er nú kominn með
Skallagrím í undanúrslit.
Komnir áfram!
Morgunblaðið/Bjarni
BORGNESINGAR fögnuðu um helgina er lið þeirra vann ÍR öðru sinni og tryggði sér rétt tll
að leika f undanúrslitum úrvalsdeildarinnar. Hér fagna Þórður Helgason, Grétar Guðlaugsson
og Henning Henningsson þessum áfanga.
Flugeldasýning
Grindvíkinga
Ivar
Benediktsson
skriíar
Það var sannkölluð flugeldasýn-
ing hjá leikmönnum Grinda-
víkur þegar þeir lögðu Hauka að
velli, 88:122, í ann-
ari viðureign liðana
í 8 liða úrslitum í
Hafnarfirði á laug-
ardaginn. Grindvík-
ingar voru í miklum ham við
þriggja stiga línuna og settu niður
tuttugu þriggja stiga körfur í leikn-
um. Auk þess skoruðu þeir úr öllum
sextán vítaköstum sínum í leiknum.
Grindvíkingar léku við hvern
sinn fíngur strax í upphafi leiks
og eftir tíu mínútur voru þeir bún-
ir að skora tíu þriggja stiga körfur
og ná öruggri forystu 27:45. í hálf-
leik var staðan, 42:59.
Grindvíkingár héldu uppteknum
hætti í síðari hálfleik og Haukar,
sem léku án Jóns Arnars Ingvars-
sonar, sáu aldrei til sólar og forms-
atriði að ljúka leiknum.
„Þessi leikur var sá besti hjá
okkur í langan tíma. Leikgleðin var
allsráðandi og við vorum samtaka
um að gera vel,“ sagði Friðrik
Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur.
Úrslitakeppnin
í körfuknattleik 1995
Annar leikur liðanna 18-liða úrslitum
leikinn i Hafnarfírði 11. mars 1995
HA UKAR GRINDA VÍK
88 Stig 122
14/20 Víti 16/16
5/14 3ja stiga 20/38
35 Fráköst 22
23 (varnar) 19
12 (sóknar) í: 3
12 Bolta náð ifcio
17 Bolta tapað 18
14 Stoðsendingar 20
12 Villur 17
Ólafur Jón Ormsson gerði sigurkörfuna gegn Njarðvík
Ég lét bara vaöa
Eg hugsaði ekkert — lét bara
vaða,“ sagði Ólafur Jón
Ormsson um þriggja stiga
körfu sína þegar 4 sekúndur voru
■■■■ til leiksloka í öðram
Stefán leik KR við Njarð-
Stefánsson vík, sem tryggði
skrifar KR 98:97 sigur og
oddaleik í Njarðvík.
Vesturbæingar byijuðu betur
en gestirnir byijuðu þá að pressa
stíft, juku hraðan og spiluðu bolt-
anum undir körfu andstæðingana.
Það gaf góða raun til að byija
með, eða þar til KR-ingar náðu
áttum og fundu svör. Undir lokin
var bara spurning um hvort liðið
hefði yfírhöndina þegar flauta
gylli og þar áttu KR-ingar síðasta
orðið.
„Við ætluðum að bæta okkur
upp að missa Fal og komum tví-
efldir til leiks. Þeir náðu ekki að
brjóta okkur niður með því að
gressa á okkur í vörninni," sagði
Ósvaldur Knudsen sem átti líklega
Úrslitakeppnin
körfuknattleik 1995
Annar leikur liðanna 18-liða úrslitum,
leikinn á Seltjarnarnesi 11. mars 1995
KR NJARÐVÍK
98 Stig 97
17/26 Víti 18/26
9/17 3ja stiga 6/22
43 Fráköst 26
32 (varnar) 21
11 (sóknar) 5
4 Bolta náð 15
17 Bolta tapað 9
25 Stoðsendingar 26
23 Villur 26
sinn besta leik fyrir KR í vetur
og það var við hæfí að hann stöðv-
aði sendinguna fram á Teit þegar
4 sekúndur vora til leiksloka. Mil-
ton Bell átti einnig frábæran leik
og tók 22 fráköst, varði tvívegis
og átti fjórar stoðsendingar. Ing-
var Ormarrsson og Ólafur Jón
Ormsson áttu góða kafla svo ekki
sé minnst á sigurkörfu Ólafs und-
ir lokin.
Njarðvíkingar geta heldur betur
nagað sig í handarbökin fyrir að
leyfa KR-ingum að ná þriggja
stiga skoti í lokin. „Við töluðum
um að passa upp á það en svona
hlutir gerast bara, spennan var svo
mikil. Annars komum við ekki til-
búnir í þennan leik, bættum þó
við okkur er á leið en það var
ekki nóg,“ sagði Valur Ingimund-
arson þjálfari og leikmaður Njarð-
víkinga, sem átti ágætan leik.
Teitur Örlygsson og Ronday voru
þó bestu menn liðsins.