Morgunblaðið - 14.03.1995, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.03.1995, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 C 5 ÍÞRÓTTIR FRJALSIÞROTTIR Sigríður Anna tvíbætti íslands- metið í þrístökki MEISTARAMÓT íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Baldurshaga og Kapla- krika um helgina. Á mótinu var sett eitt íslandsmet, Sigrfður Anna Guðjónsdóttir stökk 12,56 m í þrístökki. Gamla metið átti hún sjálf en það var 12,45 m. Reyndar tvíbætti hún metið því hún stökk einnig 12,47 m Annars voru það íþróttamenn frá FH sem settu mestan svip á mótið því þeir fengu 23 verðlaunapeninga af 52, semíboðivoru. Sigríður Annna Guðjónsdóttir, HSK, bætti íslandsmet sitt í þrístökki innanhúss í tvígang, fyrst stökk hún 12,47 m y og í næstu tilraun Benediktsson bætti hún um betur skrifar og stökk, 12,56 m. Sigríður kom meira við sögu því hún hafnaði í öðru sæti í langstökki með 5,57 m og í þriðja sæti í hástökki þegar hún stökk 1,65 m. „Ég er mjög ánægð með þennan árangur í þrístökkinu, ekki síst vegna þess að þetta er fýrsta mót mitt síðan í ágúst að ég keppti í bikarkeppninni. Aðstað- an á Selfossi til æfinga er ekki góð. Ég get ekki æft á gaddaskóm þar og verð á æfa stökk á venjuleg- um íþróttaskóm og stökkva á dýn- um. Síðan fer ég í Baldurshaga einu sinni í viku,“ sagði Sigríður Anna Guðjónsdóttir í samtali við Morgun- blaðið, eftir að hún setti glæsilegt íslandsmet í þrístökki og bætti við.„Það þarf þolinmæði til þess að æfa og keppa í frjálsum íþróttum á íslandi. Það þarf fleiri innanhús- mót yfir veturinn. Ég hef æft á fullu síðan í október fyrir þetta eina mót og nú að því loknu er ekkert framundan fyrr en í vor. Þetta er ekki mjög uppörvandi, en hvað sem því liður þá er ég bjartsýn á sumar- ið og stefni á 13 m í þrístökki," sagði Sigríður Anna Guðjónsdóttir að lokum. Annar keppandi sem setti svip sinn á mótið var ungur langstök- kvari úr FH, Bjarni Þór Hinriksson. Hann sigraði í langstökki með 7,15 m, stökk 1,98 m í hástökki og hafn- aði í öðru sæti og varð þriðji í 50 m grindahlaupi á 5,8 sek. Keppni Bjarna og hins síunga Jón Oddsson- ar í langstökkinu var bráðskemmti- leg og þegar upp var staðið munði einum sentimetra á þeim köppum, Bjarna í vil. „Já, þetta var tæpt hjá mér, en framfarirnar hjá mér eru jákvæðar. Ég hef aldrei áður náð þremur stökkum yfir 7 m á móti. Best átti ég 7,02 m fýrir þetta mót. Ég stefni á að vera öruggur með 7 m í sum- ar og keppa á Smáþjóðaleikunum og Evrópubikarnum,“ sagði hinn efnilegi Bjarni Þór Trautason að lokinni kepninni í langstökki. „Langstökkið var agalegt hjá mér. Ég hélt ég væri orðin of gam- all til þess að gera svona rugl. Það eru of fá mót inannhúss á veturna og þvi tekur 3 ~_4 stökk að ná sér á strik í mótum. í þrístökkinu gekk mér betur og þar náði ég ágætis stökkum og ég er sáttur við það og greinilegt er að ég er að ná mér eftir meiðslin frá sl. sumri,“ sagði Jón Oddsson, FH, en hann sigraði í þrístökki með 14,48 m. í öðru sæti var Ólafur Guðmundsson HSK með 14,12 m. Finnbogi Gylfason, FH, sigraði öruggleg í 800 m hlaupi en í 1500 m sigraði hann Sigmar Gunnarsson, Sátt við árangurinn tvar Benediktsson skrifar „ÉG er sátt við árangur minn á mótinu því eftir að ég kom heim frá Svíþjóð og Noregi ákvað ég að þyngja æfingarnar og undirbúa mig fyrir sumarið. Innanhúss- meistaramótið er allt of seint, það hefði þurft að vera fyrir mánuði," sagði Geirlaug B. Geirlaugsdóttir, spretthlaupari úr Ármanni, en hún sigraði í 50 m hlaupi og varð önnur í 50 m grindarhlaupi á Meistara- mótinu um sl. helgi. Sem kunnugt er tvíbætti Geirlaug íslandsmetið í 60 m grindarhlaupi á móti í Gauta- borg og á boðsmóti bestu spretthlaupara Norðurlanda í Stange í Noregi í síðasta mán- uði. Nú er metið 7,63 sek., en gamla metið var í eigu Svan- hildar Kristjónsdóttur og hljóð- aði upp á 7,67 sek. „Með því að fara út í eina viku og keppa á tveimur mótum var ég að gæla við að geta náð lágmarkinu í 60 metra hlaupi, 7,60 sekúndur, fyrir heims- meistaramótið í Barcelona. Auðvitað var þetta þröngur kostur sem ég setti mér og ljóst að ég hefði þurft að fara í fleiri ferðir en þessa einu. En að fara erlendis er kostnaðarsamt og ég þurfti að bera kostnaðinn sjálf, að undanskildum smá- styrk frá Ármanni, auk þess að taka frí úr vinnu. Markmiðið að ná lágmarkinu tókst ekki en ég er mjög ánægð með árangur- inn. Hér heima vantar alveg 60 metra braut og því er nauðsyn- legt að fara erlendis til þess að ná lágmörkum í spretthlaup á mót eins og Evrópumeistara- og heimsmeistaramót." En er Geirlaug sátt við þá ákvörðun Fijálsíþróttasam- bandsins að senda hana ekki á heimsmeistarmótið þrátt fyrir að hún hafi verið svo nálægt lágmarkinu? „Ég er alveg sátt við hana ef staðið verður við það í fram- tíðinni að nýta sér ekki þá reglu að geta sent einn keppanda af hvoru kyni sem nær ekki lág- markinu. Þessi regla var nýtt síðast þegar heimsmeistaramót- ið var í Kanada." Geirlaug sagðist aðspurð.æfa sex sinnum í viku að jafnaði en hafí aðeins minnkað það fyrir mótið. „Nú verður allt sett á fullt við æfingar og stefnan sett á að bæta sig í 100 metrunum í sumar og taka þátt í Smáþjóða- leikunum í Luxemborg 29. maí — 4. maí og Evrópubikarkeppn- inni í Eistlandi helgina á eftir. Næsta vetur er það markmið hjá mér að fara erlendis til æf- inga og keppni og ná lágmark- inu fyrir Evrópumeistaramótið í 60 metra hlaupi sem verður næsta vetur. Lágmarkið er 7,70 sekúndur og bjartsýn að mér takist að ná því,“ sagði hin sprettharða Geirlaug B. Geir- laugsdóttir. HM í Barcelona Tilþrífa- lítið mót UMSB, á sjónarmun, en báðir höfðu tímann, 4:02,4 mín. „Ég er mjög ánægður með þennan tíma í 1500 m sem er besti tími minn innanhúss og lofar góðu fyrir sumarið. Eftir að hafa verið í Baandaríkjunum í fjögur ár þá ákvað ég að vers heima í vetur. Ég hef toppþjálfara, — Ragnheiði Ólafsdóttur— og hún hefur rekið mig áfram viðæfíngar og er að gera góða hluti hér hjá FH,“ sagði Finnbogi Gylfason, sig- urreifur eftir 1500 m hlaupið. í kvennaflokki í 800 og 1500 m hlaupi sigraði Laufey Stefánsdóttir, FH, örugglega í báðum greinum. „Tími minn í 800 m hlaupinu er þokkalegur og ég bjóst við meiri keppni,“ sagði Laufey, eftir sigur- inn í 800 m hlaupinu. Af öðrum greinum er það að segja að hressileg keppni var í kúluvarpi kvenna. Þar mátti „Sterkasta kona íslands", Sigrún Hreiðarsdóttir, HSK, sætta sig við annað sætið, með kast upp á 12,39 m en Guðbjörg Viðarsdóttir, HSK, kastaði 12,44 m í fimmtu tilraun og við því kasti átti Sigrún ekkert svar. Einar Kristjánsson, FH, stökk hæst allra í hástökki, 2,06 m og átti góðar tilarunir við 2,11 m. Heimsmeistaramótið í fijáls- íþróttum innanhúss, sem fór fram í Barcelona um helgina, þótti ekki tilkomumikið. Ahorfendur sýndu því ekki mikinn áhuga og margt af besta frjálsíþróttafólki heims var fjarverandi. Rússar sigr- uðu í sex greinum og þar bar hæst árangur Volanda Chen sem setti heimsmet í þrístökki kvenna þegar hún stökk 15,03 metra. Chen, sem er 32 ára, bætti met löndu sinnar Inna Lasovskaya frá því í febrúar í fyrra um 13 senti- metra en metið féll í þriðju tilraun.. „Ég er ekki hissa,“ sagði hún. „Ég hóf keppni með því hugarfari að standa mig vel því ég vildi ekki heyra fólk segja að ég hefði sigrað vegna þess að helstu keppinautana vant- aði.“ Hicham E1 Guerrouj er nýjasta hlaupastjarna Morokkó, en þessi tví- tugi piltur sigraði í 1.500 metra hlaupi á 3.44,54 mínútum. Norðmaðurinn Geir Moen, sem sigraði í 200 metra hlaupi á Evrópu- meistaramótinu utanhúss í Helsingi í fyrra endurtók leikinn og sigraði í Qögurra manna keppni á 20,58 sek- úndum. Þetta var fyrsta gull Norð- manna á HM innanhúss. Úkraínumaðurinn Sergei Bubka sigraði í stangarstökki í fjórða sinn og er þriðji maðurinn til að ná þeim áfanga á HM innanhúss. Hinir eru hástökkvarinn Javier Sotomayor frá Kúbu sem náði fimmta gullinu í hástökki á sunnudag með því að stökkva yfir 2,38 metra og rúss- neski göngumaðurinn Mikhail Shchennikov. Bubka fór yfir 5,90 metra og var fjarri heimsmeti sínu. Melinda Gainsford sigraði í 200 metra hlaupi kvenna á 22,64 sek- úndum og tryggði Ástralíu annað gullið í átta ára sögu keppninnar. ■ Úrslit / B10 KORFUKNATTLEIKUR / NBA Eftirminnileg helgi hjá Shaq og samheijum Reuter SHAQUILLE O’Neal skorar gegn San Antonlo án þess að „aðmírállinn“ David Rob- inson fái rönd við reist. Orlando varð fýrst liða til að tryggja sér sæti í úrslita- keppni NBA-deildarinnar í körfu- knattleik og í kjölfarið fylgdi fýrsti sigur Shaquille O’Neal og samheija gegn San Antonio Spurs. „í fyrra var allt svo gaman vegna þess að við vorum í fyrsta sinn í úrslita- keppninni en þetta árið höfum við sett okkur mun háleitari markmið," sagði Brian Hill, þjálfari Orlando, sem hefur aldrei unnið leik í úrslita- keppninni. Shaq var með 26 stig og tók 15 fráköst þegar Orlando vann Port- land 97:85 aðfaramótt laugardags og bætti um betur gegn San An- tonio á sunnudag en þá gerði hann 28 stig og tók 13 fráköst í 110:104 sigri. David Robinson var með 34 stig fyrir San Antonio og tók 12 fráköst en mátti engu að síður sætta sig við fyrsta tapið gegn Orlando í sex leikjum. „Þetta var frábær barátta og góður leikur," sagði Robinson „og þeir hittu oft vel.“ Anfemee Hardaway var með 31 stig fyrir Orlando og þar af 20 í seinni hálfleik en Orlando er með besta vinningshlutfallið í deildinni, 48 sigra og 14 töp þar af 32 sigra og eitt tap á heimavelli. „Við höfum spillt stuðningsmönnum okkar því það eina sem þeir hugsa um er að við tökum þetta allt eftir að sæti í úrslitakeppninni er tryggt og miðað við að við erum með besta árangur- inn í deildinni," sagði Hardaway. Lið Orlando hefur sigrað í öllum heimaleikjum sínum í vetur nema einum, og haldi liðið sínu striki gæti það jafnað met Boston Celtics, sem sigraði í 40 af 41 leikjum á heimavelli veturinn 1985-86. Patrick Ewing, miðhetji New York Knicks og lýkilmaður, meidd- ist á heimavelli gegn Seattle um helgina og óttast er að meiðslin séu slæm; jafnvel svo að hann verði ekki meira með i vetur. Leikurinn var hnífjafn, en eftir að Ewing hafði gert sex fyrstu stig New York i fjórða leikhluta — og 34 stig alls — snéri hann sig illa á ökla og lið hans tapaði naumlega, 94:96. ■ Úrslit / C10 ■ Staöan / C10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.