Morgunblaðið - 14.03.1995, Síða 6
6 C ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞ/émR
FOLK
■ MEÐALALDUR keppenda var
ekki hár á íslandsmótinu en athygli
vekur að elstu keppendurnir röðuðu
sér í efstu sætin. Guðjón Guð-
mundsson og Jóhannes Níels Sig-
urðsson voru langelstir í karlaflokki
en þeir eru báðir 24 ára. Þórey
Edda Elísdóttir sem hlaut silfur-
verðlaunin í fjöiþraut var elst í
kvennaflokki, 17 ára og verður átján
ára í sumar en meistarinn Elva Rut
Jónsdóttir er sextán ára frá því í
janúar.
■ ERNA Sigmundsdóttir úr Ár-
manni var hins vegar langynsti
keppandinn, aðeins níu ára. Hún er
systir Jóhönnu, sem hafnaði í þriðja
sæti [ fjölþrautinni.
■ NÍNA BJÖRG Magnúsdóttir úr
Björk fékk hæstu einkunn sem gef-
inn var á mótinu, 9,25 fyrir stökk á
föstudeginum. Það var jafnframt
eina æfing Nínu í keppninni því hún
meiddist í lendingunni. „Ég fann það
strax og ég lenti, það var eins og
bein klesstust saman. Mér var sagt
að þetta væri tognun en það var líka
sagt síðast og þá kom í ljós að lið-
bönd voru slitin," sagði Nína Björg.
■ GUÐJÓN Guðmundsson vann
sinn sjöunda titil sinn í fjölþraut og
bætti þar með met Sigurðar T. Sig-
urðssonar sem varð Islandsmeistari
óslitið frá 1973 - 1978. Sigurður var
þjálfari hjá Fimleikadeild KR þegar
Guðjón byijaði að æfa fímleika en
sneri sér síðan að stangarstökki
1978 og varð íslandsmeistari í þeirri
grein ári síðar og er enn að.
■ FIMM keppendur komust í úrslit
á öllum áhöldunum. Elva Rut Jóns-
dóttir, Þórey Edda Elísdóttir og
Sólveig Jónsdóttir voru í úrslitum
á öllum fjórum áhöldunum í kvenna-
flokksins og þeir Guðjón Guð-
mundsson og Jón Trausti Sæ-
mundsson kepptu til úrslita í öllum
sex greinum karlaflokksins. Sex
efstu keppendur úr æfíngum á föstu-
deginum kepptu um titilinn á hvetju
áhaldi á sunnudaginn.
■ ÁRMENNINGAR urðu sigur-
vegarar í karlaflokki í liðakeppninni
á föstudag. Liðið var skipað þeim
Guðjóni Guðmundssyni, Jóhann-
esi Níels Sigurðssyni, Sergei Mas-
lenikov og Guðjóni Ólafssyni. Ár-
menningar hlutu 146,60 stig en
Gerpla hlaut 142,20. Ruslan Ovt-
chinikov úr Gerplu var hins vegar
hæstur einstaklinga í keppninni.
Hann hlaut 51,75 stig en hafði ekki
rétt til að keppa á íslandsmótinu
frekar en Sergei þar sem hvorugur
þeirra er með íslenskan ríkisborgara-
rétt.
■ FIMLEIKADEILD Bjarkar
hefur undanfarið þurft að sækja
æfingar tii fimleikadeilda Gróttu og
Ármanns. Björk er eins og kunnugt
er með aðstöðu í Hafnarfírði og hef-
ur komið sér upp góðum tækja-
kosti. Vandamálið er hins vegar það
að ekki er pláss fyrir áhöldin þar
sem Bjarkirnar æfa og því þeim
komið fyrir í geymslu. Er félagið
nú á höttunum eftir' húsnæði til
æfinga.
Morgunblaðið/Bjami
ERNA Sigmundsdóttir, níu
ára gömul var yngsti kepp-
andinn á íslandsmótinu. Hér
sést hún á jafnvægisslánni.
ÍSLANDSMOTIÐ I FIMLEIKUM
Morgunblaðið/Frosti
Betri á bogahestinum
GUÐJÓN Guðmundsson, íslandsmeistari úr Ármanni, t.v.,
og félagi hans Jóhannes Níels Slgurðsson sem hefur einu
sinni sigrað í fjölþraut en á að baki ófáa meistaratltla á
bogahestl.
Morgunblaðið/Frosti
íslandsmeistarar í fjölþraut
ÍSLANDSMEISTARARNIR í fjölþraut, Guðjón Guðmundsson
úr Ármannl og Elva Rut Jónsdóttir úr Björk. Guðjón hefur
oftar hampað íslandsbikar í fjölþraut en nokkur annar.
Guðjón meistari í fjöl-
þraut í sjöunda skipti
Guðjón Guðmundsson sigraði
líka á fimm áhöldum af sex
GUÐJÓN Guðmundsson, varð íslandsmeistari karla ifjöiþraut í
fimleikum í sjöunda skipti um helgina og það hefur enginn unn-
ið gullið jafnoft og hann. Eins og svo oft áður íkeppni f karla-
flokki voru það æskufélagarnir Guðjón og Jóhannes Níels Sig-
urðsson sem börðust um titilinn og eins og ævinlega þá hafði
Guðjón betur.
Morgunblaðið/Frosti
GERPLUSTÚLKUR létu að sér kveða á íslandsmótinu. Þær
urðu meistarar liða auk þess sem þeir Saskia Freyja Schalk
(t.v.) og Sólveig Jónsdóttir urðu báðar meistarar á áhöldum.
Gerplustúlkur
komu á óvart
Gerplustúlkur hafa ekki verið
sigursælar á íslandsmótum í
áhaldafimleikum síðustu árin eða
frá því að Hanna Lóa Friðjónsdótt-
ir og Hlín Bjarnadóttir unnu glæsta
sigra árin 1986 og 1987.
Gerplustúlkur náðu sér hins veg-
ar vel á strik á íslandsmótinu um
helgina. Þær sigruðu í liðakeppninni
í kvennafiokki og eignuðust ís-
landsmeistara í tveimur áhöldum
af fjórum.
Lið Gerplu var skipað þeim Sól-
veigu Jónsdóttur, Helenu Kristins-
dóttur, Saskiu Freyju Schalk og
Erla Guðmundsdóttur. Liðakeppnin
fór fram á föstudagskvöldið og
eflaust hafa flestir reiknað með
sigri Bjarkar en liðið var skipað
þeim Nínu Björgu Magnúsdóttur,
Elvu Rut Jónsdóttur og Þóreyju
Eddu Elísdóttur. En meiðsli Nínu
urðu þess valdandi að liðið átti enga
möguleika á sigri og baráttan stóð
því á milli Ármanns og Gerplu.
„Okkur gekk ágætlega í liða-
keppninni. Eftir að Nína meidd-
umst áttum við frekar von á sigri
Ármanns og segja má að úrslitin
hafi komið okkur á óvart,“ sagði
Sólveig Jónsdóttir, ein fjögurra
liðsmanna Gerplu og íslandsmeist-
ari á gólfi. „Ég átti ekki von á
því heldur að fá titilinn fyrir gólfæf-
ingarnar því mér gekk illa í æfing-
unum í gær [laugardag],“ sagði
Sólveig sem komst í úrslit á öllum
áhöldunum og hlaut langbestu ein-
kunnina fyrir gólfæfingamar. Sask-
ia Freyja Schalk vann sér réttinn
til að keppa í einni grein, jafnvæg-
isslánni. Hún varð Islandsmeistari
í þeirri grein með nokkrum yfir-
burðum.
Ekki verður annað sagt en
að uppskeran hjá Guðjóni
hafi verið óvenju glæsileg á þessu
móti. Hann varð öruggur meistari
í fjölþraut með 102,25 stig, liða-
meistari með Ármanni og Islands-
meistari á fimm áhöldum af sex í
karlaflokki. Bogahesturinn hefur
verið eign Jóhannesar mörg undan-
farin ár og engin breyting varð á
því á þessu íslandsmóti.
Engin spenna
á toppnum
Það er mál margra að karlafim-
leikar séu á uppleið og þrátt fyrir
greinilegar framfarir hjá flestum
keppendum náði enginn að ógna
Guðjóni. Margir reiknuðu með því
að Jóhannes Níels mundi veita Guð-
jóni meiri keppni en Jóhannes hefur
æft fimleika í Danmörku jafnframt
því sem hann stundar nám í þjálfun-
arfræði í Álaborg. „Það gekk illa
hjá mér í dag, sérstaklega á svif-
ránni en fyrir mótið gerði ég ráð
fyrir að veita Guðjóni harða
keppni," sagði Jóhannes Níels eftir
úrslitin í fjölþrautinni á laugardag.
„Æfingarnar á svifránni voru
hálfmisheppnaðar og ég náði ekki
að komast yfir fimmtíu stigin í sam-
anlögðu eins og ég hafði gert ráð
fyrir.“
„Nilli [Jóhannes Níels] hefur ver-
ið að bæta sig en það hef ég líka
gert. Ég átti hins vegar góðan dag
en honum tókst ekki jafn vel upp.
Svo hefði ég viljað sjá meiri keppni
frá yngri strákunum. Þeir eru
komnir á þann aldur að þeir eiga
að geta blandað sér í baráttuna,“
sagði Guðjón.
Guðjón: stefnan að
Ijúka ferlinum
á næsta ári
Þó Guðjón sé aðeins 24 ára hefur
hann hugsað sér að hætta eftir
næsta ár. „Stefnan hjá mér er að
ljúka ferlinum á næsta ári. Þá verða
mörg spennandi verkefni, Norður-
landamótið hér heima, Evrópumót
og ef mér gengur vel gæti ég kom-
ist á Ólympíuleikana. Það fer mik-
ill tími í æfingar, 22 - 23 tímar á
viku og maður stendur ekki enda-
laust í slíkum æfingum," sagði
Guðjón.
Alltaf góðir vinir
Guðjón og Jóhannes hafa verið í
fimleikum í tæp sextán ár. Þeir
byijuðu átta ára gamlir. Jóhannes
byijaði fyrr en fékk vin sinn Guðjón
til að mæta á æfingar líka. Sigurð-
ur Egill Gunnarsson, faðir Jóhann-
esar og fyrrum stjórnarmaður í
Fimleikasambandinu man vel eftir
fyrstu sporunum en hann keyrði
þá á æfíngar. „Þeir voru saman í
skóla og byijuðu að æfa hjá KR.
Svo eftir að Siggi T. [Sigurður T.
Sigurðsson] hætti hjá KR og fór
að æfa stangarstökk þá fóru þeir
í Ármann. Þeir eltu bestu þjálfarana
og vildu vera þar sem mest var um
að vera,“ segir Sigurður Egill. „Þó
að þeir séu í keppni hvor við annan
hafa þeir alltaf verið góðir vinir.
Þeir hafa stutt hvorn annan og
fylgst að eins og bræður.“
n
Oruggur si
ELVA Rut Jónsdóttir, sextán ára
stúlka úr Björk varð öruggur sig-
urvegari í fjölþraut á íslandsmót-
inu í fimleikum og sigraði í úrslit-
um á tveimur áhöldum, í stökki
og á tvíslá.
Elva Rut hlaut 67,275 stig og sigr-
aði nokkuð örugglega í fjölþraut-
inni sem lauk á laugardaginn. Tæp-
lega tveimur stigum munaði á henni
og Þóreyju Eddu Elísdóttur sem hafn-
aði í öðru sæti.
„Ég var samt aldrei örugg með
sigur. Ein mistök geta breytt öllu en
ég er ánægð með útkomuna. Ég er
með nýjar æfingar á flestum áhöldun-
um og mig vantar að keyra þær oftar
til að ná betri tökum á þeim,“ sagði
Elva við Morgunblaðið.
Jafnvægissláin í uppáhaldi
Elva Rut hefur tvívegis fengið silf-
urverðlaun í fjölþraut en besta grein
hennar hingað til og jafnframt uppá-
haldsáhaldið hefur verið jafnvæg-
issláin. Hún fékk bronsverðlaunin á
síðasta Norðurlandamóti fyrir æfing-