Morgunblaðið - 14.03.1995, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 14.03.1995, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 C 9 KIMATTSPYRNA Glæsileg byrjun Baggios Leikid fyrir Otto OTTO Rehagel, þjálfari Werder Bremen síðustu 13 ár, er geysilega vinsæll í Bremen. Hann tekur við Bayem Munchen i sumar, en stefnir auðvitað á að kveðja með meistaratitli. Liðið hefur sigrað í öllum fjórum leikjunum í deildinni eftir vetrarfríið og er í öðm sæti. „Við leikum allir fyrir Otto og viijum kveðja hann með meistaratitli," sagði Oliver Reck, markvörðurinn gamalkunni. Ötto Rehagel Dennis Wise á skilorði DENNIS Wise, enski landsliðsmaðurinn hjá Chelsea, var í gær dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á leigubílstjóra í London og gert að greiða honum 1.235 pund (tæpar 130 þúsund krónur) í bætur auk nærri 400 punda í málskostnað, sem eru rúmar 40 þúsund krón- ur. Dómarinn neitaði að láta hann lausan gegn tryggingu og var leik- maðurinn fluttur í fangelsi en síðar var ákveðið að sleppa honum gegn tryggingu. Lögfræðingur Wise sagði að fangelsuninni og dómn- um yrði áfrýjað. Roberto Baggio lék á ný með Ju- ventus eftir að hafa verið frá í rúma þijá mánuði vegna meiðsla og skoraði úr aukaspymu í 2:0 sigri gegn Foggia í ítölsku deildinni. Liðið er með fjögurra stiga forskot á Parma sem fylgir sem skugginn og vann Sampdoria 3:2. Fabrizio Ravanelli braut ísinn fyr- ir Juve á 56. mínútu eftir sendingu frá Gianluca Vialli en skömmu síðar fékk Pasquale Padalino hjá Foggio að sjá rauða spjaldið. Baggio innsigl- aði síðan sigurinn á 64. mínútu. Gianfranco Zola gerði tvö mörk fyrir Parma en mistókst að skora úr vítaspymu. Heimamenn komust í 2:0 á fyrsta fjórðungi leiksins með mörkum frá Zola og Faustino Asp- rilla frá Kólumbíu sem Zola byggði upp. Attilio Lombardo minnkaði muninn úr vítaspyrnu og Ruud Gul- lit jafnaði áður en Zola gerði sigur- markið stundarfjórðungi fyrir leiks- iok en hann klúðraði vítaspymu þremur mínútum fyrr. Moreno Mann- ini hjá Sampdoria var vikið af velli 13 mínútum fyrir leikslok. Þetta var 11. heimasigur Parma í 12 heima- leikjum en tapið kom gegn Juve í janúar. ÁC Milan vann Padova 1:0 og er í þriðja sæti 13 stigum á eftir Juve en Marco Simone gerði eina mark leiksins eftir sendingu frá Gigi Lent- ini sem var besti maður leiksins. Roma gerði 1:1 jafntefli við Torínó og er í fjórða sæti með 38 stig. % Reuter Komnir á sporið LEE Sharpe gerðl fyrra mark Manchester Unlted í bikarlelknum gegn QPR, eftir sendingu frá Ryan Giggs. Sharpe og félagar fagna markinu á myndinni, f.v.: Paul Ince, Sharpe og Giggs. Klinsmann og félagar í Spurs nálgast Wembley Manchester United á möguleika á tvöföldum sigri annað árið í röð Tottenham átti ekki að fá að vera með í ensku bikarkeppninni í ár vegna ýmissa þátta tengdum fjár- málum en félagið slapp með skrekk- inn í því efni og liðið stefnir í úrslita- leikinn á Wembley eftir 2:1 sigur gegn Liverpool á Ánfield í átta liða úrslitum um helgina. Enn einu sinn var Jiirgen Klins- mann hetja Spurs en hann tryggði liðinu sigurinn með marki á 89. mín- útu eftir sendingu frá Teddy Sher- ingham sem jafnaði skömmu fyrir hlé eftir að Robbie Fowier hafði skor- að fyrir Liverpool með skalla á 38. mínútu. „Þetta var vel gert hjá Teddy,“ sagði Klinsmann um sigur- markið. „Ég nýtti ekki eitt eða tvö marktækifæri en allt í einu var ég með boltann fyrir framan markvörð- inn — og ég var ánægður með að sjá hann í netinu." Þetta var 23. mark Þjóðveijans á tímabilinu. Wolves hefur ekki leikið til úrslita í bikarkeppninni í 35 ár en liðið á enn möguleika á því að komast í undanúrslit eftir 1:1 jafntefli við Crystal Palace á útivelli. Iain Dowie skoraði fyrir heimamenn en Gordon Cowans, sem er 36 ára, jafnaði um miðjan seinni hálfleik. Þetta var fyrsta mark hans í bikarnum í 12 ár en síðast skoraði hann sem leik- maður Aston Villa. Litlu munaði að Palace sigraði en Mike Stowell, markvörður gestanna, bjargaði meistaralega í tvigang undir lokin. Manchester United á enn mögu- leika á að veija titlana í deild og bikar en liðið átti ekki í erfiðleikum með QPR í átta liða úrslitum bikars- ins á sunnudag og vann 2:0. Heima- menn fóru hreinlega á kostum og Lee Sharpe kom þeim á bragðið eft- ir sendingu frá Ryan Giggs um miðj- an fyrri hálfleik, fyrsta mark hans síðan í október. Denis Irwin hefur leikið stórt hlutverk hjá United og hann innsiglaði öruggan sigur með glæsilegu marki á 53. mínútu þegar hann sá glufu í varnarvegg mótheij- anna og skoraði beint úr aukaspyrnu. Ray Wilkins, þjálfari QPR, var á því að United gæti varið báða titl- ana. „Það yrði frábær árangur en ef eitthvert lið getur það er það Man United. Leikmennimir vinna mjög vel saman og hæfileikarnir eru fyrir hendi. Þetta var ekki besti leikur liðs- ins en bikarleikur snýst um að vera áfram í pottinum og það er það sem United gerði.“ Peter Beardsley lék ekki með Newcastle vegna meiðsla en liðið Leikmenn Dortmund hafa ekki verið öruggir upp á síðkastið og forysta liðsins i þýsku deildinni er komin niður í eitt stig. Það mátti sætta sig við 1:1 jafntefli á heima- velli gegn Frankfurt um helgina en Werder Bremen vann Freiburg sannfærandi 5:1 og er í öðru sæti með 32 stig eftir 21 leik. Andreas Möller, leikstjórnandi Dórtmund, var með flensu og lék ekki með liðinu sem byrjaðí illa en Jan Furtok skoraði fyrir gestina á sjöttu mínútu. Miðjumaðurinn Mic- hael Zorc jafnaði skömmu síðar en liðið komst ekki í gang og var í raun heppið að fá ekki á sig fleiri mörk því Frankfurt fékk mörg góð gerði marga góða hluti á Goodison Park. Það nægði ekki þvi Dave Wat- son gerði eina mark leiksins um miðj- an seinni hálfleik og tryggði Everton sæti í undanúrslitum þar sem liðið mætir Tottenham. Duncan Ferguson var ógnandi í framlínu heimamanna og markið kom eftir að hann hafði skallað til Watsons. 33. mark Shearers Blackburn fékk á sig mikið klaufa- mark í Coventry þegar Dion Dublin, fyrrum leikmaður Manchester Un- ited, skoraði eftir hálftíma Ieik. Útlit- ið var ekki bjart fyrir efsta liðið en Alan Shearer tryggði því stig með skallamarki þremur mínútum fyrir marktækifæri. Werder Bremen gefur ekkert eft- ir og er ljóst að Otto Rehhagel, sem hefur þjálfað liðið í 13 ár, ætlar að gera allt sem hann getur til að koma því í Evrópukeppni meistara- liða áður en hann tekur við stjórn- inni hjá Bayern Miinchen. Liðið hafði mikla yfirburði gegn Freiburg og getur einbeitt sér að deildinni en Dortmund og Frankfurt eiga erfíða leiki fyrir höndum í átta liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Bochum sigraði Bochum kom á óvart og vann 3:1 í Leverkusen. Þórður Guðjóns- son lék ekki með Bochum vegna leikslok. Þetta var 33. mark mið- heija enska landsliðsins í vetur en Blackburn er með fjögurra stiga for- skot í deildinni. Anthony Yeboah frá Ghana gerði tvö mörk í 3:0 sigri Leeds gegn Chelsea í London. Leicester missti Neil Lewis út af með rautt spjald eftir sjö mínútur og 10 heimamenn réðu ekki við full- skipað lið Nottingham Forest sem vann 4:2. West Ham kom sér úr hópi fjög- urra neðstu liða með því að gera 2:2 jafntefli við Norwich en Tony Cottee gerði bæði mörk gestanna sem eru stigi fyrir ofan Southampton sem á reyndar þijá leiki til góða. meiðsla en liðið kom ákveðið til leiks og Kai Michalke náði forystunni á áttundu mínútu. Eftir það ókyrrð- ust stuðningsmenn heimaliðsins og sýndu óánægju sína með hrópum um að reka ætti þjálfarann Drago- slav Stepanovic. Miðheijinn Ulf Kirsten hjá Leverkusen fékk að sjá rauða spjaldið skömmu eftir fyrsta markið en miðjumaðurinn Bernd Schuster sparkaði í Dariusz Wosz á 43. minútu og var vikið af velli. Þá var staðan 3:0. Heiko Scholz minnkaði muninn þremur mínútum fyrir leikslok en það hafði ekkert að segja — Qórða tap Leverkusen í jafn mörgum leikjum var stað- reynd. Dortmund að gefa eftir Bochum kom á óvart með frækilegum sigri í Leverkusen ■ MIRKO Votava, fyrirliði Werder Bremen, lék 500. leikinn í þýsku 1. deildinni á föstudaginn. Hann hélt upp á daginn með því að gera eitt mark í 5:1 sigri gegn Freiburg. ■ RUNE Bratseth, fyrrum fyrirliði norska landsliðsins, lék síðustu 10 mínúturnar með Bremen gegn Frei- burg — mörgum mánuðum eftir að hann lagði skóna á hilluna! ■ BRATSETH hætti hjá Bremen eftir síðasta keppnistímabil og lauk ferlinum á HM í Bandaríkjunum og tók við þjálfun Rosenborg í heima- landinu eftir það. En meiðslin voru slík hjá Bremen að Otto Rehagel, þjálfari, bað hann að koma. Hinir meiddu höfðu reyndar náð sér þegar leikurinn fór fram, en Bratseth kom engu að síður inná í lokin og var ákaft fagnað af stuðningsmönnum liðsins. ■ ANTHONY Yeboah frá Ghana gerði tvö mörk í 3:0 sigri Leeds gegn Chelsea í Englandi. ■ TONY Cottee gerði bæði mörk West Ham er liðið gerði jafntefli, 2:2 gegn Norwich, á heimavelli. West Ham kom sér þar með úr hópi fjögurra neðstu liða; er stigi fyrir ofan Southampton sem á reyndar þijá leiki til góða. ■ JOHN Millar, miðjumaður hjá Hearts, kom í veg fyrir vonir Dundee United um að veija skoska bikarinn með því að gera bæði mörk Hearts í 2:1 sigri í leik liðanna í átta liða úrslitum. ■ SERGIO frá Brasilíu skoraði fyrir bikarmeistarana á 4. mínútu en Millar jafnaði með skallamarki um miðjan fyrri hálfleik og gerði sig- urmarkið skömmu fyrir hlé, einnig með skalla. ■ HEARTS varð síðast bikarmeist- ari 1956 en mætir Airdrieonians í undanúrslitum. Hibernian og Celtic leika um hitt úrslitasætið. ■ STAÐAN á toppnum í spænsku deildinni er óbreytt þar sem öll þrjú efstu liðin töpuðu. ■ REAL Madrid hafði leikið 15 leiki í röð án taps en varð að sætta sig við 3:1 ósigur gegn Racing Sant- ander. ■ RÚSSAR voru í aðalhlutverkum hjá Racing en Dmitry Radchenko og Dmitry Popov skoruðu báðir. ■ IVAN Zamorano náði forystunni fyrir Real á 34. mínútu eftir send- ingu frá Dananum Michael Laudr- up en Radchenko jafnaði á 53. mín- útu eftir undirbúning Quique Setin- en sem var í liði Santander fyrir 12 árum þegar það sigraði Real Madrid síðast. ■ QUIQUE Setinen lagði einnig upp annað mark Santander sem Estaban Torres gerði um miðjan seinni hálfleik. ■ DEPORTIVO tapaði 1:0 gegn Real Zaragoza og fengu þrír leik- menn að sjá rauða spjaldið í leiknum, þar af tveir hjá Zaragoza. Miguel Pardeza, fyrirliði Zaragoza, gerði eina mark leiksins skömmu fyrir hlé. ■ PORTO er með fjögurra stiga forystu í Portúgal eftir 4:1 heima- sigur gegn Maritimo en Sporting sem er í öðru sæti náði aðeins 1:1 jafntefli gegn Tirsense. ■ LJUBINKO Drulovic frá Serbíu gerði eitt mark fyrir Porto og lagði upp tvö önnur. ■ BENFICA sem á titil að veija er átta stigum á eftir Porto en meist- aramir töpuðu 1:0 heima fyrir Gil Vicente.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.