Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 LAXASEIÐI BÓLUSETT Morgunblaðið/Atli •Starfsmenn Rifóss hf. iaxeldis- stöð varinnar í Lóni í Kelduhverfi heimsóttu Noðuriax á dögunum tii þess að sprauta 30 þúsund laxaseiði við hydraveiki. Seiðin sem Norðurlax elur upp fyrir Rifós fara í sjókvíaeldi í vor og eru af norskum stofni. Hvert seiði er tekið og sprautað, en með góðum afköstum sprautar hver starfsmaður um fjögur þúdund seiði á dag. Fyrirtækið Rifós fraraieiðir um 170 þúsund laxaseiði fyrir eigið sjókvíaeldi og eru þau seiði einn- ig sprautuð. Norski fiskurinn er stór og þeir stærstu allt að 40 kg með 5-6 iítra af hrognum. Því er oft handagangur í öshj- unni þegar hrognatakan fer fram. Vei hefur gengið hjá fyrirtæk- inu undanfarið en þar eru sex heilsársstörf en einu sinni í viku er slátrað og þá er kailað tU auka- fólk, allt að átta manns. Heildarframleiðsla Rifóss hf. er um 370 tonn af laxi sem fer að mestu á inuanlandsmarkað. Starfsmenn frá Rifósi sem sprautuðu laxaseiðin hjá Norður- laxi, eru Brynjar Halldórsson, ÓlÖf Sveinsdóttir, Hrund Ásgcirs- dóttir, Guðmundur Héðinsson og Sigurfijóð Sveinbjörnsdóttir. FÓLK Guðmundur flytur erindi á Hjaltlandi Guðmundur Eiríksson ■ GUÐMUNDUR Eiríksson, þjóðréttarfræðingur, verður í forsæti við upphaf alþjóðalgrar ráðstefnu um sjávarspendýr og náttúru hafsins, sem haldin verður í Leirvík á Hjaltlandi síðari hluta aprílmánaðar nasstkomandi. Guðmundur er eini íslendingur- inn, sem skráður er sem ræðu- maður á ráðstefnunni, sem haldin er af NAMMCO en hann er nú gestaprófessor við Há- skólann í Mexíkóborg. Um- fangsefni ráðstefnunnar eru fyrst og fremst tvö; staða stofna hinna ýmsu sjávarspen- dýra, rannsóknir á þeim og mat hvort nýta megi þá. Hins vegar er fjallar umræðan um mengun sjávarins og áhrif hennar á sjávarspendýrin, sem eru efst í fæðukeðju hafsins. Fjöldi sér- fræðinga fraf ölmörgum lönd- um heims munu flytja erindi á ráðstefnunni, en tilkynna verð- ur þátttöku til NAMMCO eigi síðar 31. marz næstkomandi. Ráðstefnugjald er 20 til 50 pund. Magnús Ivar til SH í Tókýó ■ MAGNÚSh ar Guðfinns- son, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn til starfa á skrif- stofu SH í Tókýó og hefur hann störf þar að lokinni loðnu- vertíð. Magn- ús ívar er Keflvíking- ur, fæddur 1968, og stundaði nám í Fjölbraut- arskóla Suðurnesja og fram- haldsskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, þar sem hann var skiptinemi. Hann var síðan í háskólanámi við Uni- versity of Alabama í Tusca- loosa í Bandaríkjunum, þar sem hann nam alþjóðavið- skiptafræði og lagði áherzlu á Austurlönd fjær. Magnús las meðal annars japönsku sem eina námsgrein og er viss um að það muni koma sér að haldi í væntanlegum heimkynnum í landi sólar. Magnús sinnti ýmsum störfum með námi, meðal annars hjá Alabama International Trade Center við verkefni er lúta að alþjóða- viðskiptum og í Asíudeild hjá Atlantic Council of the USA í Washington D.C. sumarið 1993. Magnús ívar er mjög hávaxinn og spilaði körfubolta með Keflavík og var í landslið- inu. Sambýliskona hans er Guðrún Soffía Björnsdóttir, markaðsfulltrúi á Stöð 2. Magnús fvar Guðfinsson Uppboð Reiknistofa fiskmarkaða hf. (RSF) býður upp fisk á sjávar- útvegssýningunni Intemation- al Boston Seafood Show í Bos- ton í dag, en sýningin stendur nú yfir. Markaðurinn kynnir starfsemi sína á sýninguni. í tengslum við kynningu þessa mun verða sett upp útstöð frá RSF í Boston í dag klukkan 10 að staðartíma verður fylgst með uppboði en þá er klukkan þijú á Islandi sem er sá tími þegar uppboð fer fram á RSF hvern dag. í Boston Markmið kynningarinnar er að sýna forsvarsmönnum fisk- markaða þá möguleika sem tölvukerfi RSF gefur og einnig hefur komið fram áhugi kaup- enda í Bandaríkunum að fylgj- ast með uppboði RSF daglega. Á sjávarútvegssýningunni munu þeir fjölmörgu gestir sýningarinnar frá íslandi sem jafnframt eru kaupendur RSF fá tækifæri til að fylgjast með uppboði og kaupa ef þeim sýn- ist svo. Helgan með fullfermi af „hrognaloðnu“ daglega GEIR Garðarsson, skipstjóri, og Skortur á bræðslugetu Loðnuafli skipsins rúmlega 21.000 tonn áhöfn hans á Helgu II RE hafa ver- ið að gera það gott að undanfömu. Þeir hafa landað fullfermi nánast daglega hjá Granda hf. í Reykjavík og séð fyrirtækinu fyrir loðnuhrognum til frystingar ásamt Faxa RE. Verið spjallaði við Geir þegar hann var að landa um 1.100 tonnum um helgina, sem þeir fengu á Breiðafirði. Áætla má, að útflutningsverðmæti loðnuhrogna úr þess- um farmi gæti verið á bilinu 7 til 10 milljónir króna. Útgerð Helgunnar hóf samvinnu við Granda hf., þegar vinnsla hrogna hófst, en við löndun eru hrogn- in skilin frá og fara beint í frystingu á Grandagarði, en hratið fer um borð í flutningaskip, sem sigla með það norður á Siglufjörð. „Við vorum þarna nyrst í göngunni og þar var sílið bæði stærra en sunnan við Jökulinn og mikið af hrognum í henni," sagði Geir. „Þetta vigtar nú ekki 1.100 tonn hér, þó við fengjum það upp úr skipinu, ef við lönduðum til bræðslu úti á landi. Þegar þetta er kreist við löndunina rýrnar loðnan það mikið, að við fáum líklega ekki vigtuð nema um 1.000 tonn. Vildum gjarnan fá hærra verð Við löndum hérna á föstu verði á hvert tonn, en ég vil ekki segja hve hátt það er. Því er hins vegar ekki að neita að við vildum gjarnan fá hærra verð, en okkur býðst, en við því er lítið að gera. Afurðaverðið hefur fallið mikið milli ára og það hefur bein áhrif á hrá- efnisverðið. Sem dæmi um gang mála á þessum veiðum, hefur verið á loðnu til bræðslu ekki hækkað neitt frá því skipið kom nýtt til landsins fyrir um 7 Morgunblaðið/Kristinn GEIR Garðarsson, skipstjóri á Helgu IIRE. árum. Þá fáum við mun minna fyrir hrogmin nú en áður, en fyrir nokkrum árum voru hrognatúrarnir nánast eins og happdrættisvinningur. Það er reyndar annað, sem veldur því að hér á suðvesturhorninu er greitt lágt verð fyrir þesssa loðnu, en það er skortur á bræðslugetu. Faxamjöl ræður aðeins við um 100 tonn á sólarhring, en áður fyrr voru tvær verksmiðjur í Reykjavík og ein í Hafnarfirði, en að- eins Faxamjölið er eftir. í Grindavík, Sandgerði og á Akranesi taka verk- smiðjurnar bara af eigin bátum eða bátum í föstum viðskiptum. Því þurfa þeir, sem eru að frysta loðnu og loðnu- hrogn án þess að vera með eigin bræðslu eða litla bræðslugetu að standa í mjög kostnaðarsömum flutningum á hratinu til dæmis norður í land til bræðslu," sagði Geir. Komnir meft rúmlega 21 .OOO tonn Þeir á Helgunni voru á loðnu síðast- liðið sumar og byijuðu aftur í febrúar og eru komnir með rúmelga 21.000. „Ég vona að þetta eigi eftir að standa í að minnsta kosti í viku í viðbót. Mér virt- ist vera svolítið fastara í sílinu þarna á Breiðafirðinum en sunnan við Jökulinn og það bendir til þess að nokkuð sé enn í hrygningu. Menn vona svo auðvitað að eitthvað komi að vestan til að lengja vertíðina eins og gerðist í fyrra, en það veit maður aldrei. Loðnan er óútreikn- anleg, en það virðst hafa verið þróunin undanfarin ár að minna og minna veið- ist á haustin,“ segri Geir Garðarsson, skipstjóri á Helgu II RE. Pönnusteiktur langhali í kryddhjúp AUKIN nýting sjávarfangsins er er okkur íslendingum hugleikin, enda er þar einn helzti vaxtarbroddurinn fram- nfVWMMPMjjl undan auk aukins vinnsluvirðis hefð- bundinna fiskitegunda. Við nýtum nú sífellt fleiri fiskitegundir til matar og útflutnings og eiga veitingahús á Islandi stóran þátt í því að opna augu okk- ar fyrir þvi, að það er fleira ætt úr sjónum en soðin ýsa. Veitingahúsin hafa öðru hvori boðið upp á svokailaða furðufiska viku og viku í senn og hefur það gefið góða raun. Furðufiskarnir í dag verða okkur smátt og smátt kunnugir og við taka nýar tegundir þegar fram í sækir. Þessa vikuna eru furðufískadagar á Hótel Esju og Ólafur H. Jónsson, matreiðslumaður þar, legur lesendum Versins til uppskrift dagsins, sem er pönnusteiktur langahali í kryddly'úp. í réttinn, sem er fyrir fjóra, þarf: 800 gr langhaiaflök 1 egg 1 tsk rósmarin 1 tsk timian 1 tsk salvía Mulinn svartan pipar Salt Súr-sæt sósa 6 dl vatn 2 dl rauðvfnsedik 2 dl sykur 1 tsk tómatpurré 1 lauk 1 sítrónu Langhalaflökin eru skorin niður í hæfilega stóra bita. Eggið er slegið út og kryddinu bætt út í. Fiskinum er velt upp úr hveiti og settur i kryddblönduna. Þá er fiskur- inn steiktur á pönnu í mikilli olíu, þar til húðin er orðin gullinbrún. Þá er komið að sósunni, sem reyndar er bezt að bytja á vegna þess hve langa suðu hún þarf. Laukur- inn er skorinn i grófa bita, um það bil einn sentrínietra á hvern veg. Vatnið, edikið og sykurinn er sett í pott ásamt lauknum og sftrónan kreist yfir. Látið sjóða í klukku- stund. Siðan siktað og þykkt með maizenamjöii. Rétturinn er borinn fram með hrísgrjónum, brauði og salati.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.