Alþýðublaðið - 29.11.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.11.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐOBLAÐIÐ blaðsias er í Alþýðuhúsimi við tngólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 088. Anglýsingum sé skilað þangað eða ( Gutenberg í síðasta Iagi kl. io árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma ( blaðið, Áskriftargjald ein kr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega, fivað hefir verið aðbafst? Ósjálfrátt verður manni á að spyrja, hvernig standi á að Reykja- víkurbær sé orðinn eins útþaninn og hann er. Allir þeir sem með opin augu ganga hér nm þennan bæ, hljóta að sjá að útþensla hans er ber- sýnilega ekki til annars en kostn- aðarauka, bæði hvað götum, vatni og Ijósum viðkemur. Einkennileg ráðstöfun er það, að bærinn skuli þá hann Iætur reisa hús („pólana") endilega seil- ast til, að þau hús séu reist á sem afskektustum stöðum. — Það ér sýnilegt að ekki er verið að taka tiliit til þess fólks, sem í þeim á að búa. Það bendir alt til þess, að fyrir augunum sé aðeins haft, að skýli þurfi að reisá yfir þessa fátæklinga, en meira þurfi ekki að hugsa úm. — Það gerir ekkert til þótt vesalings húsmæð- urnar í .pólunum“ eigi örðugt með aðdrætti, og þótt karlmenn- irnir verði fyrir tilvikið, oft og einatt, að ganga langar leiðir til vinnu sinnar, og vesaiings klæð- litlu börnin, sern fyrir flónsku þeirra sem þannig hafa í haginn búið fyrir þau, verða bæði þá þau færa feðrum sínum mat og drykk og þá þau fara í skólana, hvernig sem viðrar, að kenna á þessari ráðleysu. — Ðærinn átti nóg af lóðum nær miðbænum, og því var það alls óþarft að drita þess- um pólhjöllum langar leiðir fyrir utan hann. ' .............. ............. ■ Gummi gólfmottur. Höfum fyrirliggjandi hinar óviðjafnanlegu gummi- gólfmottur, sem nauðsynlegar eru hverju heimili. Stærð 30X18". Verð kr. 15,00 Komið — skoðið — reynið. Jön Hjartarson & Co. ■....... ............ ................& Það hefði verið miklu nær að reisa eitt stórhýsi með sem mest- um þægindum inni í bænum, held- ur en þessa fyrnefndu hjalla, sem óefað eru orðnir bænum afardýrir, og sumir svo úr garði gerðir, að þeir mega teljast til minkunar bænum og þó sérstakiega þeim mönnum, sem mestu hafa um þá ráðið. Götur, ræsi 0. fi. sem bænum viðkemur, er í megnu ólagi, sem stafar að miklu leyti af útþenslu hans, og kannske að nokkru Ieyti at því, að slælega er unnið að ýmsum verkum, sem hann lætur framkvæma. Fróðlegt væri að vita hvað marga embættismenn bærinn hefði nú ( þjónustu sinni, þvf það hefi eg fyrir satt að rnargir borgarar hér viti það ekki. Þið bæjarstjórar I sýnið rögg af ykkur. — Kjósendur hafa valið ykkur til þess, að gæta hagsmuna bæjarins í smáu sem stóru, og þótt þið finnið með sjálfum ykkur að þið hafið brugðist kjósendum hingað til, þá er þó tími tii að sjá að sér, ekki sfzt nú, þegar alt er að komast í öngþveiti hér. Máltækið segir: „Betra er seint en aldrei.“ Pólfari. Atlis. Alþhl. Það sem greinar- höf. tekur hér fram um útþenslu bæjarins og „pólana“ er alveg rétt. En fyrst þeir nú einu sinni voru reistir, varð vegna bruna- reglugerðarinnar að reisa þá utan bæjarlandsins, það er að segja timburhjallana. En þá, sem reistir hafa verið í haust, mátti vel reisa annarsstaðar en gert var. Alþbl. vill taka það fram, að það hefir margsinnis bent á, að bærinn hefir beinlínislfjárhagslegan óhag af smíði pólanna, samanbor- ið við það ef góð hús, til fram- búðar, væru reist. Og þegar til5 tals kom í bæjarstjórn í sumar a2Þ reisa fleiri skýli yfir húsnæðislaust fólk, bar Jón Baldvinsson fram til- lögu (á bæjarstjórnarfundi 18. júnfþ um það, að reist yrðu fbúðarhús með öllum nútíma þægindum, sem jöfnuðust á við beztu hús hér £ bæ. En Sjálfstjórnarliðið fylgdi auðvitað borgarstjóra, sem barðist eindregið fyrir pólunum. Og mál- ið fór eins og fór. Um niðurlagsorð greinarinnar er það að segja, að eitss og bæj- arstjórn nú er skipuð (meirihluta og minnihluta) er ekki rétt að á- vfta bæjarstjórnina sem heild, þar sem meirihlutinn auðvitað ræður mestn, þó minnihlutinn hafi nokkr- ur áhrif í sumutn málum. — A „Efnahagsreikningi hafnar- sjóðs Reykjavíkur 31. des. 1919“, stendur undir 3. lið eignamegin:: „a. Inneign ( íslandsbanka kr. 109,519,99 og b. inneign í Lands- bankanum kr. 10,374,18. Við þetta væri ( sjálfu sér ekk- ert að athuga, ef hér væri um tvær stofnanir að ræða, sem báð- ar væru eins vel að því komnar, að Hafnarsjóður Reykjavfkur ætti- við þær viðskifti. En hér er ekki því til að dreifa. Menn hljóta að líta svo á alment, að fyrst og fremst beri að efla og auka Lands- bankann, peningastofnun landsins. Og ekki hvað sfzt hvílir sú skylda á herðum þeirra er með opinbert fé fara, að þeir geri alt sem unfc er til þess að styrkja bankann. Það hefði sanaarlega verið við- kunnanlegra, að upphæðin hér að> Hafnarsjóður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.