Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 6
6 D MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ rFiskverð hesma Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Feb. —r b.V j Jl___ 7,v i 8.v ] r Alls fóru 197,1 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 20,3 tonn á 92,44 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 23,1 tonn á 99,49 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 153,6 tonn á 92,26 kr./kg. Af karfa voru seld 58,8 tonn. í Hafnarfirði á 64,08 kr. (24,21), á Faxagarði á 80,27 kr. (2,21) og á 64,56 kr. (32,41) á Fiskm. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 175,2 tonn. í Hafnarfirði á 58,62 kr. (12,81), á Faxagarði á 59,35 kr. (3,01) og á 54,91 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (159,41). Af ýsu voru seld 277,7 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 83,91 kr./kg. Fiskverð ytra Kr./kg -200 Þorskur Karfi Ufsi Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 272,0 tonn á 157,39 kr./kg. Þar af voru 6,8 tonn af þorski seld á 119,49 kr./kg. Af ýsu voru seld 52,2 tonn á 111,48 kr./kg, 30,9 tonn af kola á 213,44 kr./kg, 18,8 tonn af karfa á 102,40 kr. hvert kíló og 98,1 tonn af grálúðu seldust á 199,87 kr. kílóið. Tvö skip seldu afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Viðey RE 6 seldi 219,3 tonn á 102,87 kr./kg og Sólberg ÓF12 seldi 122,3 tonn á 77,62 kr./kg. Samtals voru seld 296,5 tonn af karfa á 99,63 kr./kg, en 2,7 tonn af ufsa á 76,68 kr./kg. Hugsanleg tækífæri íslands og íslenskra fyrirtækja í Kóreu KÓRESKI markaðurinn er að opn- ast og býður upp á márga mögu- leika. Einkum á það við sjávarafurð- ir og vékar og þekkingu í sjávarút- vegi. Lækkun innflutningstolla skiptir þar einnig miklu máli. Þorgeir Pálsson, starfsmaður Útflutnings- ráðs hefur unnið skýrslu um þessa möguleika og er eftirfarandi texti unninn upp úr henni. Mikill áhugi á íslenskum útvegi íslensk fýrirtæki ættu að kanna vel þau tækifæri sem lækkun inn- flutningstolla hefur í för með sér, meðal þess sem kanna ætti er frek- ari vinnsla á þeim tegundum sem nú eru seldar til landsins. Þó er rétt að benda á að þær fisktegundir sem veiðast í Kóreu og eru í neyslu á markaðinum eru margar gerólíkar því sem íslensk fyrirtæki þekkja og margar hveijar ekki til á okkar veiðisvæðum. Það er því nauðsynlegt að finna þær tegundir sem teljast svipaðar á báð- um mörkuðum eða tegundir sem hægt er að nota sem hráefni í fram- leiðslu sjávarafurða í Kóreu, t.d. á fiskikökum og fiskpylsum. Fjöldi þeirra tegunda sem íslensk fyrir- tæki geta selt til Suður-Kóreu er því sennilega takmarkaður, ef byggt er einungis á tegundum sem veiðast innan eða við landhelgi ís- lands. lensk fyrirtæki geta boðið kóresk- um fyrirtækjum og yfírvöldum. Framundan er mikil uppbygging með beinum stuðningi yfírvalda og því vænlegast fyrir íslensk fyrirtæki að markaðssetja sína þjónustu inn á stjórnvöld, hagsmunaaðila og sér- hæfðar stofnanir sem munu fá það hlutverk á næstu árum að skil- greina þörf fyrir búnað, vélar og tæki auk þekkingar. Þessir aðilar munu því í raun móta fjárfestingar- og uppbyggingarstefnu stjómvalda og því nauðsynlegt að koma á fram- færi vitneskju um íslensk fýrirtæki meðal þeirra. Markhópur íslenskra fyrirtækja er fljótt á litið stærri sjávarútvegs- fyrirtæki og jafnvel fyrirtækjasam- steypur. Fiskveiðifloti og vinnslu- hús þessara fyrirtækja eru á því stigi að íslenskar sjávarútvegsvörur nýtast fullkomlega og skila fljótt árangri. Þekking og fyrirkomulag þessara fyrirtækja á veiðum, vinnslu og markaðssetningu er sömuleiðis svipuð og meðal ís- lenskra fyrirtækja. Þá eru þessi fyrirtæki oftast íjársterk og af þeim sökum einnig raunhæfur markhóp- ur-. Áhugi kóreskra fyrirtækja, hags- munaaðila og stofnana á íslandi og íslenskum sjávarútvegi er mikill og sannur og því er raunverulegur áhugi á samstarfí til staðar. Rétti tíminn til undirbúnings aðgerða inn á þennan markað er því núna. Vlðskiptl íslands og Kóreu Útflutningur okkar til Suður- Kóreu hefur verið afar sveiflu- kenndur í gegnum tíðina. Þannig var heildarútflutningur árið 1990 723 tonn, árið 1991 2.489 tonn og á síðasta ári var heildarútflutningur rétt innan við 1.000 tonn. Sjávaraf- urðir eru einkennandi fyrir útflutn- inginn og er heilfrystur karfí al- gengasta útflutningsvaran. Karfínn er að meðaltali um 85% af heildarút- flutningi. Árin 1990 og 1991 var hlutdeild karfa 92%, árið 1992 var hlutfallið 78%, ári síðar 94% og á síðasta ári var hlutfall karfa af heildarútflutningi 72%. Þar sem verð fyrir karfa er lágt Sjávarútvegssýningar Fáir sýna í Aberdeen Mikll þörf fyrir ýmsar vélar og tæki Mikil þörf er fyrir vélar, tæki og annan útbúnað fyrir fiskiskip og vinnslustöðvar. íslensk fyrirtæki eru fyllilega samkeppnisfær á þeim markaði hvað varðar gæði og nota- gildi varanna. Sú ógnun sem íslensk fyrirtæki standa hins vegar frammi fyrir hvað þessar afurðir varðar er verðlag í Kóreu. Verð á útbúnaði til veiða og vinnslu er oft á tíðum lágt. Þar er þó ekki alltaf um að ræða sambærilegar vörur t.d. með tilliti til gæða, endingar, afkasta og hagkvæmni fyrir reksturinn. Þekking og ráðgjöf á sviði sjávar- útvegs er hins vegar vara sem ís- SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN Fis- hing ’95 stendur þessa dagana yfir í Aberdeen í Skotlandi. Þátt- taka Islendinga í sýningunni er ekki mikil, en eftir þvi, sem næst verður komizt eru þó að minnsta kosti 5 fyrirtæki þar. Hampiðjan, Marel og Sæplast eru með sér bása, en J. Hinriksson og Sjó- klæðagerðin eru inni á básum með öðrum fyrirtækjum. Fishing ’95 er fyrst og fremst tækjasýning þar sem áherzla er á veiðar og meðferð á físki, en fískvinnsla og afurðir eru minna áberandi. Þetta er þó stærsta sjávarútvegssýning- in á Bretlandseyjum og eru nokk- ur ár síðan hún hóf göngu sína, fyrst í Glasgow. íslenzk fyrirtæki hafa einbeitt sér að sölu veiðar- færa og fískikera inn á þennan markað með nokkrum árangri. og fer lækkandi er rétt að taka fram að hér er um fob verð að ræða. Öllu hærra verð er greitt fyrir heil- frystan karfa þegar selt er cif Kórea. Algengt er að tonnið kosti þá um 1.200-1.400 US eða frá 70-90 kr/kg. Það vekur einnig athygli að þrátt fyrir að heilfrystur karfí sé að jafn- aði um 80-90% af heildarútflutn- ingi í tonnum talið, þá hefur hlut- deild hans af heildarverðmætum farið stöðugt lækkandi og er aðeins 19% af heildinni árið 1994. Þetta vekur upp þær spumingar hvort íslensk fyrirtæki geti staðið undir útflutningi inn á þennan markað á þessu lága verði, þegar til lengri tíma er litið. Þetta vekur einnig upp þær spumingar hvort frekari vinnsla á karfa eða aukin og mark- vissari markaðssetning á öðrum tegundum sé ekki nauðsynleg til að tryggja áframhaldandi útflutn- ing sjávarafurða inn á þennan markað. Rafelndavoglr seldar tll Kóreu Framleiðendur véla og tækja fyr- ir sjávarútveg hafa á þessum ámm náð einstaka sölu til Kóreu og er þar nær eingöngu um að ræða raf- eindavogir og vogarhluta. Aðrar iðnaðarvörur hafa einnig verið flutt- ar út svo sem loðsútuð skinn og álpönnur. Fiskimjöl, lýsi, lagmeti og hrogn eru afurðir sem seljast til Kóreu á hveiju ári, en í litlu magni. Sfld er ein þeirra tegunda sem Kóreumenn hafa sýnt verulegan áhuga á síðustu mánuðum, en þeir bjóða lágt verð. íslenskir útflytjend- ur telja að sökum þess hversu heft- ur innflutningur til Kóreu hefur verið og hvernig honum hefur verið stýrt á liðnum ámm og sökum þess hversu lágt verð Kóreumenn bjóða fyrir flestar afurðimar sé þessi markaður í dag mjög erfiður og ófýsilegur. Hann sé hins vegar lof- andi þegar til lengri tíma sé litið. Þorskur BRETLAND: W&Z. Innflutningur á þorsWS^ jan.-okt. 1993 og 1994 89.290 90.233 tonn frá 11,4% 14,1% Oðrum löndum Færeyjum Danmörku Rússlandi Noregi 10,1% 9,8% 10,8% 11,9% 14,6% 20,0% 21,1% 20,6% 32,0% 1993 23,5% 1994 -/• ' ' ISLANDI Minna af þorski til Bretlands BRETAR fluttu inn alls um 90.000 tonn af þorski, bæði fersk- um og frystum'fyrstu 10 mánuði síðasta árs. Það er nánast sama magn og sama tímabil árið áður. Heildarupphæðin er hins vegar mun lægri nú, eða 165,6 milljón- ir punda á móti 187 milljónum árið áður. Mest af þorskinum kaupa þeir héðan, rúmlega 21.000 tonn. sem reyndar er 7.500 tonnum minna en árið áð- ur. Norðmenn eru með tæp 19.000 tonn, nánast sama magn og árið áður og Rússar koma næstir með 18.000 tonn, sem er aukning um 5.000 tonn milli ára. Rússar fá lægst meðalverð fyrir sinn þorsk, innan við 100 krónur á kíló, en hæsta meðalverðið fáum við íslendingar, um 235 krónur á kíló. BRETLAND: Innflutningur á ýsu jan.-okt. 1993 og 1994 89.290 / 9,4% 10,7% 4 10,4% / 36,9% 32,6% j 1993 90.233 tonn frá Öðr. löndum Færeyjum Rússlandi 9,3% 8,9% 10,9% 31,2% ÍSLANDI 39,8% Noregi 1994 j INNFLUTNINGUR Breta á ýsu á síðasta ári fór vaxandi og var eftir 10 mánuði orðinn 28.000 tonn, sem er 4.300 tonnum meira en á sama tíma árið áður. Mest af ýsunni kemur nú frá Noregi, 11.100 tonnámóti 7.725 tonnum árið áður. Frá Islandi keyptu Bretar nú 8.744 tonn, sem er tveimur tonnum meira en árið áður. Rússar og Danir auka hlut sinn lítillega milli ára, en minna var keypt frá Færeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.