Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 4
-.4 sJE MIÐYIKUDAGUE 22. MARZ. 1,^95 MORGUNBLAÐIÐ Sólheimar Ogurlegi sjóræninginn Kári Úlfsson, 4 ára, Sólheim- um í Grímsnesi, gerði þessa litamynd með hjálp Helgu systur sinnar. Kunnum við þér, Kári, bestu þakkir. Þú hefur kynnst rólum, ekki satt, og sólina vant- ar ekki, hana hefur þú fyrir augunum marga daga i hverjum mánuði. Mest þó þegar hún er hæst á lofti, á sumrin. Húsið er reisulegt mjög og hver sem er væri fullsæmdur af að búa í því. 1. Vantar á bakugga og neðri vör. 2. Efsti hluti veiðistangarinn- ar og táin á vinstri skónum eru ekki á myndinni. 3. Línan er ekki í heilu lagi og annað eyrað er einhvers staðar annars staðar en á höfði ánægða veiðimanns- ins. 4. Fremsta odd „sagarblaðs- Lausnir ins" á fískinum vantar og það á ekki af veiðimannin- um að ganga, hér hefur hann misst litla fingur vinstri handar. Vegurinn heim er merktur B. Raiuisóknarlögregl- Unm tókst að leysa málið með hjálp fjölda krakka. Það er nú eins gott. Innbrotsþjófurinn reyndist vera þessi þarna númer 15. Hann er nú á bak við lás og slá. Múrsteínarnír sem vantar eru hvorki fleiri né færri en tuttugu og einn. Okkur verður um og ó, að sjá þennan hræðilega og ógn- vekjandi sjóræningja, sem virðist til alls vís. Við skulum vona okkar vegna, að hann láti bara ófriðlega til þess að sýnast. Við fáum hann með góðu til þess að afvopnast, því við viljum halda friðinn við hann eins og annað fólk. Myndina teiknaði ungur mynd- listarmaður, Ingvi Þór Sæmunds- son, 5 ára, Furugrund 76, Kópa- vogi. Ord, orð Mér dettur í hug, krakkar, er ekki bráðsniðugt að þið skrifið sögur með myndunum sem þið eruð svo dugleg að senda okkur. Þær þurfa ekkert endilega að vera langar og flóknar. Nokkur orð og þið eruð komin með eitthvað sem þið eruð búin að skapa sjálf. Það eru svoddan ógrynni af orðum sem fara í gegnum hugann á hverjum klukkutíma, hvað þá á heilum degi hjá okkur mannfólk- inu. Hugsið nokkrum sinnum yfir daginn um hvað þið eruð að hugsa einmitt á því augnabliki! - eða síð- ustu mínúturnar. Þið verðið alveg undrandi yfir öllum orðunum sem eru inni í ykkur. Hleypið þeim út, ekki bara út um munninn, líka í gegnum fingurna í blýantinn, pennann, jafnvel lyklaborðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.