Morgunblaðið - 24.03.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 24.03.1995, Síða 1
Morgunblaðið/Sverrir Páll Guðmundsson eftír heimsókn á Hárstofuna. Hárið var allt skorið, lýst óreglulega og loks mótað með geli. Loðnir hausar líkt og ekkert hafi verið við þá átt 4 E KARLMENN eru löngu lausir við feimnina hjá klippara eða á rakarastofu. Margir spá þeir í tískuna og hika ekki við stríp- ur eða lit í hárið. Náttúrulega tóna langoftast og líka til þess að gefa glans eða spóla gráu hárin nokkur ár til baka. Þetta eðlilega útlit rímar við villtu og að því er virðist óklipptu tískuna, sem á helst að líta út eins og mánuður sé síðan við- komandi kom nálægt hár- snyrtistofu. Hárið er þá frekar ^ mikið og tjásulegt og leyndar- í málin aðallega tvö: Hnífur er notaður við að skera hárið og , gel eðá fita við spegilinn heima E til að halda stílnum. " Fagmenn sem Daglegt líf hafði samband við voru sam- mála um að þetta „loðna look“ ætti vel við núna, einkum hjá yngri og óstraujaðri mönnum. Þó er löngu þekktur sjarminn við að blanda saman andstæðum: Úfnu hári, skeggbroddum og jakkafötum þess vegna. Eða þá, svo við höldum okkur alveg við höfuðið, lengd í hárinu á kollinum en snyrti- legri hliðum og hnakka. Simbi á Jóa og félögum við Rauðarárstíg seg- ist vera farinn að sameina þannig mjúkt og hart, með góðum rakstri án þess að taka allt hárið burtu. Hann seg- ist líka oft skera hárið með bitlitlum hníf, það sé ýmist mikið og Bítlalegt með þynnt- um endum eða mýkra og styttra, saxað oní rót og með smá olíu í endunum til að gefa loft. Ámi Bergsteinsson á Hárstofunni við Reykjavíkuveg og Böddi á Kúlt- úru í Glæsibæ eru líka á því að lykil- orðin fyrir sumarhár verði úr sér vaxið. Ámi segir að nú megi menn alveg láta hnakkahárið vaxa aðeins, það þurfi ekki mikið til. Hárið eigi að fjaðra og hausarnir að vera svolít- ið loðnir. Böddi segir ekkert mál að móta hárið með geli eða öðrum efnum, rakstur í hliðunum sé látinn eiga sig og nokkrir sentimetrar í hnakkanum dugi til að menn virðist hæfilega villtir. Viðar Völundarson á Salon VEH segir fjórar línur áberandi fyrir karl- menn í sumar: Nokkurn veginn jafnsítt hár niður á axlir eða jafnvel niður fyrir þær. Millisídd í skarpri og herralegri tjásuklippingu, með jöfnum styttum klippt- um þannig að fjöðrun fáist í endana. Palla- klipping eða jafnsíðir toppar í Bítlastíl, gjarna með aðalþyngd- inni rétt ofan við eyru og ef til vill strípum. Stutt hár sem klippt er yfir greiðu eða með vél eftir lagi höfuðsins. Aldur og kar- akter ræður því í síðastnefndu lín- unni hve stutt hárið er og Við- ari fínnst aldur- inn yfírleitt kalla á mýkri línur. Hann segir ekki nóg að klippa menn vel, þeir verði að fá ráð um meðferð hársins, blástur og viðeigandi efni og notkun þeirra. ■ er nu boöin it FERÐAMÁLARÁÐ hefur boðið út vinnslu og útgáfu á tveimur landkynningarritum. Er það í fyrsta sinn sem Ferðamálaráð býð- ur út vinnu af þessu tagi. „Þetta er fremur stórt verkefni og sam- kvæmt lögum ber okkur að bjóða út verk af þessari stærð,“ segir Magnús Oddsson, ferðamálastjóri. Hann segir að þegar hafí margir sótt útboðsgögn, en líklega eigi enn fleiri eftir að bjóða í verkefnið, því skilafrest- ur sé enn ekki runninn út. „Um er að ræða tvo bæklinga, annan lítinn, sem gefínn verð- ur út í hálfri milljón eintaka á þessu ári og sama upplagi að ári. Honum verður dreift á ferðakaupstefnum og er ætlað að kveikja áhuga fólks á íslandi sem valkosti. Hinn bæklingurinn verður mun stærri og viða- meiri, 40-60 blaðsíður og er ætlaður þeim sem vilja ítarlegri upplýsingar um land og þjóð. Hann verður á sjö tungumálum og í helmingi minna upplagi en litli bæklingur- inn.“ Magnús segir að fagleg umsjón með útgáf- unni verði í höndum Ferðamálaráðs, en út- boðið varði alla aðra vinnu, textagerð, þýð- ingar, myndefni, hönnun, prentun og bók- band. Við afgreiðslu síðustu fjárlaga fékk Ferða- málaráð 20 milljónir til landkynningar vegna Heimsmeistarakeppninnar í handknattleik, sem haldin verður í maí. „Nokkuð mörg verkefni eru nú þegar í vinnslu í tengslum við keppnina og meðal annars verða gefin út fjögur ný myndbönd, sem notuð verða í sjónvarpssendingum frá keppninni. Auk þess munu þau nýtast okkur sem almenn land- kynning að keppni lokinni." ■ Bæklingur sem kynnir reglur um neytendalán SAMKEPPNISSTOFNUN hef- ur gefið út bækling þar sem kynntar eru reglur um neytend- alán. Sigríður Harðardóttir upplýs- ingafulltrúi hjá Samkeppnis- stofnun segir að bæklingurinn muni liggja frammi í bönkum, sparisjóðum, verslunum og fyrirtækjum sem líkleg eru til að bjóða upp á raðgreiðslur eða greiðsluskilmála. „Tilgangurinn með útgáfu þessa bæklings er fyrst og fremst að upplýsa fólk um rétt sinn á þessu sviði. Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir að hægt er að fá sundurliðað yfirlit, þar sem allur kostnaður kemur fram og heild- arupphæð láns með kostnaði.“ Tilskipanir Evrópubandalagsins Lög um neytendalán voru sett í apríl 1993 og í september 1994 voru felld inn ný ákvæði. Við samningu laganna voru hafðar til hliðsjónar tilskipanir Evrópubandalagsins um neyt- endalán og einnig var stuðst við dönsk og sænsk lagafrumvörp um sama efni. Ódýrasta leið til lántöku í bæklingnum er hvatt -til þess að valin sé ódýrasta leið til lántöku. Þar kemur fram að nokkrar gerðir lánssamninga eru undanþegnar lögum um neytendalán, m.a. lánssamning- ar sem gilda í skemmri tíma en þijá mánuði, þá sem eru lægri en 15 þúsund kr. eða hærri en 1,5 milljónir. Einnig lánssamn- inga sem tiyggðir eru með fast- eignaveði. Lánssamningar sem gerðir eru í því skyni að stofna til eða viðhalda eignarrétti yfír fast- eignum eða til að endurgera eða bæta við fasteign eru einnig undanþegnir lögunum. ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.