Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 D 5 ndi viðureignir Morgunblaðið/Rúnar Þór tryggt sér hreinan úrslitaieik m sem létu sitt ekki eftir liggja sínum í úrslitakeppninni. skina uppfyllta hjáKA Stefán Arnaldsson Þannig vörðu þeir Sigmar Þröstur Óskarsson, KA, 17 (þar af 6 til mót- heija): 7 (1) langskot, 4 (2) úr horni, 3 (2) af línu, 2 eftir gegnumbrot og eitt eftir hraðaupphlaup en boltinn aft- ur til mótherja. Guðmundur Hrafnkelsson, Val, 7/1 (þar af 3/1 til mót- herja): 4 (2)langskot, eitt af línu, eitt eftir gegnumbrot og eitt vítaskot en boltinn aftur til mótheija. Axel Stefánsson, Val, 2: Eitt langskot og eitt af línu. KÖRFUKNATTLEIKUR UMFG í úrslit gegn UMFN eftir nauman sigur á Keflavík íoddaleik Fölskvalaus gleði rflcti í Giindavík GUÐMUNDUR Bragason, fyrirliði Grindvíkinga, var að vonum ánægður í teíks- i iok. Liðiðhans komlð í úr- slit í úrvalsdeildinni ann- að árið I röð og mætir þar Njarðvíkingum, eins og í fyrra. Er liðin léku til úr- slita í bikarnum höfðu Grindvíkingar betur. ÞAÐ var svo sannarlega fölskvalaus gleði sem braust út meðal heimamanna, bæði leikmanna og áhorfend, í íþróttahúsinu i Grindavík á laugardaginn. Þar sigraði lið heimamanna lið Keflvíkina í fimmta leik liðanna um réttinn til að leika við Njarðvíkinga til úrslita íúrvalsdeildinni. Grind- víkingar sigruðu 81:77 í æsi- spennandi leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndunum og þvívar þungu fargi af stuðningsmönnum Grindvíkinga létt er flautan gall og áhorfendur þustu út á gólfiðtil að fagna hetjunum sínum. Leikurinn var æsispennandi í síð- ari hálfleik og síðustu mfnút- urnar voru yfírþyrmandi. Síðari ^■■■■1 hálfleikur var í jám- Skúli Unnar um allan tímann. Sveinsson Þegar þijár mínútur skrifar voru eft;r var staðan 74:74, Mitchell kom UMFG í 76:74 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og þegar 1,15 var eftir, og skotklukkan alveg að renna út, var brotið á Helga Guð- fínnssyni sem skoraði úr báðum skotunum og staðan orðin 78:74. Á þessum kafla fengu Keflvíkingar að sjálfsögðu sóknir Iíka, en þjálf- ari þeirra og leikstjórnandi, Jón Kr. Gíslason átti tvær misheppnaðar sendingar á Bums með þeim afleið- ingum að heimamenn komust fjór- um stigum yfír. Guðmundur Bragason skoraði síðan tvö stig áður en Sverrir Þór Sverrisson minnkaði muninn í 80:77 þegar rúmar 30 sekúndur vour eft- ir. Keflvíkingar vörðu skot frá Grindvíkingum en boltinn fór í varn- armann gestanna og útaf þannig að Grindvíkingar fengu boltann. Brotið var á Nökkva Má er 6,9 sekúndur voru eftir og hann skor- aði úr fyrra skotinu og munurinn því fjögur stig og óvinnandi vegur að jafna. Heimamenn byijuðu betur og náðu 10 stiga forystu eftir aðeins þriggja mínútna leik. Keflvíknar vom seinir í gang, vörnin hræðileg og hittnin enn verri og maður hafði á tilfinningunni að þetta yrði auð- veldur sigur hjá Grindvíkingum. En annað kom á daginn. Gestirnir bættu leik sinn, sérstaklega vörnina og gerðu síðustu fímm stigin fyrir hlé, 51:47. ■ JÓN Guðmundsson liðsstjóri Keflvíkinga var ekki á bekknum hjá liði sínu á laugardaginn því hann fékk tveggja leikja bann eftir leik liðanna á fimmtudaginn. Einar Einarsson leikmaður liðsins, sem er meiddur, tók við hlutverki Jóns. ■ ÁHORFENDUR í Grindavík era einstaklega skemmtilegir og líf- legir. Stuðlag þeirra er orðið þekkt en á laugardaginn var einnig leikið annað lag, Grindavík en það var Matthías Kristiansen sem samdi bæði lag og texta. ■ KEFL VÍKINGAR fengu heldur betur að kenna á vörn Grindvík- inga sem var mjög ákveðin og góð, svo sterk að gestirnir fengu aðeins einu sinni vítaskot í síðari hálfleik. Keflvíkingar bættu í vömina hjá sér í síðari hálfleiknum og hægt og bítandi komust þeir yfír, þó ekki nema tvö stig. Allt var á suðu- punkti en á lokakaflanum gerðu heimamenn 7 stig gegn þremur og það dugði. Grindvaíkurliðið lék mjög vel sem heild. Einstaklingsframtakið fékk að njóta sín þegar það átti við og þar fór Marc Allen Mitchell fremst- ur í flokki. Gríðarlega snöggur og fljótur leikmaður sem lék auk þess mjög góða vöm. Guðjón komst í ham um tíma í fyrri hálfleiknum og skoraði þá 12 stig á stuttum tíma og Guðmundi gekk vel að gæta Burns og Helgi Jónas átti mjög góðan leik. Vöm heimamanna var sterk og baráttuglöð og í sókn- inni keyrðu þeir upp hraðann eins og hægt var og gekk það vel, sér- staklega í byijun leiks. Burns var góður hjá gestunum, varði nokkur skot glæsilega og lék vel í vörninni. Albert var traustur en hann og Burns reyndar líka fengu boltann ekki nógu mikið í sókninni. Jón Kr. hitti illa en hann átti 13 stoðsendingar. Kristján og Sverrir stóðu sig einnig ágætlega svo og Sigurður sem var þó ferleg- ur klaufi að fá fimm villur því síð- ustu tvær villurnar vora algjörlega óþarfar hjá honum. Keflvíkingar skiptu ekki nægilega mikið inná í síðari hálfleik og kom það þeim í koll í lokin. Úrslitakeppnin í körfuknattleik 1995 Fimmti leikur liðanna i undanúrslitunum, leikinn í Grindavik 25. mars 1995 GRINDAVÍK KEFLAVÍK 81 Stig 77 15/21 Víti 6/7 4/16 3ja stiga 3/13 35 Fraköst 34 19 (vamar) 24 16 (sóknar) 10 14 Botta náð 4 Q Bolta tapað 11 12 Stoðsendingar 17 11 Villur 17 KRknúði fram oddaieik Þó um tíma hafi ekki blásið byr- lega hjá KR stúlkum gegn Breiðabliki létu þær það ekki á sig ■■■■■I fá heldur bitu í Ivar skaldarrendurnar Benediktsson 0g jöfnuðu, 62:62, skrifar rétt fyrir lok venju- legs leiktíma og náðu í framlengingu. í henni voru KR stúlkur mikið sterkari og vóg þar þyngst að lykilmenn í liði Breiðabliks voru komnar í villu- vandræði. Lokatölur, 73:66, fyrir KR. Þessi lið mætast því í oddaleik á morgun. Blikar náðu fljótlega góðri for- ystu því KR liðið átti við sama vandamál að stríða og í fyrstu við- ureigninni sl. föstudag, hittnin var slök og staðan i leikhléi 27:38. Fljótlega í síðari hálfleik lagaðist leikur KR stúlkna, þær hittu betur og varnarleikurinn styrktist. Loka- mínútan var æsispennandi, staðan, 61:62, Breiðablik í vil — Penni Peppas missti knöttinn, þegar 35 sek., vora eftir og Georgía Kristi- eiisen fékk tvö vítaköst fyrir KR. Hún skoraði úr öðra og jafnaði, 62:62. Breiðabliksliðið hélt boltan- um til leiksloka án þess að ná skoti á körfuna og því varð að fram- lengja. í framlenginunni voru KR stúlkurnar mun öflugri og tryggðu sér sigur. „Við lékum vandaðri sóknarleik í síðari hálfleik og náðum að öskra saman vörnina. A sama tíma kom- ust þær í villuvandræði og flest fór að ganga upp hjá okkur með þeim árangri að við sigruðum," sagði Helga Þorvaldsdóttir, besti leikmað- ur KR í síðari hálfleik, að leik lokn- um, og bætti við; „við tökum þetta á miðvikudaginn og komust í úr- slitaleikina" Keflvíkingar í úrslit fjórða áriðíröð Keflvíkingar tryggðu sér rétt til að leika til úrslita um íslands- meistartitil kvenna, fjórða árið í röð, með 63:77 sigri á stöllum sínum úr Grindavík. „Þetta var mikið léttara en við áttum von á. Grunnurinn að sigrinum var lagður í fyrri hálfleik þegar við spiluðum góða vörn og hittum vel. Mér er alveg sama hvoru liðinu við mætum. Ef við spilum okkar leik þá vinnum við þetta,“ sagði Anna María Frímann Ólafsson skrifar frá Gríndavík Sveinsdóttir fyrirliði Keflvíkinga eftir leikinn. Björg Hafsteinsdóttir var í miklu stuði og gerði 19 stig í fyrri hálf- leik þaraf 12 með þriggja stiga skotum. Munurinn sem var á liðun- um í hálfleik var einfaldlega of mikill til að möguleiki væri fyrir Grindvíkinga að brúa hann. Anna Dís var best heimastúlkna en Björg Hafsteinsdóttir átti góðan leik hjá Keflvíkingum ásamt Ónnu Maríu Sveindóttur og Erlu Reynis- dóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.