Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 1
I LAf) ALLRA LANDSMANNA 1995 BORÐTENNIS ÞRIÐJUDAGUR28. MARZ BLAÐ D \ '¦'¦"¦:''¦¦'¦' Guðmundur þrefaldur meistarí GUÐMUNDUR Steph- ensen, Víkingi, slær hér litlu, hvítu kúluna ein- beittur á svip á íslands- mótinu í borðtennis um helgina. Þrátt fyrir að Guðmundur sé aðeins 12 ára yarð hann þre- faldur íslandsmeistari á mótinu; sigraði í einliða- leik, tvíliðaleik og tvenndarleik. Sömu sögu er að segja af Evu Jósteinsdóttur í kvenna- flokki, en hún keppir einnig fyrir Víking. Morgunblaðið/Bjarni Bayern í miðherjaleit BAYERN Munchen hefur hug á að fá til sín sterkan mið- herja fyrir næsta keppnis- timabil og hafa forráðamenn félagsins rætt við leikmenn eins og Jiirgen Klinsmann, Ulf Kirsten og Króatann Da- vor Suker. Klinsmann, sem hefur leikið með Inter Milanó, Mónakó og nú Tottenham, síðan hann f ór frá Stuttgart, segir að önnur félög hafi einnig haft samband við sig. Suker er samningsbundinn Sevilla til ársins 1998. „Ég hef einnig fengið gott tilboð frá Inter Mílanó," sagði Su- ker. Franz Beckenbauer, for- seti Bayern Míinchen, hefur einnig áhuga á að fá Búlgar- ann Hristo Stoichkov frá Barcelona. HANDKNATTLEIKUR Ásgeir Elíasson á ferð og flugi ÁSGEIR Elíasson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, er á ferð og flugi þessa dagana. Hann sá bræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni leika með Nurnberg gegn Sa- arbrucken á heimavelli á laugardaginn, þar sem þeir máttu þola tap, 0:2. Arnar var í byrjunarliðinu, en Bjarki kom inná sem vara- maður. Niirnberg er á fall- hættusvæði. Ásgeir er nú kominn til Ungverjalands, þar sem hann mun sjá leiki Ungverja gegn Svisslendingum í Evr- ópukeppni landsliða — 21 árs liðin leika í kvöld, en a-liðin á morgun í Búdapest. Frá Ungverja- landi fer Ásgeir aftur til Þýskalands og heim- sækir Helga Sigurðsson. Stuttgart leikur gegn Bayern Miinchen á laugardaginn. Ellert og Eggert eft- irlitsmenn UEFA ELLERT B. Schram, forseti ÍSÍ og fyrrum formaður KSÍ, og Eggert Magnússon, formað- ur KSÍ, eru eftirlitsmenn á vegum UEF A á landsleikjum í Evrópukeppni landsliða annað kvöld. Ellert er á Spáni, þar sem hann er eftir- litsmaður á 21 árs landsleik Spánverja og Belga í kvöld og á morgun í Sevilla þegar a-lið þjóð- anna mætast. Eggert er í Úkraínu, þar sem heimamenn leika gegn ítölum í Kiev. Þriggja ára fangels- isvist Tysons á enda MIKE Tyson fyrrum heimsmeistari í þungavigt hnefaleika, var látínn Iaus úr fangelsi í ná- grenni smábæjarins Plainfield í Indiana á laugardaginn, en hann hafði þá setið inni í þrjú ár fyrir nauðgun. Tyson, sem nú er 28 ára gamall og varð yngsti heimsmeistari sög- unnar í þungavigt 1986, þá tvitugur. Hann tap- aði svo titlínum til James „Buster" Douglas í Tókíó 1990 — og hafa fá úrslit komið jafn mikið á óvart í hnef aleikasögunni. Tyson sagði ekki margt þegar hann var látinn laus, en menn spyrja sig nú hvort hann muni fara aftur í hringinn og sögusagnir eru þegar komnir á kreik að af því geti orðið fyrr en síðar. Tyson tók múhameðstrú í fangelsinu og kom þaðan út á laugardag með hvíta kollhúfu að hætti múhameðstrúarmanna. Eftir að honum var sleppt f ór Tyson í mosku í grendinni, þar sem hann baðst-fyrir ásamt öðrum fyrrum heims- meistara í hnefaleikum, Muhammed AIi. Guðmundur Guðmundsson stjórnar 21 árs landsliðinu Undirbúningur 21 árs landsliðs- ins fyrir forkeppni HM, sem verður í Argentínu 22. ágúst til 3. september' er að hefjast. Liðið verð- ur að taka þátt í forkeppni á Ma- deira 3.-11. júní, þar sem mótherjar verða Portúgalar og Magedóníu- menn. Sigurvegarinn í riðlinum kemst til Argentínu. Guðmundur Guðmundsson, sem hefur þjálfað Aftureldingu, sér um undirbúning liðsins og stjórnar því á Madeira, en aðstoðarmaður hans er Heimir Ríkharðsson. Liðið mun leika æfingaleiki gegn a-landsliðum Austurríkis og Kuwait fyrir HM á íslandi, heldur síðan til Madeira í byrjun júní, tekur þátt í Norður- landamótinu, sem fer fram í Fær- eyjum 8.-12. ágúst. Þrjátíu og einn leikmaður er í undirbúningshópnum, sem er þann- ig skipaður: Víkingur: Hlynur Mortens, Þröstur Helgason, Hjörtur Artnarson. ÍR: Daði Hafþórsson. Afturelding: Ásmundur Einarsson. Selfoss: Hjörtur Pétursson. FH: Jónas Stefánsson. ÍBV: Davíð Hallgrímsson, Arnar Pétursson, Gunnar Viktorsson. Fram: Sigurður Guðjónsson, Eym- ar Sigurðsson. KR: Einar B. Árnason, Magnús Magnússon, Hilmar Þórlindsson, Páll Beck. HK: Hlynur Jóhannesson, Gunnleif- ur Gunnleifsson, Björn Hólmþórs- son. Valur: Ari Allanson, Davíð Ólafs- son, Sigfús Sigurðsson. Haukar: Þorkell Magnússon. Stjarnan: Sigurður Viðarsson, Rögnvaldur Johnsen, Jón Þórðar- son, Ragnar Ágústsson. KA: Leó Örn Þorleifsson, Sverrir Björnsson, Atli Þór Samúelsson, Helgi Arason. Guðmundur Gu&mundsson. ISHOKKI: AKUREYRINGAR URÐUISLANDSMEISTARAR / D7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.