Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Skíðamót Islands verður sett í 54. sinn á ísafirði annað kvöld
Frá 1938 hafa þessir oftast orðið
ísiandsmeistarar í alpagreinum,
svigi og stórsvigi
Svig karla
Kristinn Benediktsson, ísaf., (1960-65)
'’4‘: ' Eysteinn Þórðarson, Reykjav., (1955-58)
' Sigurður H. Jónsson, ísafirði, (1978-80)
Árni ÞórÁrnason, Reykjavík, (1981-84)
Örnólfur Valdimarsson, R.vík, (1988-90)
Stórsvig karla
Eysteinn Þórðarson, Reykjavík, (1955-60)
Kristinn Benediktsson, ísaf., (1961-67)
3' ' Árni Óðinsson, Akureyri, (1969-72)
i ■ Haukur Jóhannsson, Akureyri, (1974-80)
Guömundur Jóhannsson, ísaf., (1983-85)
Kristinn Björnsson, Ólafsfirði, (1991-94)
Svig kvenna
•5' Jakobína Jakobsdóttir, ísaf., (1954-62)
Árdís Þórðardóttir, Siglufirði, (1964-69)
Ásta S. Halldórsdóttir, ísafirði, (1989-94)
IVIaja Örvar, Reykjavík, (1943-45)
"-'-3 ■ Ingibjörg Árnadóttir, Reykjavík, (1948-50)
Marta B. Guðmundsdóttir, ísaf., (1952-58)
3 Margrét Baldvinsdóttir, Akureyri, (1973-77)
Steinunn Sæmundsdóttir, R.vík, (1978-80)
■■3í;. ■ Nanna Leifsdóttir, Akureyri, (1982-84)
Stórsvig kvenna
Steinunn Sæmundsdóttir, R.vík, (1976-80)
Jakobína Jakobsdóttir, ísafirði, (1953-56)
Kristín Þorgeirsdóttir, Siglufirði, (1960-63)
Árdís Þórðardóttir, Siglufirði, (1964-68)
Nanna Leifsdóttir, Akureyri, (1981-84)
!<3' Guðrún H. Kristjánsdóttir, Ak., (1985-90)
Ásta S. Halldórsdóttir, ísafirði, (1991-94)
■ MJKIL fagnaðarlæti brutust út
á lokahófi handknattleiksmanna á
Hótel íslandi á laugardagskvöldið,
þegar Sigmundur Ernir Rúnars-
son, veislustjóri tilkynnti samkom-
unni að heiðursgestur kvöldsins
væri Bogdan Kowalczyk, fyrrver-
andi landsliðsþjálfari.
■ SUMJR misstu hreinlega stjórn
á tilfinningum sínum, eftir tilkynn-
ingu Sigmundar Ernis, stóðu upp
og klöppuðu og hrópuðu, „Bóbó,
Bóbó, Bóbó Konráðs er kominn!"
en Bóbó Konráðs er gælunafn sem
Sigurður Sveinsson gaf Bogdan
á meðan dvöl hans á Islandi stóð.
Eftir nokkra stund gleðiláta gesta
tilkynnti Sigmundur að um 1.
aprílgabb væri að ræða! Bætti svo
við að Bogdan kæmi reyndar til
íttém
FOLX
landsins í maí, á heimsmeistara-
keppnina...
■ HÉÐINN Gilsson lék að mestu
í vörninni þegar Diisseldorf tapaði
úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar,
18:24, fyrir Lemgo. Héðinn, sem
skoraði eitt mark í leiknum, fékk
sína þriðju brottvísun tíu mín. fyrir
leikslok og var útilokaður frá leikn-
um.
■ DIONICIO Ceron frá Mexíkó
varð um helgina fyrsti karlmaður-
inn til að sigra í London maraþon-
inu tvisvar í röð. Ceron náði næst
besta tímanum í sögu hlaupsins,
2.08,30 klst og var aðeins tveimur
sekúndum a undan Steve Moneg-
hetti frá Ástralíu í mark. Það er
aðeins Steve Jones frá Bretlandi
sem á betri tíma en Ceron, 2.08,16
klst. í hlaupinu árið 1985.
■ MALGORZATA Sobanska frá
Portúgal kom fyrst kvenna í mark
á 2.27,42 klst. og var tíu sekúndum
á undan Evrópumeistaranum
Manuelu Machado frá Póllandi.
■ NICK Price, kylfingur frá
Zimbabe er efstur á heimslista at-
vinnumanna í golfi. Hann hefur
20,95 stig. Nick Faldo frá Bret-
landi er næstur með 18,28 stig og
Greg Norman, Ástralíu, í þriðja
með 17,96 stig.
■ REINHARD Fabisch, lands-
liðsþjálfari Zimbabwe, sagði í gær
að Bruce Grobbelaar myndi leika
með landsliði Zimbabwe gegn Le-
sotho í 8-liða úrslitum Afríku-
keppninnar um næstu helgi. Tveir
aðrir leikmenn koma frá Englandi
— Peter Ndlovu, Coventry og
Henry McKop, Bristol City.
UMGJOKD
I J|-slitakeppnin í körfuknatt-
leik stendur nú sem hæst,
bæði í kvenna- og karlaflokki.
Þegar þetta er ritað hefur Njarð-
vík 2-1 yfir gegn Grindvíkingum
í karlaflokki og
Breiðabliksstúlkur eru
2-0 yfir gegn Keflvlk-
ingum. Talsverður
munur er á úrslita-
keppninni núna og
undanfarin ár, úrslita-
keppnin í fyrra og hitteðfyrra var
mun skemmtilegri. Ekki er gott
að segja hver ástæðan er, en eitt
af því sem kemur upp í hugan
er breytt umgjörð. Umgjörð leikj-
anna síðustu tvö ár var skemmti-
leg og fólk flykktist á leikina til
þess að hafa gaman af. í Grinda-
vík var troðfullt hús klukkustund
fyrir leik en núna er húsið ekki
einu sinni fullt.
Umgjörð leikjanna undanfarin
ár gerði það að verkum að áhorf-
endur höfðu eitthvað til að hlakka
til. Menn mættu, sungu og
skemmtu sér og síðan má auðvit-
að ekki gleyma því að leikirnir
sjálfir voru miklu skemmtilegri
og betri en þeir leikir sem fram
hafa farið núna.
Úrslitakeppnin í handboltanum
var sérlega skemmtileg og minnti
um margt á úrslitakeppnina í
körfu síðustu árin. Nú bregður
svo við að körfuknattieiksmenn
virðast vera að dragast aftur úr
hvað þetta varðar, en þeir höfðu
svo sannarlega vinningin fyrir
nokkrum árum, enda tók hand-
knattieikurinn úrslitakeppnina
upp eftir körfunni. En hvers
vegna var handboltakeppnin
svona skemmtileg en körfuknatt-
leikskeppnin virðist ætla að verða
dauf?
Við þessu er ekkert eitt svar.
Gætu yfirburðir Njarðvíkinga í
deildarkeppninni haft einhver
áhrif? Varla. Menn ættu frekar
að fjölmenna til að sjá liðið sitt
og hvetjaþað til enn frekari dáða.
Er körfuknattleikurinn sem leik-
inn er í vetur verri en undanfarin
ár? Trúlega, en ekki svo mikið
Umgjörðin í körfunni
er lítil og áhorfendur
mun færri en ádur
lakari að menn hætti að fylgjast
með. Dregur það úr aðsókn að
leikimir eru allir sýndir í sjón-
varpi?
Því hefur oft verið haldið fram
að það dragi úr aðsókn séu leikir
sýndir beint í sjónvarpi. Af feng-
inni reynslu síðustu ára og úrsli-
takeppninni í handknattleiknum
í ár, ætti það ekki að vera. Það
er allt önnur stemmning að vera
á staðnum og fylgjast með leik
en sjá hann í sjónvarpi, sérstak-
lega ef leikirnir eru góðir og
spennandi, svo ekki sé nú talað
um ef mikil stemmning skapast
meðal áhorfenda.
Hver svo sem ástæðan er fyrir
minni aðsókn á úrslitaleikina í
körfunni þá eru margir þess full-
vissir að ein aðalástæðan sé um-
gjörðin. í vetur hefur hún verið
lítii sem engin miðað við fyrri ár
og held ég sé vert fyrir forráða-
menn félaganna og Körfuknatt-
leiksambandsins að íhuga þetta.
Það þarf að gera eitthvað fyrir
áhorfendur til að þeir komi á leiki,
sérstaklega nú á síðari árum þeg-
ar ýmislegt annað fangar huga
manna. Þá er ekki hægt að loka
augunum fyrir þvl að íjölgað hef-
ur leikjum I úrslitakeppninni,
þannig að kostnaður áhorfenda
hefur aukist verulega við að fara
á alla leikina.
Skúli Unnar
Sveinsson
Hyererhúnþessi PEIMNIPEPPAS körfuboltakonansnjallaíBreiðabliki?
Kúrekastelpa
frá Arkansas
PENNI Ann Peppas er fyrsti og eini atvinnumaður íkvennakörfu-
boltanum á íslandi þó hún sé bara um 177 sentimetrar á hæð.
Hún hefur vakið mikla athygli fyrir tilþrif við körfuna og farið á
kostum í síðustu leikjum — gerði 49 stig af 98 í Keflavík og 29
af 61 í Kópavoginum. Hún er að leiða Breiðablik að íslands-
meistaratitlinum en ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið
því enn vantar Breiðablik einn sigur á Keflavíkurstúlkum. Penni
var ekki alveg á því að yfirgefa bóndabæinn og kýrnar í Arkans-
as og fyrirhugað læknanám til að fara til íslands að spila körfu-
bolta, en sló auðvitað til.
Penny er 22 ára og verður tutt-
ugu og þriggja I júní. Hún
kemur úr fylkinu Arkansas í
mmi Bandaríkjunum,
Eftir nánar tiltekið frá
Stefán Ocark sem er 3.000
Stefánsson íbúa smábær og
fyrir hana er
Reykjavík því líklega stórborg.
Ekki nóg með það því áður en hún
gerði körfubolta að atvinnu og það
á ísiandi, hafði hún aldrei komið
út fyrir landsteinana. En hvefnig
I ósköpunum endaði hún á Islandi?
„Ég var að klára háskólann og
hafði spilað lengi. Einn þjálfari
mótheija minna sá eitthvað í mér
og lét setja mig á lista. Síðan var
Sigurður [Hjörleifsson þjálfari
Breiðabliks] einhvem veginn kom-
inn með nafnið mitt og bauð mér
að koma og spila hér á landi.“
Verður þú áfram hér á landi?
„Já, ég fer heim eftir nokkrar
vikur en kem aftur I ágúst því mig
langar að vera áfram næsta ár.
Mér líður vel hér og mun líklega
búa hér I framtíðinni því ég er
komin með íslenskt mannsefni.
Hann heitir Gunnar Már Gíslason
og fer með mér út til að fólkið
mitt geti hitt hann.“
Færðu stundum heimþrá?
„Það kemur fyrir en fólkið mitt
er duglegt við að hafa samband
og senda myndir. Svo eru stelpum-
ar í liðinu mjög duglegar við að
hjálpa mér að hafa ofan af fyrir
mér. Fjölskylda mín á búgarð þar
sem við höfum kýr og ræktum
ýmislegt, svo sem jarðarber, bláber
og ferskjur. Ég tók líka með mér
kúrekahattinn og kúrekastígvélin,
sem ég gekk alltaf með heima I
Bandaríkjunum og þegar ég fæ
mikla heimþrá skelli ég mér I gall-
ann.“
Hvernig var að koma hingað í
kuldann?
„Ég hafði aldrei séð snjó áður
nema í sjónvarpinu. En ég er búin
að venjast snjónum og kuldanum
Morgunblaðið/Þorkell
PENNI Peppas frá Arkansas kann vel vlö sig hér á landl
og seglr líklegt að hún setjist hér að.
ágætlega en rokinu venst ég ekki.
í Arkansas er mjög heitt og ætli
ég fái ekki áfall I hitanum þegar
ég fer út í sumar.“
Er eitthvað á ísiandi sem hefur
komið þér á óvart?
„Já, ég skil ekki hvernig ungling-
ar geta verið úti um helgar, meira
að segja til klukkan tvö eftir mið-
nætti. Þaðan sem ég kem er þetta
ekki svona og mér brá svolítið.
Annars eru íslendingar mjög opnir
og hafa tekið mér mjög vel. Þeir
eru heiðarlegir og hika ekki við að
segja hvað þeim býr I bqosti —
stundum jafnvel um of.“
Hvað fínnst þér um körfubolta-
stelpurnar hér á landi?
„Þær eru ótrúlega góðar margar
og í hveiju Iiði eru alltaf tvær til
þrjár sem myndu sóma sér vel I
mörgum háskólaliðum heima. Ég
er viss um að þær tíu bestu hér
gætu komist á skólastyrk í Banda-
ríkjunum og staðið sig vel.“
En strákarnir?
„Mér kom mikið á óvart hvað
liðin eru góð hér. Fyrsti leikurinn
sem ég sá var Breiðablik gegn
Keflavík og Jón Kr. Gíslason var
ótrúlega góður. Það vantar að vísu
upp á hæðina en hittnin er sérstök.
Ég vil meina að mörg lið I úrvals-
deildinni þurfi ekki á neinum út-
lendingum að halda og gæta alveg
spjarað sig án þeirra.“
Mér skylst að þú sért orðin vit-
laus í handbolta. Er eitthvað til í
því?
„Já, ég hafði að vísu aðeins séð
af handbolta á kynningu í skólan-
um heima. í Ocark en hér hef ég
fengið mikinn áhuga á leiknum.
KA er mitt lið.“