Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL1995 C 7 BADMINTON / DEILDAKEPPNI BSI TAEKWONDO / ISLANDSMOT ÍÞRÓTTIR Spennandi viðureign Islendinga og Svía Islenskir unglingar í borðtennis stóðu í ströngu um helgina þeg- ar sænska unglingalandsliðið undir 15 ára kom hingað til lands. Koma þeirra er mikill hvalreki á fjörur Islendinga því Svíar þykja hafa á Pétur Blöndal skrifar Morgunblaðið/Ámi Sæberg SIGURLIÐ 1. delldar í badmlnton,TBR b, efri röö f.v.: Njörður Ludvfgsson, Gunnar BJörnsson, Árnl Þór Hallgrímsson og Ármann Þorvaldsson. Neðri röð f.v.: Guðrún Júlíusdóttir, fyrirllðl, og Margrét Dan Þórisdóttir. B-lið TBR sigraði eflir oddalotu Q-lið TBR sigraði óvænt í deilda- að skipa bestu borð- tennislandsliðum í Evrópu. Minnugir ófar- anna hér heima í fyrra, þegar Is- lendingar unnu unglingalandslið Svíþjóðar 7-2, sendu Svíar sína allra sterkustu unglinga. Þeirra á meðal voru varnarspilarinn Hasse Petter- son, sem er álitinn vera bestur í sínum aldursflokki í Svíþjóð, og Cyprian Asamoah, sem stendur honum ekki langt að baki, en hann er aðeins ellefu ára. Á laugardeginum léku unglinga- landslið Islands og Svíþjóðar. Fyrir íslands hönd léku Guðmundur Stephensen, Ingólfur Ingólfsson, Bjöm Jónsson og Markús Árnason. Leikar fóra 3-6 fyrir Svíþjóð i spennandi viðureign, sem hefði get- að farið á hvorn veginn sem var. Á sunnudeginum var síðan haldið árlegt Boðsmót BTÍ í TBR-húsinu með þátttöku Svía og sautján ís- lenskra borðtennismanna. Keppni var skipt niður í fjóra undanriðla og þar vakti hvað mesta athygli að Ingólfur Ingólfsson vann besta Svíann, Hasse Petterson, en tapaði fyrir Evu og komst því ekki áfram. í undanúrslitum vann Guðmund- ur Stephensen Svíann Robert Nils- son í hörkuviðureign og lék úrslita- leik á móti Hasse Pettersen. Eftir spennandi viðureign bar Pettersen sigur úr býtum í oddaleik. Til gam- ans má geta þess að Petterson er fjórtán ára og því tveimur árum keppni BSÍ um helgina eftir að hafa borið sigurorð af a-liði TBR í jöfnum úrslitaleik jvar þar sem úrslit réðust Benediktsson ekki fyrr en í odda- skrifar l0tu í lokaleik móts- ins. E-sveit TBR féll í aðra deild og sæti þeirra að ári tekur lið Ármans. í þriðju deild sigr- uðu KR-ingar og f-lið TBR féll í þriðju deild. í 1. og 2. deild var leik- ið í húsnæði TBR en 3ju deildar- keppnin fór fram í Keflavík. Eins og fyrr segir var keppnin mjög spennandi og voru taugar keppenda þandar til hins ýtrasta þegar kom að lokaleiknum, einliða- leik, Sveins Loga Sölvasonar, TBR a og Ármans Þorvaldssonar, TBR b. Ármann vann fyrstu lotuna, 15:11, en Sveinn beit frá sér í ann- arri lotu og sigraði 7:15. Kom því til oddalotu þar sem Ármann hafði betur, 15:10. „Ég átti ekki von á því að sigra hinn efnilega spilara, Svein Loga, en það tókst og ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með það og ekki síð- ur vegna þess að með sigrinum tryggði ég sigur TBR b, í deilda- keppninni. Utlitið var ekki bjart hja okkur um miðjan leik, gegn TBR a, því þá voram við 1:3 undir, en okkur tókst að snúa taflinu við og sigra, 5:3,“ sagði Ármann, eftir úr- slitleikin gegn Sveini Loga. „Þetta var hörkuleikur hjá okkur Ármanni þar sem allt var undir, en hann hafði það á seiglunni. Mikil spenna var í leiknum og hann lék betur lindir pressunni," sagði hinn 16 ára gamli Sveinn Logi Sölvason, eftir tapleikinn. Víkingur sigraði í annarar deildar keppninni, sigruðu af öryggi í öllum leikjum sínum. „Þetta var frekar létt keppni. Það var óheppni að við féllum úr 1. deildinni í fyrra og því kom þessi sigur okkur ekki á óvart. Við erum með blandað lið yngri og eldri spilara og okkur hlakkar til keppninnar á næsta ári,“ sagði Kristján Kristjánsson, fyrirliði Vík- inga, að keppni lokinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg THOMAS Engell, ÍR, og Brynjar Sveinjónsson, Fjölnl, elgast hér við í - 70 kg flokki á íslandsmótinu, sem fram fór um helglna. Michael Jörgensen dómari fylglst grannt með. S Ólafur varði titilinn Íslandsmótið í Taekwondo fór fram í íþróttahúsinu í Grafar- vogi og reyndu rúmlega 60 kepp- endur með sér. Þetta Stefán Yar * annað sinn sem Stefánsson Islandsmótið er skrifar haldið þó íþróttin hafi verið stunduð hér á landi í 6 ár. Iðkendur eru nú um 240 í þremur félögum, ÍR, Fjölni og Ármanni. Upphafið má rekja beint til Michael Jörgensen, sem kom hingað frá Danmörku 1989 og kynnti íþróttina. „Framfarirnar eru greinilegar og stórt skref tekið fram á við enda er stefnan að halda Norðurlandamótið 1996 hér á landi.“ í +70 kg flokki, sem sterkustu mennirnir eru í, varði Ólafur Bjömsson, ÍR, íslandsmeistaratitil sinn. „Það kom ekkert annað til greina en halda mínu og þó keppn- in hafi verið erfið var engu að síður mjög gaman. Þetta er mikið spurn- ing um hugarfar og aldrei má van- meta andstæðinginn," sagði Ólafur en hann er einnig Kvondómaður íslands. Taekwondo er sjálfsvarnaríþrótt og svipar til karate nema hvað f Taekwondo eru fætur aðallega not- aðir í bardaga. Keppendur fá hjálm og hlífar fyrir hendur, fætur og maga. Bardaginn er þrjár þriggja mínútna lotur og fá keppendur stig fyrir högg og spörk. GUDMUNDUR Stephensen, íslandsmeistarl í borðtenn- Is, lentl í öðru sæti á boðs- mótl BTÍ eftir spennandi úr- slltaviðureign við Hasse Petterson. eldri en Guðmundur. íslendingar geta vel við unað, því þarna áttu þeir í höggi við sterk- ustu unglinga Evrópu í þessum ald- ursflokki. Víst er að þetta vár mikil- væg reynsla fyrir okkar fremstu unglinga. Sýnt var að þeir stóðu Svíunum ekki langt að baki og með meiri reynslu á alþjóðlegum mótum er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. 100 keppendur á landsmóti Skíðamót íslands verður sett á ísafirði annað kvöld. 100 kepp- endur eru skráðir til leiks í alpa- og norrænum greinum. Dagskrá mótsins er sem hér segir: Miðvikudagur: Mótssetning í ísafjarðarkapellu kl. 20.30 Fimmtudagur: Keppni í göngu hefst í Tungudal kl. 13.00. Keppt verður í 5. km göngu kvenna, 10 km göngu pilta og 15 km göngu karla. Föstudagur: Stórsvig karla og kvenna í Tungudal og hefst keppni kl. 10:00. Keppni í boðgöngu karla og kvenna fer einnig fram í Tungudal og hefst kl. 13.00. Laugardagur: Svig karla og kvenna á Seljalandsdal og hefst keppni kl. 09.00. Svigið er einnig liður í alþjóðamótaröð Skíðasam- bandsins og verða erlendir keppendur með í mótinu. Sunnudagur: Alþjóðlegt svigmót (Icelandair Cup) í karla og kvennaflokki á Seljalandsdal hefst kl. 09.00. Samhliðasvig í karla og kvennaflokki strax á eftir, eða um kl. 15.00. í Tungudal hefst keppni kl. 11.00 í göngugreinum; 7,5 km göngu kvenna, 15 km göngu pilta og 30 km göngu karla. Verðlaunaafhending verð- ur í Menntaskólanum kl. 20.30 BLAK HK ætlar titilinn Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri Islandsmeistarar HK tryggðu sér sæti í úrslitum íslands- móts karla í blaki með 3:1 sigri gegn KA á Akureyri sl. sunnudags- kvöld. Kópa- vogsmenn unnu fyrri leikinn með sama mun en þurftu að hafa töluvert fyrir sigrinum í KA- heimilinu. Heimamenn byijuðu betur og unnu fyrstu hrinuna 15:9 eftir að hafa komist í 8:0. Gestirnir voru hreinlega ekki vaknaðir. Önnur hrina var löng og ströng. HK-menn löguðu vömina og miðjusóknirnar hrukku í gang. Lokatölur í hrinunni urðu 15:11 HK í vil. í þriðju hrinu sigraði HK 15:9 eftir mikla baráttu um miðbikið en í þeirri fjórðu varð spennufall. HK komst í 10:1 og vann örugglega 15:6. Rússinn Korneev og Sigurður A. Ólafsson vora sterkir hjá KA en liðsheildin var betri hjá HK. Bandaríkjamaðurinn Mark Andrew, Guðbergur Eyjólfsson og Vignir Hlöðversson áttu skínandi leik. Við vissum að við áttum að vinna þá og hugarfarið var ekki rétt í byijun. Eftir að við feng- um spark var þetta engin spurn- ing. Þróttur er eina liðið sem við höfum verið í vandræðum með í vetur en við ætlum okkur að sjálfsögðu að halda titlin um,“ sagði Guðbergur Eyjólfs son, hinn snjalli uppspilari HK við Morgunblaðið á eftir. Víkingur I vandræöum Kvennalið KA og Víkings mættust öðra sinni í undanúr- slitum íslandsmótsins að lokn- um leik karlanna í KA-húsinu á sunnudagskvöldið. Leikurinn var sveiflukenndur og mjög spennandi á köflum en Víkings- stúlkur hrósuðu sigri 3:1 og eru komnar í úrslit. Fyrsta hrinan var ævintýra- leg. Víkingsstúlkur komust í 13:0 en þá tóku áhorfendur að hvetja KÁ-stúlkur sem fylltust eldmóði og skoruðu 7 stig í röð. Víkingur marði þó sigur, 15:12. Önnur hrinan var geysilega jöfn og skemmtileg. Stúlkurnar í KA voru undir 12:14 eins og í fyrstu hrinu en nú fóru þær alla leið og unnu 17:15. Þessi átök virt- ust taka toll af þreki KA- stúlkna og Víkingur gekk á lag- ið og vann þriðju hrinu 15:3 og þá fjórðu 15:6. Vert er að geta þess að Oddný Erlendsdóttir átti stjörnuleik fyrir Víking og Hrefna Brynjólfsdóttir var öflug hjá KA. „Þetta var mjög sveiflukennt hjá okkur og við vissum að KA-stelpurnar myndu gefa sig allar í leikinn, enda síðasta tækifæri þeirra. Okkur tókst þó að hrista þær af okkur í lokin og nú ætlum við að fara alla leið og vinna titilinn,“ sagði Björg Erlingsdóttir, fyrirliði Víkingsstúlkna. Reykjavíkurmótið EIS 1995 ^ Þriöjudagur 4. apríl ki. 20.00 KR - Fylkir Gervigrasið Laugardal BORÐTENNIS SKIÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.