Morgunblaðið - 08.04.1995, Qupperneq 1
MENNING
LISTIR
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 blaðJL/
Morgunblaðið/Á. Sæberg
SMÁRI Ólafson organisti í Digraneskirkju ætlar að syngja Passíu-
sálmana eins og þjóðin söng þá á síðustu öldum.
ERU Passíusálmamir ekki
lesnir einu sinni á ári í
útvarpið, á föstunni — er
eitthvað meira um það að
segja? spyr ég Smára. „Já,“ svarar
hann viss í sinni sök. „Þar liggur
hundurinn grafinn. Sálmamir eru
einmitt lesnir nú á dögum, en frá
tíð skáldsins voru þeir ávallt sungnir
í þjóðlegum söngstíl."
Tónlistarmenntun Smára Ólafs-
sonar er víðtæk. Hann stundaði nám
við „Hochschule fúr Musik und Dar-
stellende Kunst“ í Vínarborg í níu
ár. Fyrstu fjögur árin lagði hann
stund á tónfræði og hljómsveitar-
stjóm en kynntist Passíusálmum
Hallgríms og færði sig þá yfír í
kirkjutónlistardeild og tónlistarrann-
sóknir í sama skóla. Hann vinnur
nú að gerð doktorsritgerðar um þjóð-
lög við Passíusálmana. „Kjami þess
efnis sem ég er að rannsaka er uppr-
uni og þróun þeirra laga sem Hall-
grímur gefur upp sem lagboð eða
braglínu sem greinir lag við ljóð
Passíusálmanna."
Af éfni í rannsókn sína segist
Smári hafa nær endalaust. „í raun
er alveg makalaust hvað mikið er
til af upptökum frá miðbiki aldarinn-
ar af þessum söng, bæði hjá Ríkisút-
varpinu og Handritastofnun Arna
Magnússonar." Smári segist einnig
skoða öll handrit og bækur sem til
em frá 16. öld fram á okkar daga
og skrá niður hvert lag fyrir sig. „Eg
ber saman þá þróun, sem hefur átt
sér stað í niðurritunum, við uppmna
laganna. Þau hafa vitanlega breyst
í meðfömm þjóðarinnar í gegnum
aldimar og fengið svip af þeim tón-
listarhætti sem hér var ríkjandi. Þó
gamla sálmasöngshefðin, og þar með
talin söngur Passíusálmanna fari út
úr kirkjunni á seinni hluta 19. aldar
þá lifði söngur Passíusálmanna á
heimilum. Stór hluti guðsþjónustu-
Þjóðlegur fróð-
leikur í tónum
haldsins fór fram á bæjum. Þar vom
húslestrar. Á föstunni vom Passíu-
sálmamir sungnir, lesið úr píslarsög-
unni og síðar hófst kvöldvaka. En
þetta breyttist gjörsamlega með til-
komu útvarpsins."
Hallgrímur Pétursson fæddist árið
1614. Hann var eitt helsta skáld ís-
lendinga, en er þekktastur fyrir Pass-
íusálmana sem hafa verið ein helstu
trúarljóð okkar frá 17. öld. Passíu-
sálmar Hallgríms em 50 talsins og
fjalla um pínu Krists á krossinum.
Smári segist vera mjög heillaður af
sálmunum og hefur eigin skýringar
á því hvers vegna þeir hafí haldið
vinsældum. „Ég tel það vera annars
vegar vegna þess hve hörð predikun
hans um umvöndun og eftirbreytni
er, og hins vegar kemur fram í sál-
munum djúp iðmn og yfírbót í 1.
persónu, sem er samt alltaf almenn
þannig að maður getur alltaf gert
hana að sínum eigin. Manneskjan
sem birtist í textunum er sjálf breysk
eins og allar mannverur, og á í erfíð-
Smári Ólafson er fjöl-
menntaður tónlistar-
maður sem hefur gert
Passíusálma Hallgríms
Péturssonar að hugðar-
efni sínu til fjölda ára.
Þórný Jóhannesdóttir
fræddist um þetta
helsta áhugamál tón-
listarvísindamannsins.
leikum með að trúa. Þetta orkar
sterkt á mig.“
Smári segir að í dag sé Hallgrím-
ur sakaður um að hafa ekki haft
gott brageyra. „En það er ekkert
skrýtið þar sem nú eru sálmar hans
sungnir með fjögurra radda útsetn-
ingum fyrir orgel sem undirspil. En
það er allt annað tónlistarkerfí en
það sem Hallgrímur samdi sína sálma
við. Það er önnur hrynjandi sönglags-
ins sem breyttist með tilkomu orgels-
ins. íslenska sönghefðin byggir á
söng sem var í hámarki í Evrópu um
1200 en hafði nær algerlega þurrk-
ast út á 17. öld. Þannig get ég sagt
að það sönglag sem sungið var hér
fram í byrjun 20. aldar megi sækja
aftur til 12. aldar.“
Smári ræðir um þróun tónlistar á
meginlandi Evrópu og á íslandi fyrr
á öldum og segir að rétt eftir 1600
hafí sú tónlist og kveðskapur í Evr-
ópu sem íslenska tvísönglagið á ræt-
ur sínar að rekja til breyst: „Tónlist-
in er negld niður í fastar atkvæða-
bundnar áherslur sem koma alltaf á
sömu stöðum. Stærsti hluti tónlistar
sem við þekkjum í dag er byggður
SJÁ BLS. 2.
LR gagnrýnt
fyrir ódugnað
við tekjuöflun
FORMAÐUR Leikfélags Reykjavík-
ur segir það hafa legið undir gagn-
rýni borgarinnar fyrir ódugnað við
að afla tekna með útleigu Borgar-
leikhúss. Félagið hafi sárlega vant-
að 50-70 milljónir í styrk árlega.
Samstarfsnefnd á vegum borgar-
stjóra sem yfirfarið hefur rekstur
Borgarleikhússins skilar tillögum
sínum innan skamms. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er þar
m.a. rætt um að auka útleigu húss-
ins og opna það betur fyrir fijálsum
leikhópum en gert hefur verið^til
þessa. Hjörleifur Kvaran borgarlög-
maður segir ljóst að leikhúsið hafi
ekki verið markaðssett sem skyldi.
Stofnskrárbreyting skoðuð
í gildandi stofnskrá milli borgar-
innar og LR um Borgarleikhúsið,
segir að félagið hafi úrslitavald um
hvort og hvaða leiklistarstarfsemi
fer inn í húsið. Hjörleifur segir að
borgin gæti ekki þrýst á um að
opna húsið fyrir öðrum leikhópum
nema með breytingum á stofn-
skránni, og eitt af því sem verið
sé að skoða er hvort til greina komi
að breyta henni. Einnig hafi þróun
styrkveitinga Reykjavíkurborgar til
LR verið í athugun.
■ Aukin útleiga/D8
Gróska í leik-
húsi í New York
Boston. Morgunblaðið
ÞRÍR einþáttungar eftir David
Mamet, Elaine May og Woody
Allen á sviði Variety Arts-leik-
hússins neðarlega á austanverðri
Manhattan, hafa vakið athygli í
New York og hlotið góða aðsókn.
Þáttur Woody Allen, Central
Park West, þykir sýnu bestur.
Allen fæst við gamalkunnugt
efni; ástir og örlög, taugaveiklun
og óöryggi New York-búa af efri
millistétt. Samtölin eru meitluð
og ærslafullur húmor fleytir kerl-
ingar á undiröldu alvörunnar.
Þetta er ekki eina verkið sem
vert er að sjá í New York um
þessar mundir. Uppsetning Circle
in the Square-leikhússins á Vanja
frænda eftir Chekov með Tom
Courtenay, James Fox og
Amöndu Donohoe er eftirlæti
gagnrýnenda.
Forsýningar eru að hefjast á
Les Parents Terribles eftir Jean
Cocteau með Kathleen Turner
(Body Heat, Serial Killer Mom)
í aðalhlutverki. Mikil aðsókn
var að leikritinu Englar yfir
Ameríku eftir Tony Kushner, en
uppsetning þess kostaði 2,2 millj-
ónir Bandaríkjadollara og var
enn tap á því þegar sýningum
var hætt í desember, þótt það
hefði gengið í eitt og hálft ár.
■ Að bjóða/7