Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 8
8 D LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
____________________________MENMIIMG/LISTIR____________________________
Tillögur um breytíngar á starfsemi Borgarleikhúss væntanlegar á næstunni
Breytt stofn-
skrá og aukin
útleiga rædd
Fréttaskýring
Samstarfsnefnd milii Leikfélags
Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar
sem borgarstjóri skipaði í lok janúar
til að yfírfara rekstur Borgarleik-
hússins frá upphafi, mun skila niður-
stöðum um miðjan þennan mánuð.
í grein Sindra Freyssonar kemur
fram að þær muni sennilega inni-
halda tillögur um frambúðarskipan
innan hússins sem fela í sér talsverð-
ar breytingar á fyrri háttum.
Kjartan Ragnarsson.
Höfum verið að spila
eins konar rússneska
rúllettu og tekið
mikla áhættu.
Hjörleifur Kvaran.
Ekki von á að gengið
verði á hagsmuni LR
nema í góðu sam
komulagi við félagið.
HJÖRLEIFUR Kvaran
borgarlögmaður, annar
fulltrúi Reykjavíkur-
borgar í nefndinni, segir
ljóst að Borgarleikhúsið hafi ekki
verið markaðssett sem skyldi. Hugs-
anlega sé ekki við Leikfélag Reykja-
víkur eitt að sakast heldur borgina
einnig að hafa ekki reynt að sjá til
þess að svo væri gert. Menn telji
að nýta mætti húsið betur og þá
m.a. fyrir aðra starfsemi. í skoðun
sé meðal annars að opna Borgarleik-
húsið betur fyrir frjálsum leikhópum
en verið hefur, en einnig sé ljóst að
unnt sé að nýta húsið fyrir ýmislegt
annað en leiklist. Stóra salinn mætti
t.d. nýta fyrir ráðstefnur og mark-
aðssetja húsið að öðru leyti til að
skapa meiri tekjur til að standa bet-
ur undir rekstri LR. Nú þegar hafi
húsið verið leigt undir starfsemi
ótengdri leiklist, t.d. aðalfundi stór-
fyrirtækja. Áþekka starfsemi megi
hugsanlega auka og leigja út sali
þann tíma sem húsið er ekki í notk-
un undir leiklist.
Styrkveitingar í athugun
Milli LR og Reykjavíkurborgar er
í gildi stofnskrá um Borgarleikhúsið
sem ekki er hægt að breyta eða rifta
án samþykkis beggja. í stórum
dráttum segir stofnskráin að Borg-
arleikhúsið sé ætlað LR og félagið
hafi úrslitavald um hvaða leiklistar-
starfsemi fari inn í húsið og hver
ekki. Hjörleifur segir að borgin gæti
ekki þrýst á um að opna húsið fyrir
öðrum leikhópum nema með breyt-
ingum á stofnskránni. „Eitt af því
sem verið er að skoða er hvort til
greina komi að breyta stofnskránni.
Við höfum einnig skoðað styrkveit-
ingar Reykjavíkurborgar og hvernig
þær hafa þróast á undanfömum
ámm, en því er ekki að leyna að
rekstur LR hefur gengið verr í nokk-
ur ár en menn hefðu kosið," segir
hann.
Aðspurður hvort til greina komi
að knýja á um breytingar á stofn-
skrá með endurskoðun á styrkveit-
ingum borgarinnar, segir Hjörleifur
ljóst að hvergi sé kveðið á um hversu
hár styrkur borgarinnar eigi að vera.
Hann sé ákveðinn frá ári til árs, en
aldrei hafi gerst í sögu LR að styrk-
urinn hafi verið lækkaður svo hann
viti og hann eigi ekki von á að til
þessa ráðs verði gripið.
Kjartan Ragnarsson, formaður
LR, segir að þótt borgarstjóri vildi
heimila fijálsum atvinnuleikhópum
aðgang að Borgarleikhúsinu til jafns
á við LR, væm hendur hans bundn-
ar, sökum fyrrnefndrar stofnskrár.
Hitt sé annað mál að endurskoðun
á starfseminni í Borgarleikhúsinu
sé gerð í fullri vinsemd milli LR og
borgarstjóra. „Borgarstjóri tók það
skýrt fram á nýliðnu málþingi um
menningarmál á vegum Reykjavík-
urborgar, að stöðu LR í Borgarleik-
húsinu yrði ekki haggað nema með
samþykki LR. Ég held því að sögu-
sagnir um aukinn aðgang leikhópa
að leikhúsinu séu úr lausu lofti
gripnar. Þær eru þó kannski eðlilegt
framhald af gagnrýni þeirri sem
beindist að LR á málþinginu og í
fjölmiðlum þegar fjallað var um
málþingið. Sú gagnrýni er alveg
eðlileg, því að bærinn er fullur af
velmenntuðu og hæfileikaríku leik-
húsfólki sem er ófullnægt og vill fá
tækifæri," segir hann.
50-70 milljónir skort á ári
Kjartan segir LR hafa alla tíð
haldið því fram að samkvæmt áætl-
unum um rekstur Borgarleikhúss
vanti mjög mikið upp á styrkveiting-
ar borgarinnar til að hægt sé að
starfrækja það í fullum rekstri sem
stórt atvinnuleikhús. „Þetta hefur
verið einhvað sem við höfum viljað
líta á sem tímabundið ástand, er
þyrfti að vinna upp smám saman,
en okkur hefur vantað 50-70 milljón-
ir í styrk árlega. Nýr meirihluti í
borgarstjórn vill skoða málið og at-
huga hvort þetta sé nákvæmlega sú
þróun sem á að verða og hefur hug-
myndir um að borgin eigi ekki mjög
mikla peninga til að leggja meira í
menningu um leið og hún eigi að
vera mjög áberandi í menningunni.“
Kjartan kveðst ekki eiga von á
að Borgarleikhúsið verði opnað
meira að öðru leyti fyrir utanaðkom-
andi leiklistarstarfí en nú er, en
vissulega sé ekki óhugsandi að LR
myndi breyta áherslum sínum í þá
veru. „Okkur er sniðinn ögn þröngur
stakkur á því sviði vegna þess að
við erum með samninga við Félag
íslenskra leikara og fijálsir leikhópar
vinna ekki samkvæmt samningum.
Spumingin er því hvort sé um að
ræða atvinnuleikhús með undirskrif-
aða samninga við stéttarfélög lista-
manna eða ekki,“ segir Kjartan.
Nýir hópar gætu aukið
á styrki borgar
Hjörleifur minnir á að fram hafi
komið hörð gagnrýni á að Borgar-
leikhúsið sé eingöngu nýtt af LR.
Margir aðrir leikhópar líti húsið hýru
auga og fínnist eftirsóknarvert að
fá þar inni fýrir starfsemi sína. „Eitt
af því sem menn hafa líka viljað
skoða er hvaða hópar það em og
undir hvers konar starfsemi húsið
hentar. Ekki er hlaupið að því að
setja upp stór og mikil verk ef menn
eru að tala um aðgang að stóra svið-
inu. Ég geri því ráð fyrir að þeir
aðilar sem þar kæmu til með að
æskja eftir aðstöðu, myndu væntan-
lega líka þurfa einhveija íjárhagsað-
stoð. Kæmu nýir hópar inn, gæti það
aukið enn frekar á styrkveitingar
borgarsjóðs, enda má telja á fingrum
annarrar handar þau skipti sem leik-
list hafi verið rekin með umtalsverð-
um hagnaði," segir Hjörleifur.
Hann kvaðst ekki vilja tjá sig um
hvort til greina komi að fjármála-
stjórn Borgarleikhússins færist úr
höndum LR og annaðhvort til borg-
arinnar eða einhverra aðila sem hún
myndi skipa til slíks verks.
Ekki sé við fjármálastjóm að sak-
ast í stórum dráttum, falli leikverk
í fjárhagslegu tilliti og farið sé fram
úr fjárhagsáætlun. Sem dæmi megi
nefna að ef leikverk sem vonast
hafi verið eftir að yrði sýnt 40 sinn-
um, sé ekki sýnt nema 20 sinnum,
sé það meiriháttar áfall fyrir LR.
Menn viti ekki fýrirfram hveijar við-
tökur áhorfenda verða, eins og t.d.
sýningar á söngleiknum Kabarett
leiði í ljós en þeim hefur nú verið
hætt.
Hjörleifur kveðst ekki eiga von á
að gengið verði á hagsmuni LR nema
í góðu samkomulagi við félagið.
Venjulegri efnisskrá breytt?
Kjartan kveðst telja sýnt að ann-
aðhvort verði styrkari stoðum rennt
undir starfsemi LR eins og hún hafi
verið, eða að stefnunni verði að ein-
hveiju leyti breytt frá LR þannig
að starfsemim sem þar fari fram
verði meira í samræmi við raunveru-
leikann. „Umfangið gæti t.d. minnk-
að að einhveiju leyti. Við höfum
verið að spila eins konar rússneska
rúllettu að því leyti hvað við höfum
haft mikið umleikis og tekið mjög
mikla íjárhagslega áhættu. Til dæm-
is væri hægt að hugsa sér að ekki
verði rekin venjuleg efnisskrá eins
og verið hefur á vegum Leikfélags-
ins og í stöðunni eru einnig ýmsir
stjómunarlegir möguleikar," segir
Kjartan.
„Sérstaklega er það til umhugsun-
ar hvort húsið geti aflað meiri pen-
inga með útleigu, því að í fram-
kvæmd hefur það verið svo til þessa,
að þær húsaleigutekjur sem við höf-
um fengið inn á húsinu hafa komið
til frádráttar styrknum til okkar. Því
hefur það verið beinlínis letjandi fyr-
ir okkur að leigja húsið út. Við höf-
um legið undir gagnrýni borgarinnar
fyrir hvað við höfum verið ódugleg
við afla tekna með að leigja húsið
út, en jafnframt hefur það verið við-
urkennt að forsendan fyrir því að
við leggðum okkur mjög við það
væri heldur lítil. Hver maður getur
séð að það fyrirkomulag hefur verið
eintóm vitleysa. Einnig hefur komið
skýrt fram að borgin myndi ekki
skipta sér af LR og því listræna
starfi sem þar fer fram.“
Flugfélagið Loftur
Boðið að setja
upp Hárið
í Barcelona
Morgunblaðið/Kristinn
BALTASAR leikstýrði einnig Hárinu hér heima og lítur á tæki-
færi sitt til leikstjórnar í Barcelona sem skemmtilegt ævintýri.
LEIKHÚSFYRIRTÆKI í Barcelona,
Only Productions, hefur boðið Flug-
félaginu Lofti að setja upp söngleik-
inn Hárið á Spáni. Samningar eru
því sem næst frágengnir, en eftir
er að reka endahnútinn á þá, að
sögn Baltasar Kormáks, leikstjóra,
sem kemur til með að leikstýra verk-
inu, en hann var einnig leikstjóri
þess hér heima.
„Tildrögin eru þau að ég fór sl.
haust á fund spænsku aðilanna með
efni frá sýningunni hér heima og
þeir hrifust mjög af. Síðan hefur
þetta þróast út í það að komast á
alvöruskrið. Eftir er að ganga frá
hvort ég fæ að taka aðra þá, sem
stóðu að listrænni stjóm hér heima
með mér, s.s. dans- eða tónlistar-
stjóra, en að öðru leyti á ég von á
því að þátttakendur í sýningunni
verði allir spænskir. Hugsanlega
verður sýningin þar þó ívið stærri í
sniðum en hún var hér heima þar
sem að leikhúsið sjálft er mun
stærra," segir Baltasar.
Hann segir verkefnið vera mjög
spennandi viðfangsefni þar sem að
mætast ungir listamenn frá tveimur
ólíkum þjóðum. Baltasar á von á því
að fara utan með haustinu og að
æfingar standi yfír í hálfan annan
mánuð áður en að frumsýningu kem-
ur í Barcelona.
Aðspurður um hvað þessi samn-
ingur þýddi fyrir hann sem leik-
stjóra, segir hann að án efa væri
um að ræða afskaplega ánægjulegan
einn og hálfan mánuð. Mér fínnst
þetta mjög spennandi. Pabbi minn
er alinn upp í Barcelona og ég fékk
enga betri hugmynd en þá að reyna
að leita uppruna míns þar sem að
karl faðir minn er búsettur hér. Ég
hef aldrei búið sjálfur í Barcelona,
en komið þangað nokkrum sinnum.
Þetta er bara eins og lítið ævintýri,
sem bólgnað hefur út. Ég fékk þessa
hugdettu einhvern tímann þegar ég
sat niður í Gamla Bíói og nú er hún
að verða að veruleika. Ég lít fyrst
og fremst á þetta sem skemmtilegt
ævintýri og ef maður getur farið
réttu megin við núllið út úr þessu,
er ég ánægður,“ segir Baltasar.
Rocky Horror
Söngleikurinn Hárið var frum-
sýndur í Gamla Biói í júlí í fyrrasum-
ar og gekk við fádæma vinsældir til
áramóta að hætta varð sýningum
vegna uppfærslu ópei-unnar „La Tra-
viata“. Sýningar á Hárinu voru að
nálgast hundrað talsins þegar þeim
var hætt.
Baltasar Kormákur segir að Flug-
félagið Loftur stefni nú að frumsýn-
ingu á öðrum vinsælum söngleik,
„Rocky Horror Picture Show“ í júlí
í sumar og því þurfi hann að byija
á því að leikstýra því áður en hann
snýr sér til Barcelona í Hárið. „Pruf-
ur verða opnar öllum, líkt og fyrir-
komulagið var þegar ráðið var fólk
í Hárið, og komum við til með að
ráða í hlutverkin að þeim loknum.
Það er ekkert sjálfgefíð að þeir, sem
pössuðu í hlutverk í Hárinu, henti í
hlutverk í Rocky Horror. Við gefum
öllum færi á að spreyta sig og veljum
svo besta liðið.“
Baltasar Kormákur segir að ekki
liggi fyrir hvar söngleikurinn verður
sýndur, en verið sé að leita að hús-
næði, sem gefi meiri möguleika en
Gamla bíó og það varanlegt hús-
næði, en félagið stendur nú í samn-
ingaviðræðum vegna húsnæðismála.