Morgunblaðið - 08.04.1995, Síða 2
2 D LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þjóðlegur fróð-
leikur í tónum
á þessum áhersluskipta kveðskap og
tónuppbyggingu. En sá íslenski mið-
aldakveðskapur sem Hallgrími er
tamur, byggir á öðrum forsendum
þar sem áherslur geta komið á mis-
munandi stöðum; nýja tónlistin kem-
ur ekki heim og saman við þá hefð
sem hér ríkti.
Því varð það að þessi gamla tón-
listarmenning hlaut ekki náð fyrir
eyrum þeirra sem höfðu menntast
erlendis í klassískri tónlist sem á
sitt upphaf á 16. öld. Þess vegna
ruddi allt annað tónlistarkerfi sér til
rúms hérlendis á 19. öld. En tónlist
sú sem Passíusálmamir voru sungn-
ir eftir féli smám saman í gleymsku."
íslendingar áhugalausir um
eigin menningu
Oft mætti halda að gamla íslenska
þjóðmenningin væri einungis úr bók.
I það minnsta virðast áherslur á
lærdóm og menntun benda til þess.
Smári tekur undir þessi orð og seg-
ir, ,já, og það er heldur ekki óal-
gengt að menn álíti sem svo að Is-
lendingar hafi byijað að syngja þeg-
ar fyrsta orgelið kom í kirkju árið
1840. En sú er víst ekki raunin."
En hvernig hefur gengið að vinna
rannsókninni lið hérlendis?
„Illa. Ég vil benda á að þrátt fyr-
ir að til séu stöður fyrir meira en
800 tónlistarkennara í tónlistarskól-
um vitt og breitt um landið þá er
engin staða fyrir á íslandi.“ Smára
er mikið niðri fyrir. „Það eru fáir
sem sýna efninu athygli; vegna þess
að það er ekki til í kerfínu þá er líkt
og enginn hafi áhuga á að bæta ein-
hverju við.“ Hann heldur áfram og
segir með áhersiu: „Þetta er okkar
eigin menning. Þjóðlegur arfur sem
þróaðist hér í mörghundruð ár, leið
undir lok en hvarf ekki með öllu. Á
íslandi hefur tónmennt þessi varð-
veist í gömlum nótum sem og upp-
tökum frá fyrstu tugum aldarinnar
og ég tel að íslendingar ættu að
vera þess megnugir að veita fé í
rannsóknir á þessu sviði jafnt sem
öðrum sviðum ísienskrar menning-
ar.“
Dagskrá Smára Ólasonar hefst í
Digraneskirkju mánudaginn 10.
apríl kl. 20.30 með fyrirlestri hans
um Passíusálma Hallgríms Péturs-
sonar og rannsóknir hans á gömlu
lögunum við þá. Fimmtudaginn 13.
apríl kl. 18 verða sálmar 1 til 14
sungnir, föstudaginn 14. apríl kl. 11
og 16 verða sálmar 15 til 45 sungn-
ir og laugardaginn 15. apríl kl. 16
verða sálmar 46 til 50 sungnir. Á
undan hveijum sálmi verður lesið
úr píslarsögunni. Flytjendur ásamt
Smára eru nemendur úr Tónskóla
þjóðkirkjunnar.
Höfundur er lausamaður í
blaðamennsku.
Samsýning í Norræna húsinu
SÝNING á verkum Bjöms Birnis, Hafsteins Aust-
manns, Helga Gíslasonar og Valgerðar Hauks-
dóttur í sýningarsölum Norræna hússins verður
opnuð í dag kl. 15. Á sýningunni eru málverk,
höggmyndir og verk unnin á pappír.
Björn Birnir lauk námi við Myndlistadeild
Handíða- og myndlistaskóla íslands 1949 og
teiknikennaraprófí við sama skóla 1952. Hann
hélt fyrst sýningu í Norræna húsinu 1977 og
hefur síðan sýnt víða.
Hafsteinn Áustmann stundaði nám við Hand-
íða- og myndlistaskóla íslands 1952-54. Hann
hefur farið í námsferðir til annarra landa meðal
annars til parísar og Rómaboergar. Hafsteinn sat
í listaráði Listasafns íslands árin 1988-94. Hann
hefur haldið margar einkasýningar og sýndi fyrst
'fS -
Morgunblaðið/Á. Sæberg
LISTAMENNIRNIR að hengja upp verk sín.
í Listamannaskálanum við Austurvöll 1956.
Helgi Gíslason er myndhöggvari. Hann lauk
námi við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1969
og stundaði síðan nám við Valands listaháskólann
í Gautaborg 1971-76. Hann var einnig aðstoðar-
kennari þar 1973-75. Hann hefur tekið mikinn
þátt í félagsstörfum myndlistarmanna og sat í
listaráði Listasafns íslands 1984-88. Helgi hefur
haldið margar einkasýnigar hér heima og í Þýska-
landi.
Valgerður Hauksdóttir hlaut myndlistarmennt-
un sína í Bandaríkjunum. Hún hefur haldið einka-
sýningar og tekið þátt í samsýningum hérlendis
og erlendis meðal annars á Norðurlöndum, í Evr-
ópu, Bandaríkjunum, S-AFríku, Indlandi og Kína.
Valgerður hefur kennt við grafíkdeild MHÍ frá
1983, deildarstjóri grafíkdeildar 1987-1994 og
aðstoðarskólastjóri frá 1994.
Nýtt gamanleikrit á fjölunum í Kaupmannahöfn
ÞAÐ er tekist hraustlega á í leikritinu „Læti á Grænlandsísnum'
Aumingja Græn
lendingarnir
SAGT er að þýskir ferðamenn í
Danmörku furði sig á öllum
drukknu Japönunum sem sitja á
bekkjum við Strikið og ríghalda í
plastpoka sem glamrar í. Það sem
Þjóðveijar vita ekki, er að hér eru
á ferð Grænlendingar sem hafa
dagað uppi hjá nýlenduherrunum
í Kaupmannahöfn. I vikunni var
frumsýnt þar í borg nýtt danskt
leikrit, „Læti á Grænlandsjökli“
(Halloj pá indlandisen), þar sem
tekið er á ofdrykkju og öðrum
vandamálum sem margir Græn-
lendingar hafa átt við að stríða
er þeir halda til Danmerkur, á
meinfyndinn hátt.
Höfundar verksins eru Nikolaj
Cederholm og Jesper Hyldegaard
en báðir eru dönskum leikhúsgest-
um að góðu kunnir. 1 fyrstu hugs-
uðu þeir sér að semja alvarlegt
leikhúsverk um Grænland og
áfengis- og eiturlyfjavandann.
„Við áttuðum okkur fljótt á því
að það yrði ekki sérlega skemmti-
legt áhorfs og því ákváðum við
að semja gamanleikrit um þetta
mjög svo lítt fyndna efni,“ segir
Cederholm.
Verkið er byggt upp í kringum
kaffisamsæti á Grænlandi. Þar eru
sagðar sögur og ein þeirra er af
stúlkunni Aviaju, sem heldur til
Danmerkur til að læra hjúkrun en
lendir hins vegar í klóm áfengis-
sýkinnar. Velviljaður félagsráð-
gjafí ákveður að senda Aviaju og
sambýlismann hennar, hinn
danska Torben, til Grænlands í
afvötnun og áður en þau vita af
eru þau flækt í net glæpamanna
og hinn æsilegasti eltingarleikur
hefst, sem aðstandendur verksins
segja í sönnum Spielberg-anda.
Lýsingin á verkinu kann að
hljóma ótrúlega lík hinni geysivin-
sælu „Lesið í snjóinn“ (Froken
Smillas fornemmelse for sne) eftir
Peter Hoeg en höfundarnir sveija
af sér öll tengsl við söguna um
hina grænlensku Smillu.
Þveröfugt við hina dyggðugu
og ráðagóðu Smillu, stendur
Aviaja undir öllum fordómum
Dana um Grænlendinga, hún er
drykkjusjúklingur sem flestir taka
stóran sveig framhjá á götum úti.
Leikstjórinn Katrine Wiederman
viðurkennir fúslega að lýsingin á
Grænlendingunum sé gróf og ein-
kennist af kynþáttahatri en í verk-
inu sé verið að ijalla um klisjur.
„Ætlun okkar er að blanda saman
„tragedíu“ og gríni, að henda
gaman af því sem er svo slæmt
að það gæti varla verið verra.“
Grænlendingar virðast ekki
ætla að taka verkið illa upp, því
fyrstu fimmtíu miðana sem seldir
voru, keypti grænlenska heima-
stjórnin.
„Læti á Grænlandsísnum" er
sýnt hjá Dante-leikhópnum sem
hefur aðsetur á Fredriksberg Allé.
Byggt á Politiken.
Tormeltur Debussy slær í gegn
NÝJASTI smellurinn á sviði Metropolit-
an- óperunnar í New York er eins
ólíklegur og hugsast getur, þriggja tíma
ópera sem státar ekki af neinum aríum
eða mikilfenglegum aðalpersónum. Engu
að síður hefur uppsetningin á Pelléas et
Mélisande eftir Claude Debussy slegið í
gegn, þökk sé leikstjóranum Jonathan
Miller, hönnunarliði hans, James Levine,
hljómsveit og söngvurunum, sem standa
sig frábærlega.
Pelléas et Mélisande var sett upp hjá
Metropolitan fyrir 70 árum og féll ekki í
kramið hjá áhorfendum. En þó að með
árunum hafi tekist að þroska smekk óperu-
unnenda verður Pelléas seint talið verk
sem laðar að áhorfendur. Það var raunar
ætlun tónskáldsins Debussy, hann vildi
semja verk sem væri ekki skiljanlegt nema
litlum hópi fólks.
„Þegar kröfuharðir áhorfendur Metro-
politan-óperunnar sitja dolfallnir, án hjálp-
artexta í þijár klukkustundir, á viðburða-
snauðustu sýningu óperusögunnar, vitum
við að eitthvað er á seyði,“ segir í The
Financial Times um sýninguna. „Þetta
„eitthvað" er síðasta uppfærsla leikársins
hjá Metropolitan Pelléas et Mélisande.
í húsi þar sem sýningar eru jafnan stór-
ar og íburðarmiklar getur nú að líta upp-
setningu sem einkennist af hárfínni ná-
kvæmni og jafnvægis milli sviðs og hljóm-
sveitargryfju ... Hún er meistaralega
hljóðlát en endurspeglar þó hveija breyt-
ingu sem verður á blæbrigðum og tilfinn-
ingum.“
Óheppilegar yfirlýsingar
Sýningin afsannar rækilega óheppilegar
yfírlýsingar leikstjórans Millers um stöðu
Metropolitan-óperunnar skömmu fyrir
frumsýningu en hann sagði m.a. að áhorf-
endur vildu aðeins sjá stærstu stjömunar
í óperuheiminum, fastagestirnir krefðust
þess að sviðssetningarnar endurspegluðu
ríkidæmi þeirra sem á þær horfðu og að
söngvararnir hefðu meiri áhuga á því að
græða en að syngja. Áhorfendur sáu í
lega í hlutverki Mélisande.
gegnum fingur við Miller. Sýningin sló í
gegn á frumsýningu og óperuunnendur
tóku undraskjótt við sér, því miðar á aðra
sýningu voru rifnir út.
Pelléas et Mélisande er samið árið 1902.
Það er tekið úr verki eftir belgískan rithöf-
und, symbólistann Maeterlinck, og þykir
sagan um margt minna á verk Wagners.
Hún gerist á miðöldum í konungsríki á
strönd Frakklands. Golaud prins fínnur
Mélisande grátandi úti í skógi og fær lítið
að vita um fortíð hennar, nema að hún
hafi strokið að heiman. Golaud leiðir Méli-
sande heim og gengur að eiga hana. Pellé-
as yngri bróðir Golauds verður ástfanginn
af Mélisande og hún endurgeldur ást hans.
I afbrýðiskasti drepur Golaud bróður sinn
og Mélisande deyr þegar hún elur Golaud
dóttur.
Pelléas et Mélisande er síðasta sýning
leikársins hjá Metropolitan og er síðasta
sýningin á skírdag, 13. apríl. Samkvæmt
upplýsingum óperunnar eru enn til miðar,
eigi menn leið til New York um páskana.