Morgunblaðið - 08.04.1995, Side 4

Morgunblaðið - 08.04.1995, Side 4
T 4 D LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MEIMNING/LISTIR í hlutarins eðli - Studio Granda á Kjarvalsstöðum Einföld teikning verður að áþreifan- legnni veruleika I vesturforsal Kjarvalsstaða opnar í dag sýn- ------jp------------------------^------------ ingin I hlutarins eðli. Pétur H. Armannsson greinir frá því að um er að ræða nýjung í starfsemi Listasafns Reykjavíkur, þar sem starfandi arkitektum og hönnuðum er boðið að sýna verk sín í sýningarrými Kjarvalsstaða á hliðstæðum forsendum og listamönnum í öðrum greinum sjónlista. HLUTARINS eðli er sýning á ljósmyndum, líkönum og til- löguverkefnum eftir Studio Granda. Þessi hópur arkitekta var stofnaður árið 1987 af Margréti Harðardóttur og Steve Christer. Bæði útskrifuðust þau frá AA-arkitektaskó- lanum í London árið 1984, en nemend- ur og kennarar þess skóla eru þekktir fyrir að fara óhefðbundnar leiðir í hönnun. A árunum 1984-6 tóku þau þátt í þremur hönnunarsamkeppnum hér á landi án þess að hljóta verð- laun, en tillögur þeirra vöktu engu að síður athygli fyrir djarfar og nýst- árlegar lausnir. Tímamót urðu á ferli þeirra árið 1987 er þau hlutu 1. sæti í samkeppni um Ráðhús Reykjavíkur, en í beinu framhaldi af því fluttust þau til Reykjavíkur og Studio Granda varð til. Árið 1989 hlaut tillaga Studio Granda 1. verðlaun í alþjóðlegri sam- keppni ungra arkitekta um íbúðarhús í úthverfi Wiesbaden í Þýskalandi. Þá hlaut hópurinn 1. verðlaun í sam- keppni um hús Hæstaréttar íslands árið 1993. Fremur hljótt hefur verið um þá athygli sem verk Studio Granda hafa vakið erlendis, en nefna má að greinar um verk þeirra hafa birst í rúmlega fjörutíu erlendum fagtímarit- um. Með góðum árangri sínum í sam- keppnum hefur Studio Granda náð að skipa sér í fremstu röð meðal yngstu kynslóðar íslenskra arkitekta. Meiru skiptir þó að þau hafa fengið tækifæri til að sjá hugmyndir sínar verða að veruleika í byggingum. Þetta skapar þeim einnig vissa sérstöðu inn- an þess hóps sem þau eiga rætur sín- ar í, en margir af þekktustu kennurum og nemendum ÁÁ-skólans í London hafa sérhæft sig í kennslu og gerð framsækinna hugmyndaverka án þess að hafa starfað sem arkitektar að hönnun bygginga. Gott dæmi um þetta er Peter Cook, einn helsti kenn- ari AA-skólans til margra ára og leið- togi Arehigram-hópsins á 7. áratugn- um, sem skilgreint hefur fræðilega hugmyndasmíð sína á sviði bygg- ingarlistar sem „þjónustuiðnað við venileikann“. í sýningarskrá sem gefín er út í tilefni sýningarinnar á Kjarvalsstöð- um er að finna yfirlit yfir helstu verk Studio Granda á því átta ára tímabili sem hópurinn hefur starfað. Auk Ráð- húss Reykjavíkur og húss Hæstaréttar íslands er þar að finna minna þekkt verk, svo sem innkeyptar samkeppn- istillögur Margrétar og Steve að skipulagi Amarhóls, hjónagörðum við Háskóla Islands og skrifstofubygg- ingu Alþingis frá árunum. 1984-86. Af nýrri verkum má nefna tillögu að uppbyggingu nýs háskólahverfis fyrir Durham-háskóla á Englandi frá árinu 1994; Hús 19, sem er hugmyndaverk unnið í samvinnu við Þorvald Þor- steinsson myndlistarmann og litla við- byggingu við verslunina Eva-Comp- any að Laugavegi 42, sem fullgerð var fyrir skömmu. Þó svo tíu ár séu e.t.v. ekki langur tími á heilli starfsævi, einkum þegar svo ungt fólk á í hlut, má greina ákveðna þróun í verkum Studio Granda, þar sem reynsian af því að starfa sem arkitektar á íslandi og kljást við flókin tæknileg úrlausnar- atriði á byggingarstað hefur smám saman orðið sterkur áhrifavaldur. í tillögunni að Ráðhúsi Reykjavíkur frá 1987 má fínna ýmis atriði sem eiga skýrar rætur í hugmyndaheimi AA- skólans: hugmyndir um gagnsæja burðargrind er virðist svífa yfir fljót- andi yfirborði Tjarnarinnar, vísanir í vængi flugvéla í aðflugi og margþætt- ur samleikur vatnsfiatar og bygging- ar. Viðteknum, sígildum fyrirmyndum um formgerð og rýmislega uppbygg- ingu ráðhúss er hafnað og í staðinn sett fram nýstárleg hugmynd um opin- bera byggingu á Islandi sem stað þar sem borgin og náttúran mætast. Fátt er um beinar táknrænar skírskotanir í byggingunni, utan þess að merki Reykjavíkur, lóðréttar súlur andspæn- is gáróttum vatnsfleti, varð höfundum STUDIO Granda: Viðbygging við tískuverslun Eva-Company, Laugavegi 42 (1994). augljóslega tilefni innblásturs. Þá er slétt, hrá steinsteypan í burðargrind og útveggjum byggingarinnar hljóð- látur vitnisburður um þá byggingarað- ferð, sem mest hefur mótað ásýnd hinnar norðlægu höfuðborgar á þess- ari öld. Ráðhúsbyggingin er að vissu marki ögrandi í umhverfi sínu, ekki er gerð tilraun til áð fella form hennar og mælikvarða að yfirbragði timburhúsa- byggðarinnar við Tjömina. Hugsunin er sú að gamalt og nýtt geti vel búið saman sem skýrar andstæður, sem og að eyðing og endumýjun séu eðli- legir þættir í skipulagi borga, líkt og í hverju öðru lífrænu vistkerfi. Ekki eru allir sammála slíkum samlíking- um, en afstaða höfundanna virðist skýr hvað þetta varðar. í þessu sam- bandi er þó nauðsynlegt að gera grein- armun á tvennu. Annars vegar þeirri skipulagsákvörðun að reisa byggingu af þessari stærð við Tjömina. Hins vegar hugmyndafræðilegum forsend- um þeirrar samkeppnistillögu, sem valin var af dómnefnd til útfærslu. Sú háværa gagnrýni sem fram kom vegna byggingar ráðhússins og rætur á í réttmætum sjónarmiðum byggða- vemdar beindist í eðli sínu að fyrr- nefnda atriðinu. Hún hefur þó að nokkru leyti haft mótandi áhrif á af- stöðu fólks til verka Studio Granda, Byltingarkenndur Beethoven Rannsóknum á verkum Beethovens hefur fleygt fram undanfarin misseri og á síðasta ári vakti mikla athygli ný heildarútgáfa á sinfón- íunum níu. Arni Matthíasson kynnti sér á hvem hátt þær em frábmgðnar fyrri útgáfum. SEINT á síðasta ári kom út ný heildarútgáfa af sinfón- íum Beethovens undir stjórn Johns Eliots Gardiners. Víst eru það ekki tíðindi í sjálfu sér að gefin sé út slík heildarútgáfa, þær eru sennilega eitthvað á þriðja tug fáanlegar í dag, en útgáfa Gardiners vekur ekki síst athygli fyrir þá sök að hún byggist á nýlegum rannsókn- um á frumhandritum Beethovens og fjölmargar breytingar gerðar. Heildarútgáfur á sinfóníum Beet- hovens eru iíklega á þriðja tug og óteljandi diskar eru til þar sem finna má einhverja sinfóníanna. Þrátt fyrir vinsældirnar eru útgáfurnar nánast allar meira og minna gallaðar og frá- brugðnar því er Beethoven upphaf- iega skrifaði að mati Gardiners. Hann, og fleiri taka undir, bendir á að sú útgáfa sem flestir styðjist við, Breitkopf-útgáfan, sem kom út á ár- unum 1862 til 1864, sé gölluð að mörgu leyti; í henni séu fjölmargar viliur, skrifarar hafi misskilið takt- merkingar, í sumar sinfóníurnar vanti jafnvel nokkrar hendingar og áherslu- merkingar séu ekki réttar. Framför í flutningi Á síðustu áratugum hefur orðið gríðarleg framför í flutningi á tónlist frá átjándu og nítjándu öld, eftir því sem menn hafa nýtt hljóðfæri áþekk þeim sem þá voru notuð. Nútíma strengja-, ásláttar- og blásturshljóð- færi eru allmikið breytt frá því sem tíðkaðist þá; strengjahljóðfæri með stálstrengi og eflda boga, ásiáttar- hljóðfæri með gerviefnisskinn og treystan bol og blásturshljóðfæri með fleiri loka og breiðari hljóm. Vissulega eru þetta allt framfarir, en þeir sem lengst ganga vilja meina að þessar breytingar verði til þess að ætlun tónskáldsins náist ekki fram, því þeg- ar aliar þessar smábreytingar leggist á eitt verður samhljómur annar og smáatriði glatist. John Eliot Gardiner stofnaði hljómsveit sína Orchestre Révolutionnaire et Romantique 1990 til að leika og taka upp nítjándu ald- ar tónlist á samtímahljóðfæri. Hljóm- sveitin er skipuð frábærum tónlistar- mönnum og upptökur með henni hafa verið verðlaunaðar víða. Hluti af brautryðjendastarfi Gardiners með hljómsveitinni er að byggja upptökur á sem upprunalegustu handriti til að tryggja að vilji tónskáidsins nái fram. Þessi afstaða rekst að sönnu nokkuð á þá skoðun að það sé stjórnandans að túlka verkið og sumir, þar á með- al tónskáldið Ferrucio Busoni, héldu því fram að nótur tónverks væru ekki annað en óskýr skuggi guðlegs inn- blásturs sem stjórnandinn eða flytj- andinn ætti að leita uppi. Fjölmargar villur Ýmisleg vandkvæði eru á því að leita uppi frumtexta Beethovens, meðal annars vegna vinnuaðferða hans. Mozart til að mynda var afskap- lega mikið snyrtimenni í tónsmíðum sínum og handrit hans til fyrirmyndar um frágang og læsileik svo að skrifar- ar áttu hægt með að skrifa þau upp. Fyrir vikið snúast vangaveltur um frumtexta hans og fyrirætlanir yfir- leitt um smáatriði. Fyrir Beethoven voru tónsmíðar aftur á móti þrotlaus vinna og eftir því sem hann þróaði tónmál sitt urðu skissur og uppköst flóknari og fyrirferðarmeiri, en eftir hann liggja líklega um átta þúsund skissur og mikið verk óunnið við að greina þær og skýra. Til að byija með voru handrit Beet- hovens skýr og auðlæsileg og send beint til leturgrafara sem bjó til frum- gerð þeirra og síðar var fjölfölduð. Eftir því sem verkin urðu flóknari og heyrnarleysi hans ágerðist urðu hand- ritin og ógreinilegri. Það varð því að kalla til skrifara sem hreinskrifuðu þau fyrir frumgerðina. Það bauð eðli- lega þeirri hættu heim að allskyns viliur slæddust inn og rannsóknir hafa sýnt að ekki voru allar villur leiðréttar eftir óskum tónskáldsins, þar á meðal fjölmargar villur sem fræðingar segjast hafa fundið í nú- tímahandritum af sinfóníunum. Ólæsileg rissblöð Framan af lét Beethoven sér nægja að skrifa á laus blöð og þegar hann fluttist til Vínar 1792 hafði hann með sér mikið safn af slíkum blöðum. Eftir því sem hann þroskaðist sem tónskáld fannst honum sem hann þyrfti að koma meira lagi á skissurn- ar og þegar hann hóf vinnu við fyrstu strengjakvartetta sína hafði hann komið sér upp rissbókum, sem ein- ungis voru ætlaðar fyrir verk í smíð- um eða hugmyndir til síðari not'a og dugði sú lausn vel til að mynda við smíði þriðju sinfóníunnar, Eroicu. Beethoven hafði fyrir sið að ganga John Eliot Beet Gardiner úti sér til heilsubótar og til að velta fyrir sér hugmyndum. Þær skrifaði hann síðan niður þegar heim var kom- ið, og þótti illt ef hann gleymdi ein- hveiju stefi eða úrlausn á heimleið- inni. Næsta skref var því að fá sér vasabækur til að skrifa í og upp frá því vann hann ýmist á laus blöð, í stórar rissbækur eða vasabækur. Rissblöð og -bækur Beethoveris voru lengi vel álitin ólæsileg, enda oft erfitt eða ógerningur að greina hvaða stef tilheyrði hvaða verki, því víða mátti finna hluta og hugmyndir úr mörgum verkum á sömu síðunni. Það var ekki fyrr en í lok nítjándu aldar að þýska fræðimanninum Gustav Nuttebohm tókst að ráða hluta gátunnar, en enn er mikið verk óunnið. Fram að því gengu blöð úr rissbókunum kaupum og sölum sem minjagripir; síður rifnar úr bókunum og blöðum jafnvel skipt í nokkra hluta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.