Morgunblaðið - 08.04.1995, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 08.04.1995, Qupperneq 5
I- MORGUNBLAÐIÐ MEIMIMING/LISTIR LAUGARDAGUR 8. APRÍL1995 D 5 STUDIO Granda: Ráðhús Reykjavíkur (1987-92). ekki hvað síst þar sem hliðstæð um- ræða kom upp í sambandi við ákvörð- un um staðsetningu húss Hæstaréttar íslands. Í inngangi sýningarskrár benda írsku arkitektarnir Sheila O’Donnell og John Tuomey á hvernig reynslan af því að búa og starfa á íslandi birt- ist á athyglisverðan hátt í samkeppn- istillögu Studio Granda að uppbygg- ingu nýs háskólasvæðis fyrir Durham- háskóla á Englandi. Einkennandi fyrir úrlausn skipulagsins er einlæg virðing höfund- anna fyrir formi lands- lagsins og þeim kröftum sem það hafa mótað.^ í þessu samhengi telja Ir- arnir áhrifín frá hinu hrjóstruga íslenska um- hverfi auðsæ. Sú hug- kvæmni, sem fólgin er í hugmyndinni um samband byggingar og landslags í Durham-verkefninu felur að þeirra mati í sér ákveðna vís- bendingu um hvernig þau (Studio Granda) myndu takast á við það við- fangsefni að teikna byggingu utan hins þrönga ramma borgarinnar, í óheftri víðáttu íslensks landslags. Með yfirskrift sýningarinnar, „í hlutarins eðli“, vilja höfundarnir beina sjónum að því huglæga og verklega vinnuferli, sem er nauðsynlegur þáttur í tilurð hverrar byggingar. Með því að beina sjónum að þessu atriði er leitast við að upplýsa þá sem ekki þekkja til hvernig einföld teikning á blaði verður að áþreifanlegu um- hverfí. Jafnframt því að varpa ljósi á tilurð bygginga er athygli beint að eðli og sérstöðu listrænnar sköpunar á sviði byggingarlistar í samanburði við aðrar greinar sjónlista. Líkt og leikstjóri kvikmyndar verður arkitekt- inn í flestum tilvikum að reiða sig á velvild og skilning annarra til að sjá hugmyndir sínar verða að veruleika. Byggingar kosta mikið fé og við gerð þeirra kemur fjöldi manns við sögu, oft með ólíka hagsmuni. Þá má ekki gleyma því að arkitektúr er nytjalist, byggingin verður skilyrðislaust að þjóna hlutverki sínu, hvað sem líður hinum skapandi þætti. Teikningar og líkön eru arkitektsins til að miðla hugmyndum sínum til annarra, en þau eru ekki hin endanlega list- ræna afurð. Að þessu leyti eru sýningar um bygging- arlist takmörkunum háð- ar. Það sem fyrir augu ber er í flestum tilvikum vitnisburður um sköpunar- ferli en ekki hinn raunverulegi af- rakstur þess. Fyrst og síðast er það byggingin sjálf sem máli skiptir, áhrif hennar á skynjun okkar í tíma og rúmi, með vitund um sögu hennar og samhengi, sem er hin raunverulega upplifun af byggingarlist. Engu að síður geta sýningar_um arkitektúr verið mikilvægt hjálpartæki til að opna augu fyrir þvi sem í kringum okkur er og auka skilning á því af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru. Höfundur er arkitekt og safnvörður Byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur. Tillögurnar , vöktu athygli fyrir djarfar og nýstárleg ar lausnir. til að sem flestir gætu fengið og því er mikið glatað. Sífelld leitað fullkomnun Viðhorf manna til tónsmíða á átjándu öld voru allt önnur en í dag; menn voru ekki að semja tónlist fyrir framtíðina og handrit tónverka voru oft ekki talin annað en grind utan um verk. Beethov- en var þannig sífellt að breyta og bæta verk sín, gjarnan eftir að hafa stýrt uppfærslu þeirra, og af bréfum hans má ráða að hann hugðist endurskoða fyrir nýja útgáfu öll helstu verk sín, en gafst ekki tími til þess. Því má fínna í bréfum hans ýmsar breytingar sem hann vildi að gerðar yrðu á verkunum eftir að þau voru prentuð, aukinheld- ur sem útgáfur sem hann notaði við flutning verkanna áður en hann missti heyrnina eru útkrotaðar. Rannsóknir fræðimanna beinast að því að greina aldur og uppruna handrita, til að tryggja að sú útgáfa sem notuð er sé einmitt síðasta útgáfa sem tón- skáldið kom að, en einnig iíta menn til þess ef til er upprunalegt handrit Beethovens og bera saman, enda eru víða dæmi þess að Beethoven hafi gefíst upp á leiðréttingu eftir að hafa merkt hana inn þrisvar eða fjórum sinnum. Miklar framfarir hafa orðið í þessum rannsóknum á síðustu árum, meðal annars vegna þess að skjöl sem T* áður voru talin glötuð hafa komið í leitirnar. Þannig fannst frumhandrit að sjöttu sinfóniunni í einkaeigu fyrir tíu árum, þriggja síðna listi með leið- réttingum á níundu sinfóníunni var seldur á uppboði hjá Sotheby’s fyrir sjö árum og nokkrar síður úr frum- handriti níundu sinfóníunnar með grúa leiðréttinga sem áður voru tald- ar glataðar fundust fyrir skemmstu. Sitthvað er þó að eilífu glatað, til að mynda frumhandrit fimmtu sinfó- níunnar sem eyddist í sprengjuárás í síðari heimsstyijöldinni, og annað hefur aldrei fundist. Það er því hæg- ara sagt en gert að taka saman vís- indalega útgáfu af verkum Beetho- vens, ekki bara af sinfóníunum, en í útgáfu Gardiners er stigið stórt skref í rétta átt. Spilagleði og ferskleiki Gagnrýnendur hafa tekið útgáf- unni almennt vel, til að mynda var útgáfan verðlaunuð sérstaklega í því virta blaði Grammophone og Gardiner valinn listamaður ársins á síðasta ári, en þeir eru líka nokkrir sem kunna ekki við endurbæturnar. Víst er það viðbrigði fyrir þá sem aldir eru upp á Karajan, eða, eins og sá sem þetta skrifar, á Furtwángler að heyra út- gáfu Gardiners, en allir hljóta að heill- ast af spilagleði frábærrar hljómsveit- ar hans, sem og ferskieika túlkunar- innar og því verður ekki neitað að útgáfa hans á níundu sinfóníunni undirstrikar þann stórkostlega sigur mannsandans sem hún er ekki síður en hádramatísk og þrungin útgáfa Furtwánglers. Að bjóða dauð- anum byrginn EGAR frá voru taldir söng- leikir og á Broadway var aðeins verið að sýna eitt hreint og klárt leikrit, sakamálastykki eftir J.B. Priestley. Tvö leikrit, sem sett voru upp í haust entust ekki jólin. Skyndilega hefur dæmið snúist við og leikhúsunnendur geta siglt um með öll troll úti án þess að fylla kvót- ann. Gróskan er jafnt á Broadway sem utan. Eitt dæmið um þessa vakn- ingu eru þrír einþáttungar eftir David Mamet, Elaine May og Woody Allen á sviði Variety Arts-leikhússins neðarlega á austanverðri Manhattan, sem telst off-Broadway. New York skotskífa New York er heimur út af fyrir sig og viðkvæðið er að íbúár borgar- innar hafí enga aðra viðmiðun en sjálfa sig vegna þess að það jafnist einfaldiega ekkert á við New York, hvort sem það er af góðu eða illu. Borgin er svo yfirþyrmandi að enginn kemst ósnortinn undan valdi hennar. Einþáttungarnir þrír bera nafnið Death Defying Acts (orðaleikur, sem tekur bæði til verknaða og atriða, þar sem dauðanum er boðinn byrgur- inn) og eiga það sammerkt að gera New York að skotskífu. Mamet, eitt þekktasta leikrita- skáld Bandaríkjamanna um þessar mundir, færir okkur lögfræðinginn, sem situr í sínu hinsta viðtali og hyggst réttlæta líf sitt. Lögfræðing- urinn reynir að fara í kringum sið- ferðisspurningar eins og köttur í kringum heitan graut, en viðtalið beinist alltaf að sama viðkvæma málinu; afdrifum sláttuvélar, sem hann fékk lánaða hjá nágranna sín- um, þegar hann rak garðyrkjuþjón- ustu á yngri árum og hinni fráleitu spurningu hvort hann hafí grafið hana í jörð. Fáar stéttir í Bandaríkjunum verða fyrir jafn miklu aðkasti og lögfræð- ingar og Mamet lætur sitt ekki eftir liggja. Lögfræðingurinn er dæmdur til að dúsa í brennisteinssýru til eilífð- arnóns fyrir tvær sakir, annars vegar að hafa staðist lögfræðipróf og hins vegar að hafa dáið. Mamet skrifaði meðal annars leikritið Oleanna, sem Þjóðleikhúsið sýndi í vetur, og verður að segjast að hér er hann ekki í ess- inu sínu. Einþáttungur Elaine May, sem hefur starfað mikið með leikstjóran- um Mike Nichols og var m.a. einn af handritshöfundum nýjustu myndar hans, Wolf, með Jack Nicholson og Michelle Pfeiffer í aðalhlutverkum, er sýnu rismeiri. Neyðarlínan fjallar um hinn örvinglaða New York-búa. Hroki er aðall þeirra, sem vinna hjá Sjálfsmorðsneyðarlínunni við að telja þeim hughvarf, sem hyggjast binda enda á líf sitt. Það er fyrsti dagur Kens í vinnunni og eftir að hafa tal- að við nokkra sjálfsmorðsglaða New York-búa hverfur óöryggið fyrir sjálfumgleði þess, sem þykist alvald- ur skilja milli feigs og ófeigs. Vændiskonan Dorothy kemur Ken hins vegar harkalega niður á jörðina með einstöku önuglyndi og frekju. Texti vændiskonunnar er meinfynd- inn, hvort heldur hún hváir yfir þtjósku pítsusendils, sem á bágt með að trúa að hún muni borga honum daginn eftir þegar hann heyrir að hún er að hringja í sjálfsmorðs- athvarfið, eða óskapast yfir einfeldn- ingslegum spumingum ráðgjafans. Meistari Allen Það er hins vegar meistari Allen, sem á sýninguna. Hans þáttur, Centr- al Park West, er sýnu bestur. Allen fæst hér við gamalkunnugt efni; ást- ir og örlög, taugaveiklun og óöryggi New York-búa af efri millistétt. Hann hefur hins vegar sjaldan gert þessu Þegar leikhúsvertíðin hófst í New York í haust virtist aflinn ætla að verða rýr. Karl Blöndal lýsir gróskumiklu leik- húslífi heimsborgarinn- ar, þar sem Woody Allen kemur m.a. við sögu. efni jafn góð skil. Samtölin em meitl- uð og ærslafullur húmor fleytir kerl- ingar á undiröldu alvörunnar svo að áhorfandinn hálfskammast sín fyrir að liggja út sýninguna í hlátur- krampa. Þátturinn fjallar um tvenn hjón, framhjáhald, kokkála, fræga sál- fræðinginn, sem er blindur á eigið hjónaband (og skilur ekki hvernig eiginmaðurinn gat haldið fram hjá með klassískum freudista), vel klæddu vinkonuna, sem þykist enn á ný hafa fundið hina einu sönnu ást, mislukkaða rithöfundinn, sem eftir áratugi á bekknum þarf skyndilega að takast á við það að þegar líf hans er í rúst þá væri hann geðveikur ef honum liði ekki hörmulega, og kyn- tröllinu, sem alla sína ævi hefur ekki getað séð kvenmannspils í friði og kveðst nú hafa fundið kjölfestu í lífí sínu í unglingsstelpu (sem reyndar hefur verið í tímum hjá sálfræðingn- um). Allen flettir hveiju Iaginu ofan af öðru í lífi þessa fólks líkt og hann væri að skræla lauk. Uppljóstranir og afhjúpanir skiptast á og einu gild- ir þótt áhorfandinn átti sig á því, sem í vændum er, eða komi af fjöllum; hann er límdur við atburðarásina. Þetta er ekki eina verkið sem vert er að sjá í New York um þesSar mundir. Uppsetning Circle in the Square-leikhússins á Vanja frænda eftir Chekov með Tom Courtenay, James Fox og Amöndu Donohoe er eftirlæti gagnrýnenda. Forsýningar eru að hefjast á Les Parents Terribles eftir Jean Cocteau með Kathleen Turner (Body Heat, Serial Killer Mom) í aðalhlutverki. Turner flakkar á milli Hollywood og leiksviðsins og lék síðast við góðan orðstír í Cat on a hot Tin Roof eftir Tennessee Williams. Turner er ætlað að bera verkið uppi, en eitthvað virð- ist titillinn hafa staðið í mönnum því að leikritið mun heita Indiscretions til að fæla áhorfendur ekki frá. Turner er ekki eini Hollywood-leik- arinn, sem ætlað er að trekkja á Broadway. Ralph Fiennes, sem lék í Schindler’s List og Quiz Show, mun fara með aðalhlutverkið í Hamlet. Ekkert hefur verið til sparað við uppsetningu leikgerðar á hinni forn- frægu kvikmynd Marlons Brandos On the Waterfront. Leikritið verður frumsýnt um miðjan april. Þar er á ferð hefðbundið leikrit með umgjörð og íburði söngleiksins. Miklar vonir voru bundnar við leik- ritið Translations eftir írann Brian Friel um mótmæli, sem spunnust af enskuþýðingum breskrar hersveitar á keltneskum staðamöfnum á írlandi á síðustu öld. Brian Dennehy og Dana Delany eru í aðalhlutverkum, en verkið hlaut dræmar viðtökur gagnrýnenda þegar það var frumsýnt í mars og verður sýningum hætt eft- ir þijár vikur. Milli velgengni og hruns Fari hin Broadway-leikritin sömu leið er hætt við því að söngleikirnir verði alls ráðandi á ný (þar vaða nú uppi Brooke Shields í Grease og Glenn Close í Sunset Boule- vard). Hin fjárhagslega áhætta af því að setja upp leikrit er slík að meira að segja leikrit, sem ganga vel, eru rekin með tapi. Mikil aðsókn var að leik- ritinu Englar yfir Ameríku eftir Tony Kushner, en upp- setning þess kostaði 2,2 milljónir Bandaríkjadollara og var enn tap á því þegar sýningum var hætt í desem- ber, þótt það hefði gengið í eitt og hálft ár. Orðið Broadway er bæði hug- lægt og hlutlægt. Það vísar til þeirra leikhúsa, sem eru í kring- um Times Square, en það er einnig skilgreining á ákveðnu leikhúsi, sem sennilega er best lýst með íburðarmiklum söngleikj- um og stórum Ieikritauppfærslum, hvort heldur sem er vegna stórleik- ara eða kostnaðarsamra sviðsetn- inga. Áhersla er lögð á að laða að áhorfendur. Leikrit, sem sýnd eru off-Broad- way, eru yfirleitt látlausari, þótt ekki sé nema vegna þess að tilkostnaður er minni, og oft gætir meiri metnað- ar í verkefnavali (þótt ekki sé það algilt; að minnsta kosti er sá metnað- ur, sem liggur að baki nítiu mínútna sýningar á heildarverkum Williams Shakespeares tvíbentur). Þar er alt- ént auðveldara að taka áhættu en á Broadway. Þar á titill einþátt- unganna þriggja, Atriði, sem bjóða dauðanum byrginn, sennilega betur við, en um -ráðvilltar og örvinglaðar persónur Mamets, May og Allens. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins íBoston

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.