Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tæknibyltingu spáð í bílum fram til 2005 Bíl ekið um leið og dagblöðin eru lesin RENNILEGUR tveggja sæta bíll rennur niður aðreinina og skýst inn í þétta umferðina á hraðbrautinni. Þegar ökumaðurinn hefur valið sér akrein innan um aðra ökumenn á leið til vinnu tekur hann hendur af stýri og flettir í gegnum morgun- blaðið. Hann les um íþróttaleikinn frá því í gærkvöldi á meðan bíllinn geysist áfram á 240 km hraða á klst. Innan fáeinna áratuga er alls ekki ólíklegt að lýsing sem þessi verði hinn hversdagslegasti hlutur. Gestir á bílasýningunni í Genf í byrj- un marsmánaðar urðu áþreifanlega varir við að verið er að umbylta bíln- um tæknilega. Gary Dickinson stjórnarformaður Delco Electronics, sem er dótturfyr- irtæki General Motors, segir að venjulegur bíll verði búinn meiri raf- eindatæknibúnaði í næstu framtíð en nú er í nútíma flugvélum. Fram- tíðarbíllinn verður umhverfísvænni, öruggari og spameytnari. Tækni sem nú er á þróunarstigi mun breyta bílnum í skrifstofu á hjólum, tengja hann við samgöngumiðstöðvar innan landshlutanna og jafnvel sjá um að aka honum. Tálmaleitari f Buick Vísbendingu um það sem koma skal er að finna í Buick XP2000, en Ed Mertz, framkvæmdastjóri General Motors, segir að þar sé um að ræða hugmyndabíl fyrir 21. öld- ina. XP2000 var fyrst kynntur í jan- úar síðastliðnum í Detroit. Hann er búinn svokölluðum „akreinalæsi", kerfi sem er ætlað að vinna með tölvustýrðu bíl/vegakerfí sem stýrir bílnum með því að láta hann fylgja útvarpsbylgjum án þess að manns- höndin komi nærri. Einnig er hann búinn kerfi sem á íslensku mætti e.t.v. nefna tálma- leitara, en á ensku heitir Near Obstacle Detection System. Tálma- leitari er í raun tæki sem sendir ratsjárgeisla fram fyrir bílinn og „sér“ kyrrstæða bíla, vegfarendur eða aðra farartálma jafnvel í svört- ustu þoku. „Árekstravörn“ af þessu tagi má búast við að verði boðin sem aukabúnaður í nokkrum gerð- um lúxusbíla innan fáeinna ára. Robert Ervin sérfræðingur í vitræn- um bíl/vegakerfum í Háskólanum í Michigan segir þetta marki tímamót í sögu bílsins því í fyrsta sinn hefur verið settur búnaður í bíl sem tekur við hlutverki sem mannshugurinn hefur fram til þessa gegnt við akst- urinn. „Vltrœnir" skrlðstlllar Því er spáð að innan nokkurra ára komi fram „vitrænir" skriðstillar (cruise control) sem noti ratsjár- geisla til að halda hæfilegri fjarlægð á milli ökutækja. Búnaðurinn verði tengdur hemlunum þannig að bíllinn byijar sjálfur að hemla áður en öku- maðurinn verður var við hindrun framundari. Bráðlega er hugsanlegt að bíllinn verði búinn ESP, sem er stytting úr enska heitinu Electronic Stability Program. Það gegnir sama hlutverki og hemlalæsivörn og spyrnustýring í nútímabílum en auk þess nemur það og leiðréttir undir- og yfirstýr- ingu sem hugsanlegt er að gerist þegár bíll lendir snögglega á hálku- bletti. ESP verður í fyrsta sinn boð- ið sem aukabúnaður í evrópskum bíl í nýjum Mercedes-Benz stallbaki af E-línunni sem kynntur verður á þessu ári. „Vltrænn" líknarbelgur Eftirsóknarverðasti öryggisbún- aðurinn í bílum er um þessar mund- ir líknarbelgurinn sem sérfræðingar telja að bjargi þúsundum mannslífa á hveiju ári. „Vitrænn" líknarbelgur er það nýjasta á hönnunarborðum framleiðenda og er talinn geta bjarg- að enn fleiri lífum. Nýi belgurinn á bæði að skynja hvort ökumaður sé undir stýri en jafnframt safna enn frekari gögnum um ökumanninn, s.s. hvemig hann situr í sætinu. Með þessar upplýsingar að vopni ákvarð- ar hann sjálfur besta tímann til að þenjast út. Árekstrar tveggja bíla beint fram á hvorn annan eru hættulegastir en nærri 15% allra dauðsfalla í umferð- arslysum verða vegna hliðará- rekstra. Volvo glímdi við þetta vandamál og kynnti til sögunnar fyrsta hliðarlíknarbelginn í Volvo 850 túrbó langbaki. Bílaframleiðendur um allan heim hafa það verkefni fyrir höndum að smíða bíl framtíðarinnar, sem tekur tillit til umhverfisins. Bíllinn þarf helst að vera svo spameytinn að hann eyði varla meira en tveimur lítr- um af eldsneyti á dag og að útblást- ur frá vélinni sé hreinni en mengað loft stórborganna. Bíllinn á að vera svo öruggur að farþega á ekki að saka nema í hörðustu hraðakstursá- rekstmm. Og fyrir allt þetta á ekki að þurfa að greiða hærra verð en greitt er fyrir venjulegan fjölskyldu- bíl í dag. Ofursterkir léttmálmar eru liður í lausn þessa verkefnis. Ford hefur nú þegar smíðað frumgerð millistærðarbílsins Scorpio sem vegur ekki meira en Escort og er hann smíðaður úr áli. Markmiðið er að smíða bfla sem að öllu leyti eru úr áli í verksmiðjum þar sem stálbílar eru nú framleiddir með sömu framleiðslu- tækni. Líklegj; þykir að árið 2005 verði flestir bílar gerðir úr áli, plasti eða enn ólíklegri efnum. Alúðlegra notendaviðmót Með hátæknivæddum útblásturs- kerfum sem nú eru í notkun hefur BUICK XP2000 „sér“ kyrrstæða bíla og vegfarendur jafnvel í svörtustu þoku. GUIDESTAR leiðsagnarkerfi Oldsmobile. tekist að draga 96% úr þeim meng- andi efnum í útblæstri sem bílar spúðu eitt sinn út í andrúmsloftið. Honda hefur tekist að draga enn um 90% úr þeim mengunarvöldum sem eftir eru í útblæstri með svo- nefndu ULEV-kerfi (Ultra-Low Emission Vehicle) sem sett var í Accord bíl. ULEV-kerfið dregur lít- ið úr afli og eykur reyndar spar- neytni 2,2 lítra Honda bensínvélar- innar. „Notendaviðmót" framtíðarbíls- ins verður mun alúðlegra en í þeim bílum sem við þekkjum. I nýjustu kynslóð Lincoln Continental er tölvuminni sem getur kallað fram fjölmargar aðgerðir í bílnum sem eru ökumanninum að skapi, t.a.m. getur búnaðurinn stillt sætin, breytt stífleika fjöðrunarinnar og jafnvel stillt þær stöðvar inn á út- varpið sem ökumaðurinn hefur mest dálæti á. Sumt af nýtískutæknibúnaði í bíl- um var upphaflega hannað til hern- aðarlegra nota, eins og t.d. „svarta mæliborðið" í nýjustu kynslóð Saab. Þegar ekið er að nóttu til slokkna öll ljós í mælaborðinu nema þau allra nauðsynlegustu, eins og t.a.m. það sem lýsir upp hraðamælinn. Tilgang- urinn er sá að ökumaðurinn verði fyrir sem minnstri truflun frá ljósum eða upplýsingum við aksturinn. Ef nauðsyn ber til, t.d. ef vélin ofhitn- ar, kvikna ljósin í mælaborðinu sjálf- virkt. Lelðsagnarkerfi Fátt er ökumönnum til meiri ar- mæðu en að villast í umferðinni. Mercedes-Benz veit af þessu og ætlar innan tíðar að bjóða leiðsagn- arkerfi í E-línunni sem aukabúnað á sumum mörkuðum. Ökumaðurinn slær þá inn á tölvuskjá áfangastað sinn og tölvar reiknar út bestu leið- ina. Sumir telja að leiðsagnarkerfi af þessu tagi verði ein mesta tækni- nýjungin í bílum á komandi árum. Þau eru raunar orðin tiltölulega al- geng í Japan og innan tíðar fara þau að sjást í bílum í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem Oldsmo- bile hefur hafið prófanir á GUI- DESTAR leiðsagnarkerfi á nokkr- um mörkuðum. Öll byggja þessi kerfi á GPS-staðsetningartækninni (Global Positioning Satellites) en með henni er hægt að staðsetja ökutækið nákvæmlega. Þegar kerf- ið hefur reiknað út leiðina sést hún á tölvuskjá eða ökumaður getur valið að láta tölvurödd leiðbeina sér. Sem dæmi má nefna að velji ökumaður áfangastað í 25 km fjar- lægð og á leiðinni eru 25 beygjur segir tölvurödd honum til við hveija beygju og leiðir hann á áfangastað. Prómeþev ér samstarfsverkefni stórfyrirtækja og stjórnvalda í Evr- ópu sem felst í uppsetningu risavax- ins samskiptanets í álfunni. Kerfið mun ekki aðeins sýna ökumönnum bestu mögulegu leiðina að áfanga- stað heldur einnig benda á hvar á leiðinni umferðaröngþveiti hefur myndast. Lokatakmarkið með Prómeþev er að það stýri leið bíla sem ekki þurfa ökumann. Farþegar í bílnum styðja þá einvörðungu á hnapp og tiltaka sinn ákvörðunar- stað og fá sér blund á meðan þeim er ekið. ■ Byggt á Newsweek. TJALDVAGIMAR Hlnlr vlnsælu rOMAMCME: vagnar. K27 Erum fluttur úr Lágmúlanum. Tjaldvagnar: Landsins mesta úrval tjaldvagna. Allir vagnarnir koma með hörðu, læsanlegu loki með topgrind, þýskri fjöðrun og undirvagn, Ten Cate tjalddúk af bestu og þykkustu gerð (350 gr.). Vagnarnir eru níösterkir, smekklegir og auðveldir í tjöldun. Sendum bæklinga um ollt land EVRO HF Suðurlandsbraut 20, sími 588-7171. Fellihýsin mest seldu á íslandi. Coleman Fellihýsi frá LISA Fellihýsi: Dæmi um staðalbúnað: Tvö stór svefnrými, fullkomið eldhús og = vaskur, ath. eldavél úti og inni, \ kæliskápur, öflugur Thermostat hitari, gluggatjöld, svefntjöld, varadekk o.m.fl. 3 Coleman Cedar '95 óseld úr pöntun 20. april nk. Sendum bæklinaa um allt land EVRO HF Suðurlandsbraut 20, sími 588-7171. Ný f jöðrun á Toyota Hilux AUKAHLUTADEILD Toyota umboðsins hefur hann- að nýja tegund afturfjöðrunar fyrir Toyota Hilux jeppa sem er í því fólgið að gormar koma í stað blað- fjaðra sem eru upphaflegi búnaðurinn. Með þessu gjörbreytast aksturseiginleikar og bíllinn verður mun þýðari. -Hilux fær mýkt og þægindi hins venjulega ferða- og fjölskyldubíls og verður mun þægilegri sem slíkur, segir Vilhjálmur Freyr Jónsson sem hannaði þennan búnað og hefur sjálfur reynt hann á eigin bíl í tvö ár. Notaðir eru upprunalegir varahlutir úr Land Cruis- er og 4Runner en aðrir hlutar hins nýja fjöðrunarkerf- is eru íslensk hönnun og framleiðsla. Bifreiðaskoðun íslands hefur samþykkt þetta nýja kerfi. Freyr hefur reynt þessa hönnun sína í eigin bíl en aðalatriðið við frágang hins nýja búnaðar er að fylgjast með hvern- ig hreyfing hásingarinnar er og tryggja að eiginleik- ar bílsins haldist óbreyttir. Það sem einkum vinnst með gormafjöðrun er mýktin og má segja að Hilux verði þar með hentugri sem alhliða fjölskyldu- og ferðabíll en ekki eingöngu vinnu- og burðartæki. Þessi nýja gormafjöðrun má nota við allar stærðir hjólbarða eða allt milli 31 og 44 þumlunga. Fjöðrunar- búnaðurinn er boðinn á kynningarverði, kr. 145.000 með virðisaukaskatti og ísetningu. ■ NYR fjöðrunarbúnaður er nú fáanlegur í Hilux hjá Toyota-aukahlutum í Kópavogi en þennan búnað hefur einn af starfsmönnum Toyota- umboðsins hannað, Vilhjálmur Freyr Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.