Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 C 3 1. ALFA Romeo Gabriele Tarquini er búinn 400 hestafla vél og fjórhjóladrifi og nær 270 km hraða. 2. Tarquini fylgist með aðförum dekkjamanns, sem jafnar yfirborðið á sérhönnuðum keppnisdekkjun- um. 3. Varahluti og dekk skortir ekki. Hér sést hluti af útbúnaði Alfa Romeo á einni keppni. 4. Það má ekki miklu muna að árekstur verði þegar keppendur í sportbílakappakstri fyrir fjöldaframleidda bíla æða af stað. 5. Tarquini spennir á sig öryggisbeltið, sem er fest á fimm stöðum. I kringum hann er öflugt veltibúr og slökkvikerfi. 6. Þannig lítur vinnustaður Tarquini og Simoni út í Alfa Romeo-bílnum. Að tjaldabaki Morgunblaðið fylgist með meistaraliði Alfa Romeo í kappakst urskeppni ó f jöldaf ramleiddum bílum í Donington ó Englandi MALANDI og broshýrir ítalir í hverju horni, handapat, hlaup og köll. Ökumenn, viðgerðarmenn, glæsilegar dömur, kokkar og fólk í leit að eiginhandaráritun stjarnanna einkennir andrúmsloftið í búðum meistaraliðs Alfa Romeo í sportbíla- kappakstri. Liðið hefur alið af sér heimsfræga ökumenn á borð við Juan Manuel Fangio, Enzo Ferrari og Niki Lauda. í fyrra varð ítalinn Gabriele Tarquini breskur meistari í sportbíla- kappakstri og í ár á landi hans Gabri- ele Simoni að taka við af honum, á meðan sá fyrmefndi einbeitir sér að ítölsku meistarakeppninni. Andinn í búðum liðsins er einstak- ur. Þó alvara sé á ferð, þá er stutt í glensið. Simoni er talinn einn villtasti ökumaður kappakstursheimsins. A hátt í 200 km hraða á hann það til að kasta bílnum til í hliðarskrið, svo hann nái betri stöðu í gegnum beygj- ur. Tarquini er fyrrum Formula 1- ökumaður og stýrir bíl sínum af meiri mýkt. Simoni treystir Tarquini til að stilla bílunum upp af kostgæfni, enda hefur Tarquini muni meiri reynslu. Simoni á hinsvegar framtíðina fyrir sér og treystir mikið á sér reynslu- meiri ökumann, sem ber vott um þroska. Oftar en ekki eru keppendur í sama liði að reyna velta hvor öðrum úr sessi, jafnvel þannig að óhöpp í keppni hafa sett báða úr leik eftir árekstur. En ítalir vinna ekki þannig, kappakstursliðið er eins og fjölskylda. Flóknari en Formula 1-bílar Alfa Romeo-liðið leggur ekki lítið á sig til að keppa í Bretlandi. Keppn- isliðið er staðsett í Tórínó á Ítalíu, þar sem ralldeild Lancia er einnig starfrækt ásamt Ferrari Formula 1-Iiðinu. Þegar keppni fer fram er farið með fjóra keppnisbíla í tveimur stórum tengivögnum á flutningabíl- um. Þeim fylgja einnig fullkomin verkstæði á hjólum með tilheyrandi varahlutum og tölvubúnaði til að stilla vélar, drif, gírkassa og fjöðrun. Að mörgu leyti er tækjabúnaðurinn orðinn flóknari en í Formula 1 bílum. Fjörtíu manna lið vinnur fyrir öku- mennina tvo í hverri keppni. Mansell á stelnvegg Bílar Alfa Romeo eru búnir fjór- hjóladrifí og 400 hestafla vélum. Allar stærstu bílaverksmiðjur heims eru meðal andstæðinga, m.a. Ren- ault, sem í ár nýtur fulltingis Will- iams-kappakstursliðsins. Þá keppa einnig BMW, Ford, Mazda, Opel, Volvo, Audi, Nissan og Toyota. Margir fyrrum Formula 1 ökumenn koma við sögu í sportbílakappakstri. Frægt varð þegar Bretinn Nigel Mansell mætti í eina keppni á Ford Mondeo og gjöreyðilagði bílinn, eftir að hafa keyrt á steinvegg. Líklegt er talið að Frakkinn Alain Prost muni aka Renault í einhveijum af mótum ársins, sem eru tíu talsins víðsvegar um Bretland. Alfa Romeo hefur tvo titla að veija, titil ökumanns og bílaframleið- enda. Liðið vann níu sigra í fyrra, en tvöföld umferð er ekin í hverri keppni og telja þær jafnmikið þegar stigin eru talin. Dæmigerður keppnisdagur fyrir Simoni og Tarquini verður eitthvað á þessa leið: Þeir fara á fætur um áttaleytið og klukkan 10.30 er fund- ur með keppnisliðinu, þar sem lagt er á ráðin fyrir keppnina og bíllinn er gerður klár fyrir síðustu upphitun. í hádeginu eru boðsgestir auglýsenda heimsóttir í móttökutjaldi Alfa og áhorfendum eru veittar eiginhand- aráritanir. Klukkan tvö er hádegis- verður, þar sem pasta ræður ríkjum ásamt ferskum ávöxtum hjá öku- mönnunum. Klukkan 14.20 er bílun- um raðað upp í rásmarkið. Tíu mínút- um síðar eru keppendur ræstir af stað og 45 mínútum síðar koma bíl- arnir í endamark. Oftar en ekki fara ítalimir tveir á verðlaunapall og síð- ar í móttöku hjá liðinu. Að kvöldi er margrétta kvöldverð- ur að ítölskum hætti. Hluti liðsins heldur þó af stað strax eftir keppni með flutningavagnana og keppnisbíl- ana til Ítalíu og missir af veiting- unum. Það er stutt á milli móta og um langan veg að fara. Allt þetta umstang er til að halda merki Alfa Romeo á lofti og selja bíla. Svo er ítölum það í blóð borið að vilja vinna, sama hvað það kostar. ■ BILALAKK Við eigum litinn ó bílinn á úðabrúsa. orka FAXAFEN 12 (SKEIFAN). Endurnýiunartími lengri í ENDURNÝJUNARTÍMI evrópskra bílgerða er sex ár í samanburði við 4,6 ár hjá japönskum framleiðendum, að því er fram kemur í Service Ad- vance tímaritinu. Greint er frá því í tímaritinu að það tók Toyota t.d. aðeins 28 mán- uði frá því hönnun RAV smájeppans hófst þar til hann var kominn á markað. Tímaritið telur að innan tíð- ar geti japanskir framleiðendur stytt evrópu þennan tíma niður í 25 mánuði sem er mun skemmri tími en hjá banda- rískum og evrópskum framleiðend- um. Það bætir hins vegar ímynd evr- ópskra bílaframleiðenda að Audi á yngstu bílalínuna í heimi sem er að meðaltali 1,9 ára. I öðru sæti kemur Kia, 2,4 ára, en Opel og Alfa 3,2 ára. Japanskir bílar röðuðu sér svo í næstu sæti. ■ SPARIBOÐIAPRÍL Gildir út apríl eöa meöan birgöir endast. Rafmagnsmiöstöö Ljósahundur 220V. 8W. Fluorcent. Vatns- og höggvarinn. 5m snúra. Kr. 850 - 220V. Stærö: 17x13x14 cm Hitar mjög vel. Kr. 15.900 - Gönguskór Mjög vandaðir. Meö DuraShocks höggpúöum. Kr. 6.990 Sóltjald Hentugar rúllugardínur í bíla, báta og hjólhýsi. Tvö stk. í setti. Breidd 45 cm. Kr. 800 - efni á Bílvélina Comma XT2000 15w40 olía. 5 lítrar. Indy Ptfe vélbætiefni. Minnkar slit - eykur kraft. Perur og öryggi Gott aö hafa í bílnum til taks. Algengustu geröir sem notaðar eru í bíla. 6 stk. perur og 2 stk. öryggi í kassa. Kr. 420 - Topplyklasett Garöklippur Mjög góðar klippur á frábæru ^4 hluta sett. 1/4" & 3/8" AF/MM. verði. í góöum kassa úr málmi. Minni gerö. L/> 4Cn Kr 2 490 - Fyrirtré. Stærri gerö. LSr CCA _ Fyrirgras. ^J'J'J Kr. 1.990 - Regngalli Mjög létt hlífðarföt úr vinyl. §takkur, buxur og hetta - smellt á. Ofóðruö. í herlitum (camouflage). Stæröir L og XL. Bílpúði fyrir börn Vel löguö sessa f bíla fyrir börn. Frá 3/4 til 10 ára. 15-36 kg. Líflegir litir. Viöurkenndur. Kr. 690 Kr. 2.490 - Borgartúni 26, Rv. Sími 562 2262 Bíldshöfða 14, Rv. Sími 567 2900 Skeifunni 5A Rv. Sími 5814788 Bæjartirauni 6, Hafn. Sími 565 5510

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.