Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ öi AUDIA4 í HNOTSKURN Vél: 4 strokkar, 20 ventlar, 125 hestöfl Framdrifinn - fimm manna. Fimm gíra handskipting eða sjálfskipting. Vökvastýri - veltistýri. Líknarbelgir fyrir ökumann og farþega í framsæti. Hemlalæsivörn. Lengd: 4,47 m. Breidd: 1,73 Hæð: 1,41 m. Hjólhaf: 2,61 m. Þyngd: 1.225 kg. Rúmmál bensíntanks: 62 I. Bensíneyðsla: 10,1 I í þétt- býli, 5,8 I á 90 km hraða. Þokuluktir sambyggðar við aðalljósker. Rafknúnar rúðuvindur í framhurðum. Rafstýrð hæðarstilling á framluktum. Rafstýrðir útispeglar. ■ Dagljósabúnaður. Afþíðingarbúnaður í fram- hurðalæsingu. Rafhitaðir stútar fyrir rúð- usprautur. Höfuðpúðar á aftursætum. Útvarp og segulband með 4 hátölurum. Staðgreiðsluverð kr.: 2.350.000 og 2.530.000 fyrir sjálfskiptan. Umboð: Hekla hf., Reykja- vik. A4 EITT af smáatriðunum sem skipta máli í Audi er lítið sólskyggni á milli hefðbundnu sólskyggnanna. Þetta litla skyggni getur lok- að fyrir þessa hvimleiðu glufu sem oft mynd- ast þarna á milli. með afbrigðum og mjúkan í stýrinu þannig að jafnvel þegar tekið er af stað með látum eða hraðinn aukinn harkalega í beygjum og ójöfnun finnst lítið sem ekkert fyr- ir því upp í stýrið í þessum fram- drifna bfl. Allmlkil fjárfesting Audi A4 kostar hingað kominn 2.350.000 með handskiptingunni en rúmar 2,5 milljónir með sjálf- skiptingu. Þetta er talsverð fjár- festing og eini mínusinn en fyrir hana fæst líka mjög vel búinn og rúmgóður alhliða fjölskyldubíll. Audi A4 er sterklegur og traust- vekjandi, með hljóðlátri og spar- neytinni vél, góðum öryggisbúnaði og ásjálegur og laglegur bfll. Eins og fyrr segir tekur þessi nýja kyn- slóð af Audi við af 80 og 100 bílun- um sem hafa gengið vel mjög víða á mörkuðum erlendis og til skamms tíma hér eða þar til gengisþróun gerðist óhagstæð. Alls hafa verið framleiddar 4,5 milljónir Audi 80 bíla frá því hann kom fyrst fram. Af nýju A4 gerð- inni eru framleiddir 1.400 bílar á dag og segjast forráðamenn Audi ætla að slá öll fyrri met með þess- ari nýju gerð. -Við eigum kannski ekki von á að selja Audi í stórum skömmtum á íslandi en höfum fulla trú á að A4 bíllinn eigi góðan aðdá- endahóp sem getur farið stækk- andi, sögðu svæðissstjóramir. Og í lokin nefndu þeir að fyrir þá sem óskuðu eftir minni og ódýrari Audi væri A3 í undirbúningi til kynning- ar á næsta ári en hann verður álíka stór og Golf. ■ Jóhannes Tómasson - vandadur og viljugur ÖKUMAÐUR er fljótur að ná áttum og getur látið fara vel um sig undir stýri og þar er allur aðbúnaður eins og best verður á kosið. NÝJU Audi A4 og A6 bflam- ir, sem kynntir eru hjá um- boðinu, Heklu hf., um þessa helgi hefja nú innreið sína til Islands en þeir hafa undanf- amar vikur og mánuði verið að ná allgóðri fótfestu víða í Evrópu. Þessi nýja lína tekur við af Audi 80 og Audi 100 sem eru nokkuð þekktir hér- lendis en reyndar hefur Audi naumast verið á blaði hér síð- OE ustu eitt-tvö árin. -Nú á að markaðssetja Audi á ný á íslandi og með þessum tveimur nýju gerð- um hafa bflar frá Audi alla burði til að ná fótfestu á íslenskum mark- aði þvi hér er ný hönnun á ferðinni með margs konar nýjum búnaði og forvitnilegir gripir í alla staði, sögðu þeir Stephan K. Fischer og Johannes Curten nýir sölu- og svæðisstjórar Audi og sinna Aust- ur-Evrópulöndum, Balkanskaga og Islandi. Verð á Audi A4 er frá um 2,3 milljónum króna en þetta er framdrifínn, fímm manna fjöl- skyldubfll í millistærð, með 1,8 lítra og 125 hestafla vél og fær í flestan sjó. Við skoðum í dag Audi A4 sem tekið var í hjá Audi umboðinu í Svíþjóð fyrir stuttu. Um leið má minna á að auk A4 og A6 getur að líta álbflinn A8 hjá umboðinu nú um helgina en frá honum hefur þegar verið sagt á bflasíðum. Verð- ur farið með bflinn vfða um land á næstu vikum og mánuðum. Audi A4 er laglegur bíll. Allar línur eru að sjálfsögðu bogadregn- ar og ávalar og bíllinn heldur ágætri blöndu af svip Audi frá síð- ustu árum og nýrri línu. Fremsti hlutinn séður frá hlið minnir örlítið á einn keppinautinn, BMW 300 lín- una en að öðru leyti er Audi aðeins líkur sjálfum sér og hefur sinn svip. Bíllinn virðist allur nokkuð síður, voldugir samlitir stuðarar gera það að verkum og hjólaskálamar um- lykja hjólin mjög langt niður. Fram- endinn er allur nokkuð verklegur, hallar nokkuð mikið niður fremst þar sem fínlegar luktir og grillið ráða ríkjum en afturendinn er fremur stuttur. Heildarlengd er óbreytt en aukin sporvídd og örlítið aukið hjólhaf gefa meira innanrými og farþegarýmið virkar vel á öku- mann sem farþega við fyrstu sýn og er mjög rúmgott. Fram- og aft- urrúður eru mjög hallandi og allar rúður stórar og útsýni gott. RúmgóAur Að innan er Audi A4 fyrst og fremst rúmgóður og þægilegur. I aftursætum er rýmið nægilegt á alla enda og kanta og í fjölstillan- legu sætinu getur ökumaður hag- rætt sér að vild og er fljótur að ná öllum áttum og ná tökum á til- verunni undir stýri. Hægt er bæði að ráða hæð og Qarlægð sætis frá stýri og halla og fjarlægð stýris - þannig að hér getur hver og einn aðlagað allt eins og honum best hentar. Miklu munar um 4 cm aukna breidd og tekist hefur einnig að auka fótarými í fram- og aftur- sætum sem eru líka ný hönnun með nýjum áklæðum. Mælaborðið sjálft er nokkuð hefðbundið, þ.e. framsetning mæla og útlit og tengist ágætlega hliðun- um. Á voldugu miðjubrettinu þar sem er að finna útvarp og mið- stöðvarstillingar eru einnig flestir rofar sem nota þarf dags daglega, FARANGURSRÝMIÐ er heldur grunnt en það er þó 440 lítrar og hægt er að drýgja það með því að leggja aftursætisbakið niður. Morgunblaðið/jt AUDI A4 er blandaður - likist Audi- ættinni en hefur samt sinn sérstaka svip - og dugði ágætlega í snjónum í Svíþjóð á dögunum. hiti í sætum, hiti í afturrúðu, aðvör- unarljós og fleira. Þar neðst er gír- stöngin, ágætlega staðsett og lipur og þægileg bæði í sjálfskiptum og handskiptum bflnum. Sjálfskipting er Qögurra þrepa og tölvustýrð til að ná sem bestri nýtingu og spar- neytni og er hún einnig sérlega lip- ur og liðug í öllum skiptingum. Vélin í Audi A4 sem einkum verður boðin hérlendis er 1,8 iítrar, fjögurra strokka, 20 ventla og 125 hestöfl. Þetta er ný vél sem byggir á reynslu vélanna úr fyrri Audi kynslóð. Staðhæfa fulltrúar Audi að þessi 1,8 lítra vél sé svo gott sem jafningi 2,3 lítra vélarinnar sem menn kannast við úr Audi 80. Viðbragðið úr kyrrstöðu í 100 km tekur 10,5 sekúndur en var 9,8 á 2,3 lítra vélinni. Eyðslan er hins vegar mun minni eða 10,1 1 í bæja- Vinnsla Mýkt Staðal- búnaður rakstri og aðeins 5,8 1 á jöfnum 90 km hraða en í 2,3 lítra vélinni voru tölumar 11,8 og 6,4 1. Há- markshraði er 205 km. Liggur vel í akstri og öllum meðförum er Audi A4 eiginlega bara þægilegur. Vélin er aflmikil og sérlega hljóðl- át. Segja má að ekki hafí reynt nægilega vel á snerpu eða afl þar sem mikil snjókoma og hálka var hjá Svíum þegar við ókum þar um sveitir og þorp norðan við Stokk- Verðið hólm. En á hraðbrautum var orðið nokkuð greið leið og þar kom í ljós að A4 er fljótur að ná sér á strik þegar á þarf að halda og liggur mjög skemmtilega með þessari endurbættu fjöðrun sinni. Á hún án efa eftir að njóta sín vel á íslenskum þjóðvegum, ekki síst grófum mal- arvegum og þvottabrettum þar sem bæði reynir á bíl og bflstjóra. Með nýrri hönnun á fjögurra arma framfjöðrun og endurbættri fjölarma fjöðrun að aftan hefur tekist að gera A4 bæði rásfastan Audi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.