Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGISKOSNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 B 3 Davíð Oddsson forsætisráðherra Jákvæður vitnis- burður um störf ríkisslg órnarinnar „ÉG ER mjög ánægður með niður- stöðu flokksins. Hann heldur velli í þessum kosningum. Það er einnig mjög ánægjulegt að ríkisstjórnin skuli halda velli og er ákveðinn vitn- isburður um störf hennar,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Fólk vildi stjórn Sjálfstæðisflokks Hann sagði að mikil ánægja væri með niðurstöðuna hjá sjálf- stæðismönnum um allt ' land. „Flokkurinn hefur leitt þessa ríkis- stjórn í gegn um mikla erfiðleika síðustu fjögur ár og nánast heldur fylgi sínu, þvert ofan í ýmsar spár. Hann er raunar eini flokkurinn sem fær endurkjörna alla þá þingmenn sem voru í kjöri á vegum hans.“ „Ég tel að þegar við vorum að koma illa út úr skoðanakönnunum hafi fólk talið öruggt að við yrðum í ríkisstjórn og hafi verið að velja okkur meðreiðarsveina. En þegar kannanir sýndu fylgistap áttuðu menn sig á því að það varð að kjósa flokkinn milliiiðalaust til að hafa hann í stjórn enda sýndu kannanir að mikill vilji var til þess hjá fólki í öllum flokkum," sagði Davíð þegar hann var spurður að því hvaða skýr- ingar hann teldi vera á fylgisaukn- ingu flokksins síðustu dagana fyrir kosningar. Hann bætir því við að þúsundir hafi unnið fyrir flokkinn síðustu dagana og það hafi verið kraftmikil barátta. „Það er líka mjög ánægjulegt að ríkisstjórnin heldur velli þó að það sé með minnsta mögulega meiri- hluta. Það er jákvæð einkunn fyrir ríkisstjórnina því hún hafði oft átt undir högg að sækja á kjörtímabilinu og á ýmsu hefur gengið. Þegar stjórnin var að gera erfiða hluti bjó hún við miklar óvinsældir en hélt engu að síður velli þegar upp var staðið," sagði forsætisráðherra. Stjórnarflokkarnir munu ræða saman Um framhaldið sagði Davíð að hann myndi ekki biðjast lausnar þar sem ríkisstjórnin hefði ekki fallið. Hann sagðist fara yfir stöð- una á reglubundnum fundi með forseta íslands sem væntanlega verður árdegis í dag, þriðjudag, og einnig á ríkisstjórnarfundi. Þá sagðist hann gera ráð fyrir því að forystumenn stjórnarflokkanna myndu fara yfir málefnastöðuna í ljósi þess að ríkisstjórnin hefði nauman þingmeirihluta. Um efni viðræðna þeirra sagði Davíð að ágreiningur hefði komið upp milli flokkanna í ýmsum málum í kosn- ingabaráttunni eins og oft vildi verða. Því væri spurningin nú hvort þau mál væru þess eðlis að ríkis- stjórn með svo tæpan meirihluta gæti unnið úr þeim. „Við þurfum að átta okkur á þessu og fara yfir málin í vinsemd og íhygli, engu fljótræði. Síðan munu næstu skref ráðast af niðurstöðu þessa.“ I stjórnarskránni segir að innan tíu vikna frá kjördegi beri þinginu að koma saman. Davíð segir að það sé sá tímarammi sem menn þurfi að miða við. Viðræðum stjórnarflokkanna, og milli annarra flokka ef til þess kæmi, þyrfti að vera lokið í tæka tíð fyrir þann tíma. Spurður að því hvort Framsókn- arflokkurinn kæmi að þessu borði í ljósi fylgisaukningar hans segir Davíð að Framsóknarflokkurinn hafi verið stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn og hann hafi bætt við sig tveimur þingmönnum. Það mætti telja eðlilegt. Hann væri að nálgast sitt fyrra fylgi eftir að hafa verið minni um skeið. „Ég býst við að ýmsir hafi litið svo á að Framsóknarflokkurinn væri stjórnarkostur og sama má raunar segja um aðra flokka. Það eru þrír möguleikar á tveggja flokka stjórn. Þeir h'afa allir sína kosti en líka sína annmarka.“ Þá bendir hann á að einnig séu ýmsir möguleikar á þriggja flokka stjórn og fræðilegir möguleikar á fjögurra flokka stjórn. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka Unnum ákveðinn áfangasigur Morgunblaðið/Halldór JÓHANNA Sigurðardóttir á kosningavöku Þjóðvaka sem haldin var á Tveimur vinum á kosninganóttina. JÓHANNA Sigurðardóttir, for- maður Þjóðvaka, segir að útkoma flokksins hafi valdið vonbrigðum en þó megi segja hana viðunandi. „Hver nýr þingmaður hjá okkur er sigur í nýrri hreyfingu. Við lent- um í erfiðum málum á tveimur síð- ustu dögunum þar sem fáeinir ein- staklingar voru staðráðnir í að skaða hreyfinguna og við höfðum ekki tíma til að ná vopnum okkar aftur,“ sagði Jóhanna og vísaði til yfirlýsingar og úrsagna fólks á Suðurlandi. Hún vill mynda fjög- urra til fimm flokka félagshyggju- stjórn. Jóhanna segir að þakka megi frábæru starfi og samstöðu Þjóð- vakafólks um alit land fyrir niður- stöðuna, það hafi unnið af heilind- um. „Það má segja að við höfum unnið ákveðinn áfangasigur. Ljóst er að þessi ríkisstjórn hefur mjög tæpan meirihluta og má segja að hún sé í raun fallin ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörð- um standa við það sem þeir sögðu fyrir kosningar, að þeir muni aldr- ei styðja stjórn sem hafi óbreytta stefnu í sjávarútvegsmálum. Þá hljóta að gilda sömu rök hjá Jóni Baldvin Hannibalssyni núna og fyrir fjórum árum. Þá vildi hann ekki framlengja síðustu ríkisstjórn sem hafði mjög tæpan meirihluta, sagðist ekki vilja byggja líf ríkis- stjórnarinnar á Hjörleifi Gutt- ormssyni. Nú er mikil óeining í landbúnaðarmálum í þessari stjórn og ég spyr hvort Jón vilji byggja líf ríkisstjórnarinnar á því.“ Möguleikar á félagshyggjustjórn Um það hvað ætti að taka við sagði Jóhanna að möguleikar væru á myndun félagshyggjustjórnar og það hafi einmitt verið markmið hreyfingar hennar. „Áhrif Þjóð- vaka eru þau að þessir möguleikar eru nú í augsýn ef félagshyggju- flokkarnir nýta sér tækifærið.“ Hún sagði að Þjóðvaki myndi leggja sitt af mörkum til að hægt yrði að mynda hér félagshyggju- stjórn. Síðan yrði það skoðað hvernig hægt yrði að vinna að því sameiningarferli sem hreyfingin væri stofnuð til að hrinda af stað. „Það má vel vera að við rrtunum hafa frumkvæði að því að félags- hyggjuflokkarnir myndi ríkis- stjórn. Ég tel útilokað fyrir Ólaf Ragnar Grímsson og Framsóknar- flokkinn að vera í biðröðinni til Sjálfstæðisflokksins miðað við það sem þeir sögðu fyrir kosningar. Þeir sögðu að það yrði þeirra fyrsti leikur að reyna myndun félags- hyggjustjórnar. Ég tel að fjögurra eða jafnvel fimm flokka stjórn félagshyggjuaflanna yrði farsælli en tveggja flokka stjórn með Sjálf- stæðisflokknum innanborðs og minni á að stöðugleikann í ís- lensku efnahagslífi má rekja til ársins 1988 þegar félagshyggju- flokkarnir fóru með stjórn lands- ins,“ sagði Jóhanna. Spurð um framtíðina sagði hún: „Þjóðvaki er kominn til að vera og verður hér svo lengi sem þarf til að bijóta upp þetta flokkakerfi og sameina félagshyggjuöflin. Það er eitt af markmiðum þessarar hreyf- ingar. Við teljum að sameining félagshyggjuaflanna, og að þau vinni saman í ríkisstjórn, sé for- senda þeirra breytinga sem gera þarf í þjóðfélaginu. Okkar tími er rétt að byija.“ Kristín Ástgeirsdóttir, oddviti Kvennalista Fylgishrunið á lands byggðinni veldur mestum áhyggjum Morgunblaðið/Halldór KRISTIN Ástgeirsdóttir ræðir við Ragnhildi Vigfúsdóttur, rit- stýru Veru, á kosningavöku Kvennalistans. „ÞESSI úrslit eru okkur mikil von- brigði þó að það hafi kannski ver- ið ljóst samkvæmt skoðanakönn- unum að það stefndi í ósigur. Við vorum samt að vona að við mynd- um hala meira inn á síðustu dögun- um og að okkar gömlu kjósendur myndu hugsa hlýlega til okkar,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir, odd- viti Kvennalistans, en hún skipaði 1. sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík. Kristín sagði að þrátt fyrir fylgistapið væru Kvennalistakonur mjög ánægðar með að í kosninga- baráttunni hafi tekist að gera launamálin og launamisrétti kynj- anna að einu helsta umræðuefninu. „Það liggja fyrir lofot'ð og fyrir- heit hinna flokkanna að taka á þeim málum, þannig að það eitt út af fyrir sig er mikill árangur. Það sem kannski veldur okkur mestum vonbrigðum er að missa landsbyggðarþingkonuna og það mikla fylgishrun sem verður úti á landi,“ sagði hún. Neikvæð umræða um innri mál hefur skaðað ímyndina Helstu skýringarnar á fylgis- hruni Kvennalistans eru að mati Kristínar þau áhrif sem Þjóðvaki hafi haft, og að kannski hafi fyrri kjósendut- Kvennalistans verið ós- ammála þeirri afstöðu sem flokk- urinn hafi tekið á síðasta ári varð- andi sameiningu félagshyggjuafl- anna. I öðru lagi hafi verið mikið framboð af frambærilegum og hæfum konum hjá gömlu flokkun- um og það hafi haft sín áhrif. „Þriðja ástæðan er svo kannski sú að gömlu flokkarnir hafa tekið upp mörg af okkar helstu baráttu- málum og það var mjög áberandi í þessum kosningum. Síðan vil ég nefna okkar innri mál og þær mjög svo neikvæðu umræður sem urðu í kringum uppstillingu bæði á Reykjanesi og í Reykjavík, en ég tel að þetta hafi skaðað ímynd Kvennalistans. Þá urðum við mikið varar við það á vinnustöðum í Reykjavík að konur sögðu að við hefðum ekki leiðrétt launin þeirra, þannig að þær konur sem voru áður okkar helsti kjósendahópur hafi hreinlega misst trú á þessa leið,“ sagði hún. Erum auðvitað inni í myndinni Kristín sagði að Kvennalistinn hefði lagt á það mikla áherslu að tími hans væri kominn til þátttöku í ríkisstjórn og það ylti á því hvern- ig mál þróuðust næstu daga hvort slíkt væri yfirleitt möguleiki. „Ríkisstjórnin heldur velli og við verðum auðvitað að sjá hvort þeir vilja vinna saman. Ef sú verð- ur raunin að þeir vilja það ekki þá erum við auðvitað inni í tnynd- inni. Ef þeir telja nauðsynlegt að styrkja sína stöðu þá erum við auðvitað til viðræðu um þau mál ef þeir vilja gera átak í því að draga úr launamisrétti kynjanna og bæta laun kvenna. Það verða auðvitað jafnframt að verða breyt- ingar á stefnu ríkisstjórnarinnar en við höfum barist hart gegn henni allt síðasta kjörtímabil," sagði Kristín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.