Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA IHMÉHMMMffMnMMa Mi wwmðfiiMb 1995 KEILA FIMMTUDAGUR 13.APRIL BLAÐ D FOLK ¦ ANGELO Peruzzi, markvörður Juventus, verður frá keppni í mánuð vegna meiðsla — tognaði á vöðva á fæti. Hann mun því ekki getað leikið seinni UEFA-leikinn gegn Dort- mund og heldur ekki Gianluca Vialli. ¦ ENN hækkar sá orðrómur um að Eric Cantona gangi til liðs við Inter Milanó. Forráðamenn Manc- hester United kannast ekkert við að kappinn sé á förum frá félaginu. Blöð í Englandi segja að Cantona eigi að fá 2,6 millj. ísl. kr. í vikulaun — nokkuð sem erfitt er að hafna. Cantona er í leikbanni þar til í októ- ber og má ekki spila í neinu landi þangað til. ¦ OLÆTI brustusi út meðal stuðn- ingsmanna PSG og Marseille fyrir utan Parc des Princes leikvanginn í París fyrir og eftir bikarleik liðanna í undanúrslitum á þriðjudagskyöld. 147 voru handteknir af lögreglu eftir að upp úr sauð og meiddust fimm lögreglumenn við það að skarka leik- inn og eru tveir þeirra enn á sjúkra- húsi. PSG sigraði í umræddum leik 2:0 og leikur til úrslita. Morgunblaðið/Jón Svavarsson KR-ingar meistarar KR-ingar tryggðu sér íslandsmeistaratitlinn í keilu karla þegar þeir lögðu Keilu- landssveitina 2265:2218 í oddaleik í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð í gærkvöldi. KR-ing- ar unnu síðasta leikinn örugglega 774:735 og fögnuðu sigri 2:1. Hér á myndinni fyrir ofan fagna KR-ingar meistaratitlinum. Frá vinstri: Kristinn Jónsson, formað- ur KR, Gunnar Þ. Gunnarsson, Björn Sigurðsson, Jónas Gunnarsson, fyrirliði, Kristján Sigurjónsson, Davíð Löve og Sigurjón Egilsson, formaður keilud. KR. HANDKNATTLEIKUR ÖLAFURS. Ólafuríviðræðum við Aftureldingu ÓLAFUR Stefánsson, vinstrihandar skytta landsliðsins úr Val, hefur verið í viðræðum við Aft- ureldingu um að gerast leikmaður með félaginu næsta keppnistímabil. Valsmenn vUja hins vegar iialda í Ólaf og reyna allt sem þeir geta til að hann verði áfram hjá félaginu. Valsmenn mega illa við því að missa Ólaf þvi allt hend- ir til þess að Dagur Sig- urðsson leiki i Sviss næsta vetur og eins eru þeir Júl- íus Gunnarsson og Jón Kristjánsson á iöruni í nám erlendis. Afturelding hefur þcgar f engið Bjarka Sigurðsson í sínar raðir, en misst Jason Ólafsson, sem leikur með Brixen á ítalíu næsta vetur. Manchester United komið á Wembley VARNARMENNIRNIRSteve Bruce, fyririiði og Gary Pallister gerðu mörk Manchester United með skalla og tryggðu liði sinu sæti í úrslitum ensku bikarkeppninitar meðþvi að vinna Cryst- al Palace 2:0 í gærk völdi. Bæði mörkin komu í fyrrí hálfleik. United mætir Everton í úrslitum á Wembley eins og árið 1985. Roy Keane var rekinn af leikvelli eftir slagsmál við Darren Pattcrson á 52. minútu og hinn síðarnefndi fór sömu leið. United var betra liðið allan leikinn ogsigurinn aldrei í hættu i seinni hálfleik. í úrvalsdeildinni voru þrír Icikir. Nottingham Forest færðist nær þvi að tryggja sér Bvrópu- sæti með því að vinna Norwich, 0:1, á útivelli og er nú í þriðja sæti deildarinnar. Robbie Fowl- er skoraði sigurmark Liverpool á elleftu stundu gegn Arsenal, 0:1. Chelsea, sem leikur í undanúr- slitum í E vrópukeppni bikarhafa, mátti sætta sig við tap á heimavelli fyrir Southampton, 0:2. ACMilanleikurtvo leiki á velli Reggiana AC Milan og Genúa verða að leika tvo deildar- leiki i 100 km fjarðlægð frá vbllum sinum og greiða 1,9 millj. kr. ísl. í sekt. Það var ítalska knattspyrnusambandið sem ákvað þettavegna morðsins á stuðningsmanni Genúa, sem var stunginn til bana fyrir utan vðll Gcnúa 29. jan- úar — fyrir leik liðanna þar. Forráðamenn AC Milan haf a tilkynnt að liðið leiki gegn Torínó 23. aprfl og Foggia 7. maí á heimavelli Regg- iana, Eeggio Emilia, sem tekur aðcins 20 þús. áhorfendur. Forráðamenn Genúa hafa ekki ákveðið hvar liðið leikur gegn Sampdoria 30. apríl og Juventus 14. mai. Okkur tókst að keyra yfir þá - sagði ÞorbergurAðalsteinsson, landsliðsþjálfari, eftirstórsigurá landsliði Japans „VIÐ ákváðum að keyra eins hratt á þá eins og við mögulega gátum og það tókst. Við keyrðum hreinlega yfir þá. Það var smá vandræðagangur með smuguskotin ígegnum vörnina hjá okkur ífyrri hálfleik en við settum fyrir þann leka í síðari hálfleik. Við vissum reyndar ekkert um þetta lið og við f örum í síðari leikinn með öðru hugarfari og prófum eitthvað annað," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, eftir stórsigur íslendinga gegn Japönum, 39:18, íSmáranum ígærkvöldi. og til Þorbergur sagði að þetta jap- anska lið ætti á brattann að sækja með að komast í 16-liða úr- slit á HM. „En við héldum einbeiting- unni út allan leikinn og það er jákvætt. Við eigum örugg- lega eftir að lenda í þvi í HM að ValurB. Jónatansson skrifar þurfa að vinna stórt, eins dæmis Bandaríkin. Það er mikil samkeppni um stöður í liðinu og menn lögðu sig greinilega fram af fullum krafti í leikinn. Sigmar Þröstur varði vel og svo kom Valdi- mar mjög sterkur út í síðari hálf- leiknum og naut sín vel í þessum mikla hraða. Einar Gunnar kom einnig vel út með því að leysa inn á línuna. Við höfum verið að prófa þetta á æfingum og þetta lofar góðu. Við lítum á þennan leik fyrst og fremst sem fyrsta leikinn af níu í undirbúningi okkar fyrir HM," sagði Þorbergur. Hradinn á vel við mig Valdimar Grímsson, fyrirliði, var í miklu stuði. Hann lék aðeins seinni hálfleikinn og skoraði í honum 11 mörk. „Þetta erhandbolti sem er að mínu skapi. Ég finn mig alltaf vel þegar það eru nógu margar sóknir qg ég fæ að hlaupa nógu mikið. Eg ætti kannski að enda ferilinn í Japan? Við vorum ákveðn- ir í að byrja þetta lokatímabil vel og ég held að við getum verið sátt- ir við þennan leik. Við lékum góðan handbolta og skemmtilegan fyrir áhorfendur og sýndum að við erum að þessu af fullri alvöru og ætlum okkur langt. Þetta japanska lið er táknrænt lið fyrir Afríku- og Asíu- þjóðir, með litla fljóta leikmenn. Þeir eru greinilega þreyttir því þeir hafa æft stíft og því ættum við ekki alveg að afskrifa þá," sagði fyrirliðinn. ¦ Leikurinn / D3 KÖRFUKNATTLEIKUR: HERBERT ARNARSON NÝLIÐIÁRSINS OG SÁ BESTI / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.