Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 3
2 D FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR faémR FOLK ■ SIGURÐUR Einarsson kast- aði spjótinu 77,06 m á Sea Ray Relays í Knoxville í Tennesse og varð annar. Sigurvegari var Joakim Nilsson, sem kastaði 78,80 m. ■ GUNNHILDUR Hinríksdótt- ir úr HSÞ bætti árangur sinn í sjöþraut um tæp 700 stig í Georg- íu um sl. helgi, er hún fékk 4.320 stig og varð sigurvegari. ■ GUNNHILDUR hljóp 100 m grindahlaup á 15,89 sek., stökk 1,53 m í hástökki, varpaði kúlunni 8,10 m, hljóp 200 m á 26,21 sek., stökk 5,54 m í langstökki, kastaði spjótinu 28,32 m og hljóp 800 m á 2.38,05 mín. Hún setti persónu- legt met í fimm greinum. ■ SNJÓLAUG Vilhelmsdóttir úr UMSE setti persónulegt met í 400 m grindahlaupi — 60,82 sek. ■ FRÍÐA Rún Þórðardóttir úr Ármanni, varð sigurvegari í 800 m hlaupi á 2.17,34 mín. og varð önnur í 1500 m hlaupi á 4.46,80 mín. ■ GUÐRÚN Amardóttir úr Ármanni gat ekki keppt á mót- inu, þar sem hún á við bakmeiðsli að stríða. UM HELGINA Handknattleikur Vináttulandsleikur ísafj.: Ísland-Japan.........kl. 16.30 •Ef ekki verður flogið til ísafjarðar verður leikið í Smáranum í Kópavogi á sama tíma. EM heyrnarlausra Laugardagur: Framhús: ísland - Króatía.......kl. 13 Framhús: Danmörk - Svíþjóð......kl. 15 Framhús: Þýskaland - Ítalía.....kl. 17 Sunnudagur: Framhús: ísland - Þýskaland.....kl. 13 Framhús: Ítalía - Danmörk.......kl. 15 Framhús: Króatía - Svíþjóð......kl. 17 Verðlaunaafhending............kl. 18.30 Skíði ■Icelandaír Cup mótaröðin í alpagreinum heldur áfram í Skálafelli á morgun, föstu- dag, og laugardag. Keppt verður i stórsvigi karla og kvenna báða dagana og hefst keppni kl. 09.00. ■Skíðafélag Reykjavíkur stendur fyrir páskaeggjamóti í göngu í dag, skírdag, og hefst kl. 11 við gamla Breiðabliksskálann í Bláfjöllum. Mótið er ætlað almenningi og er vegalengd aðeins einn kilómetri. Eftir gönguna verða páskaegg dregin út úr hópi þátttakenda. ■Skíðastaðatrimm verður í Hlíðarfjalli við Akureyri á laugardaginn og hefst gangan kl. 14 við Strýtu. Gengnir eru 8 og 20 km. Hægt er að skrá sig í Skíðahótelinu milli kl. 12.30 og 13 sama dag. Knattspyrna Reykjavíkurmótið / kvöld: Meistaraflokkur karla: Gervigras: Þróttur-ÍR...........kl. 20 Mánudagur, annar í páskum: Meistaraflokkur kvenna: Gervigras: Víkingur- Valur......kl. 20 Þriðjudagur, 18. apríl: Meistarafiokkur karla: Gervigras: Vikingur-ÍR.....,,...kl. 20 Víðavangshlaup Víðavangshlaup Aftureldingar í Mosfellsbæ fer fram laugardaginn 15. apríl og hefst á Varmárvelli kl. 13.30. Hlaupið er i átta ald- ursflokkum, mislangt eftir aldri. Þáttöka er tilkynnt} síma 667089 eða á staðnum. Blak Oddaleikur Víkings og HK í úrslitakeppni kvenna fer fram i Víkinni á laugardaginn kl. 14. ■Verðlaunaafhending fer fram eftir leikimi. BLAK Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞAÐ vantaði ekki stemminguna í leikmenn HK eftir sigurleiklnn í gærkvöldi, t.v. býður Andrew Hancock, Einarl Ásgeirssyni upp í dans en Vignir Hlöðversson fyrlr miðju, grípur um höfuðið á “prímusmótor" og leikstjórnanda HK, Guðbergi E. Eyjólfsson en Jóhann Slgurðsson horfir með velþóknun á látbragð félaga sinna. HK-menn meistari þnðja anð i röð Guðmundur Helgi Þorsteinsson skrifar Leikmenn HK, kórónuðu leiktíð sína, í íslandsmótinu ívetur og hömpuðu íslandsmeistarat- itlinum í þriðja sinn á þremur árum. Leikmenn HK hafa sýnt allar sýnar bestu hliðar í úrsli- takeppninni og verið mun sprækari en andstæðingarnir úr Þrótti sem þó unnu deilda- keppninna. Lið HK tryggði sér íslandsmeist- aratitilinn með glæsibrag í Digranesinu í gærkvöldi. Sigurinn varð ekki langsóttur því HK vann fjórða leikinn í þremur hrinum gegn engri. HK byrjaði leikinn af fítonskrafti og leikmenn Þróttar vissu varla hvað á sig stóð veðrið því HK-ingar kláruðu hrinuna á aðeins 13. mínútum og yfirðburð- irnir voru algerir. Sóknimar komu af öllum gerðum og Guðbergur Egill Eyjólfsson náði oft að búa til sannkallaðar “töfralausnir" sem hávörn Þróttara réð ekkert við, en móttakan var samt áberandi slök hjá Þrótti nokkuð sem er óvana- legt. Þróttarar náðu sér hins vegar aldrei almennilega strik og senni- lega hefur fjarvera Ólafs Guð- mundssonar haft eitthvað að segja en fallið var mikið í fyrstu hrinunni. Framhaldið var nokkur einstefna, HK-ingar léku við hvern sinn fingur og það var gífurleg vinnsla í gólfinu og oft var bjargað með tilþrifum svo ætla mátti að leikmenn liðsins væru hreinlega gólfþveglar. Sóknir Þróttar gengu illa að sama skapi og voru oft á tíðum of tilviljunar- kenndar og langt í frá að vera nægjanlega sterkar á móti öflugu vamarliði sem HK-liðið er. Enda fóru leikar svo að HK vann aðra hrinuna, 15:9 og þá þriðju, 15:8. “Eram með besta liðið“ “Við sýndum það í úrslitakeppninni að við erum með besta liðið og unnu alla leikina með fullu húsi, eða 3:0. Leikurinn í kvöld gerði ekkert annað en að undirstrika það að við vorum of kærulausir í deild- inni í vetur og hefðum með réttu átt að vinna hana líka en svo fór þó ekki. Liðið hefur verið mjög sannfærandi í vetur og sérstaklega eftir að hávörnin og lágvörnin fóru að vinna svona gífurlega vel sam- an, en þetta small saman hjá okkur í sjálfri úrslitakeppninni og það er erfitt að skora stig hjá okkur eins og Þróttarar fengu að reyna.“, sagði Guðbergur Egill Eyjólfsson fyrirliði HK kampakátur eftir að hafa tryggt sér íslandsmeistaratitil- inn í þriðja sinn á þremur árum. Víkingsstúlkur jöfnudu gegn HK Guðmundur Helgi Þorsteinsson skrifar A Rejkjavft ^ 19í ,5 ^ Fimmtudaaur 13. aDríl kl. 20.00 taróttur - ÍR Þriðiudaqur 18. apríl kl. 20.00 UÍRtHRur - ÍR Gervigrasið Laugardal Víkingsstúlkur mættu grimmar til leiks í Digranesi og léku sinn besta i Ieik í úrslitakeppninni til þessa, þegar þær skelltu HK, 3:1. Liðin þurfa því að mætast í hreinum úrslitaleik á laugar- daginn í Víkinni. Það var eins og nýtt Víkingslið væri mætt til fjórða leiks liðanna í Digranesi í gær- kvöldi. Víkingsstúlkur fóru hamför- um í fyrstu tveim hrinunum og skelltu HK-stúlkum, 15:10 í þeirri fyrstu á aðeins 13. mínútum nokkuð sem ekki mátti búast við ef litið er til fyrri leiks liðanna í Víkinni. Stemmingin og grimmdin var til staðar enda var ekkert annað til í dæminu ef HK-stúlkur áttu ekki að fagna sínum fyrsta titli. Önnur hrinan var svipuð þeirri fyrri, HK- stúlkur fundu ekki taktinn og virk- uðu taugaveikleiklaðar enda fyrsti titilinn í augnsýn og það virtist hafa sín áhrif því ekkert gekk upp en hrinan endaði 15:5 fyrir gestina. HK-liðið náði þó sinni bestu rispu í leiknum í þriðju hrinunni sem þær unnu, 15:7 en það var skammgóður vermir því Víkingsstúlkur höfðu það sem þurfti til að gera út um leikinn í fjórðu hrinunni. Hrinan varð þó nokkuð löng, en Víkingsstúlkur náðu að innbyrða sigurinn í lokinn 15:12. Oddný Erlendsdóttir lék vel á kantinum fyrir Víkingsstúlkur i gærkvöldi og flestar sóknir hennar enduðu í gólfinu en Börg Erlings- dóttir uppspilari fann hana mun betur en á mánudaginn. Uppgjaf- irnar gengu líka ágætlega og bar- áttan var mun meiri í gólfinu hjá Víkingsliðinu en verið hefur og það hafði sitt að segja til að finna drif- kraftinn og viljann til að vinna leik- inn í gærkvöldi. Það má búast við miklum bar- áttuleik í Víkinni á laugardaginn þar sem leikurinn er hreinn úrslita- leikur. URSLIT Knattspyrna Reykjavíkurmótið B-deild: Valur-Leiknir....................3:l Fjölnir - Ármann.................2:1 England Enska bikarkeppnin, undanúrslit: Crystal Palace - Man. United.....0:2 - Bruce (30.), Pallister (41.). 17.987. ■United mætir Everton í úrslitum. Úrvalsdeild: Arsenal - Liverpool..............0:1 - (Fowler 90.). 38.036. Chelsea — Southampton............0:2 - (Shipperley 10., Le Tissier 32.). 16.738. Norwich — Nottingham Forest......0:1 - (Stone 85.). 19.005. 1. deild: Derby —Wolves....................3:3 Stoke — Barnsley0:0 Skotland Úrvalsdeild: Kilmamock - Hearts...............3:2 Þýskaland Bikarkeppnin, undanúrslit: Gladbach - Kaiserslautern....„...1:0 Heiko Herrlich (101.). Leikurinn var fram- iengdur. Frakkland Bikarkeppnin, undanúrslit: Strasbourg — Metz................i;0 Yvon Pouliquen (75.). 35.000. ■Strasbourg mætir PSG í úrslitum. Ítalía Bikarkeppnin, undanúrslit: Parma-Foggia.....................3;i ■Parma varin samanlagt 4:2 og mæta Ju- ventus í úrslitum. Portúgal Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Setubal - Benfíca U18 mót á Ítalíu ísland - Rúmenía 0-3 Körfuknattleikur NBA-deildin: Orlando - Cleveland ... 107*90 Philadelphia - Atlanta ■Eftir framlengingu. Chicago - Indiana 106:110 .... 96-R9 Milwaukee - Detroit ■Eftir framlengingu. San Antonio - Portland 114:109 71:91 Utah - LA Lakers 100:93 Seattle - Phoenix 90-96 LA Clippers - Sacramento Houston - Dallas 85:117 147:156 ■Eftir. tvíframlengdan leik. Íshokkí NHL-deildin: Pittsburgh - Washington......3:1 Tampa Bay - NY Islanders......5:2 Dallas - Detroit 1:4 St. Louis - Winnipeg..........7:5 Vancouver - Anaheim...........5:0 Handknattleikur EM heyrnarlausra ísland - Ítalía.............13:22 Þýskaland - Svíþjóð.........19:11 Króatía - Danmörk...........29:12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 D 3 ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR „Vélbyssuskot- hríð“ í Kópavogi íslendingar unnu stórsigur, 39:18, á Japönum í leik, sem boðið var upp á 2,1 sóknarlotu á mínútu FOI_K ■ VALDIMAR Grímsson var fyrirliði íslenska liðsins gegn Jap- an í gær í fjarveru Geirs Sveins- sonar sem er meiddur í baki. Valdimar kom einu sinni inná í fyrri hálfleik til að taka víti sem hann skoraði úr og lék síðan allan síðari hálfleikinn og gerði í honum 10 mörk, þar af átta á fyrstu 20 mínútunum. ■ STEFÁN Arnaldsson átti að dæma leikinn með Rögnvaldi Erl- ingssyni, en komst ekki vegna þess að ekki var flugfært frá Akur- eyri í gær. Gunnar Kjartansson, formaður dómaranefndar HSÍ, hljóp í skarðið og dæmdi með Rögnvaldi. ■ EF ekki verður flugfært til ísa- fjarðar í dag mun landsleikurinn fara fram í Smáranum og hefst hann kl. 16.30 í dag. ■ BJARNI Frostason og Guð- mundur Hrafnkelsson, mark- verðir, koma inn í liðið í dag fyrir Bergsvein Bergsveinsson og Sigmar Þröst. Bergsveinn kom reyndar ekkert inná í leiknum í gær. Eins fá þeir Jason Ólafsson og Róbert Sighvatsson að spreyta sig í dag, en þeir hvíldu í gær. ■ EINAR Gunnar Sigurðsson fékk tækifæri á að gera 40. mark Islands er hann komst inn á línuna er fimm sekúndur voru eftir en mistókst — snéri boltanum framhjá markinu. ÞAÐ var eins og maður væri staddur í skotgrafahernaði, þegar íslendingar og Japanir mættust í Smáranum í Kópa- vogi — skotgleði leikmanna var svo mikil, að boðið var upp á 126 sóknarlotur, eða 2,1 sóknir á mínútu og 57 mörk á sextíu mínútum. Japanir voru vægast sagt slakir — kunna lítið sem ekkert í göldrum handknatt- leiksins og ekki var hægt að leggja neinn mælikvarða á leik íslenska liðsins, svo miklir voru yfirburðirnira. Japanir, sem eru hreyfanlegir, léku óagaðan sóknarleik, þar sem all- ar sóknarlotur þeirra byggðust upp á langskotum utan af velli — gegn- umbrot, línu- og Sigmunduró. hornspil sást ekki Steinarsson Leikflettur sáust skrifar ekki, heldur ein- staklingsframtak skotmanna sem náðu aðeins 29% sóknarnýtingu, skoruðu 18 mörk ú 62 sóknarlotum. Leikmenn íslenska liðsins áttuðu sig ekki strax á leik japanska liðsins, en þegar leikmenn voru búnir að gera það, skoruðu Japanir ekki nema sjö mörk úr 34 sóknarlotum í seinni hálfleik, sem er 20% nýting. Vörn japanska liðsins var sem vængjahurð, sem íslensku leikmenn- irnir gátu gengið út og inn að vild — hún var opin fyrir öllu, línusend- ingum, langskotum, gegnumbrotum og mörkum úr hornum. Hinn há- vaxni Einar Gunnar Sigurðsson var settur inn á línuna, til að hrella smávaxna Japani og skoraði hann fimm mörk af línu — flest eftir stór- SÓKNAR- 5W NÝTING ÍSLAND f JAPAN Mðrk Sóknir % J Mórt( Sóknir % 18 29 21 35 62 F.h 11 60 S.h 7 28 34 39 20 39 64 61 Alls 18 62 29 8 Langskot 12 7 Gegnumbrot 1 7 Hraðaupphiaup 2 6 Hom 1 10 Lína 1 1 Vfti 1 skemmtilegar línusendingar Ólafs Stefánssonar, sem fór á kostum með sendingum sínum, sem glöddun áhorfendur. Sigmar Þröstur Oskars- son lék í markinu og kom vel frá leiknum — varði vel, en átti oft erf- itt með snögg langskot Japana. Valdimar Grímsson, sem lék með í seinni hálfleik, skoraði þá tíu mörk — flest úr hornum,' en hann skoraði eitt mark í fyrri hálfleik. Allir leik- menn liðsins nema Bergsveinn Berg- sveinsson tóku þátt í leiknum og skoruðu allir tólf útispilararnir. Eins og fyrr segir þá er ekki hægt að leggja neinn mælikvarða á leik íslenska liðsins. Landslið Japans á margt eftir ólært og er það vel skiljanlegt þegar að því er gáð, að deildarkeppni er ekki í Japan — handknattleikur þar er skólaíþrótt. Japanir þurfa því að koma til Evrópu til að kanna styrk sinn. ísland - Japan 39:18 Smárinn í Kópavogi, vináttulandsleikur 12. aprfl 1995. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 6:3, 7:5, 8:6, 14:8, 17:10, 18:11. 23:11, 27:13, 30:16, 37:17, 38:18. Mörk íslands: Valdimar Grímsson 11/1, Einar Gunnar Sigurðsson 7, Gústaf Bjamason 4, Patrekur Jóhannesson 4, Ólafur Stefánsson 3, Bjarki Sigurðsson 2, Konráð Olavson 2, Júlíus Jónasson 2, Jón Kristjánsson 1, Dagur Sigurðsson 1, Gunnar Beinteinsson 1, Birgir Sigurðsson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 21/1 (Þar af 5 sem knötturinn fór aftur til mótheija). Bergsveinn Bergsveinsson. Utan vallar: 2 mín. Mörk Japans: Sveoka 6/1, Nakayama 5, Iwamoto 3, Fujll 2, Hotta 1, Watandbe 1. Varin skot: Hayashi 4 (Þar af þijú sem fóra aftur til mótheija), Hashi- moto 5. Utan vallar: 2 mín. Áhorfendur: Um 600. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Röngvald Erlingsson. Morgunblaðiö/Ami Sæberg DÆMIGERÐ mynd úr leik íslands og Japans. Valdimar Grímsson sækir að varnarmönnum Japans, sem hrökkva frá. Sigrún Huld með fjögur heimsmet SIGRÚN Huld Hrafnsdóttir setti fjögur heimsmet á Norðurlandamóti fatlaðra í sundi, sem fór fram í Ringsted í Danmörku á dögunum. Hún setti met í 400 m skriðsundi (5.35,26 mín.), 100 m bringusundi (1.27,70), 800 m skriðsundi (11.34,37) og í opnum flokki — 50 m skrið- sundi, þar sem hún synti á 32,47 sek. í opna flokknum syntu allir án tillits til fötlun- ar einstaklings. Bára B. Erlingsdóttir varð í fjórða sæti í flokknum á 34,38 sek., en þess má geta að hún setti heims- met í 50 m flugsundi — 37,81 sek. Fengu 32 verð- launapeninga ÍSLENSKU keppendurnir fengu alls 32 verðlaunapeninga Norðurlandamóti fatlaðra í sundi í Ringsted — ellefu gull- verðlaun, fjórtán silfur og átta brons, og settu fjórtán íslandsmet og tiu Norðurlandameistaramótsmet. Ólafur Eiríksson setti Norðurlandamet í 100 m skriðsundi, flokki S9 — 1.03,03 mín., Birkir R. Gunnarsson setti einnig Norð- urlandamet í 100 m skriðsundi, flokki B1+B2 —1.07,81 mín. og í 400 m skrið- sundi — 5.10,81 mín. Gunnar Þ. Gunnars- son, setti Norðurlandamet 150 m flug- sundi, þroskaheftra, 32,41 sek. Bára B. Erlingsdóttir setti Norðurlandamet í 200 m Ijórsundi, þroskaheftra, 3.04,85. Norðmenn féllu fyrir Belgum BELGÍUMENN skutu Norðmönnum ref fyrir rass í Evrópukeppni landsliða í liandknattleik og tryggðu sér rétt til að leika í riðlakeppni EM. Þjóðimar voru með jafn mörg stigí undanriðli, en Belgar komust áfram með því að vinna Norðmenn 16:20 í Ósló, en Norð- menn náðu þriggja marka sigri í Belg- íu, 17:20. Nú er Ijóst, hvemig riðlamir verða í EM. 1. RIÐILL: Krótatia, Sióvenía, Austur- ríki og Tyrkland. 2. RIÐILL: Ungveijaland, Tékkland, Slóvakía og Makedónia. 3. RIÐILL: Frakkland, Hvita-Rússland, Júgóslavía og Belgía. 4. RIÐILL: Rússland, Rúmenía, Pólland og ísland. 5. RIÐILL: Danmörk, Þýskaland, Sviss og Litháen. Spánveijar, sem gestagjafar, og Svíar, sem Evrópumeistarar, komast beint i úrslitakeppnina, sem verður á Spáni 23. maí til 2. júní 1996. Tvö efstu liðin úr riðlunum komast til Spánar. Eyjastúlkur fá iðsstyrk NÝLIÐARNIR í 1. deild kvenna í knatt- spyrnu, ÍBV, hafa fengið góðan liðs- styrk. Serbinn Svetlana Ritic, sem leikur stöðu miðvarðar.hefur gengið til Uðs við Eyjastúlkur. Áður höfðu þær fengið til liðs við sig Oddnýu F. Jökulsdóttiur frá Hetti á Egilsstöðum og Sigrúnu Sig- urðardóttur, sem hefur leikið með ÍBA og BÍ. Eyjamenn, sem hætti keppni í 1. deild fyrir tveimur árum, eru búnir að byggja upp nýtt 1. déíldarJið. Valur og KR fá 400 þús. kr. AFREKS- og styrktarsjóður Reykjavíkur hefur, fyrir hönd Reykjavíkurborgar og íþróttabandalags Reykjavíkur, veitt handknattleiksdeild Vals 400.000 krónur í styrk vegna íslandsmeistaratitils í meistaraflokki karla í handknattleik 1995. Og sömu upphæð til KR vegna bik- armeistaratitils í knattspyrnu karla 1994.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.