Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 D 3 IÞROTTIR HANDKNATTLEIKUR „Vélbyssuskot- hríð" í Kópavogi íslendingar unnu stórsigur, 39:18, á Japönum í leik, sem boðið var upp á 2,1 sóknarlotu á mínútu FOLK ¦ VALDIMAR Grímsson var fyrirliði íslenska liðsins gegn Jap- an í gær í fjarveru Geirs Sveins- sonar sem er meiddur í baki. Valdimar kom einu sinni inná í íyrri hálfleik til að taka víti sem hann skoraði úr og lék síðan allan síðari hálfleikinn og gerði í honum 10 mörk, þar af átta á fyrstu 20 mínútunum. ¦ STEFÁN Arnaldsson átti að dæma leikinn með Rögnvaldi Erl- ingssyni, en komst ekki vegna þess að ekki var flugfært frá Akur- eyri í gær. Gunnar Kjartansson, formaður dómaranefndar HSÍ, hljóp í skarðið og dæmdi með Rögnvaldi. ¦ EF ekki verður flugfært til ísa- fjarðar í dag mun landsleikurinn fara fram í Smáranum og hefst hann kl. 16.30 í dag. ¦ BJARNI Frostason og Guð- mundur Hrafnkelsson, mark- verðir, koma inn í liðið í dag fyrir Bergsvein Bergsveinsson og Sigmar Þröst. Bergsveinn kom reyndar ekkert inná í leiknum í gær. Eins fá þeir Jason Ólafsson og Róbert Sighvatsson að spreyta sig í dag, en þeir hvíldu í gær. ¦ EINAR Gunnar Sigurðsson fékk tækifæri á að gera 40. mark íslands er hann komst inn á línuna er fímm sekúndur voru eftir en mistókst — snéri boltanum framhjá markinu. ÞAÐ var eins og maður væri staddur í skotgrafahernaði, þegar íslendingar og Japanir mættust íSmáranum í Kópa- vogi — skotgleði leikmanna var svo mikil, að boðið var upp á 126 sóknarlotur, eða 2,1 sóknir á mínútu og 57 mörk á sextíu mínútum. Japanir voru vægast sagt slakir — kunna lítið sem ekkert ígöldrum handknatt- leiksins og ekki var hægt að leggja neinn mælikvarða á leik íslenska liðsins, svo miklir voru yfirburðirnira. Japanir, sem eru hreyfanlegir, léku óagaðan sóknarleik, þar sem all- ar sóknarlotur þeirra byggðust upp á langskotum utan af velli — gegn- umbrot, línu- og hornspil sást ekki. Leikfléttur sáust ekki, heldur ein- staklingsframtak skotmanna sem náðu aðeins 29% sóknarnýtingu, skoruðu 18 mörk ú 62 sóknarlotum. Leikmenn íslenska liðsins áttuðu sig ekki strax á leik japanska liðsins, en þegar leikmenn voru búnir að gera það, skoruðu Japanir ekki nema sjö mörk úr 34 sóknarlotum í seinni hálfleik, sem er 20% nýting. Vörn japanska liðsins var sem vængjahurð, sem íslensku leikmenn- irnir gátu gengið út og inn að vild — hún var opin fyrir öllu, línusend- ingum, langskotum, gegnumbrotum og mörkum úr hornum. Hinn há- vaxni Einar Gunnar Sigurðsson var settur inn á línuna, til að hrella smávaxna Japani og skoraði hann fimm mörk af línu — flest eftir stór- SÓKNAR- NÝTING 18 29 62 F.h 11 28 39 21 35 60 S.h 7 34 20 39 64 61 Alls 18 62 29 8 7 7 6 10 1 Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Horn Lfna Vítí 12 1 2 1 1 1 Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar skemmtilegar línusendingar Ólafs Stefánssonar, sem fór á kostum með sendingum sínum, sem glöddun áhorfendur. Sigmar Þröstur Oskars- son lék í markinu og kom vel frá leiknum — varði vel, en átti oft erf- itt með snögg langskot Japana. Valdimar Grímsson, sem lék með í seinni hálfleik, skoraði þá tíu mörk — flest úr hornum; en hann skoraði eitt mark í fyrri hálfleik. Allir leik- menn liðsins nema Bergsveinn Berg- sveinsson tóku þátt í leiknum og skoruðu allir tólf útispilararnir. Eins og fyrr segir þá er ekki hægt að leggja neinn mælikvarða á leik íslenska liðsins. Landslið Japans á margt eftir ólært og er það vel skiljanlegt þegar að því er gáð, að deildarkeppni er ekki í Japan — handknattleikur þar er skólaíþrótt. Japanir þurf a því að koma til Evrópu til að kanna styrk sinn. Island-Japan 39:18 i_ Smárinn í Kópavogi, vináttulandsleikur 12. apríl 1995. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 6:3, 7:5, 8:6, 14:8, 17:10, 18:11. 23:11, 27:13, 30:16, 37:17, 38:18. Mörk íslands: Valdimar Grímsson 11/1, Einar Gunnar Sigurðsson 7, Gústaf Bjarnason 4, Patrekur Jóhannesson 4, Ólafur Stefánsson 3, Bjarki Sigurðsson 2, Konráð Olavson 2, Júlíus Jónasson 2, Jón Kristjánsson 1, Dagur Sigurðsson 1, Gunnar Beinteinsson 1, Birgir Sigurðsson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 21/1 (Þar af 5 sem knötturinn fór aftur til mótherja). Bergsveinn Bergsveinsson. Utan vallar: 2 mín. Mörk Japans: Sveoka 6/1, Nakayama 5, Iwamoto 3, Fujll 2, Hotta 1, Watandbe 1. Varin skot: Hayashi 4 (Þar af þrjú sem fóru aftur til mótherja), Hashi- moto 5. Utan vallar: 2 mín. Áhorfendur: Um 600. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Röngvald Erlingsson. DÆMIGERÐ mynd úr lelk Islands og Japans. Valdlmar Grí msson sækir að varnarmönnum Japans, sem hrökkva f rá Sigrún Huld með fjögur heimsmet SIGRÚN Huld Hrafnsdóttir setti fjðgur heimsmet á Norðurlandamóti f atlaðra í sundi, sem fór fram í Ringsted í Danmðrku á dðgunum. Hún setti met í 400 m skriðsundi (5.35,26 mín.), 100 m bringusundi (1.27,70), 800 m skríðsundi (11.34,37) ogíopnum flokki — 50 m skríð- sundi, þar sem hún synti á 32,47 sek. í opna flokknuinsyntuallirántillitstiltotluu- ** ar einstaklings. Bára B. Erlingsdóttir varð í fjórða sæti í flokknum á 34,38 sek., en þess má geta að hún setti heims- met í 50 m fhtgsundi — 37,81 sek. Fengu 32 verð- launapeninga ÍSLENSKU keppendurnir fengu alls 32 verðlaunapeninga Norðurlandamóti f atlaðra í sundi í Ringsted — ellefu gull- verðlaun, fjórtán silfur og átta brons, og settu fjórtán íslandsmet og tiu Norðurlandameistaramótsmet. Ólafur Eiríksson setti Norðurlandamet í 100 m skríðstindi, flokki 89-1.03,03 mín., Birkir R. Gunnarsson settí einnig Norð- urlandamet í 100 m skríðsundi, flokki B1+B2 -1.07,81 min. og í 400 m skrið- sundi — 5.10,81 múi. Gunnar Þ. Gunnars- son, setti Norðurlandamet í 50 m flug- sundi, þroskaheftra, 32,41 sek. Bára B. Erlingsdóttir settí N orðurla ndamet í 200 m fjórsundi, þroskaheftra, 3.04,85. Norðmenn féllu fýrir Belgum BELGÍUMENN skutu Norðmönnum ref fyrir rass i Evrópukeppni landsliða i handknattleik og tryggðu sér rétt tíl að leika í riðlakeppni EM. Þjóðirnar voru með jafn mðrg stíg í undanríðli, en Belgar komust áfram með því að vinna Norðmenn 16:20 í Ósló, en Norð- menn náðu þriggja marka sigri í Belg- íu, 17:20. Nú er Jjóst hvernig riðlarnir verða í EM. 1. RIDILL: Krótatia, Slóvenía, Austur- ríkiogTyrkland. 2. RIDILL: Ungverjaland, Tékkland, Slóvakía og Makedónia. 3. RIÐILL: Frakkland, Hvíta-Rússland, Júgóshivía og Belgía. 4. RIDILL: Rússland, Rúmenía, Pólland og ísland. 5. RIDILL: Danmörk, Þýskaland, Sviss og Litháen. Spánverjar, sem gestagjafar, og Svíar, sem Evrópumeistarar, komast beint í úrslitakeppnina, sem verður á Spáni 23. maí tíl 2. júní 1996. Tvö efstu liðin úr riðlunum komast tíl Spánar. Eyjastúlkurfá iðsstyrk NÝLIÐ ARNIR í 1. deild kvenna i knatt- spyrnu, ÍB V, hafa fengið góðan liðs- styrk. Serbinn Svetlana Ritíc, sem leikur stöðu miðvarðar^hefur gengið til liðs við Eyjastúlkur. Áður höfðu þær fengið tíl liðs við sig Oddnýu F. Jökulsdóttiur frá Hetti á Egilsstððum og Sigrúnu Sig- urðardóttur, sem hefur leikið með ÍBA og BÍ. Eyjamenn, sem hætti keppni í 1. deild fyrir tveimur árum, eru búnir aðbyggjauppnýttl.deUdarlið. , Valur og KR fá 400 þús. kr. AFREKS- og styrktarsjóður Rey kja víkur hefur, fyrir hönd Reykjavíkurborgar og Iþróttabandalags Reykjavíkur, veitt handknattleiksdeild Vals 400.000 krónur í styrk vegna íslandsmeistaratitils í meistaraflokki karla í handknattleik 1995. Og sðmu upphæð til KR vegna bik- armeistaratítils í knattspyrnu karla 1994. _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.