Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 4
HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Árni Sæberg Valdi í kunnuglegu hlutverki VALDIMAR Grímsson kom frískur Inn á um mlðjan síðarl hálfleik í lelknum gegn Austurríkl í gærkvöldi. Hann hafði ekkl verið lengi inn á þegar honum lánaðist að komast inn í sendlngu ætlaða Zoltan Cordas (no.10), hlaupa hann af sér, bruna upp völllnn og skora fallegt mark. Þreyttir íslendingar mörðu sigur á Austurríkismönnum ÞAÐ var greinilegt á leik Is- lendinga gegn Austurríki í Kaplakrika í gærkvöldi að liðið var nýkomið til landsins eftir erfiða keppnisferð. Leikur liðs- ins var ekki upp á það besta gegn slöku liðið Austurríkis- manna og er það alveg sama hvort litið er á varnar- eða sóknarleikinn, eða markvörsl- una. Eitt það fáa semgladdi augað var sigurmark Islands sem Ólafur Stefánsson skor- aði þegar tvær sekúndurvoru eftir, lokatölur, 25:24, og þjóð- irnar eigast aftur við í Laugar- dalshöllkl. 16ídag. Jslenska liðið byrjaði betur og náði fljótlega forystu, 3:1, og eftir tvö hraðaupphlaupsmörk Gú- stafs Bjamasonar um miðjan hálfleik- inn var ísland kom- ið með forystu, 8:4. Austurríksmanna, sem framan af var stirðbusalegur, hresstist nokkuð þegar Gerald ívar Benediktsson skrifar Sóknarleikur Grabner kom inn sem leikstjóri í stað Markusar Szvetits þegar á leið. Þeim tókst eftir það að opna þunglamalega vörn íslands og minnka forystu íslands í tvö mörk fyrir hlé en þá stóðu leikar, 11:9, íslandi í vil. í byijun síðari hálfleiks fór að bera meira á því en áður að leik- menn Islands enduðu sóknir sínar ekki á sem bestan hátt. Þar af leiddi að Austurríkismenn náðu hraða- upphlaupum og um leið að jafna leikinn. íslenska liðið var mjög þungt og leikmenn seinir. Gestimir náðu forystu, 15:16, á 42. mín og náðu að halda frumkvæði í leiknum um tíma. En íslenska liðið var ekki á þeim buxunum að tapa og hress- ist á síðustu fímm mínútunum og það dugði til að sigra þó að með litlum glæsibrag hafi verið. íslenska liðið verður ekki dæmt af þessum leik. Það kom heim klukkan rúmlega fjögur frá Dan- mörku og leikurinn hófst klukkan átta. Leikmenn voru þreyttir og áhugalitlir, en svona álag er hluti af undirbúningnum og vonandi skil- ar það sér þegar út í keppnina verður. komið. Gústaf Bjarnason var einna liprastur og Konráð Olav- son átti góða spretti eftir að hann kom inn á um miðjan síðari hálf- leik. Vonandi kemur liðið sprækara til leiks í dag því gestirnir eiga ekki að standa Islendingum snún- ing undir eðlilegum kringumstæð- um. Austurríkismenn léku illa fram- an af en skánuðu þegar á leið. í liðinu eru nokkrir fljótir leikmenn sem hafa gott auga fyrir gegnum- brotum. Markvörðurinn Ewald Humenberger var bestur ásamt Zoltan Cordas og þeim snöggu Michael Gangel og Harald Beilsc- hmied. Argentína heimsmeist- ari unglinga ARGENTÍNA varð í gær heims- meistari unglingalandsliða í knatt- spyrnu í annað sinn eftir 2:0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik mótsins í Qat- ar. Framheijinn Leonardo Biagini, sem varð 18 ára fyrir nokkrum dög- um, og varamaðurinn Francisco Gu- errero gerðu mörk Argentínu. Brasil- ía vann Argentínu með sama marka- mun í úrslitaleik Suður-Ameríku- keppninnar í þessum aldursflokki í janúar. Leikurinn var harður og fengu fímm leikmenn Brasilíu að líta gula spjaldið og þrír úr liði Argent- ínu, sem varð einnig heimsmeistari 1979 er Diego Maradona var fyrir- liði, í úrslitaleik gegn Sovétríkjunum. Portúgal sigraði Spán 3:2 í leik um þriðja sætið. BADMINTON Noregur vann ísland með minnsta mun SÓKmR- w NYTING Kaplakriki: Vináttulandsleikur % / M Jl__ n ÍSLAND AUSTURRÍKI Mörk Séknir % 11 26 42 F.h 9 26 35 14 25 56 S.h 15 24 63 25 51 49 Alls 24 50 48 3 Langskot 4 4 Gegnumbrot 4 6 Hraðaupphlaup 9 4 Horn 1 5 Llna 5 3 Vlti 1 ÍSLENSKA landsliðið í badminton tapaði fyrir Norðmönnum, 2:3, í landsleik sem fram fór í Kaplakrika í fyrra kvöld. Leiknir voru fímm leik- ir; Elsa Nielsen sigraði í einliðaleik og Broddi Kristjánsson og Guðmund- ur Adolfsson í tvíliðaleik. Fyrsti leikur var tvenndarleikur þar sem Guðmundur Adolfsson og Guðrún Júlíusdóttir mættu CamilIu Silwer og Trond Waland. í báðum lotunum var jafnt framan af en norska parið seig framúr og sigraði 15/9 og 15/5. Þá nætti Elsa Nielsen Tove Hol í einliðaleik kvenna. Leikur- inn var hörkuspennandi, enda hafa þessar stúlkur mæst oft á badmin- tonvellinum og ávallt hefur sú norska haft betur. Elsa var ekki á því að láta það endurtaka sig og sigraði 11/5, 6:11 og 11/5. Þar með var staðan jöfn, 1:1. Broddi mætti síðan norska meist- aranum Hans Sperre. Fyrri lotan var spennandi en Sperre náði að knýja fram sigur 17/15. Síðari lotuna vann Norðmaðurinn nokkuð örugglega, 15/8. Næst kepptu Elsa og Vigdís Ásgeirsdóttir í tvíliðaleik kvenna en áttu ekki erindi sem erfíði og töpuðu 15/8 og 15/9 og þar með var norsk- ur sigur í höfn. Það breytti því engu þó Broddi og Guðmundur Adolfsson næðu að leggja norsku meistarana Erik Lia og Trond Waland í tviliða- leik karla, 4/15, 17/16 og 15/9. í dag héfst síðan Norðurlandamót- ið í TBR-húsinu og er búist við spenn- andi keppni. Þar keppa landslið Nor- egs, Danmerkur, Finnlands, Svíþjóð- ar og íslands. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Meistaramir töpuðu ísland - Auslumki 25:24 íþróttahúsið í Kaplakrika, föstudag 28. apríl 1995, vináttulandsleikur i handknattleik. Gangur leiksins: 1:0, 3:2, 5:3, 8:4, 10:7, 11:9, 13:12, 15:16, 18:18, 21:22, 23:23, 25:24. Mörk fslands: Gústaf Bjamason 7, Sigurður Sveinsson 4/2, Konráð Olavson 3, Valdimar Grímsson 3/1, Bjarki Sigurðsson 2, J6n Kristjánsson 2, Ólafur Stefánsson 2, Dagur Sigurðsson 1, Patrekur Jóhannesson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 8/1 (þaraf 1 ti! mótherja), Guðmundur Hrafnkelsson 3. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Austurrfkis: Zoltan Cordas 7/1, Michael Gangel 5, Harald Beilschmied 4, Norbert Polacek 3, Gerald Grabner 2, Peter Köllerer 2, Maritn Scherer 1. Varin skot: Ewald Humenberger 15/2 (þaraf 3" aftur til mótheija). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Mohammed Alhouli og Khplaf Alanzi eru einhveijir meinlausustu dómar- ar sem dæmt hafa hér landi. Á tfmabili í fyrri hálfleik leit út fyrir að þeir hefðu gelymt flautunum heima, svo lítið dæmdu þeir. Ahorfendur: 500. ■Nafn Gunnleifs Gunnleifssonar vantaði í upptalningu markaskorara æfingaleiks landsliðs 21 árs og yngri gegn Austurríkismönnum í blaðinu f gær, Gunnleifur gerði fjögur mörk, þar af eitt úr víti. Hakeem Olajuwon átti góðan leik með meisturum Houston og gerði 45 stig en gat ekki stöðvað John Stockton er hann gerði sigurk- örfu Utah Jazz, 102:100, þegar 2,4 sekúndur voru eftir í fyrsta leik lið- anna í úrslitakeppni NBA-deildarinn- ar í fyrrakvöld. Kenny Smith jafnaði leikinn fyrir Houston þegar 16 sek- úndur voru eftir, 100:100, en Stock- ton kom á ferðinni og setti boltann í körfuna án þess að Olajuwon, Smith eða Robert Horry kæmu nokkrum vömum við. Stockton var stigahæstur í liði Utah með 28 og Karl Malone kom næstur með 25 stig og tók auk þess 14 fráköst. New York Knicks tók fyrsta skref- ið í áttina að úrslitaleiknum með því að vinna Cleveland örugglega, 103:79. Patrick Ewing gerði 21 stig, Charles Oakley 19 og Derek Harper var með 16. „Við tróðum ofan á þeim frá byijun," sagði Ewing eftir leikinn. „Styrkleiki okkar var langt fyrir ofan þeirra. Munurinn á liðunum var of mikill og úrslitin segja allt um það.“ Danny Ferry setti niður 20 stig í liði Cleveland, sem hefur tapað átta leikjum í í röð í úrslitakeppni NBA. Cleveland byijað þó vel í leiknum og var yfír 51:45 í byijun þriðja leik- hluta, en þá kom kafli sem New York gerði 18 stig á móti tveimur og þá sýnt hvert stefndi. Reggie Miller og félagar hans í Indiana byijuðu vel með þvi að sigra Atlanta Hawks 90:82 í leik sem Mill- er gerði 17 af 24 stigum sínum í síð- ari hálfleik. Derrick McKey kom næstur með 21 stig og níu fráköst fyrir Indiana, sem vann fjóra af fímm leikjum sínum gegn Atlanta í deilda- keppninni í vetur. Grant Long var stigahæstur í liði Atlanta með 18 stig Mookie Blaylock og Steve Smith komu næstir með 17. „Við vorum ekki að leika okkar besta leik, en unnum þó fyrsta leik- inn,“ sagði Miller. „Það verður að hrósa Atlanta fyrir það eitt að leik- menn liðsins gáfust aldrei upp. Þeir verða erfíðir í næstu leikjum." Seattle með Shawn Kemp í aðal- hlutverki sigraði Los Angeles Lakers nokkuð létt, 97:71, á heimavelli sín- um. Kemp gerði 21 stig, Detlef Schempf var með 20 og Kendall 17 fyrir Sonics, sem tapaði fjórum af fímm leikjum sínum gegn Lakers í vetur. Nick Van Exel var með 29 stig fyrir Lakers, sem hefur aldrei áður gert eins fá stig í sögu úrslita- keppninnar. Liðsmetið var 72 stig í leik gegn Milwaukee Bucks 9. apríl 1972.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.