Alþýðublaðið - 30.11.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.11.1920, Blaðsíða 1
1920 Þriðjudaginn 30. nóvember. 276. tölubl. Bjartsýni eöa g'lópska? Alþýðublaðið vill síst af öllu lasta það, að menn séu bjartsýnir, því bölsýni gerir engum gagn, en dregur oft úr tramkvæmdum. En það er margt kallað bjart- sýni, sem alls eigi er það. Það er 4il dæmis glópska, en ekki bjart- sýni, þegar bóndinn, sem orðinn er nærri heylaus, treystir því, að nú fari tíðin að batna, og forsóm ar að reyna aliar hugsanlegar leiðir til þess að afla sér fóður- bætis. Og á sama hátt er það glópska og ekkert annað, þegar menn, sem sökum stöðu sinnar eru skyldugir til þess, að líta á hag landsins, svæfa sjáífa sig með þeirri hugsun, að ýjárkteppan fari níi að batna. Og glópskan er hin sama, hvort sem hún á rót sína að rebja til löngunar til þess, að hlífa þeim, sem er orsök til kreppunnar — ísiandsbanka — eða til hins, að þurfa að hreyfa sig, burfa að gera eitthvað, og á það auðvitað sérstaklega við um lands- stjórnina. í hinni frægu vörn fyrir íslands- banka, er Bjarni frá Vogi ritaði í sumar og dagsett er 28. júlf, segir Bjarni um fisksöluvfxlana: „Það er fjarska ólíklegt, að svo takist illa tii um sölu á því, sem óselt er af fiski og lýsi, er stend- ur til tryggingar, að skuldin greið- ist ekki að fullu næstu 3—4 mán- uðina. “ Þessi vörn Bjarna fyrir bankann, sem nefnd var skýrsla til fulltrúa- ráðs hans, var birt í málgagni hans fVísi) 15. ágúst, og fylgir þar með „viðbætir", dagsettur 14. ág. I þeim viðbæti segir Bjarni: ,Eg tel því allar líkur til þess, að þetta fé losni ah fyr en eg gat til í framanritaðri skýrslu." Hvort Bjarni er ennþá sömu sboðunar er ekki gott að vita. En víst er að hin máttarstoð danska sbankans hér, sjálfstæðismaðurinn Jakob Möller, sem skömmu á eftir lét í Ijósi þá skoðun í Vísi, að fljótt mundi rakna úr peninga- kreppunni, fyrir löngu er kominn á aðra skoðun, og má þá vera að Bjarni sé það iíka. Báðir þessir menn eru þingmenn og áttu því að bera fyrst og fremst hag landsins fyrir brjósti, þar sem þeir voru trúnaðarmenn þjóðarinnar, og* báðir þessir menn nefna sig sjálfstæðismenn, og áttu af þeirri ástæðu ekki að ganga erinda danska bankans. En nóg um það að sinni. í viðtali því er Magnús Guð- mundsson fjármáiaráðherra átti við Mgbl. og getið var um f gær, segir hann: „Það er skoðun mín, að alt út- lit sé nú til þess að eitthvað fari að breytast til batnaðar hvað á- standið hér heima snertir.“ Hvað meinar hann með þessu? Hafi hann nokkuð fyrir sér í þessu á þjóðin heimting á að fá að vita á hverju hann byggir þessa skoð- un s(na. Þjóðin er búin að heyra það helzt til oft frá trúnaðarmönn- um sínum, að nú fari að batna o. s. frv., til þess að hún festi trúnað á það. Geti fjármálaráð- herrann þvf ekki fært fram ómót- mælanleg rök fyrir orðum sínum, eru þau jafn óforsvaranleg og um- mæli íslandsbankafóstbræðranna Bjarna og Jakobs, er fyr var get- ið. Og sé svo, þá er hér ekki um neinskonar bjartsýni að ræða, heldur hreina glópsku. jHanntalið á morgan. Eins og mönnum mun kunnugt, fer fram manntal um land alt á morgun. Bænum hefir verið skift niður á ijölda „teljara", sem skipaðir eru af manntalsskrifstof- unni. Þessir menn eiga að annast hver sinn ákveðna hluta af bæn- um og sjá um að skýrslueyðu- blöðin verði fylt út samvizkusam- lega og svo nákvæmt, sem frekast er kostur. Arið 1910 fór slíkt alsherjar- manntal fram og var þá ýmsum erfiðleikum bundið, engu síður en nú. Til þess að létta undir raeð teljurunum ættu þeir, sem ekki verða heima við allan daginn á morgun, að skilja eftir allar þær upplýsingar um sjálfa þá, er nauðsynlegar eru, t. d: Fult nafn, fæðingardag og fæðingarár (mán- aðardag, eða sé hann ekki kunnur, þá vikudag og viku sumars eða veturs), giftur, (ógiftur, ekkill, skilinn að borði og sæng, skilinn að Iögum), kirkjufélag, fæðingar- staður, fluttur til bæjarins, staða á heimilinu, atvinna (embættf, starf, atvinnuvegur o. s. frv), nafh og starf þeirrar stofnun- ar, firma eða manns, sem aðal- lega er unnið hjá. Sama gildír um karla og konur, gift og ógiít. Hafi einhver gist nóttina milli 30. nóv. og 1. des. utan heimilisins verður hann talinn þar og þvl nauðsynlegt, að hann gefi söma upplýsingar og heimamaður. Einnig verða allir fjarverandi heimamenn taldir, hver á sínu heimili. Tökum dæmi á handahófi: Jón Jónsson, 24. júní 187» (eða sé mánaðardagur ókunnur þá segjum hann fæddann mánudag- inn í 12. viku sumars), ekkju- maður, þjóðkirkjan, fæddur í Lónl Saurbæjarsókn, Eyjafjarðarsýslu, til Reykjavfkur 1904, húsbóndí (hjú, ættingi) o. s. frv. Manntal þetta á ekkert skylt við manntal til skatts og þarf þvl engan að undra, þó það sé tekið rétt eftir að bæjarmanntalið hefir farið fram. s

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.