Alþýðublaðið - 30.11.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.11.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Jafriaðarmaririafélaiið heldur fund í dag kl. 872. síðd. í Good-templarahúsinu. Nteínuskrármáliö o. fl. á dagskrá. 30. nóvember 1920. S t j ó r n i n. Aígreidsla blaðsias er í Aiþýðuhúsinu við lagólfsstræti og Hverfisgötu. 8ími 988. Auglýsiugum sé skilað þacgað eða i Gutenberg í síðasta lagi kl. 10 árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Áskriftargjaid ein kr. á xnánuði. Auglýsingayerð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Utsölumerm beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að skilningur manna á upp- eldi barna hefir til skamms tíma verið mjög af skornum skamti hér á landi, engu síður enn annars- staðar. Og svo er að sjá, að meirihluta bæjarstjórnar sé enn mjög ábótavant í þessu efni. Engu er líkara en hann haldi að nóg sé að troða bóklegum fræðum í börnin og iáta þau svo eiga sig. Ekkert geri til þó líkami þeirra sé vanhirtur. En það eru ekki einungis þeir, sem nú ráða í bæj- arstjórn, sem sparnaðarsýkin star- blindar í þessu máli; fyrirrennarar þeirra hafa sízt verið betri. Eins og bent var á hér í blað- inu fyrir siðustu borgarstjórakosn. ingu, er eitt af því sem miklu skiftir það, að baðhús verði reist i sambandi við barnaskólann »Benno« hefir lika rætt um þetta fyrir nokkru í einu dagblaðanna. Skólanefndin hefir líka séð þörf- ina fyrir baðhús, og ieggur til að bærinn leggi fram fé til þess á næsta ári. En hvað skeður? Fjár- hagsnefndin sér enga leið til þess að veita þessar 25 þús. kr. sem tii baðhússins þsrf, og leggur til að fjárveitingin sé Iögð niður. Og svo er að sjá sem Sjáifstjórnarlið- ið í bæjarstjórn sé á sama máli, því það þurfi að .spara". En er það þá sparnaður að draga það lengur að reisa baðhús í sambandi við barnaskólann ? Er það sparnaður að trassa líkama barnanna — þess hluta þjóðarinn- ar, sem er undirstaða undir fram tíð landsins? Nei, þvert á móti. Framtíð þjóðarinnar er undir því komin, að lögð sé rækt við upp- vaxandi kynslóðir, eigi að eins andlegan þroska, haldur líka líkam■ legan þroska þeirra. Veikiaðir líkamar ala veiklaðar sálir, og þar með veiklunda og táplausar þjóðir. Hraust sál í hraustum líkama, ætti að vera kjörorð allra þeirra, er við uppeldismái fást, og þeir eru ekki stöðu sinni vsxnir, fyr en þeir skilja það, að því að eins getur barnið melt »andlega fæðu«, að líkami þess sé fullkomlega heil- brigður. En eitt helsta skilyrðið til þess, að það geti orðið, er einmitt bað, oft og iðulega. Líkamsæfingar hafa verið við barnaskólann um nokkurt slceið, og má furðu gegna að slíkt skuli hafa átt sér stað, án þess að bað fylgdi. Mér er nær að halda, að Ifkamsæfingar án þess séu til Iítils gagns, eða að minsta kosti koma þær ekki að hálfum notum. Þegar líkaminn er orðinn þvaiur af svita, er mjög óholt að hann þorni aft- ur inn í líkamann, en það hlýtur hann að gera þegar ekkert bað fylgir. Það er þvf í sjálfu sér eins gott að hætta þegar fimieikum við barnaskólann (spara þál) eins og að draga lengur að lcoma upp baðhúsi f sambandi við leikfimis- húsið. Að notast megi við baðhús bæjarins, er slíkjjfjarstæða, að hún gat ekki komið nema frá Sjálf- stjórnarliða, og er vonandi að al- menningur muni Sjáifstjórn það, ef hún kemur því tii leiðar, að þetta mái kafni. /. y. Bíóin. Gamla Bíó sýnir „Tígul- ás“, Nýja Bíó sýnir „í rökkr- inu." Blindingar. Á bæjarstjórnarfundi í gærkvölá bar Sig. jonsson móti þeim um- mælum Gunnlaugs Ciasens, að' salerni barnaskólans hefðu verið í argasta ólagi og ætíð meira og minna óhrein, kvaðst hann aldret hafa séð það. Kemur þar fram Iík gjörhyggl! og glöggskyggni og þegar fræðslu- málastjóri var hér um árið látinr. spyrjast fyrir um, hve mikil brögð væri að tóbaksnautn barnaskóia- barna. Þá svöruðu þeir skólastjóri — og Sigurður? — að hér í Reykjavík ætti það sér ekki stað. En einmitt þá vissu þeir, sem því höfðu ’veitt athygli, að að minsta kosti fullur V5 hluti drengja í skólanurn gerði meira og minna að því auk þó nokkurra stúlkna. Og það hvernig þessi börn öfluðu sér þessa eiturs eða peninganna til að fá það, er nú smátt og smátt að koma í ljós hvað sum þeirra snertir með opinberu áframhaldi þeirra á sömu braut. Því skyldí varlega trúa, þótt svona fólk seg- ist ekki hafa séð þetta eða hitt. Og „ekki er kyn þótt keraldið leki"; þótt framfarirnar séu engar* þegar starfsmenn lands og þjóðar, trúnaðarmennirnir, einmitt þeir, er finna œttu hvar skórinn kreppir, hanga sem dauðifli við störfln og sjá ekki lengra fram en nef þeirra nær eða þeir fyrirhafnarlaust geta tungu teygt. 26. nóv. 1920. Kunnugur. Kveihja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl, 3'/4 í kvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.