Alþýðublaðið - 30.11.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.11.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Manntali Samkvæmt lögum nr. 4 18. maí 1920, fer fram al- ment manntal hér í bænum 1. des. næstkomandi og eru allir skyldir að gefa teljurum nauðsynlegar upplýsÍDgar og þeir sem verða fjarverandi frá heimilum sinum þennan dag, ámintir um að skilja teljurum eftir heima allar nauðsynlegar upp- lýsingar að viðlögðum sektum ef út af er brugðið. Manntalsskrifstofan. ykur < með mikið niðursettu verði, ef keypt er minst 5 kg. í senn £ Verzluninni „Skógaf oss“, Aðalstræti 8. Taísími 353. t27efnaðarvörur til sölu með heildsöluyerði . á Grundarstíg 12. svo sem: Lakaléreft á 5,55 pr. m. Óbleiað léreft á 2,05. Flónel (m. teg.) á 2,50—3,15. Blússutau (4 litir) á 5,35. Shirting (mjög sterkt) á 3,65. Fiðurhelt lóreft á 7,00. Tvististau (m. teg.) á 2,36—3,10. Flau- el (2 litir) á 10,35. Borðdúkadregill á 8,60, o. fl. teg. c9Hoíié fœMi/œrið. Stunnar úénsaon. andínn, Amensk /andnemasaga. (Framh) „Eg heyri bara vælið í uglun- um', svaraði Roland, en hann lauk ekki setningunni. Pétur litli rak upp hærra væl, og Nathan sagði: .Leiddu konurnar héðan og komdu á eftir mér". Að svo mæltu stökk Nathan til dyranna, en hróp frá Roland stöðvaði hann. Hann leit i kring um sig og sá þá, að Edith hafði iiðið í ómegin í fangi bróður síns. ,Eg skal bjargja henni, hjálpaðu hinurn! “ hrópaði Nathan, tók Edith í fang sér, eins og hún væri dúnhnoðri, og skundaði aft- ur til útgöngunnar, þegar nýr at- burður stöðvaði hann, Telie Doe rak upp óp, sem var svarað frá innganginum með undarlega korrandi hlátri og æð isgengnum, sem lýsti í einu sigur- gleði og hæðni. Nathan og Ro- land sáu stórann nakinn rauð- skinna málaðann herrósum allskon- ar og með byssu í hendi. Hæðnis- hláturinn lék enn um varir hans. ,Góðan daginn. bróðir, rauð- skinni góður vinur!" hrópaði rauður og kinkaði hæðnislega kolli, um leið og hann gekk rösk- Iega inn í kofann. Að baki hans heyrðist djöfullegur hlátur þriggja eða fjögra jafn blóðþyrstra þræl- beina og hann var. „Að innganginum, ef þú ert nokkur maðurl" hrópaði Nathan til Rolands, sem vissi ekkert hvað til bragðs skyldi taka. Röddin var ákveðin og kallið eins og stríðsóp, og átti það illa við þennan iriðarins mann Hann slepti Edith niður á gólfið og réðist á rauðskinnann. Báðir duttu um þrepskjöldinn, og Roland, sem í ofboði örvæntingarinnar fór eftir skipuninni, datt um þá. Við það komst hann hjá bráðum bana, því á sama augnabliki, var skotið á hann af þremur byssum, í fárra skrefa fjarlægð. „Ráðstu á þá, ef samvizka þín leyfir þér þaðl“ heyrði hann Nat- han hrópa og um leið kvað við skot úr innri enda hússins. „Aldrei á æfi miuni gert rauð- um manni nokkuðl" mælti surtur með skjálfandi röddu. Kúlan reif exina úr sundur- tættri hendi óvinarins, sem var í þann veginn að greiða Roland banahöggið, þegar hann sá hann detta. Hinn særði hermaður rak upp óp af sársauka og reiði, stökk yfir bjálkabrotin í dyrunum og losnaði þar með við högg það, er Roland reiddi að honum með byssuskeftinu, því skotið haíði hlaupið úr byssunni er hann datt. Ópi þess særða var svarað, að þvf er Roland fanst, af að minsta kosti fimmtíu stalibræðrum hans, og sá hann tvo þeirra í fárra feta fjarlægð. Þeir sveifluðu exum sín- um og hugðust að búa honum bráðan bana, þegar honum kom hjálp úr óvæntum stað. Ritstjóri eg áhyrgðum&ðnr: Ólafar Fríðriksson. Prentsmlöfan Gutenbarg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.