Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hitt og þetta Nýju skipi Norðurtangans gefíð nafnið Orri ÍS 20 • ísafirði - Skuttogari sá sem Hraðfrystihúsið Norð- urtangi hf. á ísafirði keypti i Frakklandi fyrir skömmu var afhentur nýj- um eigendum í Frakklandi í síðustu viku. Við það tækifæri var skipinu gefið íslenskt nafn og varð nafn- ið Orri fyrir valinu. Skrá- setningarnúmer skipsins, sem er tíu ára gamalt, er ÍS 20 líkt og gamli Orri hafði. Orri ÍS 20 er 777 tonna frystiskip, 50 metra langt og 12 metra breitt. Orri IS hefur verið í klössun ytra þar sem búnaður skipsins hefur verið yfirfarin en þó er gert ráð fyrir að skipið stoppi á ísafirði einhvern tíma þar sem gerðar verða á því ýmsar breytingar. Meðal annars verður öll vinnslulína skipsins sett í land að undanskildum frystibúnaði. Skipsljórar á Orra ÍS verða þeir Skarphéðinn Gíslason og Hörður Guð- bjartsson. Skarphéðinn siglir skipinu heim ásamt Magnúsi Sigurjónssyni stýrimanni. Fimmtán menn verða í áhöfn skipsins. Grandi hf. greiðir 8% arð • GRANDI hf. mun greiða hluthöfum 8% arð að hlut- afé vegna síðasta árs, alls 87,6 milljónir kr. Var þetta ákveðið á aðalfundi sl. föstudag. Þar var jafnframt ákveðið að auka hlutafé félagsins um 100 milljónir kr. með sölu nýrra hluta og kom fram að það væri m.a. gert vegna 740 millj- óna kr. fjárfestinga sem fyrirhugaðar eru á þessu ári. Fram kom í skýrslum Brynjólfs Bjarnasonar framkvæmdastjóra og Arna Vilhjálmssonar stjórnarformanns að rekst- ur Granda hefur gengið betur fyrstu þrjá mánuði þessa árs en á sama tíma- bili í fyrra. Þokkalegur árangur náðist á loðnu- vertíð þrátt fyrir mikið verðfall. Fram kom að rekstraráætlun fyrir allt árið kveður á um 247 mil\j- óna kr. hagnað og að enn hefði ekkert komið í ljós sem benti til að markinu verði ekki náð. NCDRGnEPJ MARTONAIR LOFTLOKAR, LOFTTJAKKAR RÖR 06 FITTINGS * HÖNNUM OG TEIKNUM VÉLBÚNAÐ LOFTSTÝRINGAR OG L0FTKERFI SKIPULEGGJUM VINNSLURÁSIR INTEK ÍSLENSKAIÐNTÆKNIÞJÓNUSTAN HF BÆJARHRAUNI 14, 220 HAFNARFIRÐI SÍMI. 91-654904 FAX: 91-652015 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson UNNIÐ við löndun karfans úr Atlantic King í Vestmannaeyjum í gær. Erlendir togarar landa úthafskarfanum í Ejgum ERLENDIR togarar hafa undanfarið komið til Eyja og landað karfa sem þeir hafa veitt á Reykjanes- hrygg. Togararnir þrír sem landað hafa í Eyjum eru í eigu Færeyinga, skráðir í Belize City, og er aflinn fluttur með gámum frá Eyjum til vinnslustöðva á austur- og norðausturlandi. Aflinn síðan fluttur í vinnslu á Austfjörðum Fiskmarkaður Vestmannaeyja hefur haft yfirumsjón með löndun- um togaranna í Eyjum. Afli þeirra er þó ekki seldur á markaðnum heldur selja skipin hann beint fyrir fast verð. Fiskmarkaðurinn hefur annast alla fjármálaumsýslu vegna sölu fisksins sem og greiðslu fyrir þjónustu við togarana. Flutningamiðstöð Vestmanna- eyja hefur séð um löndun fisksins og Eimskipafélagið um flutning á fiskinum frá Eyjum. Togararnir hafa landað rúmum 400 tonnum í 3 löndunum en auk þess lönduðu þeir rúmum 100 tonnum í 3 löndun- um í Hafnarfirði meðan verkfall undirmanna á farskipum stóð yfir, en Fiskmarkaðurinn í Eyjum hafði einnig yfirumsjón með þeim löndun- um. Allur afli skipanna hefur farið til vinnslustöðva á austanverðu landinu, Vopnafirði, Fáskrúðsfirði, Raufarhöfn og Þórshöfn. Rússar styrlga útvegiim RÚSSNESK stjórnvöld stefna að því að endurreisa sjávarútveginn með ríkisaðstoð og miklum, erlend- um fjárfestingum. Kom þetta fram í viðtali við Vladímír Korelskíj, sjávarútvegsráðherra Rússlands, við sjávarútvegsblaðið Rybníji Múrman nú nýlega en þar lagði hann áherslu á, að nákvæm áætla- nagerð yrði að koma í stað þeirrar ringulreiðar, sem nú ríkti. Kvaðst hann ekki draga neina dul á, að kvótasala yrði áfram einn af horn- steinum endurreisnarinnar. Segja má, að allt hafi verið gef- ið frjálst í rússneskum sjávarútvegi árið 1992 og Korelskíj segir, að það hafi leitt til svartamarkaðs- brasks og alls konar lögleysu. Brýnt sé að ná tökum á þessum málum og því hafi hann lagt fram áætlun um hvemig að því skuli staðið. Samkvæmt áætluninni er stefnt að því að auka afla rússneskra skipa fram til aldamóta upp í 4-4,5 milljónir tonna en á síðasta ári var hann um 3,5 millj. tonna. Er þá átt við veiðar á öllum miðum, í Norður-Atlantshafi, Kyrrahafi, Svartahafi, Kaspíahafi og í Eystra- salti. Mikill samdráttur Samdrátturinn á síðustu árum hefur verið einna mestur hjá norð- urflotanum. Fyrir fjórum árum tók sjávarútvegsfyrirtækið Sevryba á móti 1,5 milljónum tonna af fiski og skelfiski en á síðasta ári fór aflinn næstum niður undir hálfa milljón tonna. Flotinn er orðinn gamall og endurnýjun hans verður því brýnni með ári hveiju. Korelskíj segir, að þessari þróun verði ekki snúið við nema með auk- inni ríkisaðstoð og miklum, erlend- um fjárfestingum. Kveðst hann búast við auknum afla í verðmæt- ustu fisktegundunum, síld, þorski, sardínum og makríl, en einhverjum samdrætti í þeim verðminni. Gert er ráð fyrir, að á næstu árum muni Rússar taka 77% aflans í sinni eigin lögsögu, 15% í lögsögu annarra ríkja og 8% á alþjóðlegu hafsvæði. Grandi breytir tveimur skipiun fyrir um 500 milljónir króna TÆPLEGA 153 milljónakr. hagnaður Granda hf. á síð- asta ári er mun lægri en vonir stóðu til og hagnaður af vinnslu loðnuafurða og af útgerð tveggja frystitog- ara nam talsvert hærri fjár- hæð en hagnaður fyrirtækisins alls. Þetta kom fram í skýrslu for- manns stjórnar, Árna Vilhjálmssonar, á aðalfundi Granda hf. sl. föstu- dag. Fyrirtækið breytti um rekstrarstefnu, þar sem m.a. er lögð meiri áhersla á útgerð frystiskipa, og hefur verið ákveðið að breyta og endur- bæta tveimur togurum fyrir alls um 500 milljónir kr. á árinu. Áhersla á sjófrystingu á kostnað siglinga í nýrri rekstrarstefnu Árni sagði að þegar litið væri til rekstrarárangurs annarra sjáv- arútvegsfyrirtækja á síðasta ári virtist Grandi hf. mega sæmilega við una. En það varpaði nokkrum skugga á útkomuna að hagnaður af vinnslu loðnuafurða og af út- gerð frystitogaranna Þerneyjar og Orfiriseyjar hafi numið talsvert hærri fjárhæð en hagnaður fyrir- tækisins alls. Árni nefndi nokkur atriði sem skýringar á lakari af- komu en gert hafi verið ráð fyrir. Rekstraráætlun hefði verið reist á óhóflegri bjartsýni, sérstaklega að því er varðar útgerð togarans Snorra utan landhelgi. Fyrirtækið hafi orðið fyrir mörgum óhöppum með skip sín. Því hafi verið treyst að frystiskipin gætu gengið að því vísu í júlí og ágúst að veiða upp miklar eftirstöðvar af grálúðuk- vóta en það brugðist gersamlega. Loks nefndi hann að úthald ísfisk- togaranna tveggja á úthafskarfa- veiðar virtist hafa verið mjög mis- ráðið. Samanlagður fjárhagslegur árangur yeiða og vinnslu karfa utan kvóta hefði verið neikvæður og mörk hundruð tonn af ýsu- og ufsakvóta farið í súginn við lok kvótaársins. Breyting á rekstrarstefnu Stjórnarformaður Granda greindi frá því í skýrslu sinni að í vetur hafí verið ákveðið að gera gagnger- ar breytingar á tilhögun rekstrar- ins. Felast þær m.a. í því að frysti- skipið Snorri Sturluson hefur verið tekinn aftur inn í landhelgina. Jafn- framt verður ráðist í miklar endur- bætur á skipinu í haust þar sem sett verður í það ný aðalvél og skip- ið líklega einnig lengt. Reiknað er með að þessar endurbætur kosti 250 milljónir kr. ísfisktogaranum Engey var lagt þegar Snorri fór aftur inn í landhelg- ina. Skipið er nú á leiðinni til Pól- lands þar sem því verður breytt í heilfrystiskip og verður því haldið til veiða innan landhelginnar, eink- um á karfa og grálúðu. Breytingin mun kosta um 250 milljónir kr. Þegar Engey hefur veiðar á ný verður Akurey tekin úr notkun sem úrelding á móti Engey. Skipið er 23 ára gamalt og hefur verið boðið til sölu. Þriðja meiriháttar breytingin á rekstri Granda er að sögn Áma að draga verulega úr siglingum með afla, aðallega karfa, á Þýskalands- markað þar sem afkoma þessa út- flutnings hefur farið versnandi. Breytingamar á útgerð Engeyjar og Akureyjar fela í sér verulega fækkun siglinga, enda hefur Akurey siglt allt árið_ og Engey þijá fjórðu hluta ársins. Ákveðið hefur verið að fækka siglingum enn frekar þannig að í ár verði siglt 19 sinnum í stað 38 á ári undanfarin ár og enn færri verða ferðimar að líkindum á næsta ári. Nýjar áherslur í vlnnslu Breytingar á útgerðinni munu hafa í för með sér breytingar í vinnslunni. Lögð verður áhersla á útflutning á ferskum karfaflökum, aðallega til Þýskalands en lækkandi tollar Evrópusambandsins greiða götu þess útflutnings, að því er fram kom hjá Árna. Jafnframt hefur ver- ið ákveðið að hefja söltun á ufsa- og þorskflökum í allstórum stfl. Bæði verður um að ræða vinnslu eigin afla og svo fisks sem ætlunin er að kaupa á fiskmörkuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.