Morgunblaðið - 04.05.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 04.05.1995, Síða 1
BLAÐ ALLRA LAIMDSMANNA 1995 |lt0r$«ttnf>laþfíþ ■ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ BLAÐ Þorvaldur skoraði hjá Peler Shilton Þorvaldur Örlygsson var í sviðs- ljósinu í gærkvöldi þegar Stoke og Bolton gerðu 1:1 jafn- tefli í 1. deild ensku knattspyrn- unnar. Alan Davidson, markverði Bolton, var vikið af velli á 12. mínútu og Peter Shilton, sem er 45 ára og með 126 landsleiki að baki fyrir England, fór í markið. 996. deildarleikur kappans verður honum væntanlega ekki eftir- minnilegur því skömmu eftir að hann kom inn á fékk hann það hlutverk að reyna að verja víta- spyrnu frá Þorvaldi. íslenski landsiiðsmaðurinn sendi markvörð- inn í annað hornið en skaut í hitt og jskoraði. Úrslitin gerðu það að verkum að Middlesbrough undir stjóm Bry- ans Robsons er orðið meistari í 1. deild og leikur í úrvalsdeildinni næsta keppnistímabil en Guðni Bergsson og samheijar í Bolton eru í öðru sæti og leika um sæti í úrvalsdeildinni. Á myndinni til hliðar er Þorvaldur á ferðinni með Stoke. y | |||f Valur skoðar leik- mann frá Slóvakíu Lubomir Horochonic tíl reynslu en hann er 23 ára sóknarmaður og hefur m.a. leikið með Inter Brat- islava. Lubomir kom til landsins sl. fimmtudag og lék æfingaleik með Val gegn Pylki og stóð sig vel. Hann meiddist siðan á æfingu um helgina, Valsmenn hafa hug á að skoða hann betur í æf- ingaleik áður en ákvörðun verður tekin um hvort hann verði áfram. Valsmenn léku gegn Leikni í B-deild Reykjavík- urmótsins í fyrra kvöld og unnu 3:2. Markverði Vals, Tómasi Ingasyni, var vikið af leikvelli undir lok fyrri hálfleiks og voru Valsmenn ekki með varamarkvörð á bekknum. Jón S. Helgason, betur þekktur sem vamarmaður, tók markmannsstöðuna og byrjaði á að glíma við vítaspymu en náði ekki að veija og Leiknir jafnaði 2:2. Sigþór Júlíusson skoraði síðan sigurmark Vals undir lok leiksins. Tommy Svensson íhugar tilboð um að þjálfa Bilbao TOMMY Svensson, landsliðsþjálfari Sviþjóðar i knattspyrnu, hefur fengið tilboð um að þjálfa Bilbao á Spáni og er að skoða málið en lið félags- ins er i áttunda sæti í spænsku deildinni. „Það er rétt að Bilbao bauð mér starf og vill að ég byiji 1. júli,“ sagði hann við sænsku fréttastofuna TT og bætti: „Tilboð félagsins er ótrúlega gott og ég verð að hugsa alvarlega um það.“ Hins vegar gaf hann til kynna að hann myndi hafna tilboðinu vegna þess að sænska landsliðið hefur átt í erfíðleikura og á á hættu að komast ekki i úrslitakeppni Evrópumótsins næsta ár. „Að sumu leyti væri auðveldara að fara þegar allt gengi vel,“ sagði hann en sagði ennfremur að Knatt- spyrnusamband Svíþjóðar hefði sagt sér að það myndi ekki reyna að koma í veg fyrir að hann færi til spænska liðsins. Svensson sagðist taka ákvörðun innan skamms. Bayem tapaði stigum vegna of margra áhugamanna í liðinu ÞÝSKA knattspyrnusambandið hefur ákveðið að snúa við úrslitunum í leik Bayern Miinchen og Eintracht Frankfurt sem fram fór fyrir hálfum mánuði en Bayern vann 5:2. Meistaramir notuðu fjóra áhugamenn í leiknum og voru þeir inni á vellinum á sama tíma en samkvæmt þýsku reglun- um mega aðeins þrír áhugamenn vera í liði sam- tímis. Frankfurt gerði athugasemdir þegar eftir leik og var liðinu dæmdur 2:0 sigur. Við þetta færist Bayern úr fimmta í sjötta sæti og vonir um Evrópusæti dvína að sama skapi en Frankfurt flyst úr 13. í 12. sæti. Oliver Kahn, markvörður Bayem, sagði úrskurðinn hlægilegan og Uli Hö- ness, stjóri Bayem, sagði að málinu yrði áfrýjað. BADMINTON Broddi og Ámi Þóreru langt frá ólympíusætum í Atlanta HM 95 Atavin mættur VIATSJESLAV Atavin, einn þekktasti leikmaður rússn- eska landsliðins í handknatt- leik, kom ekki með rússneska hópnum til landsins í fyrra- dag. Ástæðan var sú að hann vildi ekki yfírgefa félagslið sitt, Granollies, á Spáni fyrr en hann hefði gengið frá áframhaldandi samningi. Nú eru þau mál komin á hreint og samningur hefur verið undirritaður. í framhaldi af þvi kom Atavin til landsins i gær og leikur með rússneska landsliðinu á HM. BRODDI Kristjánsson er í 129. sæti í einliðaleik karla á nýjum afrekalista Alþjóðabadminton- sambandsins. Listinn er sá fyrsti sem gefinn er út á úr- tökutímabili badmintonmanna fyrir ólympíuleikana í Atlanta, en það hófst 1. aprfl sl. Badmintonleikarar öðlast sætis- röð á listanum eftir frammi- stöðu á alþjóðlegum mótum. Aðeins 36 keppa í einliðaleik í Atlanta og því verður keppnin hörð um sæti nógu ofarlega á listunum til þess að tryggja sér keppnisrétt á leikun- um. Takmarkaður er sá fjöldi sem hver þjóð má senda og því ljóst að margir sem framarlega kunna að verða komast ekki. Þannig getur þjóð sent þijá kepp- endur (eða lið í tvenndar- eða tví- liðaleik) séu þeir allir á lista yfír 16 sterkustu í viðkomandi flokki og mest tvo í grein/flokk séu þeir meðal 64 efstu. Eigi þjóð ekki mann eða flokk meðal 64 efstu getur hún aðeins átt einn keppenda/lið í við- komandi flokki. Samkvæmt þessum reglum er Broddi í 52. sæti gagn- vart Atlanta-leikunum í dag. Auk Brodda eru Guðmundur Adolfsson og Árni Þór Hallgrímsson á listanum í einliðaleik. Guðmundur er framar eða í 184. sæti en Árni í 245. sæti. Alls hafa 433 öðlast stig. I einliðaleik kvenna er Bima Petersen fremst, eða i 155. sæti. Rétt á eftir henni, eða í 158. sæti, er Vigdís Ásgeirsdóttir og Guðrún Júlíusdóttir er í 187. sæti af sam- tals 306 keppendum. Broddi og Árni eru í 58. sæti á listanum í tvíliðaleik og verða að hækka sig talsvert til að eiga mögu- leika á þátttöku í ólympíuleikunum þar sem samkvæmt reglunum um ijölda þjóða er liðið í 26. sæti á lista alþjóðasambandsins í 20. sæti gagnvart úrtökureglum fyrir Atl- anta. Samkvæmt sömu reglum eru Ámi og Broddi í 36. sæti gagnvart þátttöku í Atltanta-leikunum í dag. Guðrún og Bima em í 74. sæti í tvíliðaleik kvenna. Loks eru Ámi Þór og Guðrún í 115. sæti í tvennd- arkeppni og Guðmundur og Vigdís í 165. sæti í sama flokki. Nýr listi kemur út í maí og verð- ur Norðurlandamótið, sem haldið var í Reykjavík um helgina, reiknað þar inn. KIMATTSPYRIMA; PARMA MEÐ PÁLMAIMIU í HÖIMDUNUM í ÚRSLITUM UEFA / D4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.