Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 B 3 HM í HANDKNATTLEIK Hlutverk þjáHarans að hjálpa einstaklingunum að þróa eiginleika sína Fylgdist með úr heiðurs- stúkunni ARNO Ehret í óvenjulegri stöðu í helðursstúkunni í Laugardalshöll í fyrra- kvöld. Þangað var hann sendur í leiknum gegn Rússum; fékk rautt spjald hjá dómurunum eftlr að- eins um þrettán mínútur og varð að fylgjast með lelk sinna manna þaðan. Morgunblaðið/Gunnlaugur Þýski þjálfarinn Arno Ehret er ánægður með gengi Þjóðverja og Svisslendinga á HM. Hann er þó jarðbundinn í viðtali við Skúla Unn- ar Sveinsson og segir að framtíðin sé óraðin hjá liði Þjóðverja. Arno Ehret, þjálfari Þýskalands, yrði trúlega ofarlega á lista í kjöri á manni heimsmeistaramóts- ins, ef slíkt kjör færi fram. Hann tók við þýska landsliðinu eftir HM í Svíþjóð 1993 eftir að hafa verið landsliðsþjálfari Sviss í sjö ár. Hann gerði Svisslendinga að góðum hand- boltamönnum og nú er hann að endurvekja handboltastórveldið Þýskaland. Hann sagðist að sjálf- sögðu vera ánægður með árangur Þjóðveija í keppninni og einnig Sviss, en telur þó að lið Sviss hefði átt að ná lengra, miðað við hversu góðir einstaklingar eru í liðinu. „Markmið okkar fyrir keppnina var að tryggja sæti á Ólympíuleikunum í Atlanta og það hefur tekist og við erum mjög ánægðir með það því Þýskaland hefur ekki páð svona langt í heimsmeistarakeppni í ein 16 ár. Við höfum náð sjötta sæti en ekki komist svona langt hin síð- ari ár. Sviss átti möguleika á að tryggja sér farmiðann ti) Atlanta, og hefur raunar enn því liðið leikur um fímmta til áttunda sætið. Reyndar eiga þeir erfiða leiki, fyrst gegn Rússum og síðan Egyptum eða Tékkum. Vonandi komast þeir til Atlanta, það væri mjög skemmti- legt fyrir mig.“ Já, það væri örugglega ekki leið- inlegt fyrir þennan frábæra þjálfara ef bæði liðin „hans“ næðu að tryggja sér sæti á Ólympíuleikun- um. Hann kom Sviss á landakort alþjóða handknattleiks og nú virðist hann á góðri leið með að gera Þýskaland að stórveldi á nýjan leik. Hvernig fer hann að þessu? Er hann með einhveija töfrafingur? „Nei, alls ekki,“ segir Ehret og hlær. „Þegar ég tók við landsliðs- þjálfarastarfinu í Sviss árið 1986 voru margir ungir og efnilegir leik- menn að koma fram. Þetta er strák- arnir sem nú eru í liðinu og nú eru margir góðir leikmenn í Sviss. Mitt hlutverk sem þjálfara var að hjálpa þeim til að þróa eiginleika sína, segja þeim hvað þarf til að sigra, en hæfileikana skapar þjálfarinn ekki, þá verða leikmenn að hafa ætli þeir sér að verða góðir. Ég segi líka oft að það er liðið sem leikur hverju sinni sem sigrar — ekki þjálfarinn." Vestur-Þýskaland hafði sterku landsliði á að skipa í mörg ár, en gekk samt erfiðlega að ná langt á stórmótum. Talað var um að leik- menn væru of miklir „kóngar" og það væri ómögulegt að fá þá til að leika sem liðsheild. Austur-Þýska- land hafði hins vegar verið með sterkt lið og náð langt og á árunum 1964 til 1986 hafði önnur hvorþjóð- in ávallt orðið í einu af sex efstu sætum HM og oft voru þær báðar í toppbaráttunni. Eftir sameining- una fór að halla undan fæti og úr varð eitt meðallið. Svo virðist sem Ehret sé að takast að snúa þessari þróun við og hann er á góðri leið með að skapa g'ríðarlega sterkt landslið í Þýskalandi á nýjan leik. Þegar hann tók við liðinu eftir HM í Svíþjóð 1993 voru uppi efasemdar- raddir sem sögðu að hann væri ekki maður til að búa til sterkt lið og menn voru ekki á eitt sáttir með val hans á liðinu fyrir keppnina hér. Þær raddir eru nú flestar þagn- aðar. Stjörnur veröa að vita að handbolti er hópíþrótt „Leikmenn mínir vita að til að ná langt verða menn að vinna sam- an. Það er gott að hafa stjörnur í handboltaliði, en þær verða þá að gera sér grein fyrir því að þeir eru að taka þátt i hópíþrótt, ekki ein- staklingsíþrótt. Það er ekki hægt að ná langt nema menn vinni sam- an og þetta vita strákarnir. Það eru góðir leikmenn í þýska liðinu, en þeir hafa allir sínar takmarkanir. Sumt geta þeir gert vel en á öðrum sviðum þurfa þeir hjálp frá samheij- um sínum. Það er af hinu góða ef leikmenn vita hvað þeir geta gert vel og vita einnig af því að til að geta náð langt sem einstaklingar þurfa þeir aðstoð félaga sinna, til að vinna upp veikleika sína. Það er mikilvægt að hafa leikmenn sem eru tilbúnir að hjálpa hveijir öðrum, beijast saman og vinna saman. Mínir leikmenn hafa gott sjálfs- traust en vita samt af því að þeir þurfa aðstoð frá félögum sínum." En hvernig fer Ehret að þessu? Notar hann sömu aðferðir og hann notaði þegar hann var að koma Sviss á landakortið? „Nei, ekki al- veg eins, en aðferðimar eru svipað- ar. Það er erfitt að bera þessi tvö lið saman því leikmenn liðanna eru mismunandi. Mitt hlutverk er að leggja línurnar fyrir hvern og einn þannig að bestu eiginleikar hans fái notið sín til fulls í leiknum. Ég hef verið £vo heppinn að landsliðin sem ég hef þjálfað hafa náð þessu og staðið sig vel á alþjóðlegum mót- um.“ Man enn eftir úrslitaleiknum gegn Sovétríkunum 1978 Árið 1978 urðu fjóðvejrar síðast heimsmeistarar í handknattleik. Keppnin fór þá fram i Danmörku og léku Þjóðveijar til úrslita við Sovétmenn. Fyrirliði þeirra var Vladímír Maxímov, núverandi þjálf- ari Rússa. Ehret var einn lykil- manna Þjóðvetja og hann man enn eftir þessum leik. „Já, ég gleymi honum aldrei. Ég gerði þijú mörk í leiknum, sem var æsispennandi og ég gæti lýst fyrir þér hvernig þessi mörk voru.“ Ehret þótti fjöl- hæfur leikmaður — lék mest í vinstra horninu, en brá sér stundum á línuna og oft var hann í hlutverki leikstjórnanda. En livernig lýsir þjálfarinn sér sem leikmanni? „Ég held að aðalkostir mínir hafi verið tæknin og hraðinn. Ég hef alltaf haft gott vald á bolta og verið fljót- ur að hlaupa og svo held ég mér sé óhætt að segja að ég hafi haft nokkuð gott auga fyrir leiknum.“ Ehret lék 121 landsleik og gerði 468 mörk í þeim. Hann er þriðji markahæsti leikmaður úrvalsdeild- arinnar í Þýskalandi, gerði alls 1.275 mörk í þeim 195 leikjum sem hann lék, þar af 539 úr vítaköstum. Markahæstu leikmenn allra tíma í deildinni eru Jochen Fraatz og Andreas Ejörhöfer. „En það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan ég var að leika. Hraðinn hefur aukist og tækni leik- manna hefur aukist mjög mikið. Hér á árum áður, þegar ég var að spila, gátu hornamenn til dæmis ekki skorað með svona snúningum eins og þeir gera mikið núna. Ann- að sem er að áberandi í þróun hand- boltans er leikmenn eru orðnir meiri alhliða leikmenn, hver og einn er sterkari á fleiri sviðum en áður.“ Of margar þjóðir Mikið hefur verið rætt um hugs- anlegar breytingar á reglum í hand- knattleik. Þýski þjálfarinn er ekki hlynntur of miklum breytingum. „Ég held að það sé ekki þörf fyrir stórvægilegar breytingar, og alls ekki grundvallarbreytingar. Það er allt í lagi að gera minni háttar breytingar, en ég held að handbolt- inn þurfi ekki á miklum breytingum að halda. Það eru það margir mögu- leikar á þróun án þess að breyta reglunum. Það væri allt í lagi að setja skýrari reglur þannig að dóm- gæslan verði auðveldari og betri og einnig má gera leikinn einfaldari fyrir áhorfendur. Við sjáum leikina hér á íslandi, flestir þeirra hafa verið góðir og skemmtilegir fyrir áhorfendur. Mér finnst þetta nýja kerfí á HM ekki nógu gott. Það eru of margar þjóðri að keppa hér. Ég tel líka mjög slæmt að hafa útsláttarkeppn- ina eftir riðlakeppnina og fyrir því eru nokkrar ástæður. í fyrsta lagi er ekki rétt að ákveða með einum leik hvort lið kemst á næstu Ólym- píuleika. í öðru lagi er það mjög slæmt fyrir kynningu á íþróttinni að mörg lið þurfi að fara heim eft- ir 16-liða úrslitin og átta liða úrslit- in. Ef við tökum keppnina hér þá hættir spænska sjónvarpið að senda héðan þegar Spánn dettur út. Dan- ir féllu úr keppni, danska sjónvarp- ið hættir að sýna héðan. Þetta er auðvitað ekki gott fyrir útbreiðslu handboltans. Það er líka ósann- gjarnt að lið sem eiga einn slakan leik þurfi að falla úr keppni. í þriðja lagi er hægt að reyna að velja sér mótheija í útsláttakeppninni með því að tapa leik eða leikjum í riðla- keppninni. Slíkt á ekki að vera hægt. Lið eiga alltaf að leika til sigurs, í hveijum einasta leik.“ Þetta svar kallar fram spurning- una um það hvort Ehret hafi vilj- andi látið reka sig útaf í leiknum gegn Rússum á miðvikudaginn. „Nei, það var alls ekki viljandi gert. Málið var bara að ég var of tauga- trekktur í leiknum og því fór sem fór. Dómararnir aðvöruðu mig ekki, ég fékk gult strax og svo rautt í næsta tilviki. Svona á þjálfari ekki að láta koma fyrir sig.“ íslendingar vel liðnlr íslenskir handboltamenn héldu margir í víking til Þýskalands fyrir noukrum árum og gerðu garðinn frægan þar. „Ég spilaði á móti Sigga Sveins á sínum tíma, hann var með Lemgo og ég með Hof- weier. Ég man líka eftir Atla Hilm- arssyni og fleiri leikmönnum. ís- lendingar voru vel liðnir í Þýska- landi. Þeir komu vel fyrir, voni þægilegir að umgangast og sam- viskusamir og umfram allt stóðu þessir strákar sig vel í handboltan- um.“ Þegar íslendingarnir voru upp á sitt besta í Þýskalandi máttu tveir erlendir leikmenn leika með hveiju liði, núna er aðeins heimilt að hafa einn erlendan leikmann. „Ég held að það sé best fyrir þróun handbolt- ans heima að hafa bara einn erlend- an leikmann í liði. Þá komast yngri leikmennirnir frekar að og verða betri fyrir vikið.“ Framtíðin virðist björt í þýskum handknattleik en Ehret vill hafa allan varann á. „Við skulum fara varlega í að spá fyrir um framtíð- ina. Við höfum náð langt núna, lengra en venjulega og erum mjög ánægðir með það en ég vil biðja menn að fara varlega í að tala um bjarta framtíð. Þó svo þetta virðist vera á réttri leið þá er elcki hægt að bóka okkur í fremstu röð næstu áratugina. Við tökum einn leik fyr- ir í einu, eins og venjulega," sagði Ehret. Morgunblaðið/Gunnlaugur Tveir góðir og reyndir ANDREAS Thiel, markvörður og fyrirliði Þjóðveija, sem er til vinstri á myndinni hér að ofan, er leikreyndasti maður liðsins, hefur leikið liátt í 230 landsleiki og fjórum sinnum tekið þátt í heimsmeistar- keppni. Thiel tók fyrst þátt í HM árið 1982 í Vestur-Þýska- landi, síðan varði hann mark Þjóðverja í Sviss 1986 en næstu keppni sleppti hann þar sem Þjóðverjar náðu ekki að tryggja sér þáttöku í þeirri keppni. Árið 1993 var hann í markinu í Svíþjóð og núna ver hann mark lands síns í Laugar- dalshöll. Hann leikur nú með Dormagen undir stjórn Krist- jáns Arasonar en i landsliðinu er hann undir stjórn Arno Ehrets, sem lék 121 landsleik fyrir Þýskaland, þann fyrsta árið 1975. Þess má geta til gam- ans að þegar Ehret lék sinn síðasta landsleik var ungur og upprennandi markvörður með honum í liðinu — Andreas Thi- el, sem þá var einmitt að leika sinn fyrsta landsleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.